Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 17
Vinsælasti sumarleyfiststaður Ítalíu. Glæsileg ströndin teygir sig kílómetrum saman eftir fallegri strandlengjunni og hér er að finna ótrúlega stemmningu yfir sumartímann, þar sem bærinn iðar af mannlífi, jafnt daga sem nætur, af innlendum sem erlendum ferðamönnum, sem koma hingað til að njóta hins besta sem sumardvöl á Ítalíu hefur að bjóða. Hvítasunnan á Rimini 27. maí frá kr. 29.895 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Frá kr. 29.895 Stökktu tilboð, m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, vikuferð, 27. maí. Frá kr. 39.990 Stökktu tilboð, m.v. 2 í íbúð/stúdíó, vikuferð, 27. maí. Síðustu sætin í maí Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Vegur yfir hálendið til að stytta leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar hefur ver- ið nokkuð ofarlega í umræðum manna við botn Húnafjarðar. Yfirleitt eru menn mót- fallnir þessari hugmynd og telja hana skaða hagsmuni héraðsins, fjárhagslegan ávinning fyrir þjóðfélagið engan, jafnframt því að raska ró hálendisins. Reifaðar hafa verið hugmyndir um að láta aðalþjóðveginn liggja um hinn nýja Þverárfjallsveg, gegn- um Sauðárkrók, um Hegranes og Hjalta- dal og loks í gegnum Tröllaskaga með jarðgöngum. Telja menn þessa leið ekkert lengri en þá sem nokkrir þingmenn hafa lagt til á Alþingi. Margt er ósagt í máli þessu og er ótrúlegt annað en sveitarfélög á norðvestursvæðinu muni spyrna fast með báðum svo farsæl lausn finnist á málinu.    Jón Ísberg fyrrverandi sýslumaður Hún- vetninga var á dögunum gerður að heið- ursborgara Blönduóss. Of langt mál væri upp að telja afrek Jóns og hans óeig- ingjarna starf í gegn um tíðina í þessu greinarkorni en full ástæða til að gera það á öðrum vettvangi. Margar sögur eru til um Jón og eru þær af ýmsum toga en ætíð á jákvæðum og mannlegum nótum.    Talandi um sögur af mönnum þá er hér við lýði máltækið „Nú er ég svo aldeilis aldeilis hissa“ þegar undur og stórmerki gerast og bak við þetta máltæki er saga sem frómir menn segja að sé til þess að gera sönn. Óþarfi er að nefna nein nöfn í sögu þessari en hún fjallar um lífsviðhorf, lífsháska, æðruleysi og kynhvöt. Kýr var yxna hjá bónda einum í sýslunni . Ná- granni sem var í heimsókn bauðst til að hjálpa til við að koma kálfi í kúna og sagði bónda að fara út með kúna en hann skyldi koma með nautið á eftir. Þegar hinn hjálp- sami nágranni kom út með nautið hafði það einhverra hluta ekki áhuga á kúnni heldur fór að hnoðast í hjálparmanni og hafði hann undir fyrir rest. Kúnni leiddist þófið og áhugaleysi nautsins og stökk upp á nautið þar sem það hnoðaði nágrannann. Þegar þetta stóð sem hæst varð hinum hjálpsama nágranna sem var í verulegum lífsháska að orði: „Nú er ég svo aldeilis, aldeilis hissa. Nautið hefur meiri áhuga á mér en kúnni.“ Úr bæjarlífinu BLÖNDUÓS EFTIR JÓN SIGURÐSSON FRÉTTARITARA Um þessar mundirer verið að gangaendanlega frá niðurröðun bæjarhátíða. Á Austur-Héraði liggja fyrir dagsetningar allra helstu viðburða sumarsins, meðal annars Fantasy Island. Alþjóðlega sýningin Fantasy Island stendur frá 29. maí til 1. október í Hallormsstað og á Eiðum. Dagana 10. til 13 . júní verður haldin á Egils- stöðum mannlífs- og at- vinnusýning sem ber nafn- ið Austurland 2004 og er sú stærsta sem haldin hef- ur verið eystra til þessa. Djasshátíð Egilsstaða verður að vanda í Vala- skjálf og stendur dagana 24. til 27. júní. Sumarhátíð ÚÍA fer fram á Vilhjálms- velli 17. og 18. júlí. Að síðustu má geta þess að Ormsteiti á Héraði, rótgróin bæjarhátíð að hausti, fer fram dagana 13. til 22. ágúst. Viðburðir Árneshreppur | Skák- félagið Hrókurinn hélt vorskákmót í félagsheim- ilinu í Árnesi, Trékyll- isvík á dögunum. Stjórn- andi mótsins var Hrafn Jökulsson, forseti Hróks- ins. Tefldar voru sjö um- ferðir og tóku sextán manns þátt í mótinu. Hrafn tefldi síðan fjöl- tefli við skólabörnin og þótti honum sérstakt að öll börnin tefldu og mörg mjög vel. Að lokum af- henti Hrafn verðlaun fyr- ir efstu þrjú sætin. Efstur varð Gunnar Dalkvist í Bæ með sex vinninga og hlaut hann farandbik- arinn. Í öðru og þriðja sæti urðu jafnir Ingólfur Benediktsson í Árnesi 2 og Trausti Steinsson skólastjóri með fjóra og hálfan vinning, en Trausti var efstur á páskaskák- mótinu sem Hrókurinn hélt í fyrra. Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson Skákmót í Trékyllisvík Í baksíðufrétt í DV varskýrt frá því að Ingi-björg Sólrún Gísla- dóttir hefði tekið sæti Guðrúnar Ögmunds- dóttur á Alþingi, – „og stekkur varaformaður Samfylkingarinnar því ferskur inn í þá orrahríð sem geisar á Alþingi“. Fyrirsögnin var „Salmon- ella vaknar“. Karl af Laugaveginum orti: Gamanið kárnar í lífsins leik lítill á þingi friður; salmónellan er komin á kreik kveisan stingur sér niður. Gísli Ásgeirsson lýsir morgunstemmningu í Hafnarfirði: Fögur er Fjarðarins mynd ég fer út og sæki blaðið. Í logninu leysi ég vind og laufunum feyki um hlaðið. Hjálmar Freysteinsson bætir um betur: Skáldin láta móðan mása mörg er vísa gjörð. Vellyktandi vindar blása víða um Hafnarfjörð. Einn fagran morgun pebl@mbl.is Eskifjörður | Haldið var upp á sextíu ára af- mæli Eskju hf. á Eskifirði síðastliðinn laug- ardag. Opið hús var í öllum starfsdeildum fyr- irtækisins og margt um manninn. Boðið var upp á myndasýningu og andlitsmálum á skrif- stofunni, furðufiskar voru sýndir í frystihúsinu og virtust gestir spenntir fyrir þeim og fiski- troll var sett upp á plan nótastöðvar. Loks má geta þess að boðið var upp á mjölvöfflur í bræðslunni. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Rýnt í furðufiska Tímamót Selfoss | Minnisblað frá Sigurði Óla Kol- beinssyni lögfræðingi Sambands ísl. sveit- arfélaga um þátttöku sveitarfélaga í kostn- aði við byggingu hjúkrunarrýma var tekið fyrir á bæjarráðsfundi Árborgar 6. maí. Ástæða þessa minnisblaðs er að heilbrigð- isráðuneytið hefur krafið sveitarfélagið Árborg um 15% þátttöku í kostnaði vegna viðbyggingar við Sjúkrahús Suðurlands, hjúkrunarrýmishluta byggingarinnar. Árborg fékk Samband íslenskra sveitar- félaga til liðs við sig til að athuga hvort þessi krafa ráðuneytisins stæðist. Sigurður Óli lögmaður kemst að þeirri niðurstöðu að krafa ráðuneytisins um þátt- töku í kostnaði við nýbyggingu Sjúkrahúss Suðurlands stangist á við nýgert sam- komulag um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Bæjarráð fagnaði niður- stöðunni á fundi sínum 6. maí og þakkaði Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir skjót og góð viðbrögð í þessu mikilvæga hagsmunamáli sveitarfélaganna. Framkvæmdanefnd um opinberar bygg- ingar gaf í vetur heimild til þess að fram- kvæmdir vegna viðbyggingar við Sjúkra- hús Suðurlands yrðu boðnar út. Dregist hefur að af því yrði en verkið er tilbúið til útboðs hjá framkvæmdasýslu ríkisins og fer í útboð um leið og krafa um þátttöku sveitarfélaganna hefur verið til lykta leidd. Krafa um þátt- töku sveitarfé- laga stenst ekki Álit vegna viðbyggingar Sjúkrahúss Suðurlands Hólmavík | Sparisjóður Strandamanna hagnaðist um 43,2 milljónir kr. á síðasta ári, að því er fram koma á aðalfundi sjóðs- ins sem nýlega var haldinn. Sparisjóðs- stjóraskipti urðu um sl. áramót þegar Benedikt G. Grímsson lét af störfum að eigin ósk, en hann hefur verið sparisjóðs- stjóri frá 1997. Benedikt er þriðji ættliðurinn sem gegnt hefur starfi sparisjóðsstjóra við sjóðinn, en ættin hefur stjórnað sjóðnum samfellt frá árinu 1946. Benedikt voru þökkuð farsæl störf fyrir Sparisjóðinn og heilldrjúgra starfa forfeðra hans minnst. Nýr spari- sjóðsstjóri frá áramótum er Guðmundur Björgvin Magnússon. Sparisjóður Stranda hagnast ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.