Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2004 45 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú ert hugmyndarík/ur og skapandi og lítur heiminn óvenjulegum augum. Þú þarft að leggja mjög hart að þér á þessu ári til að upp- skera vel á því næsta. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Flest okkar eiga það til að falla í þá gryfju að taka okkar nánustu sem sjálfgefna. Láttu það ekki bíða að segja hversu miklu máli þeir skipta þig. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur unun af fallegum hlutum en ættir þó að bíða með að kaupa nokkuð. Morg- undagurinn verður hagstæð- ari en dagurinn í dag en bíddu samt fram á laugardag. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Venus er í merkinu þínu og þú átt auðvelt með að sýna öðrum vinsemd . Góður dagur til að ganga frá deilumálum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Mars er í merkinu þínu og því er mikil orka að safnast upp innra með þér. Þú hefðir gott af því að fara í leikfimi og brenna hluta af þessari orku. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Vináttan skiptir þig sérlega miklu máli þessa dagana. Gefðu þér tíma til að vera með vinum þínum. Þú ættir að þiggja öll heimboð sem þér berast og bjóða fólki heim til þín. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú átt auðvelt með að hrífa áhrifamikið fólk með þér þessa dagana. Notaðu tæki- færið til að ræða málin við yf- irmenn þína, foreldra og kennara. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur sérlega næmt auga fyrir fegurð og ættir því að gefa þér tíma til að njóta feg- urðar og lista. Farðu á lista- sýningu eða út í náttúruna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú gætir fengið gjöf frá ein- hverjum í dag. Láttu ekki feimni eða stolt koma í veg fyrir að þú þiggir hana því með því veitirðu öðrum tæki- færi til að sýna örlæti. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Venus er á móti merkinu þínu og er þetta góður tími til að leysa vandamál. Ræddu við þína nánustu og leitaðu leiða til að sætta ólík sjónarmið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Samstarfsfólk þitt er sér- staklega samvinnuþýtt þessa dagana. Ef þú vilt koma breytingum í gegn þá er þetta rétti tíminn til að ræða þær. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það liggur vel á þér auk þess sem ástin liggur í loftinu. Það er því ekki ólíklegt að þú verð- ir ástfangin/n eða að samband þitt við maka dýpki. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gerðu eitthvað til að fegra umhverfi þitt. Þú gætir líka keypt eitthvað fallegt handa þér eða öðrum á heimilinu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. JÓNAS HALLGRÍMSSON Döggfall á vorgrænum víðum veglausum heiðum, sólroð í svölum og góðum suðrænublæ. Stjarnan við bergtindinn bliknar, brosir og slokknar, óttuljós víðáttan vaknar vonfrjó og ný. Sól rís úr steinrunnum straumum, stráum og blómum hjörðum og söngþrastasveimum samfögnuð býr. – – – Snorri Hjartarson LJÓÐABROT LESANDINN er í suður, sagnhafi í þremur gröndum. Keppnisformið er tvímenn- ingur: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠– ♥D54 ♦ÁD98432 ♣G63 Suður ♠D1096 ♥ÁK96 ♦G5 ♣ÁD8 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 grand Pass 3 grönd Pass Pass Pass Sagnir eru snaggaralegar og bera keppnisforminu merki. Vestur kemur út með spaðasjöu, fjórða hæsta. Austur drepur með ás og spilar spaðaþristi um hæl, tían frá þér og lítið úr vestr- inu (fimman). Taktu við. Ekki er það skemmtilegt. Austur má helst ekki kom- ast inn, en sú „öryggisspila- mennska“ að byrja á tígulás gæti rústað spilinu ef sami mótherji á K10x – þá vantar innkomu til að verka litinn. Og svo er þetta tvímenn- ingur og þá borgar sig ekki alltaf að hafa öryggið á odd- inum. En hvað um það. Svona var spilið allt í Íslands- mótinu í tvímenningi: Norður ♠– ♥D54 ♦ÁD98432 ♣G63 Vestur Austur ♠KG8754 ♠Á32 ♥G ♥108732 ♦1076 ♦K ♣1052 ♣K974 Suður ♠D1096 ♥ÁK96 ♦G5 ♣ÁD8 Ef tígulgosanum er rennt til austurs fer spilið tvo nið- ur. Tígull upp á ás gefur hins vegar tólf slagi! Hvort tveggja sást, en á flestum borðum ákvað vestur að taka strax slagina á spaða. Þá var tígli svínað og sagn- hafi fékk níu slagi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. O-O Rxe4 5. d4 Rd6 6. Bxc6 dxc6 7. dxe5 Rf5 8. Dxd8+ Kxd8 9. Rc3 Bd7 10. b3 Kc8 11. Bb2 Be7 12. Re4 c5 13. h3 Bc6 14. Hfe1 h5 15. Rfg5 Hf8 16. Had1 a5 17. a4 c4 18. g4 Rh4 19. He3 Rg2 20. Hc3 hxg4 21. hxg4 Rf4 22. Hxc4 Bxg5 23. Rxg5 Hh8 24. f3 Rh3+ 25. Rxh3 Hxh3 26. Hd3 Hxf3 27. Hxf3 Bxf3 Staðan kom upp á Sige- man-stórmeist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Málmey og Hoje Taastruup í Kaup- mannahöfn. Eduard- as Rozentalis (2.619) hafði hvítt gegn danska alþjóðlega meistaranum Jacob Aagaard (2.400). 28. e6! Bd5 28. … fxe6 gekk ekki upp vegna 29. Hf4 og hvítur vinnur vegna tvö- faldrar hótunar sinn- ar. Í framhaldinu ræður svartur ekki við frí- peð hvíts. 29. e7 Kd7 30. Hd4 Ke6 31. c4 Bc6 32. Hd8 og svartur gafst upp. Loka- staða mótsins varð þessi: 1.–2. Peter Heine Nielsen (2.628) og Curt Hansen (2.635) 6 vinninga af 9 mögulegum. 3. Magnus Carlsen (2.552) 5½ v. 4. Al- exander Beljavsky (2.667) 5 v. 5.–6. Eduardas Rozental- is (2.619) og Jonny Hector (2.512) 4½ v. 7. Evgeny Agr- est (2.601) 4 v. 8. Tiger Hill- arp-Persson (2.513) 3½ v. 9.–10. Jacob Aagaard (2.400) og Nick DeFirmian (2.542) 3 v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Þrjár ungar stúlkur héldu tombólu í Ólafsfirði fyrir nokkrum dögum og söfnuðu um það bil 4.000 krónum sem þær gáfu dvalarheimilinu Hornbrekku. Þessi mynd af stúlkunum var tekin á norðursvölunum á Hornbrekku en þær heita Jóhanna, Gunnlaug og Lóa Rós. HLUTAVELTA Sálfræðistöðin Á námskeiðinu lærir þú: • Að efla jákvæðni og sjálfsöryggi • Að greina eigið samskiptamynstur • Að byggja upp markviss tjáskipti Höfundar og leiðbeinendur námskeiðis eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Skráning í síma 562 3075/552 1110 Netfang: psych.center@mmedia.is Vefsíða: www.salfraedistodin.is Sjálfstyrking Sumargallar Inni- og útigallar fyrir dömur á öllum aldri Ný sending Sími 568 5170 Lithimnulestur Með David Calvillo fimmtudag og föstudag Lithimnulestur er gömul fræðigrein þar sem upplýsingar um heilsufar, mataræði og bætiefni eru lesnar úr lithimnu augans. Á fimmtudag og föstudag mun David Calvillo vera með lithimnulestur í Heilsubúðinni, Góð heilsa gulli betri. Njálsgötu 1, uppl. og tímapantanir í s:561-5250. Ég vildi óska að þeir létu sér nægja að grisja í sínum eigin garði … MEÐ MORGUNKAFFINU Morgunblaðið/Helgi Jónsson        MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.