Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Viljið þið bara að ég láti skjóta ykkur, naglarnir ykkar? Námsleiðir þroskahamlaðra Þrýstingur frá aðstandendum Ráðstefna sem fjallarum hvað tekur viðhjá fólki með þroskahömlun eftir að framhaldsskóla lýkur verður haldin í Menning- armiðstöðinni Gerðubergi á morgun, laugardaginn 24. apríl 2004, frá kl. 9.30 til kl. 14.00. Morgunblaðið ræddi við Atla Lýðsson, framkvæmdastjóra Fjöl- menntar, í tilefni þessa. Hver er yfirskrift ráð- stefnunnar og hvað felst í henni? „Fjölmennt á höfuð- borgarsvæðinu og FFA, fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur, standa saman að ráðstefnunni á morgun. Ráðstefnan ber heitið „Framhaldsskólinn hvað svo?“ og er ráðstefna um og kynning á því hvað fólki með þroskahömlun stendur til boða varðandi nám og störf þegar framhaldsskólagöngu lýkur. Við nálgumst viðfangsefn- ið á fjölbreyttan hátt, svo sem með framsöguerindum, kynning- um í hléum og sýningu stutt- myndar.“ Hvert er tilefni ráðstefnunnar? „Tilefnið er margvíslegt, þó má segja að aðstandendur þess unga fólks sem hefur verið að útskrif- ast úr starfsdeildum framhalds- skólanna undanfarin tvö ár séu kveikjan að þessari umræðu. Við hjá Fjölmennt á höfuðborgar- svæðinu höfum fundið mikinn þrýsting frá aðstandendum um að bjóða upp á samfellt, heild- stætt framhaldsnám að lokinni framhaldsskólagöngu nemenda með þroskahömlun. Fjölmennt býður hinsvegar ekki upp á slíkt heldur einungis námskeið sem gert er ráð fyrir að fólk geti sótt einu sinni, tvisvar eða þrisvar í viku. Stjórn Fjölmenntar tekur þessar óskir aðstandenda alvar- lega og hefur verið að leita leiða til að vekja athygli á óskum þessa hóps í víðara samhengi. Ég vil einnig nefna að Fjöl- mennt er í samstarfi við Svæð- isskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi, Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík og Styrktarfélag vangefinna um gerð rannsóknar á högum þessa hóps og væntingum þeirra, ósk- um og þörfum varðandi atvinnu og nám á fullorðinsárum. Vonast er til að niðurstöður úr þessari rannsókn liggi fyrir nú í haust. Ætlunin er síðan að nýta af- rakstur ráðstefnunnar ásamt nið- urstöðum rannsóknarinnar til framþróunar í atvinnu- og skóla- málum ungs fólks með þroska- hömlun.“ Hverjar verða helstu áherslur þessarar ráðstefnu? „Áherslur eru margvíslegar, þær helstu eru að fá fram sjón- arhorn nemenda sjálfra sem eru að útskrifast, kynnast stefnu stjórnvalda varðandi þessi mál- efni og kynna það sem útskrift- arnemendum stendur til boða að námi loknu. Mjög mikilvægt er að ná saman þeim sem móta og framfylgja stefnu stjórnvalda í þessum málum, því unga fólki sem hér um ræðir og aðstandendum þeirra. Þannig er hægt að meta og bera saman væntingar, óskir og viðhorf við það sem raunverulega stendur til boða og byrja að byggja þær brýr sem þarf.“ Segðu okkur eitthvað frá dag- skrá ráðstefnunnar. „Bjarni Kristjánsson, stjórnar- formaður Fjölmenntar, setur ráðstefnuna. Dagskráin er mjög fjölbreytt, útskriftarnemendur tveggja framhaldsskóla, Borgar- holtsskóla og Fjölbrautaskólans í Breiðholti ætla að fjalla um hvernig þeir sjá fyrir sér framtíð- ina. Ásmundur R. Richardsson, pabbi ungs manns sem er að út- skrifast í vor, kemur með sitt sjónarhorn. Jón Torfi Jónasson ætlar að fjalla um stefnu stjórn- valda varðandi nám að loknum framhaldsskóla og fleira því tengt. Gunnar K. Guðmundsson ætlar að fjalla um Endurhæf- ingarátak Tryggingastofnunar ríkisins. Stuttmyndin Skóli fyrir alla, sem nemendur Borgarholts- skóla gerðu, verður sýnd. Ég vil taka fram að Svæðis- skrifstofa um málefni fatlaðra í Reykjavík, Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Reykjanesi, Styrktarfélag vangefinna og Fjölmennt á höfuðborgarsvæðinu verða með kynningar á starfsemi sinni á ráðstefnunni. Auk þess verða fulltrúar frá þessum aðilum til skrafs og ráðgerða í kaffi- og matarhléi. Halldór Gunnarsson, formaður Þroskahjálpar, slítur síðan ráðstefnunni.“ Hverjir eiga erindi á ráðstefn- una? „Allir sem hafa áhuga á mál- efninu. Sérstaklega velkomnir eru núverandi og útskrifaðir nemendur starfsbrauta fram- haldsskólanna og aðstandendur þeirra ásamt auðvitað öllu ungu fólki sem er að velta framtíðinni fyrir sér.“ Er þetta opin ráð- stefna eða lokuð? „Ráðstefnan er öll- um opin og vil ég hvetja alla þá sem áhuga hafa á málefninu að láta sig ekki vanta. Mig langar að fá að nota tæki- færið hér í lokin og þakka Frið- riki Sigurðssyni framkvæmda- stjóra Þroskahjálpar fyrir samstarfið við undirbúning þess- arar ráðstefnu. Einnig langar mig að fá að þakka öllum þeim sem eru með erindi eða önnur innlegg á morgun fyrir þeirra framlag.“ Atli Lýðsson  Atli Lýðsson er fæddur í Reykjavík 19.7. 1966. Útskrif- aðist úr KHÍ með B.ed-gráðu 1992. Var áður m.a. kennari í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum, fræðslustjóri Tæknivals, starfsmanna- og fræðslustjóri Ax hugbúnaðarhúss, núna fram- kvæmdastjóri Fjölmenntar. Maki er Katrín Friðriksdóttir, kennari við Snælandsskóla í Kópavogi, og eiga þau tvö börn, Almar Stein Atlason 11 ára og Salbjörgu Ósk Atladóttur 8 ára. Meta og bera saman vænt- ingar, óskir og viðhorf ELLEFU hafa sótt um embætti sóknarprests í Grafarholtspresta- kalli í Reykjavík en það er nýstofnað prestakall í Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra. Umsækjendurnir eru: Séra Elín- borg Gísladóttir, séra Hannes Björnsson, séra Helga Helena Stur- laugsdóttir, séra Jón Ragnarsson, séra Jóna Hrönn Bolladóttir, séra Kjartan Jónsson, séra Óskar Ingi Ingason, séra Sigríður Guðmars- dóttir, séra Skúli Sigurður Ólafsson, séra Yrsa Þórðardóttir og Vigfús B. Albertsson guðfræðingur. Embættið er veitt frá 1. júlí 2004. Vígslubiskup Skálholtsumdæmis boðar valnefnd prestakallsins saman en í henni sitja fimm fulltrúar úr prestakallinu, auk vígslubiskups. Kirkjumálaráðherra skipar í emb- ættið til fimm ára samkvæmt niður- stöðu valnefndar, sé hún einróma. Ellefu sækja um prestsembætti í Grafarholti ♦♦♦ Í ÁRSLOK 2003 voru 267 leikskólar starfandi á landinu og hafði þeim fjölgað um fimm frá árinu áður. Leikskólabörnum fjölgaði á sama tímabili um 400, eða 2,5% en starfs- mönnum um 5,9%. Rúmlega 6% leik- skólabarna hafa annað móðurmál en íslensku. 6,5% allra leikskólabarna njóta sérstaks stuðnings í leikskól- anum. 72% allra leikskólabarna eru í skólanum í 7 stundir eða lengur dag- lega. Þetta kemur fram í nýrri sam- antekt Hagstofu Íslands á högum leikskólabarna. Tæplega 9 af hverjum 10 leikskól- um (237) eru reknir af sveitarfélög- unum, tveir leikskólar eru reknir af sjúkrahúsum og 28 af einkaaðilum. Fjöldi leikskóla sem reknir eru af sveitarfélögum stóð í stað milli ára. Á síðastliðnu ári sameinuðust nokkr- ir minni leikskólar sveitarfélaga og jafnmargir nýir voru opnaðir. Einka- reknum leikskólum fjölgaði um fimm. Alls höfðu 23 leikskólar opið allt árið en það er fækkun úr 57 árið 2002 og 87 árið 2000. Í desember á síðasta ári sóttu um 16.700 börn leikskóla og hefur þeim fjölgað um rúmlega 400 frá desem- ber 2002, sem er 2,5% fjölgun. Eins árs börnum fjölgaði um tæp 27% og hafði fjölgað um 31% milli áranna 2001 og 2002. Í desember 2003 sóttu 24% eins árs barna leikskóla. Fjöldi 3-5 ára barna breytist lítið hlutfalls- lega, enda er skólasókn í leikskóla 93–95% í þessum aldurshópum. Viðvera barnanna heldur áfram að lengjast og voru 72% allra leikskóla- barna í leikskólanum í 7 stundir eða lengur daglega. Fjölgunin er mest í 9 tíma vistun og eru nú 32% allra leik- skólabarna í vistun í 9 tíma eða leng- ur á hverjum degi. Í desember 2003 naut 1.081 barn sérstaks stuðnings vegna fötlunar, félagslegra eða tilfinningalegra erf- iðleika. Þetta eru 6,5% allra leik- skólabarna. Alls njóta 8,3% drengja sérstaks stuðnings og 4,6% stúlkna. Rúmlega 1.000 leikskólabörn (6,1%) hafa annað móðurmál en íslensku og hefur þeim fjölgað um 130 frá árinu áður. Jafnmörg börn hafa nú ensku og pólsku að móðurmáli (122) en hingað til hafa enskumælandi börn verið flest. Sama þróun á sér stað í grunnskólum landsins. Tveir þriðju hlutar barna með erlent móðurmál búa á höfuðborgarsvæðinu. Tungu- mál, sem töluð eru af 10 eða fleiri börnum, eru 25 talsins. Starfsmönnum fjölgaði um 5,9% Í desember 2003 störfuðu 4.684 starfsmenn í 3.811 stöðugildum í 267 leikskólum á Íslandi. Starfsmönnum hefur fjölgað um 5,9% og stöðugild- um um 6,5% frá desember 2002. Fjölgunin er hlutfallslega mest með- al háskólamenntaðs starfsfólks. Leikskólakennarar eru 30% starfs- fólks Yngri börn og lengri viðvera á leikskólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.