Pressan


Pressan - 16.06.1994, Qupperneq 40

Pressan - 16.06.1994, Qupperneq 40
i í I i I í Aþriðjudaginn gerð- ist það sem margir töldu óumflýjan- legt: Páll Kr. Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vífilfells, lét af störfum eftir langvarandi - samstarfsörðugleika við Pétur Bjömsson, aðaleig- anda og stjórnarformann fyrirtækisins. Páll Kr. kom inn í fyrirtækið þegar Pétur rak Símon Gunnarsson eftir stutta veru og fleiri fengu að fjúka í kjölfarið. Frá þeim tíma hefur sam- starf þeirra verið afar stirt og Pétur ógilt hverja ákvörðunina á fætur ann- arri sem Páll hafði tekið auk þess sem Pétur hældi ffamkvæmdastjóra sínum ekki beinlínis í samtölum. Á ýmsu hefiir gengið þar innan dyra, en starfslok Páls voru óvenjuharkaleg, en heyrst hefur að honum hafi ekki verið hleypt inn á skrifstofu sína til að taka saman pjönkur sínar öðru- vísi en í fýlgd fulltrúa fýrir- tækisins. Þó virðist hafa orðið að samkomulagi að ræða málið ekki opinber- lega og þegar PRESSAN hringdi í Vífilfell í gær, miðvikudag, sagði ritari að Páll væri ekki við, en væri hins vegar væntanlegur... Reykjavíkurlistinn er nú í óða önn að skipta með sér her- fanginu og skipa í ráð og nefndir. Á dögunum stóð varaborgarfulltrúinn Helgi Hjörvar upp og gerði að tillögu sinni að guðffæði- neminn og Reykjavíkurl- istamaðurinn Davíð Þór Jónsson yrði gerður að fulltrúa borgarinnar í Kjal- arnesprestakalli. Viðtök- urnar vom misjafnar, en eins og menn þekkja er Davíð Þór annar Radíus- bræðra og önnur Górilla Aðalstöðvarinnar... VIÐ HLUSTUM ALLAN SÓLAR- HRINGINN 643090 4.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.