Morgunblaðið - 23.04.2004, Síða 15

Morgunblaðið - 23.04.2004, Síða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 15 KVIÐDÓMUR í Kaliforníu hefur ákært bandaríska popp- tónlistarmanninn Michael Jackson fyr- ir að hafa beitt dreng kynferðis- legu ofbeldi í febrúar og mars í fyrra. Lögmenn Jacksons segja að hann muni lýsa sig sak- lausan þegar honum verður lesin ákæran 30. þessa mánað- ar. Ekki hefur verið ákveðið hvenær réttarhöldin hefjast. Í yfirlýsingu frá lögmönnum Jacksons segir: „Michael hlakkar til að koma fyrir rétt og vill færa milljónum aðdá- enda sinna um heim allan þakkir fyrir að hafa haldið áfram að styðja hann á þessum erfiða tíma.“ Jackson, sem er 45 ára, lýsti sig í janúar saklausan af sjö ákæruatriðum um ósæmilega framkomu gagnvart barni und- ir fjórtán ára aldri og tveimur ákæruatriðum um að hafa gefið barni áfengi. 271 féll í Fallujah TÖLUR sem birtar hafa verið um mannfall í borginni Fall- ujah í Írak fyrr í mánuðinum eru stórlega ýktar að sögn Khudayer Abbas, heilbrigðis- ráðherra landsins. Ráðherrann skýrði frá því í gær að 271 Íraki hefði týnt lífi í borginni frá því að hernámslið Banda- ríkjanna hóf umsátur um Fall- ujah 5. þessa mánaðar. Þessi tala ætti við um óbreytta borg- ara og vopnaða uppreisnar- menn. Áður hafði því verið haldið fram að meira en 600 hefðu fallið í Fallujah og hefðu flestir þeirra verið óbreyttir borgarar. Ráðherrann fullyrti að þrýst hefði verið á íraska lækna um að ýkja mannfallið „í pólitísku skyni“. Hann sagði 576 Íraka hafa fallið í bardögum í landinu það sem af væri þessum mánuði. Vilja fresta vegabréfum ÞEIR Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, og Tom Ridge, ráðherra heima- varna, hafa hvatt Bandaríkja- þing til að lengja frest þann sem 27 ríkjum, þ.á m. Íslandi, hefur verið gefinn til að taka upp nýja gerð vegabréfa sem ætlað er að auka öryggi. Þetta kom fram á fundi þeirra Powells og Ridge með þingmönnum á miðvikudag. Sögðu þeir yfirvöld í ríkjunum 27 vinna að því að uppfylla þau skilyrði um nýja gerð vega- bréfa sem ferðamenn þurfa að hafa meðferðis hyggist þeir komast inn í Bandaríkin. Vegabréfin verða véltæk og munu innihalda ýmsar per- sónugreinandi, líffræðilegar upplýsingar um handhafann. Reglur um nýju vegabréfin eiga að ganga í gildi 26. októ- ber en þeir Powell og Ridge lögðu til að fresturinn yrði lengdur um tvö ár þar eð sýnt væri að ekkert stærri ríkjanna sem undir þessi lög yrðu seld gæti tekið nýju vegabréfin upp fyrir 26. okt. STUTT Jackson ákærður Michael Jackson KRÓATÍA telst að mati fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins uppfylla sett skilyrði fyrir því að hefja viðræður um fulla aðild að sambandinu. Ivo Sanader, forsætis- ráðherra Króatíu, fagnar þessum áfanga á braut Króatíu til pólitísks stöðugleika og velmegunar. Sanader varaði hins vegar við því að enn væri mikið verk óunnið áður en leiðarenda yrði náð. En með þessari niðurstöðu framkvæmda- stjórnarinnar væri fyrsti mikilvægi áfanginn í höfn að því að koma Króatíu í ESB. Króatíustjórn lagði inn umsókn um inngöngu í Evrópusamband- ið í febrúar 2003, en nokkrar tafir hafa orðið á af- greiðslu umsókn- arinnar vegna kvartana – m.a. frá Bretum og Hollendingum – um að króatísk stjórnvöld sýni ekki nægj- anlegan samstarfsvilja við stríðs- glæpadómstólinn í Haag, þar sem réttað er yfir mönnum sem grun- aðir eru um að hafa gerzt sekir um stríðsglæpi í stríðunum í gömlu Júgóslavíu á fyrri hluta tíunda ára- tugarins. Hefur framselt átta manns Framkvæmdastjórnin telur hins vegar Króatíustjórn það til tekna Króatar uppfylla skilyrði fyrir aðild- arviðræðum við Evrópusambandið Zagreb, Brussel. AP, AFP. að nýlega sá hún til þess að átta Króatar, sem grunaðir eru um slíka glæpi, yrðu framseldir til Haag. Í úrskurði framkvæmdastjórnar- innar segir ennfremur, að í Króatíu sé við lýði virkt lýðræðiskerfi með stöðugum stofnunum sem tryggi réttarríki. Króatar gera sér vonir um að fá aðild árið 2007, á sama tíma og Rúmenar og Búlgarar sem staðið hafa í aðildarviðræðum síðan árið 2000. Ivo Sanader

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.