Morgunblaðið - 23.04.2004, Side 35

Morgunblaðið - 23.04.2004, Side 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 35 ✝ Gísli GuðjónGuðjónsson fæddist í Villingadal á Ingjaldssandi 26. september 1924. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut föstu- daginn 16. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Rakel Katrín Jóna Jörunds- dóttir, f. á Brekku í Mýrahreppi 17. ágúst 1900, d. 6. maí 1956, og Guðjón Guðmundsson, f. 2 júlí 1898 í Villingadal á Ingjalds- sandi, d. 8. júní 1980. Systkini hans voru sjö og ein hálfsystir, þar af eru fimm látin, þau voru Svanborg, Guðmundur Hagalín, Eiríkur, Guðberta og Sjöfn. Eftirlifandi eru Sigríður Jakobína, Bára og Rakel Katrín. Eftirlifandi eigin- kona Gísla er Lilja Benediktsdóttir, f. á Akranesi 29. júní 1922. Áttu þau sex börn og tvö stjúp- börn sem eru Rakel Þórey Gísladóttir, f. 8. september 1948, Eygló Gísladóttir, f. 1. nóvember 1949, Kolbrún Gísladóttir, f. 27. september 1951, Kristrún Gísladóttir, f. 13. ágúst 1953, Róbert Gíslason, f. 8 nóvem- ber 1955, Guðrún B. Gísladóttir, f. 28. nóvember 1960; Ída Berg- mann, f. 5. maí 1944, Benedikt Rúnar Hjálmarsson, f. 31. janúar 1946, d. 7. mars 1990. Útför Gísla verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku pabbi. Það er svo sárt að þú skulir vera farinn frá okkur, þar sem þú varst alltaf til staðar ef eitthvað bjátaði á. Þær eru svo margar minngarnar sem við eigum um þig heima á Vesturgötunni. Þær voru ófáar útilegurnar sem við fórum með þér og mömmu og ekki má gleyma ferðunum í berjamó, síst af öllu gleymum við fótboltanum því þú varst mikill aðdáandi ÍA-liðs- ins. Svona getum við lengi talið upp því það eru svo margar margar minningarnar um þig, elsku pabbi. Þó í okkar feðra fold falli allt sem lifir, enginn getur mokað mold minningarnar yfir. Við viljum með þessum fáu orðum þakka þér, elsku pabbi, fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og allar sam- verustundirnar sem við áttum. Hlýj- ar og góðar minningar verða okkur öllum styrkur. Rakel, Eygló, Kolbrún, Róbert, Guðrún og Ída. GÍSLI GUÐJÓN GUÐJÓNSSON ✝ Guðjón Ólafssonfæddist á Garðs- stöðum í Ögursveit við Ísafjarðardjúp 4. desember 1950. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísafirði 13. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Bjarni Jóns- son og Guðrún Hansdóttir frá Skjaldarbjarnarvík á Ströndum. Guðjón var eitt af 14 systk- inum og er hann hið fjórða í hópi þeirra til að kveðja þennan heim. Eftirlifandi systk- ini Guðjóns í aldursröð eru þessi: Magnús, Vilborg, Kristín, Héðinn, Hallvarður, Ragnar, Ólöf, Ragn- heiður, Aðalsteinn og Guðmundur. Guðjón ólst upp í Ögursveit. 17 ára gamall fór hann til Ísafjarðar og gerð- ist sjómaður. Síðar vann hann í frysti- húsum og við beitn- ingar bæði á Ísa- firði og víðar. Guðjón var ókvænt- ur og barnlaus. Hann þjáðist af heilsubresti síðast- liðið ár. Útför Guðjóns verður gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Fréttin um andlát Guðjóns Ólafs- sonar kom fáum á óvart sem til þekktu enda hafði heilsu hans hrak- að mjög á síðustu mánuðum. Reyndar hafði Guðjón sagt okkur fyrir skömmu að nú lyki brátt heim- sóknarferðum hans á lögreglustöð- ina á Ísafirði. Hann myndi nefnilega deyja fljótlega og því yrðu sam- skiptin ekki mikið lengri okkar á milli hérna megin en hann sagðist hitta okkur hinum megin og þá tækjum við upp samband að nýju. Guðjón sem í daglegu tali var kall- aður „Gaui gassa“, kenndur við Garðstaði í Ögurvík, var góðkunn- ingi lögreglunnar. Góðkunningi í já- kvæðustu merkingu þess orðs enda mikill vinur lögreglumanna allra. Heimsóknir hans á lögreglustöðina á Ísafirði, sem og hringingar, skipta hundruðum, jafnvel þúsundum, og voru jafnt að nóttu sem degi. Guð- jón var merkilegur karakter og átti fáa sína líka og var hann einn af þessum kynlegu kvistum sem krydda mannlífið með nærveru sinni. Hugðarefni hans beindust fyrst og fremst að heimspekilegum vangaveltum um frjósemi mann- anna, kortlagningu hugans og að samskiptum kynjanna. Um þessi yrkisefni sín skráði Guðjón ótal „skýrslur“ eins og hann kallaði það sjálfur og var hann óspar á að leyfa vinum sínum að njóta skrifanna. Guðjón mætti með skýrslurnar á lögreglustöðina og fékk ljósritað og var honum mikið í mun að lögreglu- menn héldu eintaki eftir til aflestrar og varðveislu á stöðinni. Að Guðjóni gengnum er til nokkurt safn skrifa um hans ýmsu hugðarefni og verður að segjast eins og er að pælingar hans voru á mörgum sviðum mun dýpri en okkar hinna. Guðjón orti einnig ljóð um upplifanir sínar og lífsreynslu. Oft ræddum við um það við Guðjón hvort ekki væri rétt að koma ljóðunum á prent og gefa þau út. Guðjón tók fálega í það en þótti vænt um hugmyndina. Læknisfræðin var Guðjóni hug- leikin og hafði hann mjög ákveðnar skoðanir á aðferðafræðinni í þeim geiranum og var honum nokk sama hvort skoðanir hans féllu að skoð- unum sérfræðinga greinarinnar. Rökfræði Guðjóns var um margt merkileg og var aldrei komið að tómum kofanum hjá honum, sama hvert umræðuefnið var. Hann var kurteis og heiðarlegur og bar mikla virðingu fyrir náunganum. Breytti þar engu þótt hann hafi stundum orðið fyrir því að menn notfærðu sér góðmennsku hans og sakleysi, öllum vildi hann vel og heyrðum við hann aldrei tala illa um nokkurn mann, sama hvernig á stóð. Í hvert sinn sem hann annað hvort heim- sótti lögreglumenn eða hringdi, byrjaði hann alltaf á því að spyrja hvort menn væru uppteknir, enda ekki ætlun Guðjóns að tefja menn frá störfum sínum. Heimsóknirnar og símtölin voru mislöng, allt frá því að forvitnast bara um hver væri á vaktinni og upp í lengra spjall um heima og geima. Óhætt er að segja að Guðjón hafi kryddað tilveru okk- ar lögreglumanna með vinskap sín- um við okkur og er hans sárt sakn- að. Þá stendur mannlífið á Ísafirði fátækara eftir að Guðjóni gengnum. Að endingu birtum við eitt af ljóð- um Guðjóns sem hann orti fyrir nokkrum árum. Ljóðið, sem er frá því í febrúar 1998, á vel við að leið- arlokum og lýsir um margt sýn Guðjóns á lífið og samferðamenn- ina. Margt og skrýtið útaf ber og englar vorsins fylgi mér. Enginn fær þó annan her en englar vorsins ætla mér. Í tímans önn ég lifi hér og margt og skrýtið sumir ætla mér og í þeim sálin kveinkar sér. Ég held ég aldrei fari úr lífsins her, það bjargast nú. (G.Ó.) Blessuð sé minning Guðjóns Ólafssonar. Jón Svanberg Hjartarson, Gylfi Þór Gíslason. Öll höfum við okkar sérstöðu. Og það er eitt af því sem gerir þessa veröld svo spennandi og áhuga- verða. Engir tveir eru eins. Sumir telja sig þess umkomna að telja sig eðlilega, en samferðamenn sína óeðlilega. Guðjón Ólafsson, „Gaui gassi“ eins og hann var oft nefndur hér á Ísafirði, er nú fallinn frá. Við- urnefni Guðjóns er dregið af bæj- arnafninu Garðstöðum í Ögurvík, en þaðan var Guðjón. Guðjón var tal- inn, af sumum, skrítinn og ekki eins og fólk er flest. En hver er það ekki? Okkur sem kynntumst Guð- jóni fannst hann hvorki skrítinn né illa gefinn, heldur þvert á móti var hann ágætlega gefinn. Hins vegar átti hann í erfiðleikum vegna sjúk- dóms og segja má að hann hafi ekki farið vel með sig og því fór sem fór. Guðjón gerði engum mein og sá sem er meinlaus og gefur jafnframt af sér til okkar hinna telst til höfðingja að mínum dómi. Sá sem er ríkur í veraldlegum skilningi eða valdamik- ill er ekki endilega höfðingi. Mörg samtölin áttum við Guðjón um ýmsa hluti, ekki svo að skilja að ég hafi áttað mig alltaf á því um hvað hann var að tala. En oft lá hon- um mikið á að segja frá uppgötv- unum sínum, einkum á sviði líf- fræði, vísinda og ýmissa leyndar- dóma tilverunnar. Oft lét hann ýmsar flóknar reikniformúlur fylgja með leiðbeiningum sínum og ekki urðu þær alltaf til að auðvelda mér skilninginn á því sem Guðjón vildi koma á framfæri. Guðjón hafði húmor fyrir því ef maður misskildi hann og stundum ofmat hann skiln- ing minn á því sem hann var að túlka. Okkur fannst ástæðulaust að velta okkur upp úr því. Þegar ég átti fertugsafmæli í fyrra tóku nokkrir velgjörðarmenn mínir til þess ráðs að gera stutta kvikmynd um lífshlaup mitt, alger- lega án minnar vitundar. Guðjón var víst fús til að leika í myndinni, sem ég sá síðan á afmælisdaginn. Ekki ætla ég að fjölyrða um leik Guðjóns í myndinni, sem hann skil- aði óaðfinnanlega. Hitt vildi ég sagt hafa að þegar ég þakkaði Guðjóni fyrir framlagið í myndinni góðu, nokkrum dögum síðar, sagði hann: Já, gerði ég þér ekki gott, Hlynur minn, með leiknum?“ Sannarlega gerði Guðjón mér gott, en hugurinn á bak við þetta framlag hans stað- festi það sem ég vissi svo sem fyrir að Guðjón var góður drengur og vildi vel. Með þátttökunni í leiknum var hann að sýna mér einlæg vin- arhót. Nú kveðjum við Guðjón með ákveðnum söknuði, því hann krydd- aði bæjarlífið hérna á Ísafirði með nærveru sinni og án þess að rekast á samferðamenn sína. Á lögreglu- stöðinni munum við, vinir Guðjóns, geyma vel handskrifuðu útskýring- arnar á uppgötvunum heiðurs- mannsins, ljóðum og öðrum skrif- um. Hver veit nema einhvern tíma fæðist maður sem skilur útskýring- arnar betur en við. Ég er ríkari eftir kynni mín af Guðjóni. Nánustu aðstandendum, vinum og öðrum er syrgja Guðjón Ólafsson sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Hlynur Snorrason. GUÐJÓN ÓLAFSSON Samúðarblóm Minningarkort 570 4000 Pantanir á netinu: www.redcross.is Rauði kross Íslands bregst við neyð jafnt innanlands sem utan og veitir aðstoð er gerir fólk hæfara til að takast á við erfiðleika og bregðast við áföllum. Þegar á reynir Rauði kross Íslands REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ÖNNU S. GUÐMUNDSDÓTTUR, Seyðisfirði. Mikael Jónsson, Lilja G. Ólafsdóttir, Lovísa Jónsdóttir, Hafsteinn Steindórsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur og tengdadóttur, MAGDALENU S. GISSURARDÓTTUR, Flúðaseli 12, Reykjavík. Ragnar Guðsteinsson, Birgir Karl Ragnarsson, Óskar Ragnarsson, Berglind Ragnarsdóttir, Gerda Guðmundsson, Guðsteinn Magnússon, Ragna Hermannsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, GUÐBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR, Heiðdalshúsi, Eyrarbakka, sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands laugardag- inn 10. apríl sl., verður jarðsungin frá Eyrar- bakkakirkju laugardaginn 24. apríl kl. 14.00. Eiríkur Sigurjónsson, Sólveig S. Sigurjónsdóttir, Steindór I. Steindórsson, Bjarni Sigurjónsson, Antonía Sveinsdóttir, Elín M. Sigurjónsdóttir, Erla S. Sigurjónsdóttir, Loftur Kristinsson, Guðbjörg Eiríksdóttir, Sveinn E. Lárusson, Vigdís V. Eiríksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.  Fleiri minningargreinar um Guð- jón Ólafsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.