Pressan - 18.03.1993, Side 4

Pressan - 18.03.1993, Side 4
PRESSAN F R E TT I R Fimmtudagurinn 18. mars 1993 (BœtifCáfíar Ogeðfellt rapport „ Mér þótti til að mynda ógeð- fellt að lesa það eftir hanti í blöðunum að hann sœti með allt niðrum sigá salemi vestur í Bandaríkjunum oghefði þar meðferðis grein eftir mig (DV, 21.jan. sL)... Hannesi virðist sýnna um að ota að manni sitjandanum en höfðinu sam- anber salernisrapport hans í DV (21.jan. sl.) sem égsénú eftir að hafa virt svars, því auðvitað var það óþarft af mér að sparka þótt dósentinn dillaði bossanum Örnólfur Árnason í PRESSUNNI. Hannes Hólmsteinn Giss- urarson, dósent við Há- skóla íslands: „Örnólfi Árna- syni virðist hafa sárnað þau ummæli mín um skamma- grein eftir hann um mig, að ég sæti í minnsta herbergi húss míns, fyrir ffaman mig væri grein Örnólfs, en eftir skamma stund yrði hún fyrir aftan mig. Telur hann mig hafa líkt grein sinni við skeinipappír. Svo bókstaflega hefur hann sjálfur tekið þessa líkingu, að hann hefur síðan haldið sig á salern- inu í andlegum skilningi, eins og lesendur DV og PRESS- UNNAR hafa séð sér til nokk- urrar undrunar. En Örnólfur Árnason getur alls ekki ætlast til þess, að við hin flytjum þangað með honum. Þótt hann fiafi sjálfur gert salernið að heimili sínu eigum við hin aðeins erindi þangað við og við, sem betur fer. Það segir hins vegar óneitanlega sína sögu um Heimsmynd Herdís- ar Þorgeirsdóttur, að annar eins sóðakjaftur og Örnólfur Árnason skuli vera þar fastur penni.“ ------------------------------- Kunna ekki að reikna „Umfjöllunjjölmiðla um lestrarátak tneðal ungsfólks hérálandi eráberandi, enda ekki vanþörfá. Lestrarkunn- áttu hefur vístfarið hrakandi hjáyngri kynslóðinni ogþví verður að bæta úr. En ekki hefði verið verið vanþörf á því aðgera átak í reikningskutin- áttu unga fólksins samhliða hinu. Það er vandamál sem er jafnvel ettnþá stœrra. Hver einasti krakki á orðið vasa- reiktii ognotarhann óspart. Dœmigerður unglingur ídag getur ekki, án hjálpar vasa- reiknis, margfaldað eitts stafs tölureða lagtsaman tiokkrar einfaldar tölur. Dœtnin blasa alls staðar við." LS. IDV. Eiríkur Jónsson, varafor- maður Kennarasambands íslands: „Ég get alls ekkert fullyrt um það hvort reikni- kunnáttu yngri kynslóðarinn- ar fer hrakandi eða ekki. Hitt er annað mál að það er mjög mikilvægt að börn æfi hugar- reikning. Að mínu mati er III llul fyrir einlægnina þegar hann sagöi í iþrótta- horni Sjónvarpsins frá gömlu konunni í sund- laugunum, sem út- húðaði honum fyrir það hvað hann væri ógeðslegur, svona lít- ill og vöðvastæltur. rangt að láta mjög unga krakka nota vasareikni við námið og í raun ætti ekki að koma til þess fyrr en í efstu bekkjum grunnskóla. Mín skoðun er sú að það ætti að verða að reglu, að öll börn þyrftu að sýna ff am á ákveðna lágmarkskunnáttu í reikningi áður en þeim er leyft að nota vasareikni við námið.“ Skotinn og skorinn „ En til að uppfrœða þá sem kynnu að hafa áhuga á að vita hvernig atriðið (sem sýnir uttga sveinafórtta svínsgelti til dýrðar Frey) varkvikmyndað, þá skal þaðgcrt hér: Dýra- lœknir mœtti á staðinn með grísitm. Rétt áður enfórnar- dýrið var blóðgað skaut dýra- læknirinn grísitm ogvarhatm síðan hengdur upp dauður og skorinn á háls. Vegnaþess að dýrið var nýdautt rantt blóð úr skurðinum." Hrafn Gunnlaugsson í Morgunblað- inu. Jórunn Sörensen, formaður Sambands dýraverndarfé- laga íslands: „Hálsskurður sem drápsaðferð á dýrum er bannaður með lögum á fs- landi. Enda þótt svínið hafi, að sögn Hrafns, verið skotið áður höfum við hjá sambandinu við það að athuga, að umrætt at- riði var látið líta út eins og í raunveruleikanum. í mynd- inni er gert h'tið úr dýrum og tilfinningum áhorfenda stór- lega misboðið. Burtséð ffá þessu verður ekki hjá því kom- ist að gera athugasemd við þá staðreynd að dýrið var drepið í þeim tilgangi einum að „full- komna“ atriði í kvikmynd. Því spyr ég Hrafn Gunnlaugsson: Var nauðsynlegt að drepa svínið?“ Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður vann mál gegn hreppsnefnd Stafholtstungna- hrepps vegna kaupa sinna á jörðinni Efranesi HREPPSNEFNDIN BYGGDIÁ SÖGU- SÖGNUM UM BÚSKAPARHÆTTIÖLAFS Fyrir skömmu var kveðinn upp dómur fyrir Héraðsdómi Vesturlands í máli Staf- holtstungnahrepps gegn Ólafi Þ. Þórðarsyni alþingismanni, Halldóri Blöndal landbúnað- arráðherra og Ásdísi Jóhann- esdóttur. Málið er höfðað vegna kaupa Ólafs á jörðinni Efranesi í Stafholtstungna- hreppi, en hreppsnefnd hafði nýtt sér forkaupsrétt sinn til að ganga inn í kaup Ólafs og Ásdís- ar. Landbúnaðarráðuneytið kom síðan að málinu sem úr- skurðaraðili og hnekkti for- kaupsrétti hreppsins. Hreppsnefúdin, sem er stefn- andi málsins, taldi að með því að nota forkaupsrétt sinn væri hún að vernda hagsmuni sveit- arfélagsins. Taldi hreppsnefnd- in sig hafa upplýsingar um að Ólafur ætlaði að stunda annars konar búskap á jörðinni en áð- ur hefði verið stundaður þar og taldi Ólaf ekki trúverðugan þeg- ar hann tjáði henni annað. Er skemmst frá því að segja að dómarinn, Hervör Þor- valdsdóttir, féllst á málsrök Ól- afs, enda verður ekki annað séð en málatilbúnaður hrepps- nefndarinnar hafi verið byggð- ur á hæpnum forsendum. Er að mörgu leyti hægt að líkja starfs- háttum hreppsnefndarinnar við starfshætti hreppsnefndar Vest- ur-Landeyjahrepps, en nýlega staðfesti Hæstiréttur dóm þar um, sem margir telja hafa mikið fordæmisgildi. Það hefur komið á daginn í þessu máli. f málum þessum vekja vinnubrögð hreppsnefndanna mikla athygli, enda verður ekki sagt að þau grundvallist á hug- myndum um vandaða stjórn- sýsluhætti. Þá er eftirtektarvert að alþingismenn eiga hlut að báðum málum, þótt Eggert Haukdal væri hinum megin við borðið í Landeyjamálinu. Söguburður í aðal- hlutverki í báðum málum virðist sögu- burður vera grundvöllur ákvarðanatöku hreppsnefnd- anna; vinnubrögð sem virðast hafa verið liðin fram að úr- skurði Hæstaréttar. Fram kom í málflutningi að hreppsnefndin hafði aldrei haft samband við Ólaf en taldi sig þó vita ýmislegt um búskaparhætti hans og aðstæður. Héldu hreppsnefndarmenn því fram við yfirheyrslur að misjöfnum sögum hefði farið af búskap Ól- afs en engin úttekt verið gerð á þeim málum. Sögusagnir hefðu verið um að gæsir væru fljúg- andi í aðrar sveitir og þær ekki teknar í burtu þrátt fyrir að eftir því væri leitað. Kemur fram í dómnum að ekki hafi verið leit- að eftir staðfestingu á sögunum. Þá kom fram hjá hrepps- nefndarmönnum að sögur um salmonellusýkingu í fuglum á Vilmundarstöðum (fyrri bæ Ól- afs) hefðu haft neikvæð áhrif á þá. Kom einnig annars fram hjá oddvitanum, Jóni Þór Jóns- syni, „...að reynsla manna af búskap, þar sem notað sé að- keypt vinnuafl, sé slæm“. Eins ÓlafurÞ. Þórðarson Fær að halda jörðinrti. og áður segir var aldrei rætt við Ólaf, hvorki um fyrri búskap hans né væntanlegan. Einnig kom ffam í málflutn- ingi að hreppsnefndin kannaði ekki beitarþol jarðarinnar eða hrossaeign Ólafs, en samt komst hún að þeirri niðurstöðu að jörðin bæri ekki hrossaeign hans auk nautgripastofns sem fyrir væri á jörðinni. Segir í niðurstöðu dómsins: „Ljóst er af framansögðu, að stefnandi aflaði sér engra gagna eða fékk sannreyndar þær sögusagnir er hreppsnefndin hafði heyrt og virðist að ein- hverju leyti hafa haft áhrif á nið- urstöðu þeirra.“ Taldi dómarinn að hrepps- nefndin hefði ekki gætt „þeirra almennu reglna sem gilda um málsmeðferð og ákvarðanatöku og var landbúnaðarráðherra því rétt að fella úr gildi ákvörðun hreppsnefndar". Hreppsnefúd- in þarf að borga 600.000 krónur í málskostnað. Sigurður Már Jónsson Fjöldi dómsmála í gangi vegna ætlaðra þinglýsingarmistaka Rlklssjóður krafinn um tugi milljóna vegna mistaka Fyrir dómstólum eru nú fimm málshöfðanir vegna ætl- aðra þinglýsingarmistaka hjá fógetaembættum. Er þá um að ræða aðila sem telja sig hafa orðið fýrir verulegu fjárhags- tjóni vegna rangra þinglýsinga og gallaðra veðbókarvottorða og er byggt á lögum um þinglýs- ingar ffá árinu 1978. Tveimur þessara mála er lok- ið fyrir undirrétti þar sem ríkis- sjóður var í báðum tilfellum sýknaður af bótakröfum. Báð- um þessum málum var áfrýjað til Hæstaréttar og var fyrra mál- ið tekið fyrir þar í gærmorgun. Bíða menn niðurstöðu þess með nokkurri eftirvæntingu vegna fordæmisgildis málsins. Málið sem Hæstiréttur tók fyrir í gær er'vegna kaupa á verkamannabústað sem gleymdist að taka fram á veð- bókarvottorði að væri verka- mannabústaður. Húsið er á Dalvík. Krafan þar er upp á um 900.000 krónur auk vaxta, en kaupin áttu sér stað 1984. Einnig er lokið fyrir héraðs- dómi máli sem Húsasmiðjann höfðaði gegn ríkissjóði vegna ætlaðra mistaka. Þar var ríkis- sjóður einnig sýknaður en mál- inu áffýjað. Krafan þar var upp á um 700.000 krónur auk vaxta. Síðan eru tvö mál sem eru dómtekin í héraði. Annað þeirra er mál sem Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar höfðaði gegn Landsbanka ís- JÓN SKAFTAS0N Háar kröfur vegna ætlaðra þinglýsingarmistaka undir- manna hans. lands og ríkissjóði. Það er vegna skuldabréfaútgáfú á húseignina Fossháls 27. Þar er langhæsta krafan, en höfúðstóll hennar er 10 milljónir króna auk vaxta, og nemur krafan á hendur ríkis- sjóði þar tugum milljóna. Dóms í málinu er að vænta innan skamms. Auk þess hefur Verðbréfa- sjóður Fjárfestingarfélagsins farið í mál gegn ríkissjóði og er dóms að vænta þar efíir nokkra daga. Krafan er upp á tæpar þrjár milljónir króna auk vaxta. Fimmta dómsmálið er ís- landsbanki gegn ríkissjóði og verður það flutt á næstunni. Krafan þar er upp á um 900.000 krónur. debet SIGBJÖRN GUNNARSSON kredít „Hann er rólegur og yfirvegaður þingmaður sem hugsar sig vel um áður en hann ffamkvæmir. Hann flanar ekki að neinu og það væri óskandi að fleiri þingmenn væru búnir þeim hæfileika,“ segir Stefán Hrafn Hagalín, framkvaemdastjóri Sambands ungra jafnaðarmanna og tengdasonur hans. „Hann er mjög traustur vinur og hefúr ódrepandi áhuga á stjómmálum og það tel ég geysilega mikinn kost fyrir stjórnmálamann. Þá er hann einnig orð- heldinn,“ segir æskuvinur hans, Gestur Einar Jónasson. „Hann sýndi fljótt forystuhæfileika og er óhræddur við að taka ákvarðanir og standa við þær. Hann vill öllum vel og má ekki vamm sitt vita og hef- ur sterka réttlætistilfinningu. Þá er hann engu síðri baráttujaxl í pólitíkinni en hann var fyrir ÍBA hér í denn,“ segir Ólafur B. Schram, kunningi hans til margra ára. „Ég álít hann fylginn sér eins .og hann var í fótboltanum, en þar reyndist hann góður bæði sem leikmaður og stjórnarmaður,“ segir Stefán Gunnlaugsson KA-ingur, sem starfað hefur mikið með honum á íþróttasviðinu. Rólyndisnáungi — eða upp- stökkur ogyfirgangssamur? Sigbjörn Gunnarsson, þingmaðurAlþýðufíokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, er likasttil einn sá þingmaður sem allra minnst hefur farið fyrir á þingi. PRESSAN spurðist þvi fyrir umhann. „Hann er helst til lokaður og erfitt að komast að honum. Einnig á hann það til að vera svolítið stífur en er annars besta skinn,“ segir Stefán Hrafn Hagalín, ffamkvæmdastjóri Sambands ungra jafnaðarmanna og tengdasonur hans. „Hann tekur stjómmálin helst til alvarlega og því kemst svo h'tið annað að hjá honum,“ segir æskuvinur hans Gestur Einar Jónasson. „Hann er uppstökkur og yfirgangssamur, eins og hann á kyn til, þegar honum finnst hann órétti beittur. Miðað við Qölda stefnumála þá er hann of dreifður, það er að segja hann setur hvergi mark sitt,“ segir Ólaf- ur B. Schram, kunningi hans til margra ára. „Mér finnst hann of alvarlegur og hann verður að inuna að hann ber ekki ábyrgð á nema 1/63 hluta af vandamálunum, en þetta á að vísu við flesta okkar þingmenn,“ segir Stefán Gunnlaugs- son KA-ingur, sem starfað hefur mikið með Sigbimi að málefnum íþróttafélagsins. I i i i 4-

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.