Pressan - 18.03.1993, Side 18
BROT UR POPPSOGUNN
18 PRESSAN
Fimmtudagurinn 18. mars 1993
OF STORIR
FYRIR ÍSLAIVD
Mistök urðu i uppsetningu í síðasta blaði á grein Gunnars Hjálmarssonar um frægðar-
drauma íslenskra poppara. Seinni helminginn vantaði á greinina; akkúratþegar fjör
var að færast í leikinn eftir mislukkaðar tilraunir Hljóma, sem hétu Thor's Hammer í
útlandinu. En nú erkomið að Change, Pelican og öðrum meiri spámönnum.
Change sigra heim-
inn — ekki
Árið 1973 fóru Jakob Magn-
ússon, Tómas Tómasson og
Þórður Ámason til London og
ætluðu að reyna fyrir sér með
hljómsveitina Rifsberja. Um
sama leyti fóru fóstbræðurnir
ús og Jóhann til Englands, svo
^ úr varð hópur íslenskra popp-
ara í Lundúnum. Magnús og Jó-
hann höfðu fengið samning hjá
Orange-fyrirtækinu og var sagt
að drífa sig út svo hlutimir gætu
farið að ganga. Orange var
reyndar aðallega framleiðandi
hljómburðartækja — og í dag
eru gamlir magnarar frá þeim
vinsælir hjá enskum böndum
sem vilja endurvekja glysrokkið
— en plötuútgáfan var aukabú-
grein hjá þeim.
f fyrstu störfuðu Magnús og
Jóhann undir nafninu Pá
Brothers en þegar á leið smöl-
uðu þeir félögum sínum í Eng-
^landi saman í band og úr varð
hljómsveitin Change. Birgir
Hrafnsson og Sigurður
Karlsson gengu í bandið, en
síðar slógust Björgvin Hall-
dórsson, Jakob og Tómas í
hópinn. Jón Ólafsson Skífu-
kóngur — þá framkvæmda-
stjóri „Joke“-umboðsskrifstof-
unnar — var einnig viðloðandi
bandið sem útréttari. Jakob
hætti fljótlega en Tómas hélt út,
enda búinn að reyna ýmislegt í
enska bransanum og því vænt-
anlega feginn að komast í hóp
fslendinga. Tómas hafði m.a.
gengið í hljómsveitina KISS, að
vísu ekki þá máluðu, þótt ef-
laust hefði Tómas getað rekið út
úr sér tunguna eins og Gene
Simmons.
Á þessum tíma stóð orku-
kreppan sem hæst og Orange-
fyrirtækið sagði öllum hljóm-
,sveitum sínum upp nema
Change og John Miles Set. Fyr-
irtækið lagði nokkra fjármuni í
Change og var búist við að pen-
ingarnir kæmu „margfalt til
baka þegar plöturnar fara að
seljast í risaupplögum“ — eins
og lesa má um í Morgunblaðinu
1974. Félagarnir lögðust í æfing-
ar og upptökur og urðu brátt
þekktir hjá breskum upptöku-
og sessjónmönnum sem „The
girls from Iceland“ af augljós-
um ástæðum. Tónlistin var syk-
ursæt sápukúlutónlist og tíðar-
andinn glysgjarn svo allt leit út
fyrir að piltarnir mundu meik-
aða. Loksins kom út tvöfaldur
smáskífupakki en viðtökur voru
vondar, salan dræm og dómar
frekar neikvæðir. Aftur var
reynt með breiðskífu (þessari
með frosna plötuspilaranum
ffaman á) en allt kom fyrir ekki;
Englendingar höfðu bara ekki
áhuga — jafnvel þótt Change-
menn klæddu sig upp í æðisleg-
ustu hljómsveitargalla sem um
getur.
Ekki bætti úr skák að hljóm-
sveitin fékk aldrei tilskilið at-
vinnuleyfi til tónleikahalds og
var því í hálfgerðri biðstöðu þau
tæplega tvö ár sem á ævintýrinu
stóð. Þegar ljóst varð hvert
stefndi tímdu Orange og Jón
„Joke“ ekki lengur að setja pen-
inga í fýrirtækið og Change
hætti síðla árs 1975.
Pelican og sveittu
ístrubelgirnir
Á meðan „stelpurnar frá ís-
landi“ skræktu fyrir daufum
eyrum á Englandi tryllti Pelic-
an æskuna hér heima. Sveitin
var stofnuð upp úr þremur
hippasveitum, Náttúru, Ice-
cross og Svanfríði, og drottn-
aði yfir öðrum sveitum á ball-
markaðinum sumarið 1974.
Drengirnir héldu til Bandaríkj-
anna og komu heim með plöt-
una „Uppteknir". Gengi plöt-
unnar var glæsilegt; hún seldist í
11 þúsund eintökum, sem þá
var met. I ferð sinni til Banda-
ríkjanna kynntust Pelican ýms-
um ffammámönnum í gegnum
Shaggy Dog-hljóðverið þar sem
„Uppteknir“ var gerð. Varð nú
úr að erlendir aðilar skipulögðu
tónleikaferð um norðurströnd-
ina og Pelican hélt utan til að
spila og hljóðrita nýja plötu.
Tónleikarnir gengu vel og
heimsfrægðin virtist á næsta
ÓMAR VALDIMARSSON
Umboðsmaður Pelikan
„Hér gerast hlutirnir hratt
og óvænt. Dag einn kom
hingað maður, Freddie
Scott að nafni. Hann er fyrr-
um stjarna hér í landi,
raunar meiriháttar stjarna,
söng m.a. „Hey girl" eftir
Carole King einhvern tíma
uppúr 1960."
leiti. Ómar Valdimarsson fór
út með sveitinni sem hjálpar-
hella og á Slagsíðu Morgun-
blaðsins 9. mars 1975 eru birtar
glefsur úr sendibréfi Ómars;
„Hér gerast hlutirnir hratt og
óvænt. Dag einn kom hingað
maður, Freddie Scott að nafni.
Hann er fýrrum stjarna hér í
landi, raunar meiriháttar
stjarna, söng m.a. „Hey girl“ eft-
ir Carole King einhvern tíma
upp úr 1960...“ Það er
skemmst ffá að segja að Freddie
umturnaðist af hrifningu yfir
Pelicanrokkinu og staðhæfði;
„I’m gonna make you a star and
I mean real SUPERSTAR.“
Nokkrum dögum síðar fóru
Freddie og Ómar fyrir hönd
sveitarinnar til New York með
nýju upptökurnar. „Þar var
komið við á ýmsum afskaplega
glæsilegum skrifstofum og talað
við marga sveitta ístrubelgi með
stóra gullhringi á litla fingri,“
skrifar Ómar. fstrubelgirnir
urðu hrifhir og nú leit út fyrir að
hjólin færu að snúast fyrir al-
vöru. Tveimur vikum síðar er
Slagsíðan með nýjustu fféttir
undir fyrirsögninni „Pelican
undirbúa samningagerð við
bandaríska aðila“. Þar er sagt
frá ýmsum girnilegum tilboð-
um sem hljómsveitin fékk, m.a.
upphitunarstarf með Doobie
Brothers og Allman Brothers,
og útgáfumöguleikum vmis-
konar. Haft er eftir Ómari
Valdimarssyni; „Það er sama
hvar við komum — alls staðar
eru alls konar menn ólmir í að
gera við okkur samninga um
alls kyns aðstoð, því þeir virðast
hafa trú á hljómsveitinni. Sumir
eru þó bara að hugsa um eigin
gróða, eins og einn fyrrverandi
bóndi, sem nú er trésmiður.
Hann bauð okkur sjö ára samn-
ing og ætlaði ekkert að gera
sjálfur, hljómsveitin allt.“ Og
Björgvin Gíslason bætti við:
„Við sögðum honum bara að
fara affur í fjósið sem fyrst!“
Útkoman úr frægðardæmi
Pelican var svo önnur en búast
mátti við miðað við herlegheitin
í mars 1975. Hljómsveitin kom
heim um sumarið samninga-
laus en gaf út seinni plötuna
„Litlu fluguna“ fyrir íslenska
markaðinn. Vinsældimar vora í
rénun og sprungur komnar í
samstarfið. Pétur Kristjáns var
að lokum rekinn úr eigin hljóm-
sveit og átti samúð flestra. Hann
stofnaði Paradís sem fljótlega
varð vinsæl á sveitaböllunum
en Pelican náði sér aldrei á strik
Péturslaus og dó drottni sínum
skömmu síðar.
Hver veit nema Pelican ár-
gerð 1993 meiki það loksins á
gömlu Shaggy Dog-sambönd-
unum? Kannski gerir Gummi
Jóns gæfumuninn og tuttugu
ára hrukkumyndun annarra
meðlima!
Enn er reynt
í dag eru heimsfrægðar-
draumar íslenskra hljómsveita
síst minni en áður. „Heims-
frægðardraumar" er kannski
rangnefni — að minnsta kosti
taka fáir svo stórt upp í sig og
tala frekar um að „reyna að
koma sér á framfæri". Síðustu
árin hafa ýmsir komist á þrösk-
uld frægðarinnar. Sálin hans
Jóns míns var næstum því
komin á samning hjá Warner
Bros, en eftir að drengirnir
höfðu tjáð sig um málið í 19:19
kom í ljós að fyrirtækið hafði
ekki áhuga. Geiri Sæm hefur
hvað eftir annað verið við það
að slá í gegn sé mark takandi á
blaðagreinum um áhuga er-
lendra fýrirtækja á honum.
Steinar hf. reyndu á tímabili fyr-
ir sér í Skandinavíu, en þar hef-
ur lítið markvisst gerst þótt
nokkrar plötur hafi komið út.
í dag er staðan einna hag-
stæðust hjá keflvísku strákun-
um í Deep Jimi and the Zep
Creams. Þeir hafa gefið út tvær
litlar plötur hjá Atco-samsteyp-
unni í Bandaríkjunum og fyrsta
breiðskífan, „Funky Dinosaur“,
ætti að vera að koma út um
þessar mundir. Litlu plöturnar
fengu misjafna dóma og gerðu
engar rósir en Deep Jimi-félagar
eru samt bjartsýnir. Þór gítar-
leikari segist t.d. munu verða
fyrir vonbrigðum ef stóra platan
selst ekki í það minnsta í
200.000 eintökum.
Helgi Bjömsson og félagar í
SSSól eru að reyna fyrir sér á
Bretlandi og njóta aðstoðar
menningarfulltrúans, Jakobs
Magnússonar, eins og fleiri sem
sækja á þann markað. Reyndar
væri hægt að skrifa heilmikla
grein um ffægðarbrölt Jakobs í
CHANGE
Félagarnir lögðust í æfing-
ar og upptökur í London og
urðu brátt þekktir hjá
breskum upptöku- og sess-
jónmönnum sem„The girls
from lceland" afaugljósum
ástæðum.
gegnum árin, en það bíður betri
tíma. Sólin hefur þegar fengið
samning hjá rokkfyrirtækinu
Diva, sem hefur gefið út plötur
rokksveitanna Daisy Chainsaw
og Sunscream. Þessi bönd eru
þokkalega vinsæl og hafa bæði
komist á samning hjá stærri fyr-
irtækjum í seinni tíð. Sólin rær á
ný mið í tónlistarsköpun sinni
fyrir Englandsmarkað — spilar
þyngra rokk — og verður gam-
an að sjá hvernig gengur.
Hljómsveitin Nýdönsk er
einnig með hluti í gangi á Bret-
landi og tók m.a. upp „Himna-
sendinguna“ sína þar í fyrra.
Allt er þó mjög óráðið um fram-
haldið, en sveitin kallar sig
„Kind“ á útlensku. Það hjálpar
þeim eflaust eitthvað að nú eru
bolir framleiddir af tískufyrir-
tækinu Kind í hátísku meðal
rokkara í Bandaríkjunum.
Rokksveitin HAM reyndi á
sínum tíma að ota sínum tota í
útlöndum líkt og fleiri „Smekk-
leysu“-sveitir. Platan þeirra
„Buffalo Virgin“ fékk ágæta
dóma á Englandi þar sem hún
var gefin út, en síðustu þrjú árin
hafa þeir HAM-piltar gert lítið
annað en að æfa, skipta um gít-
arleikara og spila hér heima. f
sumar ætla þeir hins vegar að
reyna fyrir sér í New York og
nágrenni þar sem jarðvegurinn
hefur verið undirbúinn síðustu
árin.
Fleiri sveitir ganga fyrir bens-
íni frægðardraumsins; Jet
Black Joe, Kolrössurnar, og
nánast allar sveitir sem eitthvað
er spunnið í eru með áform og
fyrirætlanir um í það minnsta
að fara út og spila, og gefa út
efni ef vel gengur. Svona er
þetta og verður eflaust áfram
um ókomna tíð, enda leikur
einn fyrir flesta sem eitthvað
reyna á sig að ná íslenska rokk-
toppnum — hver á sínu sviði.
Kannski væri ráð að flytja inn
hundrað þúsund rokkáhuga-
menn til að bæta ástandið?
Rithöfundar og þjóðfélagsumræðan
Skáld frammi fyrir dómurum
Sami púkinn klippti aftan
afgrein Kolbrúnar Berg-
þórsdóttur um skáldin og
meiðyrðamálin þeirra.
Þætti Þorgeirs Þorgeirs-
- sonar og Einars Braga
vantaði og birtast þeir
hérmeð.
Einar Bragi
og Varið íand
Snemma árs 1974 skrifaði
Einar Bragi rithöfundur stutta
grein í Þjóðviljann sem hann
nefndi Vatergeit-víxillinn. Þar
hæddist hann að því framtaki
nokkurra íhaldsmanna að efna
til undirskriftasöfnunar fyrir
áframhaldandi veru hers hér á
landi. Miðað við pólitískar
" greinar er þessi ekki með þeim
svæsnari, en þeir sem stóðu fyr-
ir undirskriftasöfnuninni voru á
öðru máli og sóttu Einar Braga
til saka. Ummælin sem þóttu
svo meiðandi voru, auk yfir-
skriftar greinarinnar, þessi:
„Upp er risinn hópur hug-
prúðra dáta, sem grátbiðja
þjóðina að hefja minningaár ell-
efu alda búsetu í landinu á því
að undirrita beiðni um erlenda
hersetu á íslandi..
Eftir að Einari Braga hafði
verið birt stefna skrifaði hann
aðra grein í Þjóðviljann. Hún
nefhdist Fasistatilburðir og þar
sagði hann meðal annars:
„Persónulega læt ég mér í
léttu rúmi liggja þann skauf-
halabálk sem VL-menn hafa
sent fógetanum. Hitt er alvar-
legra að hér er um að ræða
ósvífhustu árás á tjáningarffelsi
landsmanna sem ég þekki
dæmi um.“
Þetta mál vakti gífurlega at-
hygli á sínum tíma, en Einar
Bragi tapaði því og var dæmdur
til að greiða skaðabætur, sem
hann að sjálfsögðu neitaði að
inna af hendi.
Þorgeir Þorgeirsson
ogfoggan
Flosi Ólafsson sagði eitt
sinn á prenti hér í PRESS-
UNNI: „... mest öfunda ég þó
helvítið hann Þorgeir Þorgeirs-
son fyrir að skrifa betri texta en
aðrir menn og vera þar að auki
að skrifa um eitthvað sem máli
skiptir, nefhilega hrófatildur ís-
lenskrar réttvísi."
Þann sjöunda desember 1983
birti Þorgeir Þorgeirsson í
Morgunblaðinu opið bréf til
dómsmálaráðherra þar sem
hann mótmælti hrottaskap lög-
reglumanna gegn hinum al-
menna borgara. Þorgeir er ör-
ugglega ein beittasti penni
landsins og auk þess manna
launhæðnastur eins og Jón
Helgason dómsmálaráðherra
fékk að reyna þegar Þorgeir
beindi eitruðu ávarpi til hans:
„Undanfarna daga hef ég verið
að skoða myndir af þér í blöð-
unum og mér sýnist á þér svo
heiðríkur og drengilegur svipur
með þvílfkri festu að ég hef um
það vísa von að slíkum svip gæti
hæglega slegið inn í sálina. Jafn-
vel þó hann væri upphaflega
bara hugsaður fyrir ljósmyndar-
ann.“
Grein Þorgeirs var feikilega
vel skrifuð, rökföst og svo hvöss
að yfirvöld hljóta að hafa
kveinkað sér undan hverju orði.
Þorgeir sakaði yfirmenn lög-
reglu um að „...hafa brenglaða
réttlætisvitund og misnota að-
stöðu sína til að lofa hrottum og
illmennum að þægja sínu
brenglaða tilfinningalífi“. Lög-
regluna nefndi Þorgeir ýmist
„einkennisklædd villidýr“ eða
„óargadýr".
Fyrir þessa grein var Þorgeir
lögsóttur. Hann sótti fast að fá
að verja sig sjálfur, en þeim til-
mælum hans var neitað, enda
kannski vitað að vörn hans yrði
hin vaskasta, sem leiðir hugann
að því hvort Þorgeir hefði ekki
verið efni í fr ábæran lögfr æðing.
En Þorgeir var sem sagt dæmd-
ur í tukthús af Hæstarétti. Hann
átti þó sterkasta leikinn þegar
hann vísaði máli sínu til Evr-
ópudómstólsins, sem komst að
þeirri niðurstöðu að íslenska
ríkið hefði brotið 10. grein
Mannréttindasáttmála Evrópu
um tjáningarfrelsi þegar það
dæmdi Þorgeir sekan.
Eftir basl sitt við íslenskt rétt-
arkerfi gaf Þorgeir út greinasafn
sem hann gaf nafnið Að gefnu
tilefni. Yfirskrift þess voru orð
Halldórs Laxness: „En ef rit-
höfundur vill koma í veg fyrir
EINAR BRAGI
Hann skrifaði um undir-
skriftasöfnun Varins lands
og var stefnt fyrir þessi um-
mæli:„Upp er risinn hópur
hugprúðra dáta, sem grát-
biðja þjóðina að hefja
minningaár ellefu alda bú-
setu í landinu á því að und-
irrita beiðni um erlenda
hersetu á Islandi."
að menn fari sjálfum sér og öðr-
um að voða þá hlýtur hann að
krítisera þá eftir því sem hann
getur.“
í ffamantöldum málum voru
skáldin dæmd sek, en enginn
vafi leikur á því að þau voru
Þ0RGEIR Þ0RGEIRSS0N
Hann sakaði yfirmenn lög-
reglu um að„...hafa
brenglaða réttlætisvitund
og misnota aðstöðu sína til
að lofa hrottum og illmenn-
um að þægja sínu brengl-
aða tilfinningalífi".
hinir mórölsku sigurvegarar og
kannski sanna þessi dæmi ein-
mitt að íslendingar búa við rétt-
arfar sem getur sakfellt menn
fyrir það eitt að opinbera sann-
færingu sína. I flestum löndum
flokkast slíkt athæfi dómsvalds
undir mannréttindabrot.