Morgunblaðið - 23.04.2004, Page 20

Morgunblaðið - 23.04.2004, Page 20
LISTIR 20 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í tilefni Viku bókarinnar efna Morgunblaðið og Vaka-Helgafell til getraunaleiks. Frá þriðjudeginum 20. apríl til og með mánudeginum 26. apríl birtist ein tilvitnun á dag úr verkum Halldórs Laxness og spurt er úr hvaða verki viðkomandi til- vitnun er. Þátttakendur senda inn svörin sín í lok getraunarinnar. Frestur til að senda inn lausnir er til 30. apríl. Dregið verður úr öllum innsendum lausnum og munu 10 þátttakendur, sem svara öllu rétt, hljóta í verðlaun bókina Perlur í skáldskap Laxness. Þú getur kynnt þér Nóbelsverðlaunaskáldið Halldór Lax- ness og verk hans á mbl.is undir Fólkinu. Þar er að finna umfjöllun um skáldið, verk hans, umsagnir og margt fleira. Sendu svörin til okkar. Utanáskriftin er: Morgunblaðið Getraunaleikur - Halldór Laxness - Kringlan 1, 103 Reykjavík „Mér var kennt að trúa aldrei orði sem stendur í blöðum, og aungvu nema því sem stendur í íslendíngasögum ...“ GETRAUNALEIKUR - Halldór Laxness 4. tilvitnun: ÓPERUSTÚDÍÓ Listaháskóla Ís- lands og Íslensku óperunnar frum- sýnir gamanóperuna Sígaunabarón- inn eftir Johann Strauss yngri í Íslensku óperunni í kvöld kl. 20. Í stuttu máli greinir óperan frá Sánd- or Barinkay sem snýr til baka til Ungverjalands til að endurheimta eignir látins föður síns. Svínabónd- inn Zsupán stendur hins vegar í vegi fyrir því, þar sem hann hefur sjálfur sölsað undir sig hluta af eignunum. Barinkay verður ástfanginn af sígaunastúlkunni Saffi og þau láta gefa sig saman á sígaunavísu. En þegar Barinkay kemst að því að Saffi er tiginborin skráir hann sig í herinn þar sem hann telur sig ekki vera henni samboðinn. Við heimkomuna úr herþjónustu endurheimtir Bar- inkay að lokum eignir sínar og hlýtur barónstign vegna frækilegrar fram- göngu sinnar með hernum á Spáni. Saffi tekur manni sínum opnum örm- um þegar hann loks snýr heim. Aðspurð segir Mist Þorkelsdóttir, deildarstjóri tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, uppfærsluna á Sígaunabaróninum vera afrakstur samstarfssamnings sem gerður var milli Listaháskóla Íslands og Ís- lensku óperunnar síðasta haust. „Okkur þótti gagnlegt fyrir söng- og tónlistarnemendur að fá að kynnast því hvernig það er að vinna í atvinnu- umhverfi og veita nemendum þannig áþreifanlega reynslu af óperustarfi, því það þarf ekki aðeins að æfa verk- ið heldur þarf að huga að ljósum, búningum, sviðshreyfingum og svo ótal mörgu fleiru. Bjarni Daníelsson óperustjóri tók strax mjög vel í hug- myndina og ákveðið var að hrinda þessari tilraunastarfsemi í gang nú á vormánuðum.“ Mist segir vinnuna við uppsetn- inguna hafa verið mjög skemmtilega. „Hún hefur verið krefjandi og afar lærdómsrík fyrir alla sem hafa tekið þátt í þessu. Það sem kemur út úr þessu er mjög heilsteypt og skemmtileg sýning. Þetta er mjög fjölskylduvæn sýning, enda er þetta gamanóperetta og mikill talaður texti, en óperan er bæði leikin og sungin á íslensku. Ég er sannfærð um að sýningin höfði til allra aldurs- hópa og því er þetta kjörið tækifæri fyrir foreldra til að fara með börnin sín í óperuna til að kynna þeim hvernig er að fara í óperu,“ segir Mist og ítrekar að ókeypis sé á allar sýningarnar og allir séu velkomnir meðan húsrúm leyfi. Miðlum sögu í tali og tónum Meðal einsöngvara í óperunni eru Þórunn Elín Pétursdóttir og Jóhann- es Haukur Jóhannesson, en þau eru bæði nemendur við Listaháskóla Ís- lands, Þórunn Elín við tónlistardeild- ina og Jóhannes við leiklistardeild- ina. Þórunn Elín fer með hlutverk sígaunastúlkunnar Saffi og lýsir henni sem frjálslegri stúlku með mikinn húmor. „Hún er í raun and- stæða borgarstúlkunnar og lítur á sig sem sígaunastúlku þó síðar komi í ljós að hún er af aðalsfólki komin.“ Aðspurð segir Þórunn þetta vera í fyrsta sinn sem hún tekur þátt í óperu. „Ég hef tekið þátt í leiksýn- ingum, en þetta er fyrsta óperan sem ég tek þátt í. Vissulega er margt líkt í leikhúsvinnunni þar sem grundvall- arhugsunin er sú sama, en samt er líka margt sem er öðruvísi. Í óper- unni þarf auðvitað allt að stjórnast af tónlistinni og það heftir frelsið að sumu leyti leiklega séð, en svo er aft- ur á móti sumt sem er auðveldara tjáð með söng.“ Spurð hvaða gildi það hafi að kynnast óperustarfinu í þessu sam- starfi við Íslensku óperuna segir Þórunn það hafa verið ómetanlegt. „Það er frábært að fá að vera í alvöru óperuhúsi og njóta þeirrar leiðsagn- ar sem við höfum hér fengið. Allt starfsfólk hússins hefur verið boðið og búið að aðstoða okkur og sem dæmi má nefna að Kári Halldór Þórsson, leiklistarráðunautur Óper- unnar hefur t.d. verið óþreytandi við að koma á æfingar og hjálpa með ýmis leiktæknileg atriði,“ segir Þór- unn Elín. Jóhannes Haukur fer með hlut- verk Peters Homonay greifa og er þetta önnur óperan sem hann tekur þátt í því hann söng í kórnum þegar Sumaróperan setti upp Dídó og Eneas fyrir tveimur árum. Jóhannes kemur úr leiklistardeild Listaháskól- ans er því eini einsöngvarinn í óperu- uppfærslunni sem ekki er lengra kominn í söng. „Að mínu mati er óperan mjög áhugaverður vett- vangur fyrir leiklist, því þetta er jú allt sama batteríið.“ Inntur eftir því hver sé helsti munurinn á því að taka þátt í leiksýningu annars vegar og óperu hins vegar segir Jóhannes Haukur muninn eðlilega fyrst og fremst felast í söngnum. „Því þetta er afar tæknilegur söngur. Samt snýst þetta auðvitað hvoru tveggja um að miðla ákveðinni sögu, hvort sem er í tali eða tónum. Maður verð- ur auðvitað líka alltaf að passa sig á því að gleyma sér ekki í því að hugsa bara um sönginn, því það verður allt- af að gæta ákveðins jafnvægis milli leiksins og söngsins.“ Aðspurður segir Jóhannes þetta framtak Listaháskólans og Íslensku óperunnar afar lofsvert. „Það er náttúrlega frábært að fá tækifæri til að spreyta sig á hlutum sem maður fengi öllu jöfnu ekki að takast á við. Auk þess er mikilvægt að fá að kynn- ast og vinna með krökkum úr bæði öðrum skólum svo og öðrum deildum í eigin skóla. Þessi blöndun sem á hér stað í þessu verkefni er að mínum dómi afar jákvæð því við lærum mjög mikið hvert af öðru,“ segir Jóhannes Haukur. Með önnur einsöngshlutverk í óperunni fara Árni Gunnarsson, Er- lendur Elvarsson, Bragi Bergþórs- son, Ólafía Línberg Jensdóttir, Sól- veig Samúelsdóttir, Unnar Geir Unnarsson, Steinunn Soffía Skjen- stad, Bjarni Snæbjörnsson, Atli Þór Albertsson, Orri Huginn Ágústsson, Kjartan Sveinsson og Þórunn Arna Kristjánsdóttir, en þau eru nem- endur við ýmist Listaháskóla Ís- lands, Tónlistarskólann í Reykjavík, Nýja tónlistarskólann og Tónlistar- skóla Kópavogs. Að auki tekur þátt kammerkór óperustúdíósins sem skipaður er þrettán söngnemum. Hljómsveitin er skipuð tólf tónlist- arnemum og er Gunnsteinn Ólafsson hljómsveitarstjóri, en hann útsetti tónlistina í samvinnu við Roar Kvam. Elísabet Erlingsdóttir sá um stytta gerð óperunnar, en leikstjóri upp- færslunnar er Pétur Einarsson. Næstu sýningar eru í Íslensku óper- unni annað kvöld og sunnudagskvöld kl. 20 bæði kvöld. Krefjandi og lærdómsríkt fyrir alla Gamanóperan Sígaunabaróninn eftir Johann Strauss yngri verður frumsýnd í Íslensku óperunni í kvöld, en uppsetningin er afrakstur samstarfssamnings milli Listaháskóla Íslands og Íslensku óperunn- ar. Silja Björk Huldudóttir ræddi við að- standendur sýningarinnar. Morgunblaðið/Sverrir Czipru spákona (Steinunn Soffía Skjenstad), sígaunabaróninn sjálfur (Er- lendur Elvarsson) og sígaunastúlkan Saffi (Þórunn Elín Pétursdóttir). silja@mbl.is SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands flytur Draum á Jónsmessunótt eftir Felix Mendelssohn í kvöld kl. 19.30. Einnig er á dagskrá Verklärte nacht eftir Arnold Schönberg. Hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson. Fjöldi gesta leggur hljómsveitinni lið á tónleikunum. Valur Freyr Einarsson leikari, verður sögumaður en söngvarar eru þær Þóra Einarsdóttir og Hulda Björk Garðarsdóttir, báðar sópran, sem sjá má á æfingu hér að ofan. Auk þess mun stúlknakórinn Graduale Nobili koma fram undir stjórn Jóns Stefánssonar. Tónlistina samdi Mendelssohn árið 1843 í tilefni af uppfærslu Kon- unglega leikhússins í Berlín á þess- um vinsæla gamanleik eftir Shake- speare. Verkið er í 13 þáttum, best þekktur þeirra er sá níundi, Brúð- armarsinn svokallaði, sem gjarnan er leikinn undir við útgöngu ný- giftra hjóna. Valur Freyr mun lesa úr þýðingum Helga Hálfdanar- sonar og eru söngtextar sungnir á þýsku. Ef ekki bregzt mér ásýnd þín og klæði, þá ertu hrekkjalómur sá hinn skæði sem nefnist Hrói Heillakarl; þú lætur hvergi í friði ungar bóndadætur. (Úr Draumi á Jónsmessunótt eft- ir William Shakespeare, í þýðingu Helga Hálfdanarsonar.) Sinfónían fagnar sumri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.