Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þá er Palli minn bú- inn að kveðja þetta jarðneska líf. Kominn til Gyðu sinnar. Miklu unglegri og hressari en árin sögðu til. Sem betur fer þurfti hann ekki að líða í veikind- unum sem urðu honum að aldurtila. Þessi ljúflingur kom til starfa sem garðyrkjufræðingur hjá föður mín- um, Stefáni Árnasyni á Syðri- PÁLL MARTEINSSON ✝ Páll Marteinsson(Poul Hagbart Mikkelsen) fæddist í Gislev á Fjóni í Dan- mörku 11. desember 1921. Hann lést á Landakoti 11. febr- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 19. febrúar. Reykjum, áramótin 1945–46. Þá var ég að- eins fimm mánaða. Er því búin að þekkja hann alla mína ævi. Hjá okkur var hann mín fyrstu átta ár. Núlli bróðir hans kom árið 1948. Sagði pabbi oft að ekki hefði gerst betri innflutningur til landsins og þjóðarinn- ar. Ég man vel eftir þessum hjartahlýju bræðrum. Þá er mér efst í huga hlýja þeirra og skilningur á barns- sálinni. Nafna mín Elín og Einar voru ráðsmenn í starfsmannahús- inu. Þeim þótti óhemju vænt um þessa bræður eins okkur öllum. Þeir kvæntust öndvegiskonum, sem þeir kynntust heima, Gyðu og Steinu, og stofnuð heimili í Reykja- vík. Á þessum tíma sem þeir voru að störfum hjá pabba var stöðin stærsta garðyrkjustöð á landinu, 20 gróðurhús. Þá var eins gott að hafa góða menn. Á þeim tíma var margt starfsfólk og oft margir Danir eins og þeir bræður voru. Á síðustu árum pabba og mömmu í Kirkjulundi, þegar pabbi átti af- mæli eða aðrar uppákomur voru fyrir nánustu fjölskyldu, þá þótti sjálfsagt að bjóða þeim að vera með eins og fjölskyldumeðlimum. Eins þegar mamma og pabbi voru jarðsett í kyrrþey, þá þótti sjálfsagt að þeir væru viðstaddir. Ég er ein af þeim heppnu að lenda hjá syni hans og Gyðu, Páli Ævari tann- lækni, sem hefur erft allt það besta frá foreldrum sínum. Nærgætni, vandvirkni svo af ber og húmor. Inga systir mín, sem er eldri, var um tíma hjá þeim, hjónunum Palla og Gyðu í Blönduhlíðinni. Hefur hún sagt mér að fallegri hannyrðir hafi hún ekki séð en eftir Gyðu. Eins var Palli flinkur skreytingamaður. Síð- ustu árin var hann stoð og stytta Páls Ævars við útréttingar og var betri en enginn. Ég hitti hann oftast þegar ég kom á tannlækningastof- una, þá fékk ég koss á kinnina og smáspjall. En hann var oftast að flýta sér, sem var séreinkenni hans. Þá er komið að kveðjustund. Ég hef þurft að sjá á eftir tíu vinum á tæpu ári. Palli annaðist fatlaðan son sinn svo vel að eftir var tekið og verður honum ætíð til sóma. Við Páll Ævar töluðum oft um hvað við værum heppin að hafa átt svona ástríka og trausta foreldra. Ég veit að góður Guð og aðrar góðar vættir hafa tekið vel á móti þér og þú ert við hlið Gyðu þinnar. Farðu í friði, Palli minn. Ég votta Bergþóru Karen, Páli Ævari, Stef- áni og Nilla mína dýpstu samúð. Ég veit að þau geta yljað sér við góðar minningar um góða foreldra og bróður. „Guð gefi mér æðruleysi til sætta mig það sem ég get ekki breytt og kjark til breyta því sem ég get breytt.“ Kveðja. Þín vinkona, Elín Stefánsdóttir. MINNINGAR Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa milli kl. 10 og 14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Léttur hádegisverður að lokinni bænastund. Allir velkomnir. Tólf spora fundur kl. 19 í neðri safnaðarsal. Aðalsafnaðarfundur Ássóknar verður haldinn sunnudaginn 17. maí nk. í neðra safnaðarheimili Áskirkju og hefst að lok- inni guðsþjónustunni kl. 14 síðdegis. Dagskrá: Almenn aðalfundarstörf. Önnur mál. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altar- isganga, fyrirbænastund. Léttur máls- verður á sanngjörnu verði að helgistund lokinni. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldriborg- arastarf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja, eldri borgarar. Félagsvist mánudaga kl. 13, brids miðvikudaga kl. 13. Brids-aðstoð á föstudögum kl. 13. Þátttaka tilkynnist til Þórdísar í síma 511 5405. Á morgun, miðvikudag: „Morgunstund og fyrirbænir“ í kirkjunni kl. 11. Stund fyrir alla sem eru heimavið og hafa tækifæri til að sækja kirkju á virkum degi. Allir velkomnir. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF Ferðaklúbbur eldri borgara 21.-28. júní. Norðausturlandsferð. Reykjavík - Skógar - Vík - Kirkju- bæjarklaustur - Skaftafell - Höfn - Djúpivogur - Öxi - Breiðdalsvík - Norðfjörður - Mjóifjörður - Egilstaðir - Borgarfjörður-Eystri - Kárahnúkar - Vopnafjörður - Raufarhöfn - Hljóðaklettar - Dettifoss - Mývatn - Akureyri - Kjölur - Reykjavík. Bóka þarf fyrir 20. maí. Upplýsingar í síma 892 3011. Allir eldri borgarar velkomnir. Ferðaklúbbur eldri borgara 18. maí Akranes-Borgarnes. Akranes - Minjasafnið - Svína- dalur - Skorradalur - Borgarnes - Reykjavík. Ekið um Hvalfjörð. Upplýsingar í síma 892 3011. Allir eldri borgarar velkomnir. 30% afsláttur í maí. Hótel Vík, Síðumúla 19, s. 588 5588, www.hotelvik.is Frelsi frá kvíða og streitu Hugarfarsbreyting til betra lífs. Einkatímar með Viðari Aðal- steinssyni, dáleiðslufræðingi, þjálfara í EFT, sími 694 5494. Stofuskápur frá Öndvegi. Verð 50 þús. Upplýsingar í síma 894 5476. 101 Rvk. 2ja herbergja, 63 fm kjallaraíb. til leigu. Nýjar innr., lagnir og hurðir, 79 þús per mán. Hússjóður innif. S. 896 3677.                                   Sumarhús — orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbú- in hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Frá Kanada. Þetta hús er 64 m² + svefnloft. Tilboð: frá efnispakka til uppsetningar. Gæðavara t.d. Western Red Cedar, Pondarosa Pine panill, þykkt 19 mm. H.G. HÚS ehf., símar 568 2572 / 899 2172. Húseignaþjónustan Háþrýstiþvottur Málning Múr og sprunguviðgerðir Þak og lekaviðgerðir Utanhússklæðning Rennur og niðurföll Sími 892-1565 husa@simnet.is Áratuga reynsla Námskeið í keramik. Byrjenda- námskeið að hefjast á Hulduhól- um. Upplýsingar í síma 566 6194. Steinunn Marteinsdóttir, www.hulduholar.com Tölvuþjónusta Prentaraviðgerðir og almenn tölvuþjónusta. Áratuga reynsla fagmanna Tölvuvaki ehf., Grensásvegi 16, s. 588 9119, www.tolvuvaki.is tolvuvaki@tolvuvaki.is Tölvuviðgerðir, íhlutir, upp- færslur. Margra ára reynsla. Fljót og ódýr þjónusta. Tölvukaup, Hamraborg 1-3, Kópavogi (að neðanverðu), sími 554 2187. Blekhylki/tóner á betra verði fyr- ir þig. Netverslun og verslun Ár- múla 32 - opið mánud.-föstud. kl. 10-18. Sími 869 6015. www.Blek.is Herbalife. Heilsa, megrun og fegrun. Láttu þér líða vel á meðan kílóin fjúka. www.slim.is, sími 699 7383 - 565 7383. Áhugavert! Íbúð til sölu. 95,1 fm ásamt 21 fm bílskúr. Skipti koma til greina - t.d. 2 litlar íbúðir. Áhugasamir leggi inn nafn og símanr. á augl.deild Mbl. merkt: „póstnr. 103—15374“ fyrir 1. júní. Arcopédico. Góðir í vinnuna. Verð frá 4.900. Opið í Rauðagerði 26 þri. 13-19 og laugard. 10-14. S. 897 7484. Til sölu er tælenskur matsölu- staður á góðum stað í Reykjavík. Áhugasamir leggi inn uppl. á augldeild. Mbl merktar: „M — 15369“ fyrir 14. maí. Skatta- og bókhaldsþjónusta Framtöl, uppgjör og ársreikning- ar. Eldri framtöl og leiðréttingar. Kauphúsið ehf., Borgartúni 18, Reykjavík, s. 552 7770, 861 8011, 862 7770. Bókhald og reikningsskil. Bók- hald, ársuppgjör, VSK uppgjör og skattaframtöl. Upplýsingar í síma 551 4347. Athafnafólk ath. Gríðarlegir möguleikar fyrir alla sem vilja auka tekjurnar. Skoðið www.Markmid.com og/eða www.Samskipti.com eða sendið fyrirspurn á Info@markmid.com. Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslimælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., s. 567 1130 og 893 6270. Alls konar mynd- og hljóð- vinnsla. Færum 8 mm filmur og myndbönd á DVD. Fjölföldum myndbönd, geisladiska og DVD. Mix-Hljóðriti, Laugav. 178, s. 568 0733 - www.mix.is Velour kvartbuxur 1.500 kr. Úlpur 2.900 kr. Micro kvartbuxur 2.500 kr. 30% af völdum vörum. Fallegir toppar nýkomnir. Grímsbæ, Bústaðavegi, sími 588 8488. Sumarsandalar Tilboð 1 par 1.290 - 2 pör 2.000. Stærðir 35-41, margir litir. Nýir litir í barnastærðum. Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Sumar-derhúfurnar komnar kr. 990. Semelíustafahálsmen kr. 690. Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Stíflulosun og röramyndun Ásgeirs sf. Skolphreinsun Losa stíflur úr salernum, vöskum, baðkörum og niðurföllum. Röramyndavél til að staðsetja skemmdir í lögnum. s. 892 7260 og 567 0530, f. 587 6030 FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum og niðurföllum – Við notum ný og fullkomin tæki Spíssar ehf. Hverfisgötu 108 101 Reykjavík Losum stíflur, hreinsum holr æsi, nýlagnir, rotþ rær, smúlum bílaplön o.fl. Stíflulosun Bíll og 2 menn 13.500 kr. klst. m. vsk í dagvinnu. (10 km innif.) 35 kr. umfram km. Nonni 891 7233 Hjörtur 891 7230 Áratuga reynsla NÝTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.