Morgunblaðið - 23.04.2004, Side 50

Morgunblaðið - 23.04.2004, Side 50
50 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 14.40 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS „Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna“ Þ.Þ. Fbl. Sýnd kl. 3.20 og 5.40. Með ensku tali Sýnd kl. 3.20 og 5.40. Með íslensku tali (Píslarsaga Krists) HP. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  Skonrokk  HL MBL Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 16.Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10.40. Til að tryggja réttan dóm réðu þeir utanaðkomandi sérfræðing En það var einn sem sá við þeim... Eftir metsölubók John Grisham Með stórleikurunum John Cusack, Gene Hackman, Dustin Hoffman og Rachel Weisz Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.10, 8, 10.50. og powersýning kl. 12. B.i. 16 ára. kl. 5.40, 8.30 og 11.20. B.i. 16. Blóðbaðið nær hámarki. Powersýning kl. 12 á miðnætti. FRUMSÝNING HP Kvikmyndir.com Sýnd kl. 10.10. Jimmy the Tulip er mættur aftur í hættulega fyndinni grínmynd! Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára. Blóðbaðið nær hámarki. FRUMSÝNING Sýnd kl. 6. Með íslenskum texta HP Kvikmyndir.com Spennumyndin Tímamörk –Timeline, er byggð á sam-nefndri metsölubók eftirMichael Crichton. Prófessor í fornleifafræði finnur ásamt nemend- um sínum tímavél í frönskum klaust- urrústum. Heldur síðan rakleitt í ferð aftur til miðalda en kemst ekki til baka. Þá reynir á hugvit nemend- anna. Metsöluhöfundur í Hollywood Bandaríkjamaðurinn Michael Crichton er einn kunnasti spennu- sagnahöfundur samtímans, jafnframt hefur nafn hans verið tengt kvik- myndagerð óvenju sterkum böndum. Timeline er nálægt því að vera 20. myndin sem hann er viðriðinn á rösk- lega 40 ára ferli. Ævintýrið hófst með The Andro- meda Strain, fyrstu bókinni sem fest var á filmu eftir metsöluskáldið. Við stjórnvölinn var Robert Wise, gaml- reyndur stórmyndasmiður sem komst bærilega frá sínu. Naut djöfla- veirutryllirinn talsverðra vinsælda árið 1971 og litu tvær myndir eftir bókum hans dagsljósið árið eftir: Dealing: Or the Berkeley-to-Boston Forty-Brick Lost-Bag Blues og The Harvey Treatment. Hvorug skildi spor eftir sig enda víðs fjarri þeim spennuskrifum sem áttu eftir að gera nafn hans víðfrægt. Crichton bætti um betur árið eftir og var bæði leik- stjóri og handritshöfundur framtíðar- vestrans Westworld, sem er enn þann dag í dag ein besta kvikmyndagerð verka hans og eina, umtalsverða leik- stjórnarafrekið. Yul Brynner er mik- ilúðlegur sem vélmenni sem gengur af göflunum í skemmtigarði í framtíð- inni. Frumleg saga og frábærlega vel unnin á þeirra tíma mælikvarða Næsta umtalsverða kvikmynda- gerð höfundar er Coma (’78), ágæt vísindaskáldsaga sem Crichton leik- stýrir. Hann er við sama heygarðs- hornið árið eftir, afraksturinn The First Great Train Robbery, með stór- leikurunum Sean Connery og Donald Sutherland. Sú ágæta mynd hefur elst með eindæmum illa. Crichton leikstýrði þrem myndum til viðbótar, Looker, Runaway og Physical Evid- ance. Þær eru mun slakari, en sam- tímis fór vegur hans sem rithöfundur vaxandi og náði sögulegu hámarki með Júragarðinum – Jurassic Park (’93). Bókin seldist í milljónaupplagi um allan heim og kvikmyndin varð sú mest sótta í kvikmyndasögunni um tíma. Sama ár lauk Philip Kaufman við kvikmyndagerð Rising Sun, sem var meinholl og spretthörð afþreying sem mynd og bók. Árið 1994 tileinkaði Crichton sjón- varpinu og Bráðavaktinni – E.R., þáttum sem enn njóta vinsælda á skjánum. Allar götur síðan hefur vegur Crichtons farið frekar dalandi í Holly- wood. Disclosure, Congo Sphere, Twister og The 13th Warrior fengu vonda dóma. Jurassic Park III er hins- vegar þétt og spennandi og kemur ekki á óvart að sú fjórða er í smíðum. Tvöfaldur á toppnum Leikstjórinn Richard Donner er með sjóaðri spennumyndaleikstjór- um í bransanum. Allt frá því hann lauk við klassíkina The Omen árið 1976, hefur hann verið með eftirsótt- ari mönnum í iðnaðinum. Þegar kom að hrollvekjunni góðu hafði Donner raunar haft nóg fyrir stafni sem vel metinn leikstjóri tuga sjónvarps- mynda og -þátta en lítið fengið að spreyta sig við stóra tjaldið. Á þessum tímamótum var Donner kominn hátt á fimmtugsaldurinn en það hefur ekki haft sýnileg áhrif, öðru nær. Síðan hefur Donner ekki aðeins verið óhemju farsæll leikstjóri með um tvo tugi mynda að baki, heldur skipað sér í raðir öflugustu framleiðenda Holly- wood og skilað af sér um þrem tugum metaðsóknarkvikmynda og -sjón- varpsþátta sem slíkur. Meðal helstu leikstjórnarverkefna Donners má nefna tvo, vinsæla bálka. Superman-myndirnar tvær og þótti sú fyrri tímamótamynd í tölvubrellum (’78), sem m.a. byggðust á e.k. spegil- myndum sem endasentust um tjaldið, og enn frekar fernuna kenndri við Tvo á toppnum – Lethal Weapon. Þeir Mel Gibson og Danny Glover smellpassa saman sem löggutvíeyki í eilífum, ómennskum mannraunum. Gibson sá léttgeggjaði, Glover jarð- bundnari og Joe Pesci fullkomnar þrennuna. Donner slakar ekki eitt augnablik á gamansamri spennunni. Af öðrum, eftirminnilegum myndum frá leikstjóranum má nefna Lady- hawke og Maverick. Afrek Donners sem framleiðandi eru einnig býsna mörg. Lethal Weap- on fernan skilaði milljörðum dala í kassann líkt og bálkurinn Free Willy, þar sem Austfirðingurinn Keiko kom við sögu. Á seinni árum hefur hann m.a. framleitt metaðsóknarmyndirn- ar um X-Men og er þriðja myndin í vinnslu. Þá er ógetið afkasta Donners í sjónvarpi en hann á að baki hundruðir sjónvarpsþátta og -mynda, bæði sem framleiðandi og leikstjóri á ferli sem spannar allt aftur til sjötta áratugar- ins. Meðal þess besta sem hann hefur gert fyrir skjáinn, koma þættirnir Tales From the Crypt, upp í hugann, en fyrst sá maður nafnið Richard Donner í tengslum við frábæra sjón- varpsþætti í kanasjónvarpinu á öld- inni sem leið... Vestraþættina Rifle- men og Wanted Dead or Alive, með Steve McQueen og Í ljósaskiptunum – The Twilight Zone. saebjorn@mbl.is Aftur til miðalda H eimildarmyndin Snerting við tómið – Touching the Void, fjallar um sanna at- burði sem áttu sér stað í Andesfjöllum um miðjan 9. áratug- inn. Tveir, ungir fjallgöngumenn, Joe Simpson og Simon Yates, unnu það einstæða afrek að komast fyrstir á 7.000 metra háan, efsta tind Sula Grande í Perú. Niðurleiðin er skelfi- leg hrakningasaga af ótrúlegum mannraunum og hetjudáðum. Fé- lagarnir hrapa hundruð metra, ann- ar þeirra, þá þegar fótbrotinn, talinn af en kemst á óskiljanlegan hátt til byggða. „Því nær sem þú ert dauðanum því kærara er þér lífið“ Eitthvað á þessa leið segir í Touching the Void, heimildarmynd sem hlotið hefur frábæra dóma gagnrýnenda, var m.a. kjörin „Besta breska mynd ársins“ á BAFTA- verðlaunahátíðinni í febrúar sl. Myndin er flokkuð sem heimildar- mynd þar sem aðalpersónurnar, Simpson og Yates, sitja sjálfir fyrir svörum kvikmyndagerðarmanna. Touching the Void er tekin á sögu- slóðum, samkvæmt frásögn þeirra félaga en þaulreyndir fjallamenn fara í spor þeirra í klifuratriðum. Heimildarmyndir, íslenskar og er- lendar, eru orðnar skemmtilega vin- sælar meðal bíógesta og er skemmst að minnast mikillar aðsóknar á frönsku myndina Heimur far- fuglanna í vetur. Fjöldi slíkra mynda hefur verið gerður um efni og at- burði tengda fjallamennsku. Fáar ef nokkur hefur verið sýnd fyrr í ís- lensku kvikmyndahúsi, örlög þeirra sjónvarpsskjárinn. Nú gæti orðið breyting á, ekki síst ef Touching the Void fær góða aðsókn. Kvikmyndir um frækna klifur- garpa í átökum við fjallatinda, há- Ekki fyrir loft- hrædda!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.