Pressan - 12.11.1992, Side 35
FIMMTUDAGUR PRBSSAN 12. NÓVEMBER 1992
LÍFIÐ EFTIR VINNU
35
KK Band kann að halda útgáfu-
partí. Fyrir viku var nokkrum val-
inkunnum fjölmiðlahundum
stungið í rellu og flogið til Flateyr-
ar á önundarfirði. Nýja KK-platan
var komin út og bandið ætlaði að
kynna og spila plötuna í hinum
goðsagnakennda veitingastað
Vagninum. Eftir ball þar í sumar
höfðu KK og félagar einmitt
ákveðið að kýla á nýja piötu fyrir
jólin, svo nokkurs konar hringrás
var lokið og viðeigandi að snúa
aff ur á byrjunarreit.
Það rfkir fjölmiðlastemmning í
Vagninum. Hvítvínið flæðir og
Kommi trommari og Þorleifur
sitja fyrir svörum. Hvergi bólar á
KK sjálfum. Kommi og Þorleifur
eru í góðum fíling og nokk
ánægðir með nýju plötuna sem
vellur úr hátölurum staðarins.
Þetta er fyrsta platan sem Kommi
(áður í Taugadeildinni, Q4U, Oxz-
má og Langa Sela og Skuggunum)
spilar með KK, en Þorleifur hefur
spilað með honum lengi, þ.á m. á
Lucky One. Þorleifur á að baki
mikla bassareynslu, hefur t.d. spil-
að með ekki minni snillingum en
Bubba og Bobby Harrison.
Pétur Gíslason, rótari og umbi,
stígur á sviðið. Hann þakkar Guð-
Viðkunn-
anlegy auð-
melt ogfeit
blanaa
KK Band
Bein leið
Bein leið hf / Japis
★★★
QKristján Kristjánsson
fæddist í Bandaríkjun-
um 1956 en flutti til ís-
lands 1965. Nokkrum árum síð-
ar fékk hann fyrsta gítarinn sinn
í afmælisgjöf. Árið 1977 fluttist
hann til Svíþjóðar. K.K. eins og
Kristján vill láta kalla sig hefur
lifað af tónlistinni síðan 1985
sem götuspilari, „böskari", og
leikið einn á gítarinn og sungið á
flestum Qölförnum götuhornum
Norðurlanda auk þess að spila og
syngja í nokkurn tíma með
hljómsveitirtni The Grinders.
K.K. hefur starfað á íslandi síðan
1990.
Tónlistin er ekki undir nokkr-
um áhrifum frá Svíþjóð en því
meira mettuð af þjóðvegatónlist
Bandaríkjanna. Ekki hefði verið
hægt að fá meira viðeigandi spil-
ara en K.K. í uppfærslu Borgar-
leikhússins á Þrúgum reiðinnar
nú í sumar. Á Beinni leið eru tvö
bjarti á Vagninum fyrir margvís-
lega hjálp og útgerðarmönnum
staðarins fyrir fjárhagslega aðstoð.
Þeir sitja glaðbeittir og kjamsa á
sjávarréttum. Ef trúa á Pétri er það
ekki síst þeim að þakka að „Bein
leið“erkominút.
Loksins birtist KK. Innkoma
hans minnir á útilegumannasögu
úr þjóðsögunum; hann hefur
rússneska loðhúfu á höfðinu, það
er móða á gleraugunum og höku-
toppurinn er hrímaður. Hann er
að koma úr sundi. Undir hend-
inni heldur hann á textamöppu og
bókinni Bréfi til Láru.
Við KK komum okkur fyrir við
hringborð úti í horni.
„Helsti munurinn á nýju plöt-
unni og „Lucky One“ er að allir
textarnir eru á íslensku núna og
platan er auk þess öll einfaldari og
hrárri. Við lágum rosalega yfir
„Lucky One“ — reyndum að gera
hana pottþétta. Við ákváðum að
hafa nýju plötuna líkari því sem
við erum í raun. Raddirnar eru
t.d. oft „off ‘ og allir grunnar tekn-
ir upp „læf‘.
Kom hin mikla sala á „Lucky
One“ (rúmlega 5.000 eintök) þér
á óvart?
„Ég veit það nú ekki. Ég pældi
lög sem K.K. spilaði í uppfærsl-
unni; Þjóðvegur 66, prýðilegt
verk með góðum texta, og hið
angurværa lag Vegbúinn sem er
eitt af allra bestu lögum K.K.
Einnig eru lögin tvö sem KK
Band flutti í myndinni Sódómu
Reykjavík á nýju plötunni, þann-
ig að eftir eru átta lög sem ekki
hafa heyrst áður.
Tónlist K.K. er viðkunnanleg
og auðmelt, feit blanda af ýmsum
amerískum stefnum; „shuffle“,
kántríi og vegablús, en þó er yfir-
Restaurant, bar, café auglýsir
Guðbjartur Jónsson eigandi
Vagnsins á Flateyri. Þetta eru eng-
ir digurbarkastælar; staðurinn
stendur undir þessu öllu. Þegar
inn er komið segja plakötin á
veggnum manni hvað hefur verið
að gerast síðustu sumur; Loðin
rotta, Sniglabandið, Risaeðlan,
Vinir Dóra, Bogomil Font og
Rúnar Þór hafa spilað hér ásamt
fjölmörgum öðrum.
„Ég get nú ekkert borgað
mönnum,“ segir Guðbjartur, „en
menn taka þetta eins og hvert
annað sumarfrí. Ég sé um gist-
ingu, ferðir og uppihald og fólk
slappar yfirleitt mjög vel af
hérna.“ Guðbjartur hefur rekið
Vagninn í tíu ár. Fyrst sem
sjoppu, svo sem sjoppu og leik-
tækjasal, en sl. eitt og hálft ár sem
veitingastað.
„Þetta gengur mjög vel. Það er
mikið líf hérna á sumrin, gífurlegt
stuð um hverja helgi og alltaf ein-
hver bönd. Um vetrartímann er
þetta allt rólegra.“
Rokkarar ættu að tékka á
Vagninum næsta sumar og Guð-
bjartur er þegar farinn að bóka
fyrir vertíðina. Vagninn er nefni-
lega eins og Guðbjartur segir sjálf-
ur: „Staður á undan sinni fram-
tíð!“
voða lítið í því og það skipti í sjálfu
sér engu máli. Fyrir mig var aðal-
málið það að ég var ofsalega
ánægður með þá plötu. Ég hafði
aldrei verið í stúdíói fyrr og lærði
rosalega mikið á að gera plötuna.
Á nýju plötunni er ég ífyrsta
skipti að reyna að semja texta.
Textarnir á Lucky One komu
mikið „spontant". Ég var með ein-
hverja textabeinagrind og kjötið
kom á beinin um leið og söngur-
inn var tekinn upp. Maður getur
alltaf „feikað“ sig áfram á ensk-
unni — O Son in Vegas yeah
yeah ohh baby cmon to me„ —
KK hlær og heldur áfram: „Amer-
íkanar og Bretar sjá í gegnum
þetta en íslendingar hlusta aldrei á
enska texta. Mér fannst kominn
tími til að það yrði hlustað á mig,
ég er jú að syngja fyrir íslend-
inga.“
Um hvað syngurðu svo?
Textarnir eru nú yfirleitt ein-
hvers konar brot úr lífi mínu en ég
syng um fleira. Þjóðvegur 66 úr
Þrúgum reiðinnar getur alveg eins
verið um flóttafólk nútímans. Mér
fmnst sorglegt hvernig við kom-
um fram við þetta fólk. Við ættum
að koma fram við það eins og
höfðingja en ekki eins og ein-
hverja skítuga
betlara.“
Hvert liggja
svo leiðir?
„Ja, það veit ég
ekki... á morgun
fer ég að minnsta
kosti til ísafjarð-
ar!“
Upp úr tíu fer
KK Band á svið.
Þetta er í þriðja
skipti sem hljóm-
sveitin treður upp á
Vagninum og stað-
urinn er pakkaður,
enda hefur orðstírinn
borist víða. Það þurfa
margir á KK-sveifl-
unni að halda; togari er
nýlagstur við bryggju,
krakkarnir í verbúðinni
eru orðnir langeygir eft-
ir góðu stuði og fýrir
bragðið íslenskt, sérstaklega
núna þegar K.K. er farinn að
syngja á íslensku.
Það er mikið spunnið í nýju
lögin á plötunni. Bein leið, Besti
vinur og Taugahaugur eru allt
snörp stykki, með þessu sérstaka
K.K.“grúvi“ sem togar í útlimina
og lætur mann iða og berja takt-
inn.
Auk þessara laga er rétt að
minnast á tvö stutt lög sem gera
mikið fyrir plötuna; Talandi
dæmi er fyndið rokkbúggí og Á
venjulegum degi er vanabind-
andi lítil ballaða.
Textar K.K. eru æði misjafnir;
oft ágætir en stundum hálfóskilj-
anlegar lönguvitleysur. Stundum
mætti K.K. alveg sleppa taki af
ríminu, það er stundum hálfgert
dauðahald.
Bein leið er vel heppnuð plata;
létt, hress og hún ætti að eiga jafh
greiða leið að eyrum, hjörtum og
pyngjum íslensku þjóðarinnar og
Lucky One í fyrra.
Gunnar Hjálmarsson.
menn sveitarinnar þurfa að sletta
úr klaufunum.
KK Band byrjar á frábærri út-
gáfu af „Kúreka norðursins".
Meistari Hallbjörn hefði orðið
ánægður. Síðan rekur hvert lagið
annað og ekki annað hægt en
skaka sér við KK-skakið, þótt ekki
sé nema að tromma létt með ilinni
undir borði. Bandið er algjörlega
samhangandi. Þeir bregða oft á
leik og djamma lögin upp í kát-
ínukasti. Þeir ná góðu sambandi
við salinn og spila lög af nýju plöt-
unni aftur og aftur til að venja lið-
ið. Það tekst, innan skamms er
maður farinn að góla með eins og
glaður hálfviti; teldu fingurna 1,
2, 3. Þessi úlfabros geta verið svo
dýr.
Kvöldið rennur út í eilífðina,
það er næstum allt búið á barnum
og tími kominn til að skríða eftir
svellbunkunum og leggja sig í húsi
Kvenfélagsins Brynju. KK Band
kann að halda útgáfupartí...
Rokk-
vagn Vestfjarða
n
B I O B O R G I N
Friðhelgin rofin Unlawful Entry
★★ Þetta gæti verið Höndin sem
vöggunni ruggar II eða Pacific
Heights III. Úlfur í sauðargæru ryðst
inn í líf ungs fólks á uppleið og
kemst langt með að rósta því.
Systragervi Sister Act ★★ Það er
visst áfall þegar kemur í Ijós að
syngjandi nunnurnar eru fyndnari
en Whoopi Goldberg.
Hinir vægðarlausu Unforgiven
★★★★ Clint Eastwood er vernd
ari hins vestræna heims — að
minnsta kosti þess villta. Þegar
engum dettur lengur í hug að
bjóða upp á vestra kemur hann
með þetta meistarastykki.
Veggfóður ★★★ Fjörug og
skemmtileg þrátt fyrir augljósa
hnökra.
B I O H O L L I N
Systragervi Sister Act ★★ Myndin
sannar hversu slæm blanda gam-
ansemi og tilfinningasemi getur
orðið í amerískum bíómyndum.
Kaliforníumaðurinn California
Man ★ Mynd sem hefði ekki átt að
fara út fyrir fylkismörk Kaliforníu.
Blóðsugubaninn Buffy Buffy the
Vampire Slayer ★ Þessi mynd
sannar að í raun eru ekki til ung
lingamyndir. Þær myndir sem hafa
verið flokkaðar undir þessa kateg
oríu eru myndir gerðar af fólki sem
heldur að unglingar séu bavíanar.
Alien 3 ★★★★ Meistaralegur
lokaþáttur þessarar trílógíu, gerir
Batman-veröldina að hálfgerðu
Lególandi.
Seinheppni kylfingurinn ★★
Golfarar ættu að geta öskrað úr
hlátri, en varla aðrir.
Mjallhvít og dvergarnir sjö ★★★
Yfirleitt hugljúf, en nornin er býsna
hræðileg og hefur valdið mörgum
börnum andvökunóttum.
■jfiMlflHMM
Boomerang ★ Þetta er myndin
sem átti að draga úr hraðri niður-
leið Eddies Murphy af stjörnu-
himninum. Hann stendur sig
reyndar ágætlega drengurinn, en
söguþráðurinn fer í allar áttir og
skilur hann eftir í vonlausri stöðu.
Eddie verður kominn í sjónvarps-
þátt eins og Burt Reynolds áður en
langt um líður.
Night on Earth ★★★ Jim Jarmu-
sch er nokkurskonar Guðbergur
Bergsson bíóanna. Áhorfandinn
grætur af hlátri án þess að heyra
nokkurn brandara og elskar per-
sónurnar án þess að þær gefi
nokkurt tilefni til þess.
Háskaleikir Patriot Games ★★
Stundum æsileg, en oftar stirð-
busaleg. Fátt kemur á óvart; smá-
smugulegheit eru helsti kostur
reyfara eftir Tom Clancy, þegar þau
vantar verður söguþráðurinn helsti
fátæklegur.
Sódóma Reykjavík ★★★ ímynd-
aðir undirheimar Reykjavíkur eru
uppfullir af skemmtilegum kjánum
og aulahúmor.
Svo á jörðu sem á himni ★★★ í
heildina séð glæsileg kvikmynd og
átakanleg. Varla hefur sést betri
leikur í íslenskri bíómynd en hjá
Álfrúnu litlu Örnólfsdóttur.
Steiktir grænir tómatar Fried
green tomatoes ★★★ Konumynd;
um konur og fyrir konur. Góðir eig-
inmenn láta undan og fara með.
aaHBEÉraBE
Tálbeitan Deep Cover ★★ Bara
nokkuð smart mynd. Þar fyrír utan
er hún spennandi framan af en
rennur síðan út í sandinn. Eins og
tálbeitutrixið hjá Birni Halldórssyni
í stóra kókaínmálinu hér heima.
Eitraða Ivy Poison Ivy ★ Mynd
sem byggð er í kringum Drew
hlýtur því að mistakast.
Lygakvendið Housesitter ★★ Góð
hugmynd, en Goldie Hawn og Ste-
ve Martin eru eins og grínsjálfsalar.
Leikmaðurinn The Player
★★★★ í senn þriller, gamanmynd
og eitruð háðsádeila. Furðulega
vel heppnuð mynd og ber vitni
handbragði meistara Altmans. Al-
gjört möst, líka til að sjá 65 stórar
og litlar stjörnur leika sjálfar sig.
Sódóma Reykjavík ★★★ Álappa-
legir og hlægilegir smákrimmar í
höfuðborginni.
Prinsessan og durtarnir ★★★ ís-
lensku leikararnir standa sig flestir
með prýði og jafnvel betur en
teiknuðu fígúrurnar.
Ógnareðli Basic Instinct ★★ Mi-
chael Douglas sýnir á sér bossann
en Sharon Stone senunni enda
sýnir hún miklu meira. Hvorugt
sýnir hins vegar mikinn leik enda
ekkert sem gefur tilefni til þess.
Henry, nærmynd af fjöldamorð-
ingja ★★ Að ýmsu leyti ókræsi-
legri morðingi en Hannibal Lecter.
Bitur máni Bitter Moon ★★★
Meinlega erótísk og oft kvikindis-
lega fyndin sápuópera. í raun ótrú-
lega gamaldags mynd; mikið tal
og sögusviðið er meira að segja
skemmtiferðaskip.
Ofursveitin Universal Soldier ★★
Mynd um karlmenni.
Börn náttúrunnar ★★★ Nýtt
eintak í stað þess slitna.
S O G U B
Shaking the Tree Stórkostlegir
vinir ★ Enn ein myndin sem
byggð er á formúlu The Big Chill.
Svo virðist sem hver einasti Amer-
íkani sakni æskufélaganna svo að
hann er ekki í rónni fyrr en hann
hefur búið til goðsögn um þá.
Lygakvendið Housesitter ★ ★
Myndin er spunnin út frá bráð-
snjallri hugmynd, en það er líka allt
og sumt.