Morgunblaðið - 23.04.2004, Side 16
LANDIÐ
16 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Í dagsins önn
Náttúrulegt B-vítamín ásamt
magnesíum og C-vítamíni
í jurtabelgjum
www.islandia.is/~heilsuhorn
SENDUM Í PÓSTKRÖFU
Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889
fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum,
Fjarðarkaupum
Árnesaptóteki Selfossi og
Yggdrasil Kárastíg 1.
Hveragerði | Forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, og Dorritt
Mousaieff heimsóttu Garðyrkju-
skóla ríkisins á Reykjum, í tilefni
sumarkomunnar í gær. Að venju var
opið hús í skólanum og sérstök hátíð-
ardagskrá; kynning á námi við skól-
ann og endurmenntunarnámskeið-
um. Handverksfólk var við vinnu
sína, markaðstorg með grænmeti og
blómum, leiktæki og smádýragarður
fyrir börnin og ýmislegt fleira.
Forsetinn afhenti viðurkenningar
þeim fjölskyldum í Hveragerði, sem í
vetur hafa tekið þátt í námskeiðinu
Vistvernd í verki. Viðurkenningin er
moltutunna og viðurkenningarskjal.
Forsetinn sagði að nú hefðu 8% íbúa
í Hveragerði sótt slík námskeið. Ár-
angur vistverndar er áþreifanlegur,
rafmagnsnotkun þessara fjölskyldna
hefur minnkað um 27%, sorp hefur
minnkað um 34% og bensíneyðsla
um 10%.
Hann sagði þennan árangur vísa
landsmönnum veginn og hvatti alla
til að taka þátt í vistvernd í verki. Að
lokum vakti forsetinn athygli gesta á
því að þegar vetrardrunginn þjakaði
þá, þyrftu þeir ekki annað en koma í
heimsókn í Garðyrkjuskólann að
Reykjum, því það væri eini staðurinn
á landinu þar sem sumar ríkti árið
um kring.
Forsetahjónin heimsóttu garðyrkjuskólann á Reykjum
Vísa
lands-
mönnum
veginn í
vistvernd
Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir
Forsetinn og vistverndarfólkið í Hveragerði.
Borgarnes | Sumardagurinn fyrsti
var einstaklega sólríkur í Borg-
arnesi. Séra Þorbjörn Hlynur Árna-
son messaði í Borgarneskirkju í til-
efni dagsins og fermdur var einn
drengur; Skúli Guðmundsson. Að
þessu sinni var bryddað upp á
þeirri nýbreytni að barnakór
grunnskólans í Borgarnesi söng
með kirkjukórnum. Í barnakórnum
eru eingöngu stúlkur og eru þær á
aldrinum 6–12 ára. Stjórnandi er
Steinunn Árnadóttir.
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Barnakór
grunnskól-
ans söng
með kirkju-
kórnum
Holt | Þar sem nær enginn vet-
ur hefur komið eru tún farin
að grænka undir Eyjafjöllum í
vorblíðu undanfarinna daga,
tré að laufgast og fuglar farnir
að verpa. Sumardagurinn
fyrsti kom í þessari umgjörð
náttúrunnar, hlýr og fagur.
Að venju var fjölmenni í
sumarguðsþjónustu, nú að
Ásólfsskála, þar sem sókn-
arpresturinn sr. Halldór Gunn-
arsson þjónaði. Unglinga-
hljómsveit sveitarinnar, Utexit,
spilaði undir við söng, sem allir
viðstaddir tóku þátt í. Börn
barnaskólans að Seljalandi
fóru með bænir, lásu ritning-
arorð og fluttu stuttar hug-
vekjur og eitt barnanna spilaði
forspil á harmonikku. Að guðs-
þjónustu lokinni var farið í
barnaskólann að Seljalandi,
þar sem myndasýning nemenda
var og síðan farið í félagsheim-
ilið að Heimalandi, þar sem
yngstu nemendurnir léku leik-
ritið Pétur og úlfurinn, en þau
eldri léku Dýrin í Hálsaskógi
með eftirminnilegum hætti
með skólastjóra sínum, Þóreyju
Þórarinsdóttur. Síðan var
drukkið hátíðarkaffi með
hlöðnu veisluborði og endað
með tombólu, hvoru tveggja í
umsjá foreldrafélagsins.
Þannig fögnuðum við Eyfell-
ingar sumardeginum fyrsta
með börnunum okkar á fögrum
og hlýjum sólardegi.
Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson
Leikskólahópurinn söng með Báru Guðmundsdóttur leikskólastýru.
Hljómsveitin Utexit lék undir í guðsþjónustunni.
Sumri fagnað
á sólardegi