Morgunblaðið - 23.04.2004, Síða 4

Morgunblaðið - 23.04.2004, Síða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ w w w .jp v.is T V Ö M E I S T A R A V E R K Í K I L J U kr. 1.790 kr. 1.790 STEFNT er að því að lyfta fjölveiði- skipinu Guðrúnu Gísladóttur upp af hafsbotni við Lófóten í Norður-Nor- egi á næstu dögum. Forsvarsmenn norsku strandgæslunnar og björg- unarfélagsins Seløy funduðu á þriðjudag með yfirvöldum í sveitar- félögum sem næst eru strandstaðn- um og gerðu grein fyrir framgangi björgunar Guðrúnar. Fyrirtækið Seløy, sem sér nú um björgun skips- ins fyrir hönd norskra stjórnvalda, vonar að skipið verði komið að bryggju 15. maí nk. þar sem þúsund- um lítra af olíu verður dælt úr því. Á vef norska dagblaðsins Avisa Nordland á miðvikudag var sagt frá því að undirbúningur björgunarinn- ar væri nú í fullum gangi og að 12 kafarar væru m.a. að störfum við flakið. Gott veður var á strandstaðn- um í gær og segir á vefnum að hald- ist veðrið gott verði hægt að lyfta skipinu fljótlega, en hingað til hefur slæmt veður hamlað björgunarað- gerðum. Í fréttinni er haft eftir Ottar Longva hjá norsku strandgæslunni að fengist hafi staðfest frá íslenska fyrirtækinu Festi að það muni taka ábyrgð á flakinu eftir að því hefur verið komið upp af hafsbotni. Ekki náðist í forsvarsmenn Festar í gær til að staðfesta fréttina. Verður híft upp í þremur áföngum Haft er eftir Hans Marius Mast- ermo, framkvæmdastjóra björgun- arfyrirtækisins Seløy, á fréttavef dagblaðsins Lofotposten, að hann sé viss um að félagið nái Guðrúnu upp. Ætlunin sé að hífa það upp að yf- irborðinu í þremur áföngum, 10–12 metra í hverjum. Milli hífingarlota verði skipinu mjakað í kafi upp að landi við Tarholmen en þangað eru rúmar tvær sjómílur frá þeim stað sem skipið liggur á hafsbotni nú. Reiknað er með að Guðrún Gísla- dóttir verði komin á flot við Tar- holmen við Lófót og hafist verði handa við að tæma það 15. maí. Í skipinu séu 340.000 lítrar af dísilolíu, 2.000 lítrar af þungri hráolíu, fleiri þúsund lítrar af smurolíu og 1.500 tonn af síld í lestum. Enginn leki mun hafa verið frá skipinu til þessa, að sögn Lofotposten. Guðrún strandaði 18. júní árið 2002 og sökk daginn eftir fyrir utan bæinn Ballstad í Lófót. Íslenskir aðilar gerðu ítrekaðar tilraunir til að ná skipinu upp og bjarga því en sl. haust tóku norsk stjórnvöld björg- unina yfir. Björgun Guðrúnar Gísladóttur komin á skrið aftur Skipið á að verða kom- ið að bryggju 15. maí Ljósmynd/Willy Hauge/Fiskaren Guðrún Gísladóttir á strandstað fyrir utan Ballstad í Lófót. BJÖRN Bjarnason dómsmála- ráðherra segist ekki hafa hug- leitt þá lausn sérstaklega, sem Sigfús Jónsson, framkvæmda- stjóri Nýsis, setti fram í Morg- unblaðsviðtali í gær, að Land- helgisgæslan ætti að bjóða út varðskip í einkaframkvæmd, en ráðherra finnst hún ekki fjarlæg- ari en margt annað. Matsatriði í hverju einstöku tilviki „Ég hef verið hlynntur sam- starfi hins opinbera og einkaaðila á öllum sviðum og tel ekki nauð- synlegt, að ríkið eigi öll tæki sem það notar frekar en allt húsnæði undir opinbera starfsemi. Þetta er matsatriði í hverju einstöku tilviki miðað við þá kosti, sem í boði eru. Ég hef ekki hugsað þessa lausn sérstaklega varðandi varðskip en finnst hún ekki fjar- lægari en margt annað, sem menn velta fyrir sér,“ segir Björn. Hann segir hins vegar að til að taka afstöðu til málsins, þurfi hann að vita meira en hann geri á þessari stundu eftir eitt viðtal í Morgunblaðinu. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra Ekki nauðsynlegt að ríkið eigi öll tæki sem það notar SKIPVERJAR á varðskipinu Ægi náðu að bjarga þessari branduglu þar sem þeir voru í vondu veðri um 50 sjómílur út af Hornafirði. Uglan hafði sest á skipið og var mjög dregið af henni en þegar skipverj- arnir reyndu að ná henni flaug hún aftur af stað. Mikið hvassviðri var á þessum slóðum og sáu skipverjar að lítið miðaði hjá uglunni. Brugðu þeir þá á það ráð að sigla skipinu undir fuglinn svo hann gæti lent aftur. Þá náðist að fanga hana og gefa henni kjötmeti sem hún kunni vel að meta. Óskar Sigurðsson vitavörður í Stórhöfða merkti fuglinn sem síð- ar var sleppt frá skipi og tók gott útsýnisflug yfir Heimaey áður en hún hvarf aftur á haf út. Morgunblaðið/Sigurgeir Skipverji á Ægi með ugluna góðu. Branduglu bjargað Vestmannaeyjar. Morgunblaðið. OPINBER nefnd um mótun stefnu við nýtingu auðlinda hafsins í Bandaríkjunum hefur lagt til leiðir við veiðistjórnun sem byggjast á þeim aðferðum sem beitt hefur ver- ið hérlendis um árabil. Það er út- hlutun varanlegra fiskveiðiheimilda og áherzla á vísindalegt mat á veiði- þoli fiskistofna og líta fremur á vist- kerfið í sjónum í heild, heldur en einstaka fiskistofna og að nýtingin verði sjálfbær. Nú þegar er ein- staka veiðum stjórnað með fram- seljanlegri aflahlutdeild til fiski- skipa. Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir þessar tillögur að miklu leyti sambærilegar við ís- lenzku leiðina og ljóst að lagt sé til að úthlutað verði varanlegum veiði- heimildum eins og hér við land með áherzlu á það að um rétt til veiða sé að ræða en ekki eignarrétt á fiski- stofnunum í hafinu. Vandi á ferðum í höfunum við Bandaríkin Árni kom á sínum tíma á fund nefndarinnar, sem er undir forystu James D. Watkins aðmíráls, en í nefndinni á einnig sæti Andrew Rosenberg, sem meðal annars hefur unnið með íslenzka sjávarútvegs- ráðuneytinu og Hafrannsóknastofn- un á undanförnum misserum. Watkins segir að það sé vandi á ferðum í höfunum við Bandaríkin og við strendur þess, en nú gefist þjóð- inni tækifæri til að koma fram með jákvæðar breytingar áður en það verði um seinan. Helztu niðurstöður nefndarinnar eru á þá leið að stofna þurfi sérstakt þjóðarráð um höfin undir forseta- embættinu og að styrkja þurfi þá þætti stjórnkerfisins sem snúi að því að stjórna nýtingu auðlinda hafsins. Svæðisbundin stjórnun Það þurfi að byggja upp svæð- isbundna fiskveiðistjórnun, það þurfi að tvöfalda framlög til haf- rannsókna, það þurfi að bæta og byggja upp eftirlitskerfið og það þurfi að setja markmið um að draga úr mengun. Þá segir að endurskoða þurfi fisk- veiðistjórnunina með því að skilja að mat vísindamanna á veiðiþoli og úthlutun veiðiheimilda, endurbæta svæðisbundna fiskveiðistjórnun og nýta betur þá leið sem felist í útgáfu varanlegra veiðiheimilda. Bandarísk nefnd leggur til úthlutun varanlegra heimilda Eru að fara sambærilega leið og við segir sjávarútvegsráðherra ÚTHAFSKARFAVERTÍÐIN á Reykjaneshrygg fer illa af stað og er engin veiði hjá íslensku skipunum sem eru á miðunum. „Við höfum ekki fundið neinn karfa. Þetta er bara eitt stórt núll með gati,“ sagði Guðmundur Jóns- son, skipstjóri á Vilhelm Þorsteins- syni EA, fjölveiðiskipi Samherja, í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Sömu sögu var að segja af hinum skipum. „Við erum búnir að vera hérna í fimm daga og það hefur ekkert veiðst,“ segir Guðmundur. Sjö íslensk skip voru í gær á mið- unum á Hryggnum og að sögn Guð- mundar eru um 40 erlend skip að veiðum rétt fyrir utan 200 mílna landhelgislínuna og hafa þau haldið sig fyrir utan, að sögn hans. Mokveiði á sama tíma fyrir ári „Þetta er dapurt eins og er en maður verður bara að vona að það rætist eitthvað úr þessu. Við byrj- uðum betur í fyrra en þá var mok- veiði á þessum tíma. Við munum reyna að leita áfram,“ sagði Guð- mundur. Úthafskarfakvótinn á Reykjanes- hrygg er á þessu ári um 120 þúsund tonn. Engin karfaveiði á Reykjaneshrygg Bara eitt stórt núll HRÆ af hnísu, sem rekið hafði upp í fjöruna í Viðey varð á vegi Ragnars Sigurjónssonar, ráðsmanns í Viðey, í gær þegar hann var á eftirlitsferð að skoða hvernig göngustígarnir kæmu undan vetri. „Hræið liggur undir Norðurklöppunum, langt uppi í fjör- unni, ekki langt frá göngustígunum. Það sést þó ekki frá stígunum, held- ur verður að fara fram á brúnina og vita hvert á að horfa,“ segir Ragnar. „Það hefur legið þarna nokkuð lengi og er farið að lykta allnokkuð, en fuglinn hefur talsvert sótt í það,“ sagði Ragnar. Hnísan er rétt rúmir tveir metrar að lengd og segist Ragnar ekki áforma að biðja um að hræið verði fjarlægt. „Það væri mik- ið mál að ná í hræið, það er vond að- koma af sjó og erfitt að fjarlægja það,“ segir Ragnar. Hnísan í fjörugrjótinu í Viðey. Hnísu rekur í Viðey ÖKUMAÐUR bifhjóls var fluttur með sjúkrabíl á slysa- deild eftir árekstur við jeppa á Tunguvegi við Bústaðakirkju um klukkan hálf fimm í gær- dag. Bifhjólamaðurinn, sem er á þrítugsaldri, klemmdist undir bílnum við áreksturinn. Sam- kvæmt upplýsingum læknis var maðurinn meðvitundarlaus þegar komið var með hann á slysadeild en engir alvarlegir áverkar fundust. Var hann síð- an fluttur á gjörgæsludeild til frekari rannsóknar og eftirlits. Bifhjóla- maður á slysadeild

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.