Morgunblaðið - 23.04.2004, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 23.04.2004, Qupperneq 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 37 inn sem kynntist þér mun nokkru sinni gleyma þér. Fram á fullorðinsár varst þú fyr- irmynd mín. Ég fæddist á afmæl- isdaginn þinn og við vorum banda- menn. Mér fannst mikið til um allt sem þú sagðir og gerðir. Ég las bækurnar sem þú sagðir mér að lesa og gerði skoðanir þínar að mínum langt fram eftir aldri. Ég tók málstað þinn hvar og hvenær sem ég taldi þess þurfa. Því þrátt fyrir aldursmuninn urðum við nán- ir vinir og við skildum hvort annað. Þú gerðir þér far um að kynnast mér á unga aldri og fylgjast með því sem ég var að gera. Áhugi þinn, stuðningur og hvatning hafði mikil áhrif á mig og skipti mig öllu máli. Þú varst heimspekingur í þér – í mínum augum fyrst og fremst hugsuður og ég gerði miklar kröfur til þín. Kannski var það þess vegna að leiðir okkar skildi. Ég gat aldrei sætt mig við val þitt þegar þú ákvaðst að gerast bóndi á Melum. Ég veit að það er ósanngjarnt og ótrúlega frekt af mér en þannig var það nú samt. Ég veit að þér sárnaði afskiptaleysi mitt. Þú hafð- ir allan rétt til þess. Ég held samt að þú hafir alltaf vitað að mér þótti óskaplega vænt um þig og að það breyttist aldrei. Við áttum alltaf eitthvað hvort í öðru sem ekki er hægt að skilgreina eða færa í orð. Þú varst ekki bara vinur minn og vina minna Krummi – þú varst vin- ur fjölskyldu minnar. Alltaf þegar þú komst á Mela, áður en þú fluttir þangað sjálfur, heimsóttir þú okk- ur. Þú áttir hvert bein í bræðrum mínum og pabbi var í miklu uppá- haldi hjá þér. Það er sárt að hugsa til þess að nálægðin orsakaði fjar- lægð, samskiptin urðu aldrei söm. Elsku Krummi – kærar þakkir fyrir allt. Trú þín á mér fylgir mér alltaf og ég trúi því að þú vakir yfir mér og mínum. Elsku Jónas, Ella Dís, Elsa, Ína, Þóra, Birna og þið öll – Guð veri með ykkur og styrki ykkur í sorg ykkar. Megi ástin sem fráfall Krumma hefur kveikt á meðal okk- ar búa með okkur áfram. Við þörfnumst hennar öll. Signý Sigurðardóttir.  Fleiri minningargreinar um Hrafn Jónasson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Hulda JúlíanaSigurðardóttir fæddist í Hafnar- firði 30. júlí 1929. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði mánudaginn 19. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Árnason, f. 7.8. 1879, d. 9.9. 1942, kaupmaður, og Gíslína Sigurveig Gísladóttir, f. 29.9. 1896, d. 26.10. 1975, húsmóðir í Hafnarfirði. Systkini Huldu eru: Friðþjófur Sigurðsson, fv. bygg- ingafulltrúi, f. 20.7. 1924, Hulda Júlíana Sigurðardóttir, f. 26.10. 1926, d. 24.8. 1928, Beinteinn Sigurðsson, fv. húsgagnasmíða- meistari, f. 26.6. 1928, Sigríður Beinteins Sigurðardóttir, fv. skrifstofumaður, f. 4.11. 1931, Sigurgísli Melberg Sigurjónsson, fv. matsveinn, f. 29.6. 1919, d. 21.10. 2001, Sigríður Dagbjört Sigurjónsdóttir, fv. húsmóðir, f. 13.9. 1920, d. 9.9. 2003, Sigurjón Melberg Sigurjónsson, fv. fram- Halldórsdóttir, viðskiptafræð- ingur. Barn þeirra: Kristín Hulda. 4) Kristjana, 23.6. 1959, skrifstofumaður, maki Þorgeir Ingi Njálsson, héraðsdómari. Börn þeirra: Guðríður, Ari Magnús og Hildur. 5) Kristján, f. 23.7. 1961, framkvæmdastjóri, maki Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, menntamálaráðherra. Börn þeirra: Gunnar Ari, Gísli Þorgeir, Katrín Erla. 6) Arndís, f. 11.9. 1966, skrifstofumaður, maki Stefán Þorri Stefánsson, framreiðslumaður. Börn þeirra: Kristjana og Tinna. Hulda lauk barnaskólaprófi frá Barnaskóla Hafnarfjarðar og húsmæðraskólaprófi frá Hús- mæðraskólanum á Blönduósi. Hún vann hjá föður sínum í Verslun Sigurðar Árnasonar í Hafnarfirði á sínum yngri árum. Á árunum 1968-1981 var Hulda umboðsmaður fyrir Tímann, Þjóðviljann og Alþýðublaðið í Hafnarfirði og Garðabæ. Hún stofnaði og rak ásamt eigin- manni sínum verslunina Músik og sport frá 1. september 1971 til 1. maí 1994 er þau seldu verslunina vegna veikinda henn- ar. Síðustu æviárin dvaldi Hulda á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Huldu Júlíönu verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. kvæmdastjóri, f. 27.11. 1921, d. 17.6. 1975, Árni Sigurðs- son, f. 24.9. 1908, d. 6.1. 1988, Halldór Sigurðsson, Þráinn Sigurðsson. Hinn 14. septem- ber 1950, giftist Hulda Ara Magnúsi Kristjánssyni, skip- stjóra og kaupmanni, f. 15.1. 1922, d. 7.8. 2001, sonur Kristjáns Einarssonar, bónda á Hjöllum í Skötufirði og Kristjönu Guð- mundsdóttur. Börn Huldu og Ara eru: 1) Örn, f. 13.4. 1951, gítarleikari í Svíþjóð, maki Sig- ríður Árnadóttir, húsmóðir. Börn þeirra: Huldar Freyr og Arna Þöll. Auk þess Ragnheiður, uppeldisdóttir Arnar. 2) Erla, f. 29.5. 1953, rekur eigin ensku- skóla í Hafnarfirði, maki Jón Níels Gíslason, framkvæmda- stjóri. Börn þeirra: Ólöf, Hulda Júlíana og Gísli Gunnar. 3) Gísli Sigurður, f. 17.12. 1956, d. 15.7. 1997, rekstrarhagfræðingur og lektor. Eftirlifandi maki Vildís Elsku Ari, ég er farin… Þetta voru síðustu orðin sem mamma gat skrifað. Þau voru skrif- uð með penna á hvítan tuskubút og hún mundi ekki hvað hún ætlaði að skrifa. Þessi orð skrifaði hún fyrir um það bil sex árum, þegar hún gat enn búið heima á Klettahrauninu þar sem við erum alin upp. Hvert var hún að fara? Vissi hún það sjálf og myndi hún skila sér aftur? Jú, einhvern veginn vissi hún að það var bara um nokkra staði að ræða, til barnanna sinna eða niður á smá- bátahöfn að huga að honum Ara sín- um. Hún mamma var með alzheimer og verkin sem hún gat reitt af hendi orðin æ færri. Hún sem alla sína tíð hafði gengið syngjandi glöð til allra verka og unnið margfaldan vinnu- dag dag hvern. Ung kynntist hún honum pabba. Það var þegar hún var 16 ára að vinna í versluninni Turninum sem afi rak niðri við Hafnarfjarðarhöfn. Hún gerði að gamni sínu við sjó- mennina en lét sem hún sæi þá ekki þegar þeir reyndu að gefa henni undir fótinn. Þar til einn dag að inn gengur fjallmyndarlegur piltur að vestan. Hann hallar sér fram á borðið og biður um Valenzíu-súkku- laði með romm og rús. Hún roðnar og verður feimin og í öllu fátinu gleymir hún að gefa honum til baka. Þá er það sem hann spyr: „Hvað er þetta, skulda ég þér eitthvað síðan í gær?“ Við þetta eldroðnar Hulda og hendist inn í bakherbergið. Þarna var kominn Ari Magnús Kristjáns- son og höfðu þau verið að skjóta sig saman á dansleik kvöldið áður. Hulda Júlíana var of ung og hélt norður á Blönduós í kvennaskóla og hann kláraði Stýrimannaskólann. Skömmu eftir það hittust þau aftur á balli í Oddfellow-húsinu og þar, eins og pabbi tjáði okkur síðar, gaf hún honum merki með sínum heillandi broshrukkum og þau fundu sinn takt í lífinu. Þau gengu í hjónaband og börnin urðu alls sex. Stofnuðu heimili á Álfaskeiði 18 í Hafnarfirði þar sem við bjuggum þangað til við fluttum á Klettahraun 4. Pabbi stundaði sjóinn og mamma sá um heimilið. Hún tók snemma bílpróf og fest voru kaup á glænýj- um Skoda. Allt til þess eins að hún gæti verið nær honum Ara sínum og dvalið sumarlangt á ýmsum stöðum fyrir norðan og austan þar sem hann landaði síldinni og loðnunni. Ein keyrði hún með okkur ormana í Skódanum norður í Eyjafjörð og austur á Egilsstaði þar sem við dvöldum og síðan var skutlast í firð- ina til þess að hitta pabba í hverri höfn. Síldin brást og síðar loðnan einnig. Þá voru þau að byggja húsið á Klettahrauninu. Voru því góð ráð dýr. Mamma bretti upp ermarnar og gerðist umboðsmaður fyrir Tím- ann og Þjóðviljann. Á hverri nóttu vaknaði hún eldsnemma og sótti blöðin, taldi þau í bunka og kom þeim til barnanna sem báru þau út. Seinna þegar pabbi hætti á sjónum stofnuðu þau verslunina Músík og Sport í Hafnarfirði sem þau ráku í rúm tuttugu ár. Þá var mamma svo sannarlega komin á heimavöll. Hún söng og gerði að gamni sínu við við- skiptavinina og kunni að veita hverj- um og einum sérstaka athygli og þjónustu. Jafnhliða verslunarrekstr- inum voru þau enn um nokkur ár umboðsmenn blaðanna og mamma lét sig ekki muna um að baka hrúg- ur af kleinum, vínarbrauðum og öðru góðgæti til þess að stinga í gogginn. En sorgina bar að dyrum, Gísli bróðir greindist með krabba- mein sem hann barðist við í sex ár þar til hann lést, fertugur að aldri. En áður en hann lést aðstoðaði hann mömmu og pabba við að selja Músík og Sport því annað reiðarslagið hafði dunið yfir, mamma var komin með alzheimer. Í stað öryggis og glettnisglampans í augum hennar skein nú öryggisleysi og hræðsla. Hvert var hún að fara og hvers vegna gat hún ekki munað hvað hún ætlaði að fara að gera? Hún grét hljóðum gráti því hún vissi ekkert hvað var að gerast. Pabbi tók fram matreiðslubækur mömmu og hóf nýjan starfsferil. Nú var það hann sem sá um heimilið. Hann eldaði og hugsaði um mömmu eins lengi og hann gat. Þegar við fórum með hana fyrst á dagvistunarheimilið Hlíð- arbæ spurði hún með grátstaf í kverkum hvað hún ætti að gera þar. Sem betur fer undi hún sér vel hjá því yndislega fólki sem þar vann og fannst hvern dag sem hún væri að fara í skemmtilega vinnu. Þegar svo kom að því að hún þurfti að fara í sólarhringsvistun á Hrafnistu varð hún einnig sorgmædd. En hún var fljót að aðlagast, því eins og lækn- irinn hennar hafði tjáð okkur myndi koma að því að hún fyndi til léttis yfir því að þurfa ekki lengur að hamast við að reyna að takast á við þau verkefni sem hún hafði sinnt á heimili sínu. Fljótlega á eftir flutti pabbi á vistina á Hrafnistu til þess að geta verið sem næst henni Huldu sinni. Alltaf breiddist gleðibros yfir andlit hennar þegar hann birtist og Ari var það nafn sem hún lengst mundi. Pabbi féll skyndilega frá og í kjölfarið fór heilsu mömmu mjög að hraka. Hún átti þó því láni að fagna að síðastliðin ár hefur hún verið í umsjá yndislegs starfsfólks á Hrafn- istu. Nú er hún dáin eftir margra ára legu. Söknuðurinn er mikill en sár- indin mest. Mamma missti af svo miklu. Það hlýtur að vera æðsta ósk allra foreldra að fá að fylgjast með börnum sínum og barnabörnum á þeirra sigur- og gleðistundum. Eftir sitjum við og erum þakklát fyrir að hafa átt yndislega móður sem var okkur fyrirmynd í verki frekar en í orði, þakklát fyrir minningu um for- eldra sem sýndu okkur hversu mik- ilvægt það er að takast á við ný við- fangsefni af bjartsýni og dugnaði og hversu stórkostlegt það er að vera umvafin jafnvægi, öryggi og ástúð. Í stofuklukkunni á Klettahrauninu fundum við gjafakort frá pabba til mömmu og í því stóð: „Hvaða eilífð er þeim nógu löng, sem elskast, hjörtum tveim?“ Mamma lést við sólarupprás þann 19 apríl. Á því andartaki hófu fuglarnir að syngja, við litum út um gluggann, veðrið var yndislegt, sjórinn spegilsléttur og er við litum til himins sáum við eitt fuglapar hefja sig til flugs yfir hraunið. Rétt eins og til þess að segja okkur sem eftir sátum sorg- mædd að núna hefði mamma fengið frelsið og fundið hann Ara sinn á ný. Að þau svifu nú saman inn í eilífðina sem yrði þeim nógu löng til þess að elskast hjörtum tveim. Fyrir hug- skotssjónum okkar sjáum við mömmu aftur fulla af orku og gleði. Sú mynd sem við höfum af for- eldrum okkar veitandi hvort öðru og okkur ástúð og öryggi mun vera okkur sem lifandi fyrirmynd um ókomna tíð. Hvern dag munum við minnast þess hversu heppin við er- um að vera þeirra börn. Erla, Kristjana, Krist- ján, Örn og Arndís. Ljósri Ladabifreið er bakkað út úr stæðinu á Klettahrauninu og ekið í átt að Hafnarfjarðarhöfn. Júlíönu HF er hvergi að sjá við kajann eða í innsiglingunni þannig að bílnum er ekið áfram út á Hvaleyrina. Þar stígur myndarleg kona út úr bílnum og skimar út á sjóinn. Þarna er Hulda á ferð að líta eftir Ara sínum en hana er tekið að lengja eftir hon- um enda nokkuð síðan hann fór á sjóinn þennan dag. Loks þegar hann birtist með aflann breiðist yfir andlit Huldu geislandi bros og gleði yfir því að hafa heimt ástina sín aft- ur. Fyrir okkur tengdabörnin var þetta einkennandi fyrir samband þeirra og þá miklu ást sem þau báru hvort til annars. Ef velja á einkunnarorð fyrir lífs- hlaup tengdamóður okkar þá eru það dugnaður, glaðværð og já- kvæðni. Af krafti var tekist á við verkefni dagsins jafnt utan heimilis sem innan og alltaf var stutt í brosið og gleðina. Í gegnum öll hennar verk skein ánægja með lífið og til- veruna og þess nutum við í ríkum mæli. Þegar við tengdabörnin kynntumst Huldu og Ara voru þau búin að byggja upp myndarlegt heimili á Klettahrauni sem sýnilega naut þess að húsmóðirin var hús- mæðraskólagengin. Þetta heimili varð með tímanum sannkallaður samkomustaður stórrar og sam- hentrar fjölskyldu. Þangað var allt- af gott að koma og allir fundu að þeir voru ávallt velkomnir. Hulda greindist með alzheimer aðeins 63 ára gömul. Tók hún því af miklu æðruleysi og gerði sitt besta til að halda lífinu áfram eins og ekk- ert hefði í skorist. Eftir að Hulda veiktist reyndi mikið á Ara. Kom þá glögglega í ljós hve traust sam- bandið var milli þeirra, það var eins og ástin og rómantíkin ykist með ár- unum. Síðustu árin lifði Ari fyrst og fremst fyrir það að vera nálægt Huldu sinni og gera það sem í hans valdi stóð til að henni liði vel. Á kveðjustund þökkum við tengdamóður okkar þann hlýhug og stuðning sem hún jafnan sýndi okk- ur og börnum okkar. Við minnumst hennar sem glaðlyndrar og kröft- ugrar konu og geymum þá mynd af henni í hugum okkur um ókomna tíð. Jón Níels, Þorgeir Ingi, Þorgerður Katrín, Vildís, Sigríður og Stefán Þorri. Nú er hún amma Hulda farin frá okkur. Seinustu árin var erfitt að horfa upp á lífskraft ömmu fjara smám saman út. Þó að hún hafi ver- ið langt leidd af alzheimer þá eru það minningarnar frá fyrri árum sem sitja eftir í huganum. Amma var alltaf svo hress og kát. Hún var dugleg og lífsglöð kona. Þegar við hugsum um ömmu sjáum við hana fyrir okkur syngjandi og dansandi. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til ömmu og afa á Kletta- hraunið. Þau voru alltaf til í að spila, við lærðum af ömmu að baka og hún söng fyrir okkur. Einnig var það fastur liður að leita af gleraugunum þeirra. Amma Hulda geislaði alltaf af ást og hlýju. Hún elskaði Ara sinn út af lífinu og til þeirra þótti börnunum þeirra alltaf gott að leita. En það var ekki einungis fjölskyld- an sem naut góðs af hlýju og ánægju hennar heldur líka við- skiptavinirnir í Músík og Sport. Hún stjórnaði búðinni eins og her- foringi og tók vel á móti öllum. Skellti jafnvel þungarokki á fullt á græjunum í búðinni þegar unga fólkið bað um að fá að heyra það. Ekki er það sjaldan sem við heyrum hversu hress, kát og dugleg hún amma okkar var. Hún var dugn- aðarkona sem við tökum okkur öll til fyrirmyndar. Við erum þakklát fyrir þá samheldni sem ömmu og afa tókst að skapa á meðal okkar allra og erum sannfærð um að við munum alltaf verða sem ein stór fjölskylda. Ólöf, Hulda Júlíana og Gísli Gunnar. Glaðlynd, hlæjandi og brosandi af kæti. Það er þannig sem við munum eftir elsku bestu ömmu Huldu. Kraftmikil kona sem var full af stolti og ástúð gagnvart sínum nán- ustu. Það var alltaf einstakt að koma til ömmu í heitt kaffi og ristað brauð þar sem hún sat í horninu sínu í eldhúsinu og hringsólaði kaffi- bollanum sínum, glaðbrosandi og ánægð með lífið. Allt frá fæðingu okkar og þar til heilsan brást hugs- aði amma um okkur af einskærri ást og umhyggju. Það var erfitt að horfa á ömmu sína breytast frá ári til árs sökum veikinda en eftir bestu getu reyndum við að vera til staðar fyrir hana og láta henni líða sem best. Við kveðjum þig með söknuði elsku amma en með fögnuði í hjarta því að eins og við vitum öll er það betra fyrir þig að fá að yfirgefa þennan heim og fara til elsku afa Ara. Nú ert þú farin frá okkur en allar yndislegu minningarnar lifa í hjörtum okkar. Takk fyrir allt, elsku amma. Guðríður, Ari Magnús og Hildur. HULDA JÚLÍANA SIGURÐARDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Huldu Júlíönu Sigurðardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. er að gerast í heiminum og sérstak- lega eru honum ýmsar uppfinningar hugleiknar. Mörgum árum síðar fer þessi sama hnáta, þá fullorðin kona, með barnarúm út í skemmu til Halla. Hann pússar og hún málar. Saman vinna þau og eins og áður er spjallað um heima og geima. Mig langar með örfáum orðum að minnast Halla afabróður míns. Mannsins sem með aðstoð Vikunnar hjálpaði mér að læra að lesa. Manns- ins sem kenndi mér að gera kind- urnar gæfar, mannsins sem ég fór og sat í fanginu á þegar ég kom inn þreytt og köld eftir langan dag úti. Mannsins sem síðar kom fram við börnin mín af sömu hlýju og ást og hann alltaf sýndi mér. Þrátt fyrir að Halli hafi aldrei eignast börn var hann ríkur af börn- um, barnabörnum og barnabarna- börnum. Ég var spurð að því þegar ég heimsótti hann eitt sinn á sjúkra- húsið hvernig við værum tengd. Ég man að ég svaraði því til að hann væri afabróðir minn en samt eig- inlega afi minn og kannski smá pabbi líka því ég var svo lánsöm að vera alin upp í húsinu sem Halli bjó í alla tíð. Að leiðarlokum er mér því efst í huga þakklæti. Þakklæti fyrir allar stundirnar, gott fordæmi, ást og hlýju. Ég veit að það er eigin- gjarnt að gráta en tár mín tákna þakklæti mitt til þín, elsku Halli. Þú kenndir mér gildi sem ég mun von- andi geta komið áfram til minna barna. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðný Jóhannesdóttir.  Fleiri minningargreinar um Þór- hall Halldórsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.