Pressan - 18.03.1993, Page 27
Fimmtudagurinn 18.mars 1993
NÆTUR- & LISTALIF
t. 4
PRESSAN 27
Vercíli
lftulh a
léttvíni á LA Café
Matsölu- og skemmtistaður-
inn LA Café ætlar að verða íyrst-
ur matsölustaða á Islandi til að
bjóða upp á léttvín á þolanlegu
verði. „Við erum að gera þetta til
að fólk geti blandað saman góð-
um mat og góðu víni; keypt
uppáhaldsvínið sitt án þess að
þurfa að borga tvisvar sinnum
meira fyrir það en sjálfan mat-
inn,“ segir Jósteinn Kristjánsson,
eigandi LA Cáféi
Hvernig œtlið þið að verð-
leggja vínið?
„Við ætlum að hafa fasta
álagningu á hverri flösku; eitt
þúsund krónur, í stað prósentu-
álagningar. Með því móti verður
vart meira en 30% álagning á
léttvíninu. Flestir veitingastaðir
leggja 100 til 200% á matarvín."
Auk þess að brjóta ísinn í
verðlagningu víns um helgina
ætlar LA Café að taka upp nýjan
og fjölbreyttari matseðil. „Ég fer
ekkert ofan af því að staðirnir
sem við keppum við að gæðum
eru Perlan og Holtið, en við bjóð-
um 50% ódýrari mat en þeir
staðir. Ég stend og fell með þeim
orðum.“
. LA Café er þriggja ára um
þessar mundir og staðurinn er
svoh'tið sérstakur í veitingahúsa-
flórunni. Sérstaða hans felst í því
að enda þótt hann leggi upp úr
því að vera eðalmatsölustaður er
einnig hægt að tjútta þar fram
eftir öllu. Hann nýtur og mikilla
vinsælda sem slíkur, því vart hef-
ur liðið það föstudags- eða laug-
ardagskvöld í tvö ár að ekki sé
komin röð fyrir utan staðinn fyr-
ir miðnættí.
Verurnar sem þangað sækja
e
skemmtan sína eru í eldri kantin-
um, — foreldrar á fertugsaldri
eiga vart á hættu að hitta þar af-
kvæmi sín í ölvímu. Meðlimir
skákhreyfingarinnar stunda
staðinn af kostgæfni sem og
heimsmeistararnir í brids. Þá má
geta þess að Sigurður Helgason,
forstjóri Flugleiða, snæðir þar
endrum og sinnum.
Jeanette Weideman beraði sig
heldur betur á Dansbarnum um
helgina fyrir framan fjölda hungr
aðra karlmanna. Hún er ein fjöl-
margra fatafella sem komið haf
þarfram að undanförnu.
DJÖRF
FATAFELLA
fsdrottningin hefði átt að
kæla karlmennina.
Jósteinn Kristjánsson, eigandi LA Café.
Rauðvínið Chateau Batailley, sem hann heldur á vinstra megin, kostar rúmar 2.600
krónur í ríkinu en er selt á 3.500 krónur á LA Café. Það mundi kosta á milli 5.500 og
6.000 krónur á öðrum veitingastöðum. Hvítvínið BV dry Sauvignon Blanc, sem Jósteinn
heldur á hægra megin, kostar 1.400 krónur í ríkinu og 2.400 á LA Café. Það er um þús-
undkalli dýrara á öðrum veitingastöðum. Kampavínið færsömu meðferð á LA Café, á
það eru aðeins lagðar eitt þúsund krónur.
FOSTUPAGUR
1 9. MARS
• Tveir logar frá Vest-
mannaeyjum skemmta og
skemmta ekki á Rauða Ijón-
inu.
• Vinir Dóra troða upp í
Firðinum í kvöld með djass
og blús en skipta síðan yfir í
rokk síðar um kvöldið. Það
var mikið fjör með Sálinni í
Firðinum um síðustu helgi.
Hafnfirðingar: Endurtakið
leikinn en látið Tequilað í
friði!
• Haraldur Reynisson
trúbador heldur uppi heiðri
Feita dvergsins.
• Sálin hans Jóns míns
verður með lokadansleikinn
á Tveimur vinum í kvöld. Þeir
segja að þetta sé í síðasta
sinn sem þeir koma saman.
Ef fjörið verðurjafnmikið og
ætíð þegar þeir koma saman
í síðasta sinn verður hangið í
loftræstikerfinu.
• Hermann Ingi á Fógetan-
um.
• KK-band, Sálin hans Jóns
míns, Pís of keik, Jet Black
Joe, SSSól, Stjórnin og
Steini og Davíð koma öll
fram á Hótel (slandi til styrkt-
ar (þróttasambandi fatlaðra.
Það er fallega gert af þeim.
Stjórnin leikur svo fyrir dansi
og Sálin hans Jóns míns fer á
Tvo vini.
LAUGARDAGUR
20. MARS
Popp
FIMMTUPAGUR
1 8. MARS
• Bone China er ung, fersk
og efnileg hljómsveit sem
debúteraði á Hressó sem
upphitunarhljómsveit í
febrúar við góðan orðstír.
Tónlist þeirra er kraftmikil og
tilfinningaþrungin og ekki
síst grípandi. Piltarnir fimm;
Reginn, Einar Már, Sigurður,
Ingimundur og Davíð, minna
um margt á vini sína úr Jet
Black Joe. Hver veit nema
þeir geymi einhvern jafnkyn-
þokkafullan fyr og Pál Rósin-
krans?
• Bjarni Ara, Sverrir Storm-
sker og Diddi fiðla skemmta
í fyrsta sinn saman á LA Café;
staðnum með ódýra vínið, í
kvöld og endurtaka leikinn
jafnvel næstu fimmtudags-
kvöld. Ókeypis inn.
• Haraldur Reynisson
trúbador nær fólki einstaka
sinnum upp á stóla á Fóget-
anum.
• Tómas R. Einarsson og
tríó hans leika fyrir gesti Café
Romance í minningu Guð-
mundar Ingólfssonar.
• Boltarnir eru hljómsveit
sem hefur Rolling Stones að
fyrirmynd og eru Jack Dani-
els-neytendur. Þeir trylla allt
og alla á Gauk á Stöng í
kvöld. Helgi Björns fílar sig
sem Mick Jagger og tung-
unni verður flaggað í heila
stöng.
flækja Grafarvogssálirnar á
Feita dvergnum.
• Karaoke kvennafótbolta-
liðanna verður haldið á
Tveimur vinum í kvöld. (fyrra
sigraði stúlkan sem söng tvö
lög í síðustu júróvisjón-
keppni. Þær vekja alltént at-
hygli stúlkurnar.
• Björgvin Halldórsson og
Söngvaspéið fyrir alla á Hót-
el Sögu. Þau Halli, Laddi,
Hjálmar og Lolla standa sig
vel að vanda.
• Geirmundur Valtýsson
verður (syngjandi sveiflu á
Hótel (slandi með öllum sín-
um mönnum og konum.
• Tveir logar verða sem
einn á Rauða Ijóninu.
• Hermann Ingi áfram á
Fógetanum.
SUNNUPAGUR
21 . MARS
• James blues band leikur
blús af bestu gerð fyrir
Hressó-gesti. Magnús Jó-
hannesson, Arnold Ludvig,
Björn Thoroddsen og James
Olsen mynda þessa alþjóð-
legu sveit.
• Sigtryggur dyravörður er
hljómsveit sem fáir vita ein-
hver deili á. Hún verður á
Tveimur vinum.
• Haraldur Reynisson hefur
haft yfirdrifið nóg að gera um
helgina. Hann hóf helgina á
Fógetanum, var í miðið á
Feita dvergnum og er aftur
kominn á Fógetann.
• Karl Möller og Linda Wal-
ker á Óperudjasshátíðinni á
Café Romance.
• Orgill hefur bæði hneyksl-
að og hrifið. Hún heldur því
vonandi áfram svo lengi sem
hún lifir.
Sveitaböll
FOSTUPAGUR
1 9. MARS
• Hlégaður, Mosfellsbæ
hefur helgina með hinum
glaðbeittu og eggjandi Bog-
omil Font og Milljónamær-
ingunum á sólarballi vegna
tilvonandi vorkomu. Allir
mæti í stuttbuxum, hawaii-
skyrtum og bíkiníi. Stræt-
óferðir verða frá Lækjartorgi
kl. 11.00 og 12.00 og síðan til
baka eftir ball. Stoppað á
bensínstöðvunum við
Kringlu og Ártúnshöfða.
• Sjallinn, ísafirði fær Rúnar
Þór og hljómsveit til að
gamna sér og öðrum.
• Hótel Selfoss hefur með
sér (rann Paul Malone.
• Þotan, Keflavík: Strákar:
Nektardansmær!
LAUGARPAGU R
20. MARS
• Hlégarð-
ur, Mosfells-
bæ:Núer að-
alkvöldið
með Bogomil
Font og Millj-
ónamæring-
unum, því Sjónvarpið verður
á svæðinu. Ekki er þó verra
að mæta bæði kvöldin í bík-
inií eða stuttbuxum. Sömu
strætóferðir og á föstudag-
inn.
• Sjallinn, ísafirði: Rúnar
Þór og hljómsveit radda fyrir
Vestfirðinga.
• Sjallinn, Akureyri verður
með dansleik fyrir alla með
hljómsveitinni Bergmáli.
• Hótel Akranes: Orri Harð-
ar og Valgerður halda uppi
fjöri á pöbbakvöldi á Skagan-
um.
• Hótel Selfoss: (rinn Paul
Malone spilar fyrir matargesti
og svo tekur hljómsveit Ingu
Eydal við.
• Þotan, Keflavík með
hljómsveitina Karnival á Arg-
entínukvöldi.
Gömlufélagarnir
Magnús Eiríksson og Pálmi
unnarsson stóðu sig afar vel
er þeir léku og sungu saman
farhráan blús á Óperudjass-
hátíðinni síðastliðið sunnu-
dags- og mánudagskvöld. Það
er mál manna að þeir félagar
hafi þarna haldið einhverja
skemmtilegustu tónleikana til
þessa.
• Nýdönsk er llkleg til að ná
upp sömu stemmningu og
Sálin hans Jóns míns í Firðin-
um. Allir af Stór-Hafnarfjarð-
arsvæðinu hvattirtil að sletta
úrklaufunum.
• Haraldur Reynisson
trúbador heldur áfram að
MIKIÐ E
Enn eru sjö kvöld eftir af Óperudjasshátíðinni sem nú
stendur yfir á Café Óperu og Café Romance í minningu
Guðmundar Ingólfssonar, eins besta djasspíanista
sem ísland hefur alið. Þegar hafa fjölmargir
listamenn komið ffarn og afar margir einnig
hlýtt á. f kvöld kemur ffam Tómas R. Ein-
arsson, en svo spilar Karl Möller ásamt
Lindu Walker á sunnudags-
þriðjudagkvöld. Mánudaginn
mars spilar tríó Hilmars Jensson
ar en nýr kvartett Stefáns S
Stefánssonar leikur á mið-
vikudags- og fimmtudags-
kvöld.
Lokakvöld Óperudjassins er
sunnudagskvöldið 28. mars og verð
ur þá svokallaður Gala-djass. Þá munu
allir þeir sem lögðu sitt af mörkum á
hátíðinni koma fram, ásamt ýmsum
öðrum sólistum og söngvurum.
Sambýlingarnir Eyþór
Arnalds og Móeiður
Júníusdóttir eru meðal
þeirra sem lagt hafa
hönd á plóginn við gerð
myndarinnar Stuttur
Frakki, sem frumsýnd
verður 1. apríl næstkom-
andi. Eyþór samdi alla
tónlist í myndinni og
Móeiður syngur titillag-
ið, auk þess sem báðum
bregður fyrir í myndinni;
henni í móttökunni á
Hótel Borg og honum á
tónleikum með hljóm-
sveitinni Todmobile.
Eyþór hefur samið
tónlist bæði fyrir sjón-
Eyþór Arnalds samdi tón-
listina í myndinni og Mó-
eiður Júníusdóttir syngur
titillagið, „Komdu til
mín".
varp og leikhús en fæst
nú í fýrsta sinn við kvik-
myndina og er að eigin
sögn ánægður með út-
komuna. Auk þess út-
setti hann titillag mynd-
arinnar „Komdu tíl mín“
sem sungið er af Móeiði,
en það á sér nokkuð
langa sögu. „Shady Ow-
ens og Hljómar sungu
þetta lag á sínum tíma
við texta Þorsteins Egg-
ertssonar og héldu flestir
að lagið, „An þín“, væri
þeirra. Sannleikurinn er
sá að lagið er eftir Hol-
land og Dozier og Diana
Ross og The Supremes
sungu það fyrst um
miðjan sjöunda ára-
tuginn. Ég leitaði rót-
anna og færði
nútímalegri
með upprunalegu útgáf
una til Úiðsjónar.“
Eyþór og
hafa verið að semja að
undanförnu og búin að
setja saman tíu lög, sem
þau ætla þó að halda fýr-
ir sig til að byrja með.
„Við höfum fyrst og
fremst verið að semja
fyrir guð og okkur sjálf
og ætlum að leyfa lögun-
um að þroskast á næstu
vikum. Þá er aldrei að
vita hvað verður af
þeim.“
Sjó um fónlisHna
í Mm Frahhð