Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Dagskrá Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is • www.utflutningsrad.is Fundarsetning Valur Valsson, forma›ur stjórnar Ávarp Halldór Ásgrímsson, utanríkisrá›herra A› loknum framsöguerindum ver›a veitingar í bo›i Útflutningsrá›s Íslands. Vinsamlegast tilkynni› flátttöku til skrifstofu Útflutningsrá›s Íslands í síma 511 4000 e›a me› tölvupósti utflutningsrad@utflutningsrad.is Ársfundur Útflutningsráðs Íslands 2004árið verður haldinn miðvikudaginn 12. maí kl. 15:00 til 17:00 á Nordica Hótel, Reykjavík, 2. hæð, salur H-I. Menningarmunur og vi›skipti One Man’s Cod is another Man’s Red Herring - Heimurinn me› augum Tjallans Dr. J. L. Kettle-Williams, Bretlandi Er Nígería marka›ur framtí›ar fyrir Ísland? Gu›ni Einarsson, framkvæmdastjóri, Su›ureyri Í Sumo vi› firánd í Götu? Vi›skipti erlendra fyrirtækja í Japan Eyflór Eyjólfsson, framkvæmdastjóri, Tók‡óFundurinn er öllum opinn. GEOFF Hoon, varnarmálaráð- herra Bretlands, sagði í breska þinginu í gær að ákvörðunar væri að vænta í tveimur málum, er varða meinta illa meðferð á íröskum föngum, um það hvort ákærur yrðu gefnar út. Hann bað þá Íraka „inni- lega“ afsökunar sem kynnu að hafa verið beittir misrétti af breskum fangavörðum eða hermönnum en tók fram að bresk stjórnvöld hefðu ávallt brugðist við ábendingum Rauða krossins um slæma meðferð á föngum um leið og þær bárust. Hoon sagði að alls hefðu borist þrjátíu og þrjár kvartanir um illa meðferð á föngum. Í fimmtán til- fellum hefði ekki verið talin ástæða til aðgerða og væri rannsókn í þeim málum lokið. Sex önnur mál væru nú til rannsóknar og í tveimur mál- um til viðbótar væri rannsókn það langt á veg komin að ákvörðunar um það, hvort ákærur yrðu gefnar út, væri að vænta innan skamms. Ráðherrann tók fram að hann hefði ekkert á móti því að skýrsla sem Rauði krossinn afhenti breskum yfirvöldum um þessi mál í febrúar yrði gerð op- inber. Wall Street Journal hefur þegar birt hluta skýrslunnar en þar eru taldar upp nokkrar ávirðingar breskra hermanna. Meðal annars er þar talið hugsanlegt að sitthvað hafi verið athugavert við það hvernig dauðdaga Baha Mousa, Íraka sem var í haldi Breta, bar að í september sl. Þá gagnrýndi Rauði krossinn að hettur skyldu ítrekað vera settar yfir höfuð fanga og lét Hoon þess getið í gær að þessum sið hefði ver- ið hætt í september á síðasta ári. Myndirnar falsaðar? Athygli vakti að Hoon dró í efa að myndir er sýna breska hermenn misþyrma íröskum fanga, væru ófalsaðar. Sagði Hoon að „sterkar vísbendingar“ væru um að ökutæk- ið, sem sést á myndum af meintri misþyrmingu breskra hermanna á íröskum fanga, hafi ekki verið í Írak á þeim tíma sem myndin var sögð tekin á. Sagði Hoon að þetta hefði honum verið tjáð af sérstöku rannsóknar- teymi á vegum konunglegu herlög- reglunnar. Hann bætti við að „ver- ið væri að gera frekari rannsóknir til þess að kanna hvort grunurinn reyndist á rökum reistur“. Umræddar myndir birtust í síð- degisblaðinu Daily Mirror 1. maí síðastliðinn. Hoon segir að brugðist hafi verið skjótt við gagnrýni Rauða krossins vegna meðferðar á föngum í Írak Ákveða fljótlega hvort ákært verður London. AFP, AP. Geoff Hoon AKHMAD Kadyrov, forseti Tétsn- íu, sem ráðinn var af dögum í fyrradag, var í gær borinn til graf- ar í heimabæ fjölskyldu hans, Tsentoroi. Um 3.000 manns gengu um götur bæjarins, fóru með bæn- ir, og vottuðu forsetanum hinstu virðingu sína. Kadyrov var einn helsti banda- maður rússneskra stjórnvalda í Tétsníu og nú leita Rússar nýrra leiða til þess að ná tökum á svæð- inu. Árásin þykir mikið áfall fyrir Pútín, Rússlandsforseta, sem hafði lýst því yfir skömmu áður að Rúss- ar hefðu nú örugg tök á stjórn mála á svæðinu. Tveir synir Kadyrovs, Ramzan og Zelimkhan, sem álitnir eru með- al valdamestu manna í Tétsníu, voru meðal þeirra sem báru lík for- setans á börum í samræmi við tét- senskar hefðir. Kadyrov var ráðinn af dögum í sprengjuárás á hersýn- ingu á íþróttaleikvangi í Grosní, höfuðborg Tétsníu í fyrradag, en á sýningunni var sigri á nasista- stjórn Þjóðverja í seinni heims- styrjöldinni fagnað. Augljóst virðist að til hafi staðið að myrða forsetann, því sprengju- búnaðurinn var beint undir eins konar heiðurspalli sem Kadyrov sat á, ásamt háttsettum hershöfð- ingjum. Á meðal þeirra sem særðust var yfirmaður rússnesku hersveitanna í Tétsníu, Valery Baranoff hers- höfðingi, en hann er nú á batavegi á sjúkrahúsi. Maskhadov neitar ábyrgð Tölum um hversu margir létust í sprengingunum ber ekki saman. Æðsti embættismaður Rússa á svæðinu segir að sjö hafi látist, en tétsenska innanríkisráðuneytið segir að 32 hafi látist. Leiðtogi uppreisnarmanna í Tétsníu, Aslan Maskhadov, hafnar aðild að sprengjutilræðinu. Í yf- irlýsingu frá honum kemur vegna málsins kemur fram að hann „for- dæmi öll hryðjuverk“. „Við skiljum vel að dráp og of- beldi munu aldrei leysa vandamál okkar,“ sagði Maskhadov í yfirlýs- ingu sinni. Kadyrov bor- inn til grafar Tsentoroi. AFP. ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur heitið því að hann muni endurvinna áætlun sína, sem flokkur hans hafnaði í síðustu viku, um brotthvarf Ísraela frá Gazasvæð- inu. Kvaðst hann hafa aflýst fyrir- hugaðri ferð sinni til Washington til að fá tíma til að semja nýja áætlun er hægt væri að leggja fyrir bandaríska ráðamenn. Á ríkisstjórnarfundi á sunnudag- inn tjáði Sharon ráðherrum sínum að hann myndi leggja nýju áætlunina í dóm ríkisstjórnarinnar, en gaf engan ávæning af því hvernig nýja áætlun- in myndi líta út. Sharon átti að fara til Bandaríkjanna í lok vikunnar og ávarpa fund bandarísk-ísraelskra hagsmunasamtaka, en Bandaríkja- forseti situr jafnan fundi þeirra. Samkvæmt upphaflegri áætlun Sharons, sem meðlimir Likudflokks- ins höfnuðu í atkvæðagreiðslu, áttu Ísraelar að leggja niður allar land- tökubyggðir sínar á Gaza og fjórar að auki á Vesturbakkanum. Landtökumenn voru mjög andvíg- ir áætluninni og ráku áróður fyrir því að Likudfélagar höfnuðu þeim. Að sögn blaðsins Haaretz er Sharon enn staðráðinn í að allar byggðir gyðinga á Gaza verði lagðar af. Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði í gær, að hvort sem samkomulag næðist um nýja áætlun yrðu allar landtökubyggðir á Gaza aflagðar á næstu fimm árum. Land- tökubyggðirnar væru „söguleg mis- tök“ því að „forfeður okkar arfleiddu okkur ekki að því landi“. Sharon heitir breyttri áætlun um Gazasvæðið Byggðir gyðinga þar sagðar vera „söguleg mistök“ Jerúsalem. AFP. FILIPPSEYINGAR kusu sér for- seta í gær og voru alls um 43 milljónir manna á kjörskrá, einn- ig voru nokkur hundruð þingsæti í húfi og fjöldi annarra embætta. Er núverandi forseti, Gloria Arr- oyo, talin sigurstrangleg en helsti keppinautur hennar er Fernando Poe Junior, fyrrverandi kvik- myndaleikari með enga reynslu af stjórnmálum. Segja fréttaskýr- endur að frambjóðendur hafi lítið fjallað um helstu vandamál lands- manna, slæmt efnahagsástand, spillingu og uppreisnir þjóð- arbrota múslíma í sunnanverðu landinu. Hér sést Nicholas Cawed, höfðingi Igorot-ættbálksins, sem býr skammt norðan við höf- uðborgina Manila, greiða atkvæði með því að þrýsta fingrafarsmynd á seðilinn. AP Forsetakjör á Filippseyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.