Pressan - 18.03.1993, Síða 17
S K I L A BOÐ
Fimmtudagurinn 18.mars 1993
PRESSAN 1 7
B A R I R
Einner sérlegur ókostur islenskra
bara og skemmtistaða, sem virðist
seint ætla að hverfa. Hérerrættum
raðir fyrir utan dýrðina. Raðirnar
eru sérlega hvimleiðar á veturna, en
hins vegar er ekki hægtað
neita því að á björtum sumar-
nóttum getur verið ágætis
stemmning i þeim. Á veturna
eru þær aftur ámóti afar
þreytandi og jafnvel heilsu-
spillandi. Og alltafskulu það
vera sömu staðir og drykkju-
maður PRESSUNNAR sækir
einna helst til að svala fýsn-
um sínum, sem lengstar hafa
raðirnar.
En hvað er til ráða? Hugsa mætti sér
að í reglugerð væri kveðið á um upp-
hituð biðraðaskýli, líkt og ku gerast
á nyrðri Japanseyjum. Eða þá að i
þjónustu allra bara skuli vera hjörð
sankti-Bernharðshunda með ylvolgt
áfengi handa köldum og þreyttum
bíðendum. Jafnvel væri ekki úr vegi
að í stað þess að unglingarnir i eftir-
litinu telji út úr kof
anum verði hlutverk þeirra að
beina gestum á nálæga en fámenna
bari.Því má nefnilega ekki gleyma
að fyrir utan suma vínveitingastaði
er aldrei biðröð, en áfengi að fá á
ótrúlegustu timum. Gera menn sér
grein fyrir því að jafnvel
aumustu gistiheimili bjóða
gestum sínum nú aðgang
að„mínibörum"?Nóttin á
sumum þeirra er ódýrari en
aðgangseyririnn að Bubba
Morthens og Kúbumönnun-
um kulvísu var hér um árið.
Og svo má vitaskuld ekki
gleyma „gourmef'-stöðum
á borð við Bravó í Kópavogi
og Kabarett iAusturstræti
(eða Fjarkanum eins og sannir
Reykjavíkursælkerar þekkja hann).
Þessi musteri matargerðarlistarinn-
ar eru nefnilega með vínveitinga-
leyfi, sem eru fullbrúkleg þótt ekki
séunemahálf.
Og hvað er dásamlegra en að gleypa
í sig ostborgara, franskar, sósu og
salat og sturta því niður með rauð-
brennsa á borð við Chateau Plonk
'92?
MYNDLIST
Að koma auga áþað
sem blasir við
ADRIAN SCHIESS
SÝNINGARSALURINN
ÖNNURHÆÐ
LAUGAVEGI 37
í sýningarsalnum Annarri hæð
sýnir ungur Svisslendingur, Adrian
Schiess, sem vakið hefur nokkra eft-
irtekt undanfarið. Pétur Arason og
samstarfsmaður hans, myndlistar-
maðurinn Ingólfur Arnarsson, hafa
umsjón með salnum. Þess er
skemmst að minnast að Pétri Ara-
syni voru veitt menningarverðlaun
Dagblaðsins nýlega, m.a. vegna þess
að hann hefur unnið töluvert að því
að fá erlenda listamenn og verk
þeirra hingað til lands. Hingað til
hafa allir gestir sýningarsalarins ver-
ið erlendir. Tveir þeirra, Banda-
ríkjamennimir Donald Judd og Dan
Flavin, em heimsþekktir og gamlir í
hettunni. Þeir teljast til upprunalegs
hóps bandarískra listamanna sem
fengu á sig nafngiftina mínimalistar,
sem stundum er nefnd naumhyggja
á íslensku.
Það er óbrigðult einkenni á míni-
malistum að þeir vilja ekki við nafh-
giftina kannast. Schiess kveðst
óspurður ekki vera mínimalisti,
sem vekur upp spurningu um hvort
hann eigi ekki eitthvað sameiginlegt
með þeim Judd og Flavin. Við fýrstu
sýn virðist það ekki fjarri lagi. Á
gólfinu er allstór þilplata (300 x 110
cm), sprautuð með rauðu sanser-
uðu bílalakki, sem liggur á tveimur
spýtukubbum. Nokkur pappírsrifr-
ildi, brot úr stærri örk, með vatns-
litaklessum eru límd á veggina. Það
sem enn lifír af hugmynd okkar af
mínimalisma er orðið svo útþynnt
(og var það kannski alla tíð, ef Judd
hefur rétt fyrir sér) að það nær yfir
allt sem er fábrotið, innihaldslaust
og rétthyrnt. Gæti þessi lýsing ekki
átt við plötuna á gólfinu? Er míni-
malismi mikil fyrirhöfn út af engu?
Ástæða þess að verkum þessara
manna er lýst sem tómum, eða
„naumum“, er kannski sprottin af
því að við gerum ósjálfráða kröfu til
þess að myndlist sé af einhverju,
eða um eitthvað, hvort sem það er
ytri veruleiki, reynsla listamannsins,
ímyndanir hans eða hugsanir. Það
sama á við um allflesta abstraktlist,
þar sem við horfum inn í tilbúinn
heim forma og lita, sem túlkar
reynslu og tilfinningar listamanns-
ins fyrir formum og litum í um-
hverfi sínu. Hin „dæmigerðu“ míni-
malísku verk eru frábrugðin að því
leyti að þau reyna að útiloka ytri
skírskotun til hugarheims lista-
mannsins og reynslu hans, en ein-
blína þess í stað á þá reynslu sem
skapast innan veggja sýningarsalar-
ins. Þetta er myndlist sem reynir
frekar að veita okkur reynsluna en
segja okkur frá henni. Þess vegna er
stundum sagt að hún sé bókstafleg.
Hún byggist ekki á líkingum og
ímyndunum, heldur því sem er til
staðar í hlutnum sjálfum og til stað-
ar í sambandi áhorfandans við
verkið og umhverfi þess.
Þrír þeirra sem sýnt hafa, Gunter
Umberg, Dan Flavin og nú Adrian
Schiess, eru sérstaklega uppteknir af
lit og ljósi. Það er sameiginlegt ein-
kenni á verkum þeirra að áhrif um-
hverfisins á skynjun okkar á verk-
unum skiptir ekki síður máli en það
sem gerist innan þeirra. Schiess not-
færir sér t.d. vísvitandi það sem yfir-
leitt er talið neikvætt þegar við horf-
um á myndir, þ.e.a.s. speglun á yfir-
borði myndar. Þess vegna er verkið
hágljáandi og sanserað, einmitt til
að auka speglunina. Það er erfitt að
henda reiður á litnum á yfirborði
plötunnar því hann tekur sífelldum
breytingum eftir því hvað speglast í
henni, þ.e.a.s. útlit plötunnar ræðst
að töluverðu leyti af umhverfinu og
birtunni. Enda eru bæði speglun og
litur, þegar öllu er á botninn hvolft,
endurkast ljóss af yfirborði hlutar.
Er þá speglunin á yfirborði verksins
hluti af „innihaldi" eða „viðfangi"
þess? Ég hætti mér ekld út í ffekari
flækjur.
Myndlist af þessu tagi er ekki
naum, eða tóm, nema að því leyti
sem skynjun okkar á umhverfinu
yfirleitt er tóm. En þótt listamenn-
irnir séu að reyna að gera sýnilegt
það sem við skynjum hvort sem er,
þá er hvorki einfalt né auðvelt að
gera listina spennandi og lifandi.
Hún er fólgin í því að gera hið aug-
ljósa nýstárlegt, jafnvel furðulegt, og
gefa okkur með því tilfinningu fýrir
því að við séum að uppgötva nýjar
hliðar á heiminum.
Sú reynsla sem er komin á starf-
semi sýningarsalarins sýnir að þar
eru að öllu jöfnu verk í háum gæða-
flokki á alþjóðlegan mælikvarða.
Það er því rík ástæða til að hvetja
myndlistaráhugafólk til að fylgjast
með starfsemi salarins, því það er
eitt að fýlgjast með í listatímaritun-
um en annað að sjá hlutina á staðn-
um._______________________________
Gunnar H. Árnason
Litli staðurinn með
stóra nafnið...
Grand heitir nýjasti barinn í bæn-
um, sem þó stendur á gömlum merg.
Hann er til húsa á Klapparstíg þar
sem N1 bar, líklega minnsti barinn í
bænum, var áður.
Ásdís Bjarnadóttir er einn fjögurra
eigenda staðarins. Hún hefur örðið:
„Þetta verður hefðbundinn pöbb með
léttar veitingar. Við ætlum að skapa
kaffihúsastemmningu í sumar og
nota til þess bakgarðinn.“
Innréttingarnar eru orðnar hefð-
bundnari en áður og búið að henda út
hlébarðaskinninu bæði af stólum,
hurðum og borðum.
Tónlistin er af geisladiskum og ekki
er búið að taka efri hæðina í notkun.
Því tekur Grand enn sem komið er
UMFRAM-
RAFMAGN
Landsvirkjun býður þeim rafmagnskaupendum
í atvinnurekstri sem uppfylla ákveðin skilyrði
forgangsrafmagn til kaups með einnar krónu
afslætti á kWst frá og með 1. janúar 1993
í samræmi við samþykkt stjórnar fyrirtækisins
frá október 1992.
Afslátturinn nemur um 35 - 40% af heildsöluverði
Landsvirkjunar og er hann aðeins veittur af
aukinni rafmagnsnotkun kaupenda.
Með þessu móti vill Landsvirkjun gefa
iðnfyrirtækjum og öðrum atvinnurekstri kost
á ódýrara rafmagni en áður til að efla
starfsemi sína.
Þau fyrirtæki sem telja sig geta notfært sér
umframrafmagn á þessum kjörum eru hvött til
að snúa sér til rafveitunnar á sfnu orkuveitusvæði
og gera við hana sérstakan samning um kaupin.
E mmmm
Tvenn hjón reka Grand;litla staðinn
með stóra nafnið. Þau Ásdís Bjarna-
dóttir og Ingvar Stefánsson (úr Múla-
kaffi) og Sigurður Hjaltested og Sig-
ríður Guðsteinsdóttir.
ekki nema 45 manns í sæti. Þegar efri
hæðin kemst í gagnið munu rúmast
þar sjötíu til áttatíu manns.
En hvers konar fólk sótti staðinn
um síðustu helgi?
„Hingað kom fremur vel klætt fólk
á aldrinum 25 til 40 ára, enda eru
dyraverðirnir mjög strangir á aldurs-
takmarkinu. Við vorum mjög ánægð
með aðsóknina."
Skrifetofuherbergi á leigu
Nýinnréttaðar, bjartar og rúmgóðar
skrifstofur (parket) með aðgangi að
fundarherbergi, kaffistofu, símkerfi, faxi
snyrtingu og sturtu.
Upplýsingar í síma: 985-35566