Morgunblaðið - 23.04.2004, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Fátt bendir til þess að eðlikarla sé orsök nauðganaheldur virðast menningog vald vera orsök þeirra.
Mannfræðileg samanburðarrann-
sókn á hefðbundnum samfélögum
hefur sýnt að yfirráð karla yfir kon-
um eru hvorki algild né alheimsleg
heldur menningarmótuð. Jafnræði
milli kynja einkennir þau samfélög
þar sem nauðganir eru sjaldgæfar
en það sem einkennir hin eru sterk
yfirráð karla.
Þetta er meðal niðurstaðna í
M.A.-ritgerð Guðrúnar M. Guð-
mundsdóttur mannfræðings sem
ber tilitilinn Af hverju nauðga karl-
ar? Þar segir einnig að menning
karla þar sem áhersla er lögð á árás-
argirni, styrk, harðneskju, yfirráð, á
mikilvægi þess að sigra, að vera
æðri, stjórna o.s.fr.v. séu nauðganir
einfaldlega sterkustu birting-
armyndir þessara hugmynda.
Nauðganir sem kynbundið
menningarfyrirbæri
Guðrún segist hafa gengið út frá
þeirri hugmyndafræði í ritgerðinni
að nauðgun sé eitt birtingarform
kynjamisréttis. „Ég skoðaði nauðg-
anir sem kynbundið menningarfyr-
irbæri og það er kynbundið af því að
það eru karlmenn sem nauðga og
menningarfyrirbæri þar sem segja
má að þær séu „félagsleg athöfn“.
Það er mjög mismunandi á milli
samfélaga hversu algengar nauðg-
anir eru. Spurningin sem ég reyndi
að svara var hvað það væri í menn-
ingunni sem veldur því að sumir
karlar við sum tækifæri langar til,
ákveða og gera það að veruleika að
nauðga konu.“
Guðrún minnir á
að við sem fé-
lagsverur gerum
okkur ekki grein fyr-
ir í hvers konar sam-
félagi við búum og af
hverju við hegðum
okkur á ákveðinn
hátt vegna þess að
við erum samdauna
menningu samfélags-
ins. „Marx sagði ein-
mitt að fiskurinn sem
syndir í sjónum sjái
ekki sjóinn sem hann
syndir í. Því rannsak-
aði ég hvað þetta er
sem við sjáum ekki
og þess vegna ákvað ég að nota
valdakenningar því þær snúast um
það að skoða á bak við það sem við
sjáum ekki. Það er auðvitað ákveðin
samsömun á milli þess sem við hugs-
um og þess sem er hlutbundið í sam-
félaginu, s.s. lög, stofnanir, trúar-
brögðin – allt það sem stýrir
menningu okkar og við getum lagt
hendur á svo að segja.“
Jafnrétti í orði en ekki á borði
Í niðurstöðum Guðrúnar kemur
fram að frelsisbarátta 19. aldar hafi
skilað konum mikilvægum rétt-
indum þótt staða þeirra hafi ekki
orðið jöfn á við karla. „Af þróun lag-
anna í tímans rás,“ segir Guðrún,
„má sjá að konan var áður álitin
eign karla en öðlaðist síðan aukið
einstaklingsfrelsi. Hugmyndin um
konuna sem eign virðist hafa um-
breyst með tímanum í skilgrein-
ingavald á því hvaða kona nýtur
refsiverndar og hvaða kona ekki.“
Í ritgerðinni skoðaði Guðrún sér-
staklega kar
ímyndina og
menningu ka
ræddi m.a. v
lenska karlm
greindi hver
mynd þeirra
frá hugmynd
karlmennsku
„Menning
samofin ofbe
fremja flest
amsárásir og
morð. Þeir b
á stríðum og
normalisera
lega innan íþ
hernaðar og
viðskipta. Hin karllægu y
greipt eru í tilveruna mó
ingu karla, sjálfsímynd o
þeirra, ýmist út frá því hv
hafa aðgang að valdi, fin
eigiað hafa það eða þá að
reiðir yfir að hafa það ek
Guðrún komst að þeirr
urstöðu að lykillinn að sv
spurningunni af hverju k
nauðga sé kynverund (e.
karlmanna og svo ofbeld
þeirra.
„Yfirráð eru greipt í k
karla og útskýra af hverj
á borð við drottnun og stj
þykja aðlaðandi og erótís
þeirra. Á sama hátt er un
greipt í kynverund kvenn
gerving kvenna er einmit
þess að yfirráð séu greipt
und karla og undirgefni í
kvenna.“
Guðrún segir að í svöru
rannsóknarspurningum h
fram að stúlkur/konur se
Guðrún M.
Guðmundsdóttir
Nauðganir sjaldgæfar
jafnræði ríkir á milli ky
Í dag verða karlar úr karlahópiFemínistafélags Íslands fyrirutan verslanir ÁTVR þar semþeir munu ræða við karla um
nauðganir og reyna að virkja krafta
þeirra í baráttunni gegn ofbeldi á
konum. Þetta er hluti af átakinu
Karlmenn segja NEI við nauðgunum
en með því vill Karlahópur Femín-
istafélags Íslands fá karla til að
staldra við og velta fyrir sér hvað þeir
geti gert til að koma í veg fyrir
nauðganir.
Hópurinn telur nauðsynlegt að
karlar sýni samábyrgð í verki og taki
afgerandi afstöðu gegn nauðgunum.
Sá sem nauðgar hefur
ekki verið í forgrunni
Arnar Gíslason úr Karlahópnum
segir hugmyndina að átakinu hafa
komið í framhaldi af átaki sem hóp-
urinn stóð fyrir um síðustu verslun-
armannahelgi, Nauðgar vinur þinn?
„Það hefur alltaf verið mikil áhersla á
manneskjuna sem er nauðgað. Við
vildum hins vegar fá fólk til þess að
velta fyrir sér manneskjunni sem
nauðgar því það má segja að hún sé
alltaf meira eða minna úr fókus ef
hún er yfirhöfuð tekin með. Þetta
átak gekk frekar vel og flestir strák-
ar voru mjög jákvæðir þótt sumir
hefðu ekki pælt mikið í þessu eða tal-
að mikið um það.
Eftir þetta átak gerðum við okkur
grein fyrir að við gætum ekki bara
stoppað þarna. Við ákváðum í þetta
sinn að velja bara venjulegan dag fyr-
ir átakið því flestar nauðganir verða
ekki bara um verslunarmannahelg-
ina heldur á ósköp venjulegum dög-
um. Þar sem áfengi er oft haft um
hönd þegar nauðganir eiga sér stað
fannst okkur ekki úr vegi að vera fyr-
ir utan áfengisverslanir á þessum
degi,“ segir Arnar.
Karlar þurfa að sýna sam-
ábyrgð gagnvart nauðgunum
Hann segir nauðsynlegt að karlar
sýni samábyrgð í verki og taki afger-
andi afstöðu gegn nauðgunum og það
séu margir möguleikar til þess að
koma þeim boðskap á framfæri.
„Langflestir þeirra karla sem við höf-
um rætt við eru sammála því að
nauðganir séu samfélagslegt vanda-
mál sem þarf að takast á við og að
þær séu ekki bara einkamál kvenna.
Ef það er hægt að kynda undir þessa
umræðu held ég að það gæti skilað
heilmiklu.“
Spurður um siðgæðisvitund karl-
manna segist Arnar telja að það séu
mjög fáir karlmenn sem álíti „rétt
eða eðlilegt“ að nauðga. „En við til-
teknar aðstæður, t.d. þegar karl-
menn eru drukknir og er kynlíf of-
arlega í huga eru sumir hugsanlega
tilbúnir til að horfa fram
visku sinni. Ekkert slík
nauðgun en ég held að t
áhrifum áfengis eigi me
ara með að réttlæta slík
um sér, a.m.k. á því augn
vegna teljum við mikilvæ
séu búnir að taka afstöðu
þessi mál áður en til kasta
Þar sem langfæstir kar
held ég að flestir líti á nau
svartan blett á ímynd kar
þeir vilja gjarnan hreinsa
Við höfum fundið það
það eru allir af vilja gerði
hjálpa okkur í þessu. Það
allir tekið mjög vel í þetta
og eru sammála okkur. V
við höfum kveikt dálítið
átakinu.“
Hefur forvarnar
Arnar segist telja að
við þetta geti haft töluv
argildi, hvort sem það sé
eða áhrif sem komi fram
miðlar hafi líka sýnt má
áhuga „Ég held að ef
Karlmenn segja NEI við nauðgunum
Mikilvægt
að karlar líti
á nauðganir
sem sitt mál
Atli Már Pálsson og Hjál
Íslands hengja upp plakö
BLINDUR ER
BÓKLAUS MAÐUR
Hinn 23. apríl ár hvert er helg-aður bókum um heim allan.Samkvæmt alþjóðasamtök-
um útgefenda varð þessi tiltekni dag-
ur fyrir valinu þar sem hann markaði
árið 1616 dánardægur þriggja bók-
menntajöfra – þeirra William Shake-
speare, Miguel Cervantes og Inca
Garcilaso de la Vega. Í augum Íslend-
inga hefur hann þó fyrst og fremst
þýðingu sem fæðingardagur Nóbels-
skáldsins Halldórs Laxness, og er
tæpast hægt að hugsa sér skærara
leiðarljós þann tíma sem vika bókar-
innar varir hér á landi ár hvert.
Hér á landi háttar svo til að bók-
menntaarfurinn er kjölfesta menn-
ingararfsins sem heildar og því órjúf-
anlega samþættur sjálfsmynd þjóð-
arinnar og sál. Fyrir menningarheild
á borð við Ísland, sem lengst af var
utan alfaraleiðar, hafa bókmenntirn-
ar bæði þjónað sem spegill til að horfa
inn á við og sem sjóngler er vísar út í
hina víðu veröld. Sú verðskuldaða
virðing er Guðbergi Bergssyni, rit-
höfundi, var sýnd í fyrri viku er hon-
um voru veitt Norrænu bókmennta-
verðlaunin í Stokkhólmi, afhjúpar til
að mynda ekki einungis afl íslenskrar
bókmenntahefðar og persónulegan
styrk hans sem rithöfundar, heldur
einnig þá einstöku eiginleika er bók-
menntirnar búa yfir til að má út hvers
kyns mæri í miðlun sinni á mannlegu
eðli og ástandi mannsandans. Guð-
bergur hefur nefnilega ekki einungis
getið sér gott orð fyrir skáldverk sín
hér heima og erlendis, heldur einnig
unnið að því af mikilli elju að færa
þjóðinni heimsbókmenntirnar og er
þýðing hans á Don Kíkóta, fyrrnefnds
Cervantesar, gott dæmi um það. Í
ævistarfi Guðbergs má því með sönnu
finna höfuðeinkenni þess undursam-
lega samruna sem heimsbókmennt-
irnar stuðla að hvað varðar rannsókn-
ina á ástandi mannsandans – þar
renna saman ólíkir tímar og hugar-
heimar, margskonar menning og
skilningur á umhverfinu.
Í sögu sem Guðbergur flutti við
verðlaunaafhendinguna í Stokkhólmi
fjallar hann um „Hið sýnilega í því
ósýnilega“, en sagan birtist í Lesbók
Morgunblaðsins sl. laugardag. Hann
vísar þar í upphafi til skilnings okkar
á veröldinni í skugga hryðjuverka.
Færir síðan sjónarhornið heim og
veltir fyrir sér tengslunum við bók-
menntaarfinn, þar sem gamall maður
skilgreinir breyttan tíðaranda sem
„eitthvað ósýnilegt í því sýnilega“ –
Eyrbyggja er horfin úr huga fólksins
þó landslagið sé á sínum stað. Guð-
bergur lýkur sögu sinni við púlt rit-
höfundarins, sem situr við skriftir og
„hreyfir hugsanir sínar“. Hann gerir
nokkrar atrennur að því að skilgreina
bókmenntirnar og sköpunarferlið, en
kemst loks að þeirri niðurstöðu að
hinn skapandi hugur verði að beita
mótstöðu, vera sjálfum sér sam-
kvæmur og lúta ekki vilja annarra.
Rithöfundurinn hefur reynt að sýna
það „ósýnilega í því sýnilega“. Enda
er þar „leyndarmál listarinnar, á milli
þessa tveggja. Það eina sem skiptir
raunverulegu máli í listinni er að vita
þetta. Að vita ekki nákvæmlega hvað
maður gerir en frjóvgast af þversögn-
um sem leiða til opnunar“.
Þessi orð Guðbergs eru mikilvæg
áminning í viku bókarinnar, um
þrautseigju og þor þeirra sem stað-
fastlega þreifa sig áfram í óræðum
víddum frumsköpunar til að opna um-
heimi sínum nýja sýn. Umheimurinn
á þeim allt upp að unna því verk
þeirra eru þegar allt kemur til alls oft
á tíðum það eina sem stenst tímans
tönn í framvindu sögunnar.
BLAÐAMANNAVERÐLAUN
Það er gott framtak hjá Blaða-mannafélagi Íslands að efna til
verðlaunaveitinga fyrir blaðamenn.
Slík verðlaun tíðkast víða erlendis en
þekktust þeirra eru vafalaust Pulitz-
erverðlaunin í Bandaríkjunum.
Viðurkenning sem þessi er líkleg til
að hafa hvetjandi áhrif á blaðamenn
og fréttamenn og stuðla þar með að
því að auka gæði þess efnis, sem fjöl-
miðlar bjóða lesendum, hlustendum
og áhorfendum upp á. Í því sambandi
skiptir máli að gera miklar kröfur. Ef
viðurkenningar eru veittar fyrir miðl-
ungsefni verða þær fljótt lítils virði.
Þess vegna getur verið betra að veita
enga viðurkenningu sum ár, ef þannig
stendur á.
Pulitzerverðlaunin í Bandaríkjun-
um hafa haft hvetjandi áhrif á blaða-
menn vestan hafs en því miður hefur
eftirsókn eftir þeim stundum leitt
blaðamenn út á villigötur. Nokkur
bandarísk blöð hafa efnt til rannsókna
á efni, sem leitt hefur til Pulitzerverð-
launa hjá þeim sjálfum og í nokkrum
tilvikum hefur komið í ljós, að það efni
stóðst ekki nánari skoðun.
Það er Morgunblaðinu að sjálfsögðu
mikið ánægjuefni, að einn af blaða-
mönnum blaðsins, Agnes Bragadóttir,
hlaut blaðamannaverðlaun ársins
2003 í fyrrakvöld fyrir greinaflokk,
sem birtist hér í blaðinu snemma á síð-
asta ári og fjallaði um baráttuna um
Íslandsbanka, og fyrir hennar hlut í
umfjöllun Morgunblaðsins um skatta-
mál Jóns Ólafssonar.
Agnes Bragadóttir hefur vakið at-
hygli fyrir skrif sín síðustu rúma tvo
áratugi um margvíslega þætti ís-
lenzks þjóðlífs. Lengst hefur hún
sennilega náð með tveimur greina-
flokkum, annars vegar um baráttuna
um Íslandsbanka og fyrir allmörgum
árum um endalok Sambands ísl. sam-
vinnufélaga en þær greinar leiddu til
málaferla, sem enduðu í Hæstarétti
með fullum sigri blaðamannsins.
Ný kynslóð blaðamanna og frétta-
manna er í mörgum tilvikum há-
menntuð og býr yfir mikilli þekkingu.
Það eru því forsendur til staðar til
þess að bæta mjög efni íslenzkra fjöl-
miðla. Annað mál er hvernig þeim
tekst að vinna úr þeim efnivið, sem
þeir hafa undir höndum og hvernig
þeim tekst að nýta það hæfa og vel
menntaða fólk, sem vinnur á þeirra
vegum.