Morgunblaðið - 23.04.2004, Síða 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 33
aði þannig orðræðuna og þroskaði.
Ekkert var honum sjálfgefið, það
kenndi hann mér beinlínis, og hann
var fljótur að greina lögfræðilega
annmarka málatilbúnaðar andstæð-
inga sinna. Þess naut ég eitt sinn
ríkulega í máli fyrir sameiginlega
skjólstæðinga. Mig tók hann eitt sinn
í gegn opinberlega á aðalfundi lög-
mannafélagsins, „drap mig fyrir stíl-
inn“ eftir framsögu mína um stjórn-
artillögu í umdeildu máli. Ég vék mér
að honum með nokkurum þjósti eftir
ræðuna og spurði hvað honum gengi
til. Svarið sem ég fékk var lýsandi
fyrir Harald: „Tókstu þetta nærri
þér, það var ekki meiningin.“ Har-
aldur hafði rétt fyrir sér í þessu máli.
Eitt var það í fari Haraldar sem hon-
um var í blóð borið. Hann þoldi aldrei
að sparkað væri í liggjandi menn. Það
var lýsandi fyrir hjartalag hans þeg-
ar hann bað mig fyrir nokkrum vik-
um, þá helsjúkur, að hringja í sam-
eiginlegan vin, sem lá undir
ómaklegu ámæli, og bera honum
kveðju sína og stuðning. Víst er að
Haraldur var afar hæfileikaríkur lög-
maður en önnur hugðarefni komu í
veg fyrir að hann ræktaði þá hæfi-
leika sem skyldi. Ef til vill fyrst og
fremst vegna að hann lifði eftir því að
maður er manns gaman og svo voru
þjóðmálin honum afar hugleikin. Í
samræðum við vini sína sem aðra var
hann leiftrandi skemmtilegur, sögu-
maður með afbrigðum, hugmynda-
ríkur og gefandi sál. Að eiga með
honum stund og ræða málin var eins
og að setjast að veisluborði, hann
veitull gestgjafinn, við hinir oftar en
ekki þiggjendur. Einni hugmynd
hans vil ég halda til haga. Það mun
hafa verið í boði hjá hafnarstjórn
Reykjavíkur að Haraldur og vinur
hans Guðmundur J. Guðmundsson
tóku tal saman og talið barst að Iðnó.
Leikfélag Reykjavíkur hafði þá flutt
starfsemi sína í Borgarleikhúsið og
Iðnó var í gíslingu illleysanlegra að-
stæðna. Dagsbrún og fleiri stéttar-
félög, sem áttu Iðnó, sáu enga lausn
um endurbætur á húsinu og framtíð-
arnotkun þess. Haraldur fékk þá
brilljant hugmynd, að Reykjavíkur-
borg kæmi að málinu. Það varð úr,
borgin keypti eignarhlut í húsinu og
greiddi kaupverðið með því að standa
straum af standsetningu þess, sem
ekki var vanþörf á. Hitt er annað mál
að þeir félagar rákust síðan heldur
illa í skrifræði framkvæmdanefndar-
innar. Þessir vinir koma ævinlega í
huga minn þegar ég lít þá borgar-
prýði sem Iðnó er. Ég get heldur ekki
látið hjá líða að minnast á yfirgrips-
mikla þekkingu Haraldar á kosninga-
lögum. Hann sat margsinnis í kjör-
stjórnum, bæði við sveitarstjórnar-
og Alþingiskosningar. Hann var
sannarlega betri en enginn við und-
irbúning kosninga, framkvæmd
þeirra, talningu atkvæða, úrskurð
vafaatkvæða og annarra vandamála
sem upp koma. Um framkvæmd
kosninga ræddum við nýlega og hvað
betur mætti fara. Í þeim efnum var
hann sem fyrr næmur og lýðræðis-
sinnaður gagnrýnandi. Síðast unnum
við saman í yfirkjörstjórn Reykjavík-
ur við Alþingiskosningarnar árið
1999. Öll framkvæmd var þar til sóma
og talningu lauk óvenju snemma. Við
gengum þá saman út í vornótt í
Reykjavík, eins og þær gerast feg-
urstar. Þá nótt og langt fram á morg-
un sátum við tveir einir saman og
spjölluðum um heima og geima og um
okkur. Það lá vel á Haraldi, hann var í
essinu sínu. Það spillti ekki að Hall-
dór bróðir hafði unnið tímamótasigur
fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norður-
landi eystra. Haraldur er kært
kvaddur og sárt saknað. Börnum
hans og fjölskyldu allri votta ég ein-
læga samúð.
Atli Gíslason.
Haraldur Blöndal var lífskúnstner
og íhaldsmaður í bestu merkingu
þeirra orða. Hann var kátur og
óvanalega glaður að upplagi og með
fáum var jafn gaman að skemmta sér
og hlæja. Hann bjó þar að auki að ein-
stöku sagnaminni og var sérdeilis
fróður, ekki síst um stjórnmál liðinn-
ar aldar. Þessi fallega blanda gerði
Harald að samræðusnillingi sem
menn sóttust eftir að kynnast enda
gat hann með örfáum tilsvörum snúið
skýjuðum degi í gleðistund. Húmor
hans var græskulaus og í brjósti hans
var hjarta sem jafnan sló með þeim
sem ranglæti voru beittir. Þannig
sagði hann sjálfur að væri hjartalag
góðra íhaldsmanna.
Haraldur bjó yfir heilbrigðri for-
vitni um menn og málefni, og mér
fannst hann sérstaklega leggja sig
eftir að kynnast þeim sem voru öðru-
vísi og höfðu aðrar skoðanir en hann.
Líklega var það þess vegna sem fáir
íhaldsmenn áttu jafn marga og góða
vini í hópi okkar vinstri manna og ein-
mitt Haraldur. Kanski var það líka
þessi forvitni sem leiddi til þess að
hann settist hjá mér við kaffiborðið í
Félagsstofnun stúdenta fyrir röskum
aldarfjórðungi. Hann var þá rómaður
ræðumaður úr stúdentapólitíkinni og
meðal okkar sem vorum í yngri kanti
vinstri manna í Háskólanum þekktur
af orðspori sem einn beittasti funda-
maður Vöku. Hann sagði mér í
óspurðum fréttum að miðað við hvað
ég væri að góðum íhaldsættum væri
best fyrir alla aðila máls, ekki síst
mig, að ég kæmi mér sem allra fyrst í
aðra pólitíska vist. Kaffispjallið þenn-
an dag teygðist inn í kvöldið og nótt-
ina og upp frá því urðum við góðir
kunningjar og stigum ölduna oftsinn-
is saman þegar við hittumst af tilvilj-
un eins og skip í nóttinni.
Löngu seinna breyttist kunnings-
skapur okkar af öldurhúsum í góða
vináttu. Leiðir okkar lágu þá saman
fyrir tilstilli Hrafns Jökulssonar.
Hrafn var þá að stofna skákfélagið
Hrókinn og við Haraldur Blöndal
nutum þeirra forréttinda að eiga
hlutabréf í því mikla ævintýri frá
upphafi. Haraldur var raunar prýði-
legur skákmaður eins og Halldór
bróðir hans, þingforseti og fróðleiks-
brunnur um flest úr sögu skáklist-
arinnar. Það er óhætt að segja að
Haraldur Blöndal hafi verið einn af
burðarásum Hróksins fram á síðustu
stund. Hann var sjálfkjörinn í stjórn
félagsins frá upphafi, og ráð hans,
ekki síst lögfræðileg, reyndust gulli
betri þegar þurfti að bregðast við
snúnum vandamálum sem stundum
komu upp í frumbernsku Hróksins.
Hann fylgdist með skákinni fram á
síðustu dægur og veikan en brosandi
hitti ég hann í síðasta skipti þegar við
fylgdumst með Karpov og Kasparov
ásamt öðrum skákköppum tefla í
gamla Sjálfstæðishúsinu við Austur-
völl.
Haraldur Blöndal var eins og
Bergþóra drengur góður og gleymdi
ekki vinum sínum. Af banabeði sínum
eyddi hann tíma og kröftum til að
senda móður minni hlýlegt minning-
arbréf við fráfall föður míns sem
hann þekkti bæði úr Sjálfstæðisflokki
og Frímúrarareglunni. Okkur þótti
öllum vænt um það. Við lát hans
söknum við gamlir vinir og kunningj-
ar drengskaparmanns sem féll langt
um aldur fram. Guð blessi minningu
hans og styrki börn hans og fjöl-
skyldu í sorginni.
Össur Skarphéðinsson.
Fallinn er frá góður vinur minn og
samstarfsmaður í félagsstarfi Sjálf-
stæðisflokksins og á vettvangi borg-
armálanna til langs tíma. Haraldur
dró mjög að sér athygli manna meðan
hann lifði. Hann kom víða við í störf-
um sínum á lífsleiðinni og var ófeim-
inn við að láta skoðanir sínar í ljósi.
Haraldur var skarpgreindur og ætíð
fljótur að greina kjarnann frá hism-
inu.
Mér er minnisstætt hversu gott
hann átti með að setja sig inn í borg-
armálin þegar hann var kjörinn vara-
borgarfulltrúi árið 1986 en þá tók
hann jafnframt að sér formennsku í
umferðarnefnd Reykjavíkur, sem
hann gegndi í átta ár. Einnig sat Har-
aldur í framtalsnefnd borgarinnar frá
1982 til æviloka. Í þessum störfum
sínum var hann bæði nákvæmur og
réttsýnn. Hann aflaði sér góðrar
þekkingar á borgarmálunum al-
mennt og lagði áherslu á að brjóta öll
mál til mergjar. Til hans var gott að
leita og aðstoð hans við þá sem minna
máttu sín í samfélaginu og áttu við
erfiðleika að stríða af ýmsum ástæð-
um sat í fyrirrúmi.
Á þeim tíma sem við Haraldur
störfuðum saman í borgarstjórnar-
flokki sjálfstæðismanna mynduðust á
milli okkar mikil og sterk tengsl sem
rofnuðu aldrei. Hann var góður vinur
vina sinna, hreinn og beinn og lét
aldrei hrekja sig af leið í þeim efnum.
Oft þegar við tókumst á við flókin og
erfið viðfangsefni var hann ótrúlega
fljótur að greina möguleikana í stöð-
unni, koma með tillögu og rökstuðja
hana vel og ítarlega. Málflutningur
hans var aldrei þurr og leiðinlegur.
Hann var ávallt kryddaður léttum
húmor og skemmtilegum frásögnum
af mönnum og málefnum.
Haraldur var mjög sérstakur mað-
ur sem tekið var eftir. Hann fór ekki
troðnar slóðir og var óhræddur við að
setja fram skoðanir sínar sem oft fóru
þvert gegn viðhorfi fjöldans hverju
sinni. Haraldur setti sterkan svip á
sína samtíð. Minningin um þennan
góða dreng mun lifa og ég er þakk-
látur fyrir að hafa átt hann að vini og
góðum samstarfsmanni.
Persónulega og fyrir hönd borgar-
stjórnarflokks sjálfstæðismanna
þakka ég honum fyrir hans góðu og
mikilvægu störf. Við sendum börnum
hans og hans nánustu aðstandendum
innilegustu samúðarkveðjur okkar.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Það er mikill sjónarsviptir að Har-
aldi Blöndal.
Mikið mátti það vera ef við Har-
aldur tækjum ekki tal saman þegar
við hittumst á förnum vegi eða hvar
sem fund okkar bar að. Áhugamálin
voru á marga vegu og þá oft það sem
efst var á baugi. Tekið var til við þjóð-
málin og raunar mannlífið vítt og
breitt eftir því sem blés hverju sinni.
Haraldur var skarpskyggn og frjór í
hugsun. Hann var mikill flokksmaður
og staðfastur í skoðunum og ættræk-
inn sem efni stóðu til. Hann var
kjarnyrtur, einbeittur og rökfastur
en hafði jafnframt auga fyrir hinu
skoplega og lét andstæð sjónarmið
njóta sannmælis.
Ekki er að undra að jafnan var það
betra en ekki að hitta Harald að máli.
Það var ánægjulegt að eiga þess
kost fyrir nokkrum árum að starfa
með Haraldi í stjórnskipaðri nefnd
sem vann að endurskoðun laga um
þjóðfánann. Hann var hress og kátur
á nefndarfundum eins og hann átti
vanda til. En eftirminnilegast er mér
yfirsýn Haralds og tök á því verkefni
sem við var að fást. Af því mátti
marka þá eðliskosti sem varða svo
miklu við lögfræðileg úrlausnarefni
og málfærslustörf sem Haraldur
helgaði líf sitt.
Daginn sem síðasta blaðagrein
Haralds birtist í Morgunblaðinu átt-
um við samtal í síma. Hann var þá
sjúkur maður og bárust í tal veikind-
in. Hann var æðrulaus og sagði: Guð
ræður hvenær ég dey.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson.
Stormsveipnum góða fylgir mikil
hreyfing, en þó er vissara að vera við
öllu búinn. Haraldur Blöndal var
stormsveipur, sífrjór í hugsun og batt
bagga sína ekki alltaf hefðbundnum
hnútum. Það var alltaf skemmtilegt
að hitta Halla Blöndal vegna þess að
hann var fullur af lífsorku og hafði
alltaf á hraðbergi athugasemdir, álit
eða spurningar, en best fór honum þó
málafærslan.
Haraldur Blöndal var glæsimenni
og bar svip ættar sinnar allrar,
drengur góður, sérstakur og hafði
mikinn metnað fyrir stílfegurð í þjóð-
lífi Íslendinga. Oft undirstrikuðu
spurningar hans og svör að allt orkar
tvímælis, því slíka teygju hefur lífið
sjálft. Halli var skemmtilega snöggur
til svara. Einu sinni körpuðum við
Halli á landsfundi Sjálfstæðisflokks-
ins um stefnu í íþróttamálum. Ég
sagði í glannaskap að hann ætti ekki
að fjalla um íþróttir, því til íþrótta
hefði hann aldrei verið vel fallinn. „Þú
ættir þá ekki fremur að stunda söng,“
svaraði Halli að bragði og þar með
vorum við kvittir.
Halla var oft mikið niðri fyrir, því
það var svo margt sem brann á hon-
um í orðaleik lögfræðinnar, en það
var aldrei hik í svörum hans, aldrei
hik í afstöðu og það var einmitt sterk-
asta hlið Halla hvað hann var hreinn
og beinn.
Hann átti til oftar en ekki að koma
með ótrúlegustu fleti á málum, þvert
á allt hefðbundið, en þó svo opinskár
og rökheldur.
Haraldur Blöndal kveður langt
fyrir aldur fram. Góður Guð verndi
vini og vandamenn. Haraldar er sárt
saknað, en víst verður fjörlegra hin-
um megin undir verndarhendi Drott-
ins. Þá fer um hlöð eilífðarinnar og
vaggar að minnsta kosti blómum í
varpa stormsveipurinn góði.
Árni Johnsen.
Við komum úr ýmsum áttum, þessi
hópur sem hóf nám við Menntaskól-
ann á Akureyri haustið 1962. Sum úr
héraðsskólum, önnur úr litlum þorp-
um úti á landi. Halli kom að sunnan
og var einhvern veginn veraldarvan-
ari en við flest. Hann kunni skil á
ýmsu varðandi MA af því að Halldór
bróðir hafði verið þar áður og hann
vildi líka strax fara að ritstýra blaði
og gerði það. Það var Gambri og við
fengum sum að taka þátt í því verk-
efni. En hann kunni skil á miklu fleiri
hlutum og varð strax áberandi í
hópnum, hristi upp í okkur og átti
þannig ómeðvitaðan þátt í uppeldi
okkar. Hann hafði áhuga á þjóðmál-
um, bókmenntum, vísnagerð, skák,
hafði lesið margt og mundi það sem
hann hafði lesið. Hann stóð fyrir
kappræðum á þriðjabekkjargangin-
um í Vistinni og var allra manna
mælskastur. Hann mátti yfirleitt
ekkert vera að því að brjóta saman
fötin sín og leggja þau snyrtilega frá
sér þegar hann fór að sofa á kvöldin –
mátti kannski ekkert vera að því að
fara að sofa.
Halli lá aldrei á skoðunum sínum
og hafði gaman af því að rökræða við
menn og viðra andstæðar skoðanir.
En hann meiddi aldrei neinn og lík-
lega hefur öllum þótt vænt um hann
sem þekktu hann. Það var allt svo
græskulaust hjá honum. Hann hafði
sérstakt lag á því að taka sjálfan sig
ekki alltof hátíðlega en segja samt
sína skoðun þannig að eftir væri tek-
ið.
Útskriftarárgangurinn frá MA
1966 er óhugsandi án Halla og hann
var hrókur alls fagnaðar þegar hóp-
urinn kom saman. Við hittum hann
ekki mjög oft á síðari árum en það var
alltaf stutt í brosið og það varð bara
breiðara með aldrinum, svona eftir
því sem andlitið breikkaði. Svo kom
einhver skemmtileg saga eða hnyttin
athugasemd um menn og málefni og
hláturinn sauð niðri í honum. Samt
fann maður alltaf fyrir hlýjunni á
bakvið. Það var mikils virði og við
þökkum fyrir það um leið og við
þökkum fyrir alla skemmtunina og
kryddið í tilveruna.
Höskuldur Þráinsson,
Sigríður Magnúsdóttir.
Augum voru skær. Hugurinn mik-
ill. Hjartað stærst. Allir í bekknum
vissu hver hann var daginn eftir að
hann kom norður. Persónutöfrar
hans, hugmyndaríki og orðfar drógu
að sér fólk, athygli, vináttu og elsku.
Hann fór ekki alltaf alfaraleið í skoð-
unum sínum, en varði þær af ómældri
kunnáttu og innsæi. Hann var fylginn
sér í deilum, en heiðarlegur baráttu-
maður. Væri maður svo heppinn að
hafa hann með sér, fannst manni
slagurinn unninn fyrirfram. Enda
hefur hann ávallt reynst vinum sínum
trölltrúr, einlægur og einstakur.
Honum varð fótaskortur á ýmsum
þröskuldum lífsins og hann lenti í
vegleysum. En hjarta hans sló
réttlætinu taktinn og hann brást ekki
þeim, sem minna máttu sín og leituðu
til hans. Það var heillandi hve Halli
var vel læs á litbrigði þjóðlífsins, og
svikabrögð á þeim vettvangi urðu
honum ekki hulin, þó menn legðu sig
fram um það. Enda las hann mörgum
pistilinn í blöðum og á opinberum
vettvangi, beinskeyttur, grínagtugur
og rökviss. Ávallt trúr hjartalagi sínu
og því réttlæti, sem hann barðist svo
einarðlega fyrir. Við dáðum kjark
hans öll og atorku og fundum til,
þegar hann lá særður, eftir að hafa
lamið á sjálfum sér. Þau sár er leiddu
hann til dauða voru annars eðlis.
Hann mætti örlögum sínum jafn
hreinskiptinn, æðrulaus og hjarta-
hlýr sem fyrr. Við munum sakna hans
mikið, en brosið hans hreina og
glettnin hnitmiðuð, geymist meðan
við lifum hér. Við treystum á endur-
fundi og frekari rökræður lífs og
dauða.
Góður Guð blessi ykkur öll, börnin
hans og ástvini og sefi þunga sorg og
söknuð.
Birgir Ásgeirsson.
Kveðja frá
Skáksambandi Íslands
Mætur félagi er fallinn, vinur og
velgjörðarmaður skáklistarinnar á
Íslandi. Haraldur Blöndal hæstarétt-
arlögmaður tók sæti í stjórn Skák-
sambands Íslands að loknum aðal-
fundi á Akureyri 2001. Það fór ekki
framhjá neinum að þar fór skarp-
greindur og ráðagóður maður, sem
mikill fengur var að fá í forystu ís-
lenskrar skákhreyfingar. Haraldur
hafði setið í stjórn SÍ á árum áður,
hafði tekið þátt í starfi Mjölnis frá
stofnun þess merka félags og var
einn af stofnfélögum Skákfélagsins
Hróksins.
Sem stjórnarmaður SÍ var Harald-
ur tilbúinn að vinna að hvers kyns
verkefnum, hvort heldur það snerist
um skákstjórn, skipulagningu eða
ýmsa snúninga sem félagsmálamenn
hreyfingarinnar þekkja vel. Þá setti
hann sterkan svip á skákmót með
nærveru sinni einni saman. Oft var
leitað til Haraldar með úrlausnarefni
lagalegs eðlis, og borin undir hann
margvísleg álitamál þar sem þörf var
á góðum sáttasemjara og víðsýnni
málsmeðferð. Það var sama hversu
erfið mál virtust, alltaf gat Haraldur
komið með hnyttið tilsvar sem létti
brún. Hann var vel að sér í sagnfræði
skáklistarinnar og gat sagt óborgan-
legar sögur af mönnum og málefnum.
Heimsókn Alexanders Aljekín til Ís-
lands í byrjun fjórða áratugarins var
Haraldi t.a.m. hugleikin og sagði
hann ýmsar sögur af ferðalagi heims-
meistarans sem þá stóð á hátindi
getu sinnar, en fáar heimildir eru til
um það ferðalag. Undir það síðasta,
þegar þróttur Haraldar var orðinn
nær enginn og erfiðara um vik að
segja skemmtisögur, þá var skákin
þó ekki frá honum tekin. Sposkur á
svip hvíslaði hann „e4“ við gestinn við
rúmstokkinn, og gaf hugarorkunni og
frásagnargleðinni lausan tauminn í
sinni síðustu blindskák.
Stjórnarfundir Skáksambandsins
verða sannarlega tómlegir án Har-
aldar, og hans verður sárt saknað.
Haraldur fellur frá í miðri skák, en
staðan sem hann skilur eftir á borð-
inu er veglegt veganesti fyrir okkur
hin sem höldum áfram. Stjórnar-
menn í Skáksambandi Íslands minn-
ast glaðsinna félaga og senda fjöl-
skyldu hans og ástvinum innilegar
samúðarkveðjur.
Ætt valdsins sér á bak einum sín-
um bezta syni.
Ættlægur myndugleiki einkenndi
ytri framgöngu Haraldar Blöndal
alla tíð. Hann var flottur.
Vald er eins og bergmál, sem
hljóðnar jafnharðan. Valdamenn
gleymast fyrstir allra – og rakna
aldrei aftur.
En hið þögla vald bergmálar ekki í
klettaveggjum samfélagsins – það
endurómar í vitund þeirra, sem fá að
kynnast því: vald á tungunni, vald á
og í mannlegum samskiptum.
Þrjá erfingja á hver maður: Menn-
ina, moldina og sálarinnar meðtak-
ara.
Blessað sé líf og minning Haraldar
Blöndal.
Bragi Kristjónsson.
Fleiri minningargreinar um
Harald Blöndal bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Haustið 1962 fórum við Haraldur
Blöndal saman til náms við Mennta-
skólann á Akureyri og vorum þann
fyrsta vetur saman á herbergi á
heimavistinni. Það var engin tilviljun
að svo atvikaðist, því við höfðum ver-
ið skólafélagar og nánir vinir um
árabil. Ég var tíður gestur á menn-
ingarlegu heimili þeirra Lárusar og
Margrétar á Rauðalæk og kynni mín
af Halla og fjölskyldu hans hafa orð-
ið mér mikilsvert veganesti í lífinu.
Fyrir það vil ég þakka um leið og
við Stína sendum börnum hans og
fjölskyldu samúðarkveðju.
Stefán Pétur Eggertsson.
HINSTA KVEÐJA