Morgunblaðið - 23.04.2004, Side 25
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 25
Mazda3er vel búinn og kraftmikill bíll sem flú ver›ur a› sko›a.
Opi› frá kl. 12-16 laugardaga
Aukahlutir á mynd: álfelgur og vindskei› á afturhlera
B
ÍL
L
ÁR
SIN
S Í EVRÓPU
200
4
H
im
in
n
o
g
h
a
f
Mazda3 T 1,6 l kostar a›eins1.795.000 kr.
Bíll ársins í Danmörku, Finnlandi og Tékklandi.
Anna› sæti› í vali á bíl ársins í Evrópu ásamt V W Golf.
Máta›u
ver›launasæti›!
SAMKEPPNISHÆFNI sveitarfé-
laganna um skilyrði til búsetu og at-
vinnureksturs ræðst af því að veitt sé
góð þjónusta. Aukin
umsvif og skyldur í fé-
lags- og skólamálum,
umhverfis- og skipu-
lagsmálum krefjast
aukinna útgjalda. Mörg
sveitarfélaga berjast í
bökkum og safna skuld-
um.
Verkefni og tekju-
stofnar sveitarfélaga
eru ákveðnir með lög-
um frá Alþingi og
reglugerðum ráðuneyt-
anna, auk óbeinna
stjórnvaldsaðgerða
sem oft er þrengt inn bakdyramegin.
Sveitarstjórnarmenn heyra glam-
uryrði ríkisstjórnarinnar um góðan
hag ríkissjóðs og hástemmd loforð um
skattalækkanir. Samtímis sker ríkið
niður hlutdeild sína í rekstri sam-
félagsþjónustunnar. Spyr þá margur:
Er rétt gefið?
Tortryggni í garð ríkisins vex
Vaxandi tortryggni gætir hjá sveit-
arfélögunum í garð ríkisvaldsins hvað
varðar fjármálaleg samskipti. Álykt-
un Samtaka sveitarfélaga á Vest-
urlandi frá 10. okt. sl. er ein af mörg-
um sem þingmönnum og ráðherrum
berast þessa dagana:
„Full ástæða er til að hafa áhyggjur
af tekjuþróun sveitarfélaga und-
anfarin ár. Þau hafa á síðustu árum
verið að takast á við sífellt umfangs-
meiri og fjárfrekari lögbundin verk-
efni svo sem einsetningu grunnskól-
ans, yfirtöku félagsþjónustu og
auknar kröfur í umhverfismálum.
Þessi verkefni kalla á aukin útgjöld
sveitarfélaganna sem mörg hver eiga
erfitt um vik.
Aðalfundurinn bendir á
neikvæð áhrif af skattkerf-
isbreytingum sem lúta að
yfirfærslu einkareksturs í
einkahlutafélög. Gríðarleg
fjölgun einkahlutafélaga
undanfarin ár hefur skert
útsvarstekjur margra
sveitarfélaga mjög mikið.
Við slíkt geta sveit-
arfélögin ekki búið án þess
að til komi aðrir tekju-
stofnar sem bæta það
tekjutap sem orðið er“.
Gjöldum smeygt
inn bakdyramegin
Sveitarfélögin benda t.d á húsa-
leigubæturnar þar sem ríkið leggur
ákveðna upphæð inn í það púkk en
sveitarfélögin sitja ein uppi með
skyldurnar og aukningu útgjalda sem
hefur reynst mun meiri en ráð var
fyrir gert.
Kostnaðarhluti sveitarfélaganna
við eyðingu refa og minka eykst stöð-
ugt en þáttur ríkisins dregst saman
án þess að um það sé samið.
Ný reglugerð um búfjáreftirlit
leggur stórauknar kvaðir og útgöld á
sveitarfélögin, einkum á landsbyggð-
inni.
Einn sveitarstjóri greindi frá því að
Brunamálastofnun hefði áður komið
reglulega og tekið út slökkvibúnaðinn
endurgjaldslaust. Nú væri því hætt,
en sveitarfélaginu gert skylt að gera
þjónustusamning við fjarlægan aðila
um eftirlitið með tilheyrandi kostnaði.
Einkavæðing ríkisins á æ fleiri
þáttum almannaþjónustunnar reynist
sveitarfélögunum lúmskur kostnaðar-
auki.
Þá er regluverk Evrópusambands-
ins gleypt á færibandi gagnrýnislaust
og útgjöld sveitarfélaganna stór-
aukin.
Átak til eflingar sveitar-
stjórnarstigsins?
Nú stendur yfir sérstakt átak af hálfu
ríkisins um eflingu sveitarstjórn-
arstigsins. Ríða fasmiklar nefndir um
héruð og predika sameiningar,
stækkun sveitarfélaga og yfirfærslu á
nýjum verkefnum til þeirra. Ein þess-
ara nefnda er sk. tekjustofnanefnd.
Ágreiningur er um hlutverk hennar. Í
erindisbréfi frá 16. des. sl. er henni
einungis ætlað að gera tillögur um að-
lögun tekjustofna sveitarfélaga að
nýrri sveitarfélagaskipan og breyttri
verkaskiptingu, þegar og ef hún kem-
ur til framkvæmda. Samband ís-
lenskra sveitarfélaga hefur skrifað
formanni Átaksins bréf og þess óskað,
að staðið verði við sameiginlega yf-
irlýsingu Sambandsins og Félags-
málaráðuneytisins frá 19. ágúst um að
verkefni nefndarinnar sé einnig: „at-
hugun á núverandi tekjustofnum og
könnun á hvort þeir séu í samræmi
við lögskyld og venjubundin verkefni
sveitarfélaga“. Er ekki rétt að meta
stöðuna í dag áður en lengra er hald-
ið í flutningi nýrra verkefna?
Verið að blekkja sveitarfélögin?
Í umræðum á Alþingi 15. apríl sl. lét
fjármálaráðherra að því liggja að
tekjustofnar sveitarfélaganna væru
nú nægir og þau hefðu grætt á flutn-
ingi grunnskólans. Ályktanir frá fjöl-
mörgum sveitarfélögum segja allt
aðra sögu.
Í Morgunblaðinu 15. apríl sl. er
vitnað í formann Sambands íslenskra
sveitarfélaga þar sem hann telur að
sveitarfélögin tapi um milljarði króna
árlega í útsvarstekjum vegna gríð-
arlegrar fjölgunar einkahlutafélaga
sem borga sjálfum sér arð og fjár-
magnstekjuskatt til ríkisins. En
skatthlutfallið þar er mun lægra en
útsvarið sem sveitafélagið fékk áður:
„Það er ekki hægt að una því að
skattalegar breytingar sem ég tel að
eigi rétt á sér leiki fjárhag sveitarfé-
laganna grátt. Burtséð frá því hvort
ný verkefni verði flutt til sveitarfé-
laganna er það algjörlega ljóst í mín-
um huga að það verður að styrkja
tekjustofna sveitarfélaga. Það væri
hreint ábyrgðarleysi af hálfu löggjaf-
arvaldsins ef það yrði ekki gert með
einum eða öðrum hætti.“
Áætlun um stækkun sveitarfélaga
og flutning nýrra verkefna til þeirra
verður hreinn blekkingaleikur, ef
ekki verður fyrst tekið á stöðunni
eins og hún er í dag og þeim gert
kleift að ráða við verkefnin sem þau
nú bera. Jafnframt verður það að
vera ófrávíkjanleg regla að ný lög,
reglugerðir og stjórnvaldsákvarðanir
séu kostnaðarmetnar gagnvart sveit-
arfélögunum og þeim tryggðar
tekjur á móti áður en krafan um
framkvæmd þeirra verður virk.
Um fjármálaleg samskipti
ríkis og sveitarfélaga
Jón Bjarnason skrifar
um verkefni og tekjustofna
sveitarfélaga ’Er ekki rétt að metastöðuna í dag áður en
lengra er haldið í flutn-
ingi nýrra verkefna?‘
Jón Bjarnason
Höfundur er þingmaður Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs.
Laugavegi 63
(Vitastígsmegin)
sími 551 2040
Silkitré og silkiblóm
Ný lína í
gjafavörum