Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÖRN Arnarson keppti í 100 m baksund á EM í Madrid og kom í mark á 57,71 sek. og hafnaði í 24. sæti af 35 kepp- endum og var nærri þremur sekúndum frá eigin Íslandsmeti. „Örn virtist ekki finna sig nógu vel í sundinu og því fór sem fór,“ sagði Þuríður Einarsdóttir sundþjálfari sem er með íslenska hópnum í Ma- drid. Hún sagðist ekki hafa aðra skýringu á slökum árangri Arnar í sundinu. Langt er um liðið síðan hann var fyrir aftan miðjan hóp á stórmóti í einum af sínum eftir- lætisgreinum. Örn finnur reyndar til eymsla í öxl en það skýrir þetta ekki að fullu að sögn Þuríðar. Jakob í 23. sæti Jakob Jóhann Sveins- son hafnaði í 23. sæti af 33 keppendum í 100 m bringusundi á synti 100m bringusund á 1.04,35 mínútum sem 1,2 sekúndum frá eigin Íslandsmeti. „Jakob átti von á því að gera betur, fór fyrstu 50 metrana á um 30 sek- úndum en tókst ekki að fara eins hratt til baka,“ segir Þuríður sem bindur vonir við að Jakob nái sér á strik í 200 m bringusundi síðar á mótinu. Örn þremur sekúndum frá Íslandsmeti sínu Örn CHELSEA, lið Eiðs Smára Guðjohn- sens, hefur í ár náð besta árangri sínum frá því félagið varð enskur meistari fyrir 49 árum, árið 1955. Þetta er um leið næstbesti árangur Chelsea frá upphafi. Í blaðinu í gær var ekki farið rétt með og sagt að Chelsea hefði endað í öðru sæti árið 1977. Chelsea hefur aldrei áður hafnað í öðru sæti í efstu deild ensku knatt- spyrnunnar, og félagið hefur heldur aldrei fengið jafnmörg stig og í vet- ur. Chelsea er komið með 76 stig og á einn leik eftir en náði best áður 75 stigum árið 1999, þegar liðið hafn- aði í þriðja sæti. Einungis þrívegis áður hefur Chelsea náð þriðja sæti en það var árin 1920, 1965 og 1970. Claudio Ranieri verðlaunaði sína menn fyrir að ná öðru sætinu með því að gefa þeim þriggja daga frí frá æfingum. Þeir mæta í vinnuna á ný á fimmtudag til að búa sig undir lokaleikinn í deildinni, gegn Leeds á Stamford Bridge á laugardaginn. Besti árangur Chelsea í 49 ár Reuters Claudio Ranieri stjórnar liði sínu í leiknum á Old Trafford. Aðeins sex leikmenn fyrir utanHenry hafa hlotið þessa út- nefningu tvívegis, Sir Stanley Matthews, Sir Tom Finney, Danny Blancflower, Kenny Dalglish, Gary Lineker og John Barnes. Henry, sem á dögunum var út- nefndur leikmaður ársins af leik- mönnum úrvalsdeildarinnar – einnig annað árið í röð, fékk yfirburðakosn- ingu hjá blaðamönnum en hann hlaut 87% atkvæðanna. Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, varð annar í kjörinu og Patrick Vieira, fyrirliði Arsenal, hafnaði í þriðja sæti. „Það er mikill heiður fyrir mig að hljóta þessa útnefningu annað árið í röð, en eins og ég hef áður sagt hefði ég ekki átt möguleika á að vinna þetta nema með góðri aðstoð félaga minna og svo auðvitað knattspyrnu- stjórans,“ sagði Henry þegar hann tók á móti viðurkenningu sinni. Henry hefur farið á kostum með mögnuðu liði Arsenal á leiktíðinni. Hann hefur skorað samtals 37 mörk á tímabilinu, þar af 29 í 37 leikjum í úrvalsdeildinni, og frammistaða hans ekki síst orðið til þess að Ars- enal hefur fyrir nokkru tryggt sér Englandsmeistaratitilinn og er tap- laust í úrvalsdeildinni þegar einni umferð er ólokið.  CHELSEA er sagt hafa áhuga á að fá enska landsliðsmanninn Owen Hargraeves frá Bayern München til liðs við sig. Þýska knattspyrnutíma- ritið Kicker greindi frá þessu í gær og sagði að Chelsea væri að undir- búa kauptilboð í leikmanninn. Fyrir tímabilið gerði Chelsea tilboð í Har- graeves, en tilboðinu var umsvifa- laust hafnað af forráðamönnum Bæj- ara, eins og oft áður.  HARGRAEVES, sem er 22 ára gamall og fæddur í Kanada, hefur lýst því yfir að hann hafi mikinn áhuga á að reyna fyrir sér á Eng- landi, en þar hefur hann aldrei leikið nema með landsliðinu. Fyrirhugaðar eru talsverðar breytingar á leik- mannahópi Bayern í sumar en for- ráðamenn liðsins eru allt annað en ánægðir með gengi sinna manna á tímabilinu.  SANDEFJORD tryggði sér á sunnudagskvöldið norska meistara- titilinn í handknattleik þegar liðið bar sigurorð af Haslum, 34:28, í þriðja úrslitaleik liðanna. Haslum vann fyrsta leikinn en Sandefjord vann tvo næstu og þar með einvígið. Theodór Valsson leikur með Haslum en hann var ekki á meðal markaskorara liðsins.  RAGNAR Óskarsson, landsliðs- maður í handknattleik, skoraði eitt mark fyrir Dunkerque sem t.a.m. tapaði fyrir Angers, 27:24, í frönsku 1. deildinni í handknattleik um ný- liðna helgi. Ragnar kom lítið við sögu í leiknum enda nýstiginn upp úr axlarmeiðslum. Ragnar og félagar eru í 3.–4. sæti deildarinnar með 56 stig eins og Ivry þegar einni umferð er ólokið. Montpellier hefur þegar tryggt sér meistaratitilinn. Liðið hefur 70 stig en Créteil er í öðru sæti með 63. Í lokaumferðinn um næstu helgi tekur Dunkerque á móti Paris.  NIGEL Worthington, knatt- spyrnustjóri Norwich, hefur mikinn hug á að tryggja sér David Bentley að láni frá Arsenal fyrir næsta keppnistímabil. Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, hefur einnig áhuga á að fá Bentley til sín.  CARSTEN Jancker, fyrrverandi landsliðsmiðherji Þýskalands og Bayern München, er kominn til Kaiserslautern. Þessi 29 ára leik- maður kemur til liðsins frá ítalska liðinu Udinese, en þar náði hann ekki fótfestu. Hann skrifaði undir þriggja ára samning, en það ert klásúla í samningnum að hann er laus allra mála ef Kaiserslautern fellur í 2. deild.  VRATISLAV Lokvenc, landsliðs- maður Tékklands, mun ekki leika meira með Kaiserslautern. Hann skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Bochum. Þýski lands- liðsmaðurinn Miroslav Klose, fer frá Kaiserslautern til Werder Bremen. FÓLK ÞRIÐJA árið í röð varð leikmaður úr Arsenal fyrir valinu sem knatt- spyrnumaður ársins á Englandi en Samtök knattspyrnuskrifara þar í landi völdu Thierry Henry leikmann ársins. Allar götur frá árinu 1948 hafa samtökin útnefnt leikmann árs- ins og sá fyrsti sem varð fyrir valinu var Sir Stanley Matthews sem gerði garðinn frægan með Blackpool og enska landsliðinu. Þessir leikmenn hafa orðið fyrir valinu síðustu tíu árin: 1994 Alan Shearer, Blackburn 1995 Jürgen Klinsmann, Tottenham 1996 Eric Cantona, Man. Utd. 1997 Gianfranco Zola, Chelsea 1998 Dennis Bergkamp, Arsenal 1999 David Ginola, Tottenham 2000 Roy Keane, Man. Utd. 2001 Teddy Sheringham, Man. Utd. 2002 Robert Pires, Arsenal 2003 Thierry Henry, Arsenal 2004 Thierry Henry, Arsenal Sá besti frá Arsenal þriðja árið í röð Reuters Thierry Henry er leikmaður ársins í Englandi annað árið í röð. Hér fagnar hann einu af 29 deildarmörkum sínum í vetur, en hann á mikla möguleika að tryggja sér Gullskóinn í Evrópu. THIERRY Henry, framherji Ars- enal, var útnefndur leikmaður ársins á Englandi af íþrótta- fréttamönnum þar í landi og kemur valið líklega fáum á óvart. Þetta er annað árið í röð sem Henry verður fyrir valinu og í fyrsta sinn sem sami leikmað- ur er valinn sá besti tvö ár í röð. Henry bestur á Englandi KOLBRÚN Ýr Kristjánsdóttir, ÍA, setti í gær Íslandsmet í 50 metra flugsundi á Evrópumeistaramótinu í sundi í 50 m braut sem nú stendur yfir í Madrid á Spáni, en sund- keppni mótsins hófst árdegis í gær. Kolbrún kom í mark á 28,17 sek- úndum og varð í 21. sæti af 26 keppendum en hún átti best 28,49 sek. frá því í Amsterdam í síðasta mánuði. Gamla metið átti Eydís Konráðsdóttir, 28,25 sek. sem hún setti á Evrópumótinu í Helsinki fyrir fjórum árum. Fjórir aðrir íslenskir sundmenn kepptu einnig í undanrásunum og vakti það athygli að bæði Örn Arnarson og Jakob Jóhann Sveins- son voru langt frá sínu besta. Anja Ríkey Jakobsdóttir synti 200m baksund á 2.24,89 mín., og hafnaði í 25. og síðasta sæti fjórum sekúndum frá Íslandsmeti Kol- brúnar Ýrar. Hjörtur Már Reyn- isson keppti í 50m flugsundi og syndi á 25,36 sek og hafnaði í 24. sæti af 37 sundmönnum. Hjörtur var 5⁄100 úr sekúndu frá sínu besta. „Hjörtur synti vel nema rétt undir lokin þegar hann fór aðeins að spóla,“ sagði Þuríður. Ragnheiður Ragnarsdóttir og Kolbrún Ýr keppa í 100 m skrið- sundi í dag. Verður fróðlegt að fylgjast með þeim Kolbrúnu og Ragnheiði í dag en þær háðu gríðarlegt einvígi um Íslandsmetið í 100 m skriðsundi á dögunum sem endaði með að Kol- brún hafði betur. Kolbrún bætti met Eydísar á EM í Madrid Morgnblaðið/ Sigurður Elvar Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.