Pressan - 18.03.1993, Page 24

Pressan - 18.03.1993, Page 24
G A G N R Y N I 24 PBESSAN Fimmtudagurinn 18.mars 1993 Fl MMTUDAGUR I Klassíkin • Sinfóníuhljómsveit ís- lands flytur Sinfóníu nr. 4 eft- ir Josef Haydn, Sellókonsert eftir Witold Lutoslavskíj og Sinfóníu nr. 3 eftir Johann- es Brahms. Hljómsveit- arstjóri er Wojciech Michniewski. Einleikari er sellóleikarinn Wendy Warner. Háskólabíó kl. 20. 9 Ásdís Valdimarsdóttir og Steinunn Birna Ragnarsdóttir leika saman á víólu og píanó. Akureyrarkirkja kl. 20.30. Leikhúsin • Stund gaupunnar. © Ágætir leikhæfileikar Ingvars, Lilju og Guðrúnar fara til spillis í þessu fáránlega leik- riti. Svona getur árangurinn orðið þegar ritstjórinn er rauður köttur sem vill upp- hefja sig í guðatölu. Þjóðleik- húsið, litla svið, kl. 20.30 9 My fair lady. Stefán Bald- ursson leikstjóri hefurskilið nauðsyn góðrar útfærslu vel og kostar miklu til. Úrvalsfólk er á hverjum pósti undir styrkri stjórn Stefáns. Þjóð- leikhúsið kl. 20. 9 Tartuffe. ★★★ Hvíllkt de- bút á stóra sviðinu fyrir Þór Tulinius leikstjóra! Verkið er keyrt á ótrúlegum hraða frá byrjun til enda, troðið af bröndurum, hlátri og upp- hrópunu. Borgarleikhúsið kl. 20. 9 Húsvörðurinn. ★★ Það er margt gott í þessari sýningu, en hún er of löng og vantar hraða. Það mætti skera tutt- ugu til þrjátíu mínútur af henni (með ýmsum aðgerð- um), en fyrst og fremst ætti að kippa tempóinu í lag. Síð- asta sýning. fslenska óperan kl. 20. FOSTUDAGUR 1 2. MARS Leikhúsin • Stræti. Þessi sýning er gott dæmi um það hve stílfærður og stór leikur fer vel á sviði. Þjóðleikhúsið, Smíðaverkstœði, kl. 20. leikrit. Þjóðleikhúsið kl. 20. 9 Stund gaupunnar. ©í’jo'ð- leikhúsið, litla svið, kl. 20. 9 Ronja ræningjadóttir. Það er mikill styrkur fyrir sýn- inguna að svo snjöll leikkona sem Sigrún Edda Björnsdóttir skuli geta leikið hina tólf ára gömlu Ronju án þess að maður hugsi mikið út í ald- ursmuninn. Borgarleikhúsið kl 14. • Tartuffe. ★★★ Borgarleik- húsið kl. 20. 9 Dauðinn og stúlkan. 'k'k-k'kBorgarleikhúsið, litla svið, kl. 20. 9 Sardasfurstynjan.*** fslenska óperan kl. 20. • Þrusk. Góð auglýsing fyrir aðstandendur. Café Sólon fs- landus kl. 17 og 20.30. SUNNUDAGUR 14. MARS Klassíkin • Maria Cederborg & Mi- chael Hillenstedt leika sam- an á flautu og gítar. Norræna húsiðkl. 17. 9 Kammersveit Hafnar- fjarðar heldurfyrstu tónleika sína. Á efnisskrá eru fjögur verk eftir Stravinsky, W. Lut- ofslafsky, O. Respighi og Sa- int-Saéns. Hljómsveitarstjóri er Örn Óskarsson. Hafnarborg kl. 20.30. 9 Minningartónleikar um dr. Pál ísólfsson á 100. ártíð hans. Flytjendur eru Ingi- björg Marteinsdóttirsópran, Þorgeir J. Andrésson tenór og Lára S. Rafnsdóttir píanó- leikari. Á efnisskrá verða 22 sönglög og þrjú píanóverk eftir dr. Pál. Tónlistarskólinn Sauðdrkróki kl. 16. Leikhúsin • Dýrin í Hálsaskógi. Þjóð- leikhúsið kl. 14. 9 Stræti. Þjóðleikhúsið, Smíðaverkstœði, kl. 20. 9 Hafið. Það er skemmst frá því að segja að áhorfandans bfða mikil átök og líka húm- or. Þjóðleikhúsið kl. 20. 9 Ronja ræningjadóttir. Borgarleikhúsið kl. 14. • Blóðbræður. Borgarleihús- ið kl. 20. 9 Þrusk. Café Sólon íslandus kl. 20.30. það er klunnalega meðhöndlað af Dorfman. Lokatriðin voru einnig skrítin. Það er kannski nauðsynlegt að skilja Pálínu eft- ir eina með Miranda, en ótrú- verðugt að eiginmaður hennar skuli labba áhyggjulaus í burtu eftir allt sem á undan er gengið. Þetta sýnir að þrátt fyrir allt hef- ur hann aldrei talið Miranda sekan. Lokasenan olli spennufalli, bæði vegna þess að fyrirferðar- mikil leikmyndaskiptingin virt- ist aðeins þjóna þeim tilgangi að gefa leikurunum tíma til að skipta um föt og vegna þess að Dorfman er að reyna að vera sniðugur. Er Pálína búin að sætta sig við það sem gerðist fyrir fimmtán árum eða ekki? Ef hún er búin að því, þá sýnist DAUÐINN OG STÚLKAN EFTIR ARIEL DORFMAN LEIKSTJÓRI PÁLL BALDVIN BALD- VINSSON BORGARLEIKHÚSINU ★★★★ Dauðinn og stúlkan eftir Ari- el Dorfman er, þrátt fyrir nokkra galla, óvenjuspennandi verk sem tekst að koma saman mörgum ólíkum málum, svo sem pólitík, kvenréttindum og pyntingum, en líkist þó mest „þriller“ eins og Sleuth eða Dauðagildrunni. Aðalpersónan í þessu þriggja manna verki er þó Pálína Salas og sagan snýst um hvernig eða hvort hún ætti að hefna sín fyrir hræðilega nauðgun sem hún varð fyrir fimmtán árum fyrr. Guðrún Gísladóttir leikur Pálínu af svo miklum krafti og tilfinninganæmi að ég táraðist næstum, og það hef ég ekki gert síðan ég sá Rómeó og Júlíu þeg- ar ég var sextán ára. Hin tvö hlutverkin, Gerardo Escobar MARTIN REGAL (eiginmaður Pálínu), leikinn af Valdimari Erni Flygenring, og Roberto Miranda læknir, leik- inn af Þorsteini Gunnarssyni, eru minni en ekki síður mikil- væg. Roberto Miranda táknar þá martröð sem Pálína og þjóð- in öll eru að reyna að losa sig við og eiginmaðurinn stendur fyrir drauminn sem á eftir að rætast. Bæði Gunnar og Valdimar léku mjög vel, Valdimar var þó dálít- ið heftur í hlutverki sínu vegna smágalla í leikritinu, en ekki síst vegna frábærs leiks Guðrúnar; karlarnir tveir féllu nær algjör- lega í skuggann af henni. Einn af aðalkostum leikrits- ins má einnig teljast stærsti ókostur þess. Dorfman reynir að sýna ótal hliðar á málunum sem hann tekur fyrir. Stundum tekst það, — stundum alls ekki. Til dæmis er Pálína of tauga- veikluð í byrjun leiksins. Hún tekur upp byssu þegar hún heyrir ókunnugan bíl nálgast, sem fyrir tilviljun er bíll manns sem hún segir að hafi nauðgað sér. Þetta er sennilega gert til að vekja efasemdir um þá sannfær- ingu hennar að Miranda sé einn af þeim sem lögðu líf hennar í rúst fimmtán árum áður, en BÓKMENNTIR Dörfog athyglisverð, en köflótt VIGDIS HJORT FRANSKUR LEIKUR ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ 1993 ★ ★ Vigdis Hjort er þrjátíu og fjögurra ára norsk skáldkona sem þykir einn fremsti rithöf- undur Norðmanna af yngri kynslóð. Hún býr yfir greinileg- um hæfileikum en ég gæti trúað að hún ætti enn eftir að taka út mikinn þroska á rithöfundar- brautinni. Hún á ákaflega góða spretti í skáldsögu sinni Frönsk- um leik en í heild er bókin nokkuð köflótt. Eigi að dæma eftir þessari einu bók og líkja Hjort við ís- lenskan rithöfund þá kæmi nafh Vigdísar Grímsdóttur fyrst upp í hugann. Vigdís Gríms- dóttir er ekki eini rithöfundur okkar sem hefði getað fengið hugmynd að efni eins og þessu, en hún er ein af fáum sem mundu koma hugmyndinni í framkvæmd (eða svo ímynda ég mér). Franskur leikur fjallar um Láru Buvik sem er karríerkona og vinnur við fjölmiðla eins og þær allar þrá. Hún sér um út- varpsþátt þar sem fólk tjáir sig um eitt og annað, oft leyndustu hugsanir. I einkalífi sínu á Lára í afar sérkennilegu kynferðislegu sambandi við Henning, sem er verkfræðingur, og saman stunda þau helst til óhefðbundna ástaleiki, sem Hjort lýsir af mik- illi djörfung. Lýs- ingarnar á ásta- leikjunum eru það sem best er gert í þessari bók. Þær eru tepru- lausar og það er veraldarvanur • My fair lady. Þjóðleikhúsið kl. 20. 9 Blóðbræður. Væri maður tilneyddur að segja eitthvað yrði það Ifklega að fáum þeirra sem stóðu að þessari sýningu virðist hafa þótttil- takanlega vænt um verkefni sitt. Það var eins og sýningin væri gerð meira með höfðinu en hjartanu. Borgarleikhúsið kl. 20. 9 Dauðinn og stúlkan. ★★★★Tvímælalaust besta sýningin á þessu leikári, þrátt fyrir ýmsa galla Borgar- leikhúsið, litla svið, kl. 20. 9 Sardasfurstynjan. ★★★ Góð skemmtun á meðan á henni stendur og ágæt til- raun til að skemmta fleirum en þeim sem þegar eru fasta- gestir (slensku óperunnar. fs- lenska óperan kl. 20. LAUGARDAGUR Leikhúsin 9 Dýrin í Hálsaskógi. Hlut- verkaskipan er að því leyti sérkennileg að Mikki refur hefði komist tvöfaldur fyrir inni í Lilla klifurmús. Þjóðleik- húsiðkl. 14. 9 Dansað á haustvöku ★ Það er spaugilegt að stórt Marconi-útvarpstæki (sem er eitt aðaltákn verksins) skuli vera á miðju sviðinu allan tímann vegna þess að Dans- að á haustvöku gæti verið skemmtilegra sem útvarps- MYNDLIST Upprifjun á landslagi (SLENSKT LANÐSLAG 1900-1945 KJARVALSSTÖÐUM Það er óhætt að segja að það séu allnokkrar fallegar myndir á sýningunni Islenskt landslag á Kjarvalsstöðum. Hvernig væri annað hægt þegar þunga- vigtarmenn eins og Ásgrímur, Kjarval og Jón Stefánsson eru innanborðs? Sýningin byrjar með kyrrlátum stefjum Þórar- ins B. Þorlákssonar. Því næst blasir við víðfeðm Heklumynd Ásgríms Jónssonar ffá 1909. Af framhaldinu má sjá hvílíkur andlegur leiðtogi Ásgrímur hefur verið í byrjun aldarinnar. En það eru ekki ný sannindi. Nokkrir minni spámenn eiga þokkalegar innkomur. Sjálfsagt muna fáir eftir Brynjólfi Þórð- arsyni ffá Bakkakoti á Seltjarn- arnesi, en eftir hann eru þrjár haganlega samansettar myndir, þar á meðal Múlakot frá 1923, þar sem horft er yfir bæina í átt að björtum Eyjafjallajökli. Hún er í mjög svipuðum anda og Múlakotsmynd Ásgríms frá 1920-22. Að öðrum ólöstuðum er það meistari Jón Stefánsson sem nær virkilega að taka áhorfand- ann með áhlaupi. Eiríksjökull, Hraunteigur við Heklu og Landslag, tróna yfir austursaln- um á sama hátt og Heklumynd Ásgríms trónir yfir vestursaln- um. Jón Stefánsson er ekki á valdi landslagsins, heldur sá sem hefur vald yfir landslaginu og mótar úr því meitluð mál- verk. Af þeim sjö myndum að dæma, sem eru til sýnis, er erf- itt að ímynda sér að honum hafi getað verið mislagðar hendur. í samanburði virðist jafnvel Kjarval frekar óöruggur. En Kjarval sýnir á sér nýja híið í sjávarmyndinni Tröllakirkja á Snæfellsnesi frá 1945, því þar ber þrjú herskip við sjóndeild- arhring. Undir lok sýningarinnar er óvenjuleg en mögnuð mynd eftir Finn Jónsson, Beinin hennar Stjörnu, ffá 1934. Myrk mynd, með skinin bein í for- grunni, sem sýnir náttúruna sem kaldranalega og skeyting- arlausa. Einmitt vegna þess að hún sker sig úr dregur hún at- hyglina að því hversu einhæf ís- lensk landslagshefð í rauninni er og hversu einróma jákvæðar allar myndirnar eru. Þetta er eina myndin þar sem örlar fyrir þeirri ógn sem hefur ávallt staf- að af nábýli við íslenska nátt- úru. Á hinum enda skalans er í dal eftir Snorra Arinbjarnar, þar sem landið er eins og flos- mjúk og hlý værðarvoð og kof- inn í dalnum eins og þægilegur sófi inni í stofu. Nú þegar búið er að minnast á nokkrar fallegar myndir er eðlilegt að spyrja: hvað er þess- ari sýningu ætlað að sýna okk- ur, sem við vissum ekki fyrir? Innan um eru málarar sem sjást kannski ekki oft, en það er spurning hversu miklu þeir bæta við eða breyta um heild- arútkomuna. I inngangi sínum að sýningarskránni túlkar Kristín G. Guðnadóttir mynd- listina í ljósi ljóðlistar. Ekki er fjarri lagi að fegurðarskyn myndlistarmanna hafi átt sér „Að öðrum ólöstuðum erþað meistari Jón Stefánsson sem nær virkilega að taka áhorfandann með áhlaupi. fsam- anburði virðist jafnvel Kjarvalfrekar óöruggur. “ fyrirmynd í ljóðlist, en hvaðan voru myndrænar fyrirmyndir þeirra fengnar og hvers vegna lenti hefðin í svo föstu fari? Gallinn við sýninguna er að hún er bæði of víð og of þröng. Hún er of víð til að bæta nokkru við. Úrvalið miðar ekki að því að draga einhver sérstök einkenni fram. Almenningur er nægilega kunnugur hefðinni til að óhætt sé að reyna að skerpa tilfinningu fyrir sérhæfðum at- riðum með því að setja ffam af- markaðar tilgátur og láta á þær reyna í sýningunni með hnit- miðuðu myndavali. Sýningin er líka of þröng til að geta gegnt því hlutverki að vera almennt yfirlit, því ekki staðnæmdist ís- lenskt landslag við 1945, þótt abstraktlistamenn hafi látið á sér kræla um þær mundir. Hugmyndaauðgin að baki sýn- ingunni er ekki meiri en svo að hún staðnæmist við tímabil og persónur. Hér hefði átt að nota tækifærið til að fara betur í saumana á íslenskri landslags- hefð. hörkutónn í þeim sem slær mann dálítið út af laginu. Þetta er sálfræðidrama sem kemst mjög nálægt því að verða sannfærandi en nær því þó ekki fullkomlega. Lára verður aldrei annað en hver önnur kona úti í bæ sem maður fær fréttir af en kemst ekki í nálægð við. Henn- ing er lesandanum eins og full- komlega ókunnugur maður en þar sem hann virðist einnig vera það í huga Láru þá gerir það minna til. Það er ekki nægilega markviss stígandi í þeirri til- fmningalegu breytingu sem verður á viðhorfum Láru í sam- bandinu. Þetta kann að stafa af því að Hjort ætlar sér of margt, er að segja fleiri sögur en þessa einu. Ég efast ekki um að hún hafi ætlað sér að láta hina mörgu þræði verksins tengjast í lokin í glæsilegri fléttu, en það tekst henni ekki. Þetta verk er samkrull af ákaflega vel gerðum hlutum og öðrum sem takast síður. Tal fólksins í útvarpsþáttunum er dæmi um þetta. Þar eru firna- góð eintöl og svo önnur sem helst virðast eiga það erindi að ræna mann áhuga á verkinu. Hönnu, málugu vinkonunni sem sífellt bankar upp á, er fúll- komlega ofaukið í sögunni og textinn sem henni er lagður í munn er heldur vesæll, byggir mikið á klifunum: „... þessu hlýja og hlýlega myrkri... í slíku

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.