Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 28
Það varanríksteiniskóla eintakið, en ný lagadeild hásk kynningu á sam deildina er, að deildarforseta, kennslu í mann lögum. Genfarsamni en sá síðasti var þá eru tvær viðb 1977 sem einn Genfarsamning þjóðlegra mann hlutverk að dra um stríðs og v vernd. Í þeim k að jafnvel strí Samningarnir v þátt í ófriði eða reisa skorður v ar geta beitt. G inganna eru vir útgáfu þeirra f Espihóli í Eyja atburð er frá e Halldóra kona V á vígvöll með g að sárum bæði fara í manng minna á atburð en Henry Du krossins kom lágu 40 þúsund urríkismenn o hann líknarstar kjörorðunum „A Halldó H ræ Genfar lensku en og Rauði við ath 28 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hafið er útboð undirbúnings-verkefna fyrir byggingu ál-vers á Reyðarfirði og starfs-mannaþorps á byggingartíma. Útboðsgögn eru nú úti hjá völdum bjóðendum fyrir byggingu starfsmannaþorpsins og fyrstu aðstöðu- sköpun á álverslóðinni. Útboðið er í meginatriðum fjórskipt: Í fyrsta lagi upphafsvinnubúðir fyrir um 100 manns og starfsmannaaðstaða með skrifstofum á álverslóðinni. Í öðru lagi áfangaskipt afhending og uppbygging vinnubúða með allri af- þreyingar- og íþróttaaðstöðu fyrir allt að 1.800 manns. Í þriðja lagi rekstur og viðhald vinnubúða og afþreyingar allt frá fyrsta degi til verkloka og í fjórða lagi jarðvinna og annar frágangur við vinnubúðir og fyrstu starfsmanna- aðstöðu á álverslóðinni, svo og ýmis þjónusta á framkvæmdatíma. Sveinn Jónsson, verkfræðingur hjá Hönnun, hefur fyrir hönd HRV haft með höndum yfirverkefnisstjórn og sam- ræmingu útboðanna. Sveinn sagði að búið væri að opna boð í fyrri tvo þætt- ina. en engum boðum hefur verið tekið enn . Hann segir mörg fleiri boð í gangi. Erlendir aðilar hafa einvörðungu boðið í afhendingu, uppsetningu og rekstur búðanna en íslenskir aðilar boðið í ann- að. Starfsmannaþorpið, sem í daglegu tali er nefnt FTV (Fjarðaál Team Vill- age), verður byggt upp á Haga, um 1 km utan við þéttbýlið á Reyðarfirði, á 14 hekturum lands, með stækkunarmögu- leika upp í 17 h að starfsmanna 1.800 manns, en Sveinn segir bú að hver og einn herbergi með b hægindastól. „Þ tiltölulega rúm eru setustofur skála. Síðan er komið að það v þar sem u.þ.b. 2 sig. Hverju hve þreyingarhús, þ leiktækjasalir o Egilsstöðum. Morgunblaðið. Starfsmannaþorp Fjarðaáls mun liggja mitt á milli þéttbýlisins á Reyðarfirði og álversins utar í firðinu Fjöldi útb Undirbúningur starfsmannaþ J óhannes Nordal hefur lengi blasað við hverjum manni í íslensku þjóðfélagi. Hann var ekki aðeins holdgerv- ingur Seðlabanka Íslands um áratugaskeið og þar með áhrifa- valdur umfram flesta um íslensk efnahagsmál. Hann var hvarvetna kallaður til þar sem úrlausnarefnin þóttu flóknust og viðurhlutamest. Hann fór lengi fyrir stjórn Lands- virkjunar og viðræðunefnd um orku- frekan iðnað. Þekkingu hans, lagni og lipurð var viðbrugðið og hann naut óskoraðs trausts jafnt hinna íslensku yfirvalda sem viðsemjendanna. Af- köst hans hafa verið með ólíkindum, en þó gefur allt hans fas og fram- ganga til kynna að ekkert liggi á og hann hafi endalausan tíma til að ræða mál í þaula við alla þá sem eftir því óska. Og það hafa margir gert, því Jóhannesi er einkar lagið að setja flókin mál fram með skiljanlegum hætti. Hann hefur aldrei þurft, eins og verr gefnum mönnum hættir til, að fela sig á bak við stagl eða froðusnakk fræðisetn- inga. Ritstörf hans eru víðfeðm og endurspegla fjölbreytt áhugasvið Jóhann- esar, þótt hans daglegu viðfangsefni eigi þar auðvitað drýgstan hlut. Bókmennta- og listaáhugi er runninn Jóhannesi í merg og bein og þarf ekki að undra. Hann átti lengi sæti í bókmenntaráði Almenna bókafélagsins og enn lengur hefur hann setið í forsæti Hins íslenska fornritafélags og hefur starf hans og samstarfsmanna hans haft mikið gildi og ríka þýðingu fyrir þjóðararf- inn. Jóhannes kaus að hverfa úr sæti sínu í Seðlabankanum fyrr en hann þurfti, en hefur ekki setið auðum höndum síðan. Eftir hatrammar og erfiðar deilur um sjávarútveg og önnur auðlindamál varð það að ráði að reyna að mynda hóp manna til að greiða úr flækjum og leita sáttagrundvallar, sem gæti, þó ekki yrði annað, dregið úr þeirri stjórnlitlu heift sem lengi hafði einkennt umræðu um þennan þýðingarmikla málaflokk. Ég staðnæmdist fljótlega við nafn Jóhann- esar er ég hugsaði um hver gæti leitt þetta starf. Satt best að segja taldi ég lík- legast að hann myndi biðjast undan verkefninu og hefði enginn láð honum það. Eftir nokkra umhugsun ákvað hann hins vegar að hella sér út í erfiðið og tóku ýmsir góðir menn þátt í því með honum. Á þá er ekki hallað né nokkurn annan, þótt fullyrt sé að á þeim tíma hafi enginn annar en Jóhannes Nordal getað lokið þessu verkefni, með þeim sóma og sátt sem tókst. Fyrir það er ég honum þakk- látur mjög og það munu fleiri vera. Jóhannes Nordal er fallegur maður og ber mikla persónu. Hann er viðfelld- inn og rembingslaus, fróður og skemmtilegur. Þrátt fyrir yfirburðakosti hans, eða kannski vegna þeirra, hefur hann fengið sitt af hnjóðsyrðum um dagana. Þó minna en ætla mætti vegna starfa hans og áhrifa um áratugaskeið. En sjálfur er hann umtalsfrómur og velviljaður og leggur ekki illt til neins að fyrra bragði. Mér hefur hann sýnt allt að því föðurlega hlýju frá því að kynni okkar tókust. Frú Dóra Nordal er glæsileg kona og skemmtileg, trygg vinum sínum, skoð- anaföst og sköruleg. Saman deila þau hjón örugglega mörgum áhugamálum. En laxveiðina má telja til listgreina beggja en ekki er ofmælt, þegar sagt er að Jóhannes sé snillingur á því sviði. En einnig við þá iðju koma persónueinkenni hans fram. Dugnaður, skipulag og ánægja í senn, en um leið hógværð og rík til- litssemi við samferðamennina á bökkunum. Það er margur sem hugsar eins og við Ástríður hlýlega til Jóhannesar Nor- dals og fjölskyldu hans á þessum tímamótum og biður þessum einum ágætasta Íslendingi samtímans Guðs blessunar. Davíð Oddsson. Jóhannes Nordal áttræður BREYTINGATILLÖGUR ALLSHERJARNEFNDAR Allsherjarnefnd Alþingis lauk ígærkvöldi umfjöllun sinni umfjölmiðlafrumvarp ríkisstjórn- arinnar og var breytingatillögum frá meirihluta nefndarinnar dreift á þing- fundi seint í gærkvöldi. Tvennt vekur sérstaka athygli í áliti meirihluta nefnd- arinnar. Annars vegar umfjöllun um frumvarpið í ljósi mannréttindaákvæða stjórnarskrárinnar, mannréttinda- sáttmála Evrópu og EES-samningsins og hins vegar þær breytingatillögur, sem meirihluti nefndarinnar leggur fram. Í nefndarálitinu er vísað til fyrirvara í atvinnufrelsisákvæði 75. gr. stjórnar- skrárinnar og síðan segir: „Samkvæmt hefðbundnum sjónarmiðum í stjórn- skipunarrétti er viðtekið að skýra þenn- an fyrirvara svo, að hann veiti löggjaf- anum verulegt svigrúm til að meta hvaða almannahagsmunir koma til greina í þessu skyni. Það er mat meiri- hlutans að vernd lýðræðislegrar um- ræðu og fjölbreytni hennar séu á meðal þeirra hagsmuna, sem augljóst er að löggjafanum sé heimilt að leggja slíkum takmörkunum til grundvallar.“ Meirihluti allsherjarnefndar víkur einnig að 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og segir: „Í 3. málslið 1. mgr. þeirrar greinar er raunar sérstaklega tekið fram, að tjáningarfrelsisvernd sáttmálans hindri ekki einstök ríki í því að gera útvarps- og sjónvarpsfyrirtækj- um að starfa samkvæmt sérstöku leyfi.“ Síðan vísar nefndin til dóms Mannrétt- indadómstóls Evrópu frá 24. nóvember 1993 og segir: „Allt að einu má draga þá ályktun af þessu máli, að stjórnvöldum verði viðurkenndar afar rúmar heimild- ir til þess að tryggja málefnaleg mark- mið um fjölbreytni í fjölmiðlum þar á meðal heimildir til að takmarka, þau réttindi, sem tilvitnuðum ákvæðum stjórnarskrárinnar og mannréttinda- sáttmála Evrópu er að öðru jöfnu ætlað að vernda. Í þessu ljósi miðar fyrirliggj- andi frumvarp sannarlega að því að bregðast við óæskilegri þróun á fjöl- miðlamarkaði hér á landi.“ Loks víkur meirihluti allsherjar- nefndar að EES-samningnum og segir: „Engar sameiginlegar reglur gilda því um eignarhald á fjölmiðlum í Evrópu- sambandinu – og þar með ekki á Evr- ópska efnahagssvæðinu heldur – og ekki heldur reglur, sem með beinum hætti takmarka svigrúm aðildarríkj- anna til að binda útvarpsleyfi skilyrð- um, sem lúta að eignarhaldi á þeim fyr- irtækjum, sem slík leyfi má veita.“ Ekki verður betur séð en meirihluti allsherjarnefndar hafi fært sannfær- andi rök fyrir afstöðu sinni til þessara álitamála, sem töluvert hafa verið til umræðu að undanförnu. Meirihluti nefndarinnar gerir nokkr- ar breytingatillögur við fjölmiðlafrum- varpið. Veigamesta breytingartillagan er sennilega sú, að markaðsráðandi fyr- irtæki á öðru sviði, sem óheimilt er sam- kvæmt frumvarpinu að eiga hlut í ljós- vakamiðli megi eiga 5% hlut í slíku fyrirtæki. Með þessari breytingartil- lögu er komið til móts við sjónarmið þeirra, sem töldu of langt gengið í frum- varpinu að banna með öllu eignaraðild slíks fyrirtækis að ljósvakamiðlum. Í þessu sambandi er ástæða til að vekja athygli á, að forstjóri Baugs, en það fyr- irtæki hefur verið einna mest til um- ræðu í þessu samhengi, hefur lýst í blaðaviðtali vilja til þess að samþykkja takmarkað eignarhald, þótt hann nefndi töluvert hærri prósentu en þá, sem meirihluti nefndarinnar leggur til. Þá leggur meirihluti nefndarinnar til, að þegar rætt er um markaðsráðandi fyrirtæki í frumvarpinu verði átt við fyrirtæki eða fyrirtækjasamsteypu, sem velti yfir tveimur milljörðum króna á ári og sýnist það skynsamleg breyting á frumvarpinu. Í breytingatillögunum er gert ráð fyrir undirstrikun á þeim takmörkun- um, sem eru á því að sami aðili gefi út dagblað og sé í útvarpsrekstri. Nokkrar breytingar eru gerðar á skipan útvarps- réttarnefndar auk annarra lagfæringa. Nefndarmeirihlutinn leggur til að gildistaka laganna verði 1. júní árið 2006 og um það segir: „Bent hefur verið á að aðlögunartíminn, sem bráðabirgða- ákvæði frumvarpsins gerir ráð fyrir nýtist ekki að fullu þeim, sem hafa út- varpsleyfi, sem renna út á þessum tíma á sama hátt og öðrum. Í þágu jafnræðis í þessu tilliti er lagt til að gildistaka frumvarpsins verði færð fram sem þessu nemur...“ Með breytingatillögum þessum hefur meirihluti allsherjarnefndar komið til móts við sumt af þeirri gagnrýni, sem fram hefur komið á fjölmiðlafrumvarpið að undanförnu. Verður ekki betur séð en sanngirni móti þá afstöðu. Eftir stendur það grundvallaratriði, að sami aðili megi ekki eiga bæði ljósvakamiðla og dagblöð. Í umræðum síðustu daga og vikna hefur verið spurt hver rökin séu fyrir þessu. Svarið er augljóst: til þess að koma í veg fyrir að of mikil áhrif og völd færist á of fáar hendur. Andstæðingar frumvarpsins spyrja hvað valdi því að fjölmiðlafrumvarpið sé keyrt áfram á svo miklum hraða í gegn- um þingið. Sú gagnrýni er tæpast sann- gjörn. Fram kom hjá talsmönnum rík- isstjórnarinnar síðari hluta nóvember- mánaðar að hún hygði á slíka laga- setningu. Menntamálaráðherra skipaði sérstaka nefnd til þess að undirbúa mál- ið. Talsmenn allra flokka hafa haft uppi lofsyrði um störf nefndarinnar og skýrslu hennar. Þegar upp verður stað- ið verður væntanlega um hálft ár liðið frá því að málinu var hreyft og ekki til- efni til að gagnrýna þá málsmeðferð, þótt birta hefði mátt skýrslu nefndar menntamálaráðherra fyrr eins og Morgunblaðið hefur áður bent á. Í umræðum undanfarna daga hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar haft orð á því að þeir hafi aldrei í sögu Al- þingis kynnzt vinnubrögðum af því tagi sem nú séu ástunduð. Þeir sem hafa fylgzt vel með störfum Alþingis undan- farna áratugi vita mæta vel að slík stór- yrði af hálfu stjórnarandstæðinga eru fastur liður í störfum þingsins og hafa heyrzt aftur og aftur áratugum saman. Sumir telja, að deilurnar um fjöl- miðlafrumvarpið séu einhverjar hinar mestu, sem hér hafa farið fram á seinni tímum. Það er misskilningur. Á síðasta aldarfjórðungi hafa farið fram margfalt harkalegri deilur í íslenzku þjóðfélagi en þær sem nú standa yfir. Morgunblaðið hefur á undanförnum vikum gert rökstudda grein fyrir stuðn- ingi blaðsins við frumvarp ríkisstjórn- arinnar. Með breytingartillögum nefnd- arinnar er ekki hvikað frá þeim meginmarkmiðum, sem liggja því til grundvallar og snúast um að tryggja lýðræðið í landinu, tjáningarfrelsi og skoðanafrelsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.