Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 16
LANDIÐ 16 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í dagsins önn Náttúrulegt B-vítamín ásamt magnesíum og C-vítamíni í jurtabelgjum www.islandia.is/~heilsuhorn SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Fjarðarkaupum Árnesaptóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1. Hveragerði | Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorritt Mousaieff heimsóttu Garðyrkju- skóla ríkisins á Reykjum, í tilefni sumarkomunnar í gær. Að venju var opið hús í skólanum og sérstök hátíð- ardagskrá; kynning á námi við skól- ann og endurmenntunarnámskeið- um. Handverksfólk var við vinnu sína, markaðstorg með grænmeti og blómum, leiktæki og smádýragarður fyrir börnin og ýmislegt fleira. Forsetinn afhenti viðurkenningar þeim fjölskyldum í Hveragerði, sem í vetur hafa tekið þátt í námskeiðinu Vistvernd í verki. Viðurkenningin er moltutunna og viðurkenningarskjal. Forsetinn sagði að nú hefðu 8% íbúa í Hveragerði sótt slík námskeið. Ár- angur vistverndar er áþreifanlegur, rafmagnsnotkun þessara fjölskyldna hefur minnkað um 27%, sorp hefur minnkað um 34% og bensíneyðsla um 10%. Hann sagði þennan árangur vísa landsmönnum veginn og hvatti alla til að taka þátt í vistvernd í verki. Að lokum vakti forsetinn athygli gesta á því að þegar vetrardrunginn þjakaði þá, þyrftu þeir ekki annað en koma í heimsókn í Garðyrkjuskólann að Reykjum, því það væri eini staðurinn á landinu þar sem sumar ríkti árið um kring. Forsetahjónin heimsóttu garðyrkjuskólann á Reykjum Vísa lands- mönnum veginn í vistvernd Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Forsetinn og vistverndarfólkið í Hveragerði. Borgarnes | Sumardagurinn fyrsti var einstaklega sólríkur í Borg- arnesi. Séra Þorbjörn Hlynur Árna- son messaði í Borgarneskirkju í til- efni dagsins og fermdur var einn drengur; Skúli Guðmundsson. Að þessu sinni var bryddað upp á þeirri nýbreytni að barnakór grunnskólans í Borgarnesi söng með kirkjukórnum. Í barnakórnum eru eingöngu stúlkur og eru þær á aldrinum 6–12 ára. Stjórnandi er Steinunn Árnadóttir. Morgunblaðið/Guðrún Vala Barnakór grunnskól- ans söng með kirkju- kórnum Holt | Þar sem nær enginn vet- ur hefur komið eru tún farin að grænka undir Eyjafjöllum í vorblíðu undanfarinna daga, tré að laufgast og fuglar farnir að verpa. Sumardagurinn fyrsti kom í þessari umgjörð náttúrunnar, hlýr og fagur. Að venju var fjölmenni í sumarguðsþjónustu, nú að Ásólfsskála, þar sem sókn- arpresturinn sr. Halldór Gunn- arsson þjónaði. Unglinga- hljómsveit sveitarinnar, Utexit, spilaði undir við söng, sem allir viðstaddir tóku þátt í. Börn barnaskólans að Seljalandi fóru með bænir, lásu ritning- arorð og fluttu stuttar hug- vekjur og eitt barnanna spilaði forspil á harmonikku. Að guðs- þjónustu lokinni var farið í barnaskólann að Seljalandi, þar sem myndasýning nemenda var og síðan farið í félagsheim- ilið að Heimalandi, þar sem yngstu nemendurnir léku leik- ritið Pétur og úlfurinn, en þau eldri léku Dýrin í Hálsaskógi með eftirminnilegum hætti með skólastjóra sínum, Þóreyju Þórarinsdóttur. Síðan var drukkið hátíðarkaffi með hlöðnu veisluborði og endað með tombólu, hvoru tveggja í umsjá foreldrafélagsins. Þannig fögnuðum við Eyfell- ingar sumardeginum fyrsta með börnunum okkar á fögrum og hlýjum sólardegi. Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Leikskólahópurinn söng með Báru Guðmundsdóttur leikskólastýru. Hljómsveitin Utexit lék undir í guðsþjónustunni. Sumri fagnað á sólardegi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.