Pressan - 18.03.1993, Page 13
S KOÐ A N IR
Fimmtudagurinn 18. mars 1993
pscssan 73
HVERSVEGNA
Kemur ríkinu við
hvað við heitum?
ARI EDWALD, AÐSTOÐARMAÐUR DÓMSMÁLARÁÐHERRA
FJÖLMIÐLAR
Dugir dómurum brjóstvitið í
umjjöllun um blaðamennsku?
„Þótt blaðamennfjalli íflestum tilfellum
um mál sem öllum koma við er ekki þar
með sagt að allir hafi þekkingu og vit á
blaðamennsku. “
Mig langar til að byrja þetta
svar á tilvitnun í meira en árs-
gamla ályktun Sambands ungra
sjálfstæðismanna, en ég get tek-
ið heils hugar undir hvert orð
sem þar stendur. I ályktuninni
segir m.a.:
„Affarasælast er að gert sé út
um nafngiftir innan fjölskyld-
unnar en sérstakrar opinberrar
stofnunar er ekki þörf. Sér-
viskuleg stefnumörkun Manna-
nafnanefndar hefur reyndar
bætt gráu ofan á svart og steypt
málum í sannkallaðan skrípa-
farveg.
Á Hsta nefndarinnar yfir leyfð
nöfir eru mörg afar sjaldgæf og
óvenjuleg nöfn en hins vegar
hefur nefndin ákveðið að taka
ekki inn á listann nöfn sem fjöl-
margir íslendingar bera og ís-
lenskar fjölskyldur hafa gefið
mann fram af manni, alla öld-
ina. Þessi nöfn eru þar með
bönnuð. Er hæpið að þessi laga-
setning standist gagnvart þeim
grundvallarpersónuréttindum
sem eru rétturinn til nafns.
Margvíslega beina mismun-
un er einnig að finna í lögunum,
eins og þá að börn mega bera
ættamafn foreldris ef foreldrið
er fætt íslenskur ríkisborgari, en
ef foreldrið hefur fengið íslensk-
an ríkisborgararétt síðar má
barnið ekki bera ættarnafn þess.
Það yrði íslendingum mikil
hneisa að fá á sig dóm Mann-
réttindadómstólsins vegna mis-
mununar af þessu tagi.“
Það er flestum orðið vel ljóst
að núgildandi lög um manna-
nöfn, sem samin voru á vegum
menntamálaráðuneytisins í
ráðherratíð Svavars Gestssonar
og tóku gildi 1. nóvember 1991,
eru svo meingölluð að það er
með ólíkindum að þau skuli
vera nýlega samþykkt af Al-
þingi. Má í því sambandi benda
sérstaklega á mismunun eins og
þá sem vikið er að í lok tilvitn-
unarinnar hér að framan og
sem sýnist vera brot á mann-
réttindasáttmála Evrópu.
Framkvæmd mannanafna-
nefndar hefur þó orðið enn
skrautlegri en lögin sjálf. Nefhd-
in á að miðstýra nafngjöfum
fyrirfram eftir því greinimarki
að eiginnafn skuli vera íslenskt
og hafa unnið sér hefð í íslensku
máli. Nafnið má auk þess ekki
brjóta í bága við íslenskt mál-
kerfl. (Reyndar má nafh heldur
ekki vera þannig að það geti
orðið nafnbera til ama en ég læt
lesendum eftir að dæma hvort
það geti átt við um sum nöfhin
sem virðast í uppáhaldi hjá
mannanafhanefnd.)
Þessi viðmið eru ekki eins
skýr og þau gætu litið út fyrir að
vera og mannanafhanefnd hef-
ur haft svigrúm til túlkunar. Sú
túlkun hefur verið afskaplega
umdeild, sem sést vel á því að
aðeins í einum málaflokki (fisk-
veiðikvótum) hafa borist fleiri
kvartanir til umboðsmanns Al-
þingis en í þessum, eða tólf at-
hugasemdir. Þá hafa margar
kvartanir borist ráðuneyti og
fjölmargir prestar hafa svipaða
sögu að segja. í úrskurðum
þeim sem gengið hafa hjá um-
boðsmanni hefur hann fallist á
það sjónarmið mannanafha-
nefndar að viðkomandi nöfn
falli ekki að íslensku málkerfi.
Hinsvegar tel ég að á vegum
hans embættis hafi ekki verið
tekin afstaða til þeirrar stað-
reyndar að mannanafnanefnd
hefur ekkí tekið eins á öllum
nöfnum sem hafa sömu stöðu í
málfræðilegu tilliti. Það er vit-
anlega brýnt brot á þeirri jafn-
ræðisreglu sem hafa verður í
heiðri við meðferð mála í
stjórnsýslu.
Af hverju má t.d. ekki skrifa
Klemenz með setu eða Sophus
með ph, en hins vegar má skrifa
Zóphónías með bæði z og ph?
Esther má ekki skrifa með h-i,
en þannig má skrifa nafnið
Thor. Endingarlausu nöfnin
Friðrik og Hinrik, sem hægt er
að skrifa Friðrikur (-rekur) og
Hinrikur (-rekur), sbr. Patrek-
ur, hafa hlotið náð fýrir augum
nefhdarinnar, sem og nöfh eins
og Enok, Evert og Arent, en
hins vegar er nafnið Bæring
bannað. Nafnið Bæring hefur
þó haft þessa endingu að fornu
og nýju samanber grein Gísla
Jónssonar, Nöfn Dalamanna
1703-1875 og að riokkru til
okkar daga (Skírnir bls.
396-399, haust 1991), en þar er
getið um Bæring Einarsson sem
var 41 árs árið 1703, auk fleiri
nafnbera með þessu nafni.
Sú hugmynd kom upp í
dómsmálaráðuneytinu hvort
bæta mætti úr verstu annmörk-
um þessarar tilviljanakenndu
framkvæmdar með því að setja
almennt fram í reglugerð hvaða
nöfh teljist hafa unnið sér hefð
og hvað bijóti í bága við íslenskt
málkerfi. Því var mannanafna-
nefnd innt eftir því bréflega í
tvígang (13. febrúar og 18. ágúst
1992) hvaða vinnureglur nefitd-
in styddist við um þessi eftti, en
hún hefur ekki viljað gefa efnis-
leg svör við þeim spumingum.
Þau nöfn sem mannanafha-
nefnd hefur ákveðið að banna,
þótt önnur málfræðilega sam-
bærileg nöfn séu leyfð, eru bor-
in af þúsundum manna í dag.
Bara nafnið Erling kemur um
120 sinnum fyrir í þjóðskrá sem
Við íslendingar erum líklega
viðkvæmari en aðrar þjóðir fyr-
ir orðspori okkar erlendis. Fátt
er mikilvægara í huga okkar en
hljóta viðurkenningu í öðrum
löndum fyrir heiðarleika, dugn-
að og eljusemi, í viðskiptum,
íþróttum og í listum og menn-
ingu. Við erum hreykin af því
þegar landar okkar standa sig
vel á erlendri grund í sam-
keppni þjóðanna, enda ætlumst
við til meira af þeim en stund-
um er raunhæft. Við teljum
einnig sjálfsagt að þeir sem
sækja okkur heim beri okkur
gott orð og hafi uppi stór lýsing-
arorð um fegurð íslenskrar
náttúru. Það kitlar hégóma-
girnd okkar þegar útlendingar
tala um menningar- og bóka-
þjóðina í norðri. Þess vegna
bregður okkur meira við en
öðrum þjóðum þegar útlend-
ingar hafa slæma sögu að segja
af viðskiptum sínum við land-
ann. Líklega eigum við erfiðara
með að sætta okkur við slæmt
orðspor en sjö marka tap fyrir
Þjóðverjum í handbolta, sem
við vorum fyrirffam örugg um
að vinna.
Nýlega greindi Mqrgunblaðið
frá því að belgísk prentsmiðja,
sem unnið hefur mikið fyrir ís-
„Á skömmum tíma
má cetla aðflestar
íslenskar fjölskyldur
hafi lent íþví að
bönnuð hafi verið
nöfn, sem þeim eru
hjartfólgin og hafa
verið gefin mann
fram afmanni ífjöl-
skyldum, jafnvel í
margar aldir. Svo
fáránlegar öfgar
verður náttúrulega
að stöðva ogþess
vegna erþaðfagn-
aðarefni að ákveðið
hefur verið að end-
urskoða þessi stór-
gölluðu manna-
nafnalög. “
fornafn, en það samsvarar um
0,1% allra karlkyns nafhbera. Á
skömmum tíma má ætla að
flestar íslenskar fjölskyldur hafi
lent í því að bönnuð hafi verið
nöfh, sem þeim eru hjartfólgin
og hafa verið gefin mann fram
af manni í fjölskyldum, jafnvel í
margar aldir. Svo fáránlegar
öfgar verður náttúrulega að
stöðva og þess vegna er það
fagnaðarefni að ákveðið hefur
verið að endurskoða þessi stór-
gölluðu mannanafnalög og er
vonandi að starfið gangi fljótt
og vel.
lensk fyrirtæki, hefði ákveðið að
hætta viðskiptum við íslend-
inga vegna slæmrar reynslu.
Fyrir tveimur árum eða svo
sótti þessi prentsmiðja mjög á
íslenska bókaútgefendur með
ýmsum gylliboðum, en að því
er ég best veit létu fáir tilleiðast.
Og fyrir nokkrum mánuðum
höfðu forráðamenn þessarar
sömu prentsmiðju uppi stór orð
um fagmannleg vinnubrögð á
lágu verði samanborið við ís-
lenskar prentsmiðjur. (Gaman
væri að vita hvort nokkurt sam-
hengi væri á milli samkeppni
við íslenskar prentsmiðjur og
ákvörðunar Belganna um að
hætta viðskiptum við íslend-
inga.) Hitt er svo annað að það
kann að koma sér illa fyrir út-
gefendur hér á landi þegar jafn-
stór prentsmiðja og sú belgíska
lætur fr á sér fara eins slæma lýs-
ingu á áreiðanleika fslendinga
og raun ber vitni. En þetta er
ekki eina dæmið um álitshnekki
Ég hef verið að fletta í gegn-
um nokkra meiðyrðadóma að
undanförnu og þá einkum þá
sem snúast um störf blaða-
manna. Tvennt hefur komið
mér á óvart.
I fyrsta lagi hversu lítið sam-
ræmi er á milli einstakra dóma.
Þeir, sem stefnt er fyrir meið-
yrði, virðast lítið annað geta gert
en vonast eftir því að fá dómara
í undirrétti sem stendur með
báða fætur í þessari öld og hitta
síðan Hæstarétt fyrir á góðum
degi. Það sem er réttlætanlegt í
einum undirréttardómi getur
verið ófyrirgefanlegt í þeim
næsta. Það er líka merkilegt
hversu oft Hæstiréttur klofnar í
afstöðu sinni. Oft eru þessir
dómar kveðnir upp með eins
atkvæðis mun. Það er því
minnsta mál fyrir þá sem tapa
meiðyrðamáli að grípa til orða-
bókar handboltamanna og
kenna dómurunum um.
Hitt atriðið sem vefst fyrir
mér er enn skrítnara. Þegar ég
fletti á milli meiðyrðadómanna
hef ég rekið augun í dóma í öðr-
um málum. Eg hef tekið eftir
því að þegar höfðað er mál út af
viðgerð á húsi þá kallar héraðs-
dómarinn verkfræðing sér til
ráðgjafar. Og þegar málið snýst
um bókhald fær hann endur-
skoðanda sér við hlið. Og svo
framvegis. En engum héraðs-
dómara hefur dottið í hug að
kalla effir aðstoð blaðamanns
þegar hann þarf að dæma um-
mæli í blaðagreinum til að skilja
betur hefðir og venjur í blaða-
mennskunni. Það virðist sam-
dóma álit dómaranna að þetta
sé ekkert fag. Þekking á því sé
ekki merkilegri en svo að sá sem
hefur komist í gegnum lögff æð-
ina geti jafnað hana upp með
brjóstvitinu.
Nú veit ég ekki hvort það yrði
til bóta þótt dómari kallaði sér
til aðstoðar einhvern sem hefði
okkar erlendis.
Nú hótar hollenskur banki
öllu illu eftir að hafa tapað
nokkrum hundruðum milljóna
króna á gjaldþroti íslenska stál-
félagsins. Bankinn heldur því
ffarn að hann hafi verið beittur
svikum við mat á eignum fé-
lagsins í gjaldþrotameðferð
þess. í framhaldi af þessu hefur
bankinn óskað eftir að Rann-
sóknarlögreglan rannsaki máls-
atvik og hefur uppi hótanir í
garð íslendinga, eins og Morg-
unblaðið greinir ffá í vikunni. í
bréfi sem bankinn hefur sent
fyrrum bústjóra þrotabúsins og
eigendum verksmiðjunnar seg-
ir: „Við teljum það skyldu okkar
að upplýsa hið alþjóðlega
bankakerfi eftir öllum möguleg-
um leiðum um þá misnotkun
sem bankinn hefur orðið fyrir í
viðskiptum sínum á fslandi,
sem mun án nokkurs vafa hafa
áhrif á lánsfjáröflun landsins er-
lendis.“
Ekki er ég dómbær á rétt-
mæti ásakana hollenska bank-
ans, en stórt er hótað og vafa-
samt að bankinn geti staðið við
hótunina. Það er hins vegar um-
hugsunarefni að þessi tvö áður-
greindu mál koma upp með
skömmu millibili. Og ekki er
reynslu af blaðamennsku.
Blaðamenn virðast nefriilega
vera ff ekar mislukkuð stétt; þeir
eru smásálarlegir upp til hópa
og litlir í sér. Það sést best á úr-
skurðum siðanefndar blaða-
manna, sem virðast helst hafa
það gildi að leyfa gömlum
mönnum að bæta orðstír sinn
með því að finna að verkum fé-
laga sinna. Þeir virðast telja að
ef þeir eru strangir gagnvart
yngri mönnum fái einhver —
þó ekki væri nema mamma —
þá hugmynd að þeir hafi líka
verið strangir gagnvart sjálfum
sér.
Eftir sem áður tel ég eðlilegt
að blaðamenn krefjist þess að
dómarar fari að líta á blaða-
mennsku sem fag ff ekar en per-
sónugalla. Þótt blaðamenn fjalli
langt síðan Niðursuðuverk-
smiðja K. Jónssonar hf. á Akur-
eyri, sem nú er gjaldþrota, varð
uppvís að því að hafa haff rangt
við með því að selja rússneska
rækju sem íslenska. Það er
áhyggjuefhi, ekki síst nú þegar
kreppir að, að orðspor okkar ís-
lendinga er ekki jafngott og ég
og líklega flestir aðrir höfðum
í flestum tilfellum um mál sem
öllum koma við þá er ekki þar
með sagt að allir hafi þekkingu
og vit á blaðamennsku. Og þar
sem meiðyrðamál hafa blessun-
arlega verið fátíð undanfarin ár
(þótt þau sé orðin tíska þessi
síðustu misseri) þá hlýtur hefð í
blaðamennsku — og fordæmi
fyrir sambærilegri umfjöllun og
kært er út af — að skipta máli.
25. kafli hegningarlaganna er
ákaflega almennt orðaður og
ekki hægt að dæma effir honum
án þess að dómari bæti við
hann eigin gildismati. í þeim til-
fellum sem þeir þurfa að leggja
þetta gildismat sitt á störf blaða-
manna væri til bóta ef þeir leit-
uðu til manna sem reynslu hafa
og þekkingu í blaðamennsku.
Gunnar Smári Egilsson
talið okkur trú um. Vonandi
eru þetta einangruð tilfelli sem
eiga ekki effir að gera okkur enn
eilfiðara fyrir með að vinna okk-
ur út úr erfiðleikunum. Við höf-
um hreinlega ekki efni á fleiri
áföllum.
Höfundur er framkvæmdastjóri
AB
STJÓRNMÁL
Gott orðspor eða hvað?
„Það er áhyggjuefni, ekki síst nú þegar
kreppir að, að orðspor okkar íslendinga
er ekki jafngott og ég og líklega flestir
aðrir höfðum talið okkur trú um. “
A UPPLEIÐ
PÁLL BALDVIN BALDVINSSON
LEIKSTJÓRI
Dauðinn og stúlkan færfrá-
bæra dóma. Páll á heima í
hlutverki leikstjórans —
miklu fremur en sem ráðu-
nautur Leikfélagsins og
starfsmaður Stöðvar 2. Og
jafnvel frekar en gagnrýn-
andi þóttgóðurværi.
GUÐNIÞÓRÐARSON
FERÐAFRÖMUÐUR
Þegar allir héldu að hann
væri í vondum málum upp-
götvaðist að hann átti tvær
milljónir inni hjá fyrrum við-
skiptavinum Sunnu. Hann er
því í góðum málum — en
viðskiptavinirnir í vondum.
ÁRNIJOHNSEN
ÞINGMAÐUR
Sjálfstæð-
ismenn
treysta
honum
fyrir að
fara til
Kína og
opna
lakkrísverksmiðju. Ur þessu
má jafnvel búast við að hann
fái sæti í einhverri nefnd.
Á NIÐURLEIÐ
ÞORBERGUR AÐALSTEINSSON
LANDSLIÐSÞJÁLFARI
Honum tókst að gefa 6-0-
vörninni nýja merkingu í
leiknum á móti Þjóðverjum.
JÓN SIGURÐSS0N
IÐNAÐARRÁÐHERRA
Þrá hans
eftir að
reisa sér
minnis-
varða er
orðin pín-
leg. Þótt
stórfjár-
festingarbanki sé góð hug-
mynd tókst honum að skjóta
hana í kaf með framkvæmd-
inni strax í upphafi.
JÓHANN J.ÓLAFSS0N
FYRRVERANDI HITT 0G ÞETTA
Eftir að hafa
misst
stjórnarsæt-
ið og -for-
mennskuna
á Stöð 2 er
orðiðfátt
um fína
drætti hjá
þessum
fyrrverandi
áhrifa-
manni í íslensku viðskipta-
lífi. Áður en kom að Stöð 2
hafði hann misst nær öll þau
trúnaðarstörf sem hann
gegndi áður.