Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. INNRA-Bæjargil og Skollahvilft á Flateyri eru að líkindum hættu- legustu snjóflóðafarvegir ofan þéttbýlis á Íslandi. Þetta kemur fram í hættumati vegna ofanflóða sem bæjarstjórn ræddi á lokuð- um fundi í síðustu viku. Tillaga að hættumatinu verður kynnt á borgarafundi á Flateyri í kvöld, þriðjudagskvöld. Skráðar heimildir eru um 129 snjóflóð við Flateyri, hið stærsta sem þekkt er féll 26. október 1995. Í hættumatinu kemur fram að leiðigarðarnir, sem reistir voru 1996-1998 hafi sannað gildi sitt bæði fyrir heimamönnum og sér- fræðingum á þessu sviði. Á garðana hafi fallið snjóflóð sem sýndu eiginleika slíkra varnar- virkja og jafnframt gáfust þá tækifæri til að rannsaka áhrif þeirra á hegðun flóðanna. Nýtt hættumat sýni glöggt hverju garðarnir hafi breytt. Helstu nið- urstöður hættumatsins fyrir Flat- eyri eru þær að engin hús eru á svæði C, en þess skal getið að hættusvæði eru flokkuð í A, B og C-svæði og er C-svæði það hættu- legasta. Svokölluð staðaráhætta C-svæða, eða árlegar dánarlíkur einstaklings af völdum ofanflóða ef dvalið er öllum stundum í óstyrktu einbýlishúsi, er meiri en 3 af 10.000. Ef engir varnargarðar hefðu verið reistir væri stór hluti byggðar á Flateyri á C-svæði seg- ir í hættumatinu. Staðaráhætta B-svæða er 1-3 af 10.000 á ári og eru tvö hús á B- svæði á Flateyri, þar af annað bensínstöð. Þá eru tæplega 20 hús á A-svæði þar sem staðaráhættan er minnst, eða 0,3-1 af 10.000 á ári. Samkvæmt hættumatinu yrðu hús á A-svæði rýmd við til- tekin veðurfars- og snjósöfnunar- skilyrði. Tillagan bráðlega til umhverfisráðherra Tillaga að hættumatinu var unnin af Veðurstofu Íslands á vegum hættumatsnefndar Ísa- fjarðarbæjar en umhverfisráð- herra skipaði nefndina 20. mars 2001. Á borgarafundinum í kvöld gefst kostur á að fá frekari upp- lýsingar, leita svara við spurning- um og koma athugasemdum á framfæri. Eftir fjórar vikur mun hættumatsnefnd leggja tillöguna fyrir umhverfisráðherra sem staðfestir formlega hættumatið. Innan sex mánaða frá staðfest- ingu hættumats skal bæjarstjórn gera áætlun um aðgerðir til að tryggja öryggi íbúanna með eft- irliti og eftir atvikum með því að rýma hús. Innra-Bæjargil og Skollahvilft samkvæmt nýju snjóflóðamati fyrir Flateyri Hættulegustu snjóflóðafar- vegir ofan þéttbýlis á Íslandi Í nýju snjóflóðahættumati fyrir Flateyri, sem Veðurstofa Íslands vann, segir að varnargarðarnir hafi skipt sköpum fyrir byggðina. Varnargarðar hafa sannað gildi sitt EINVÍGI ÍBV og Vals um Íslandsmeistaratit- ilinn í 1. deild kvenna í handknattleik lauk í gær er Eyjaliðið vann fjórða leik liðanna á Hlíðarenda, 30:26, og rimmuna samanlagt 3:1. Íslandsmeistaralið ÍBV varði þar með titilinn sem liðið vann í fyrra en árangur liðsins á leiktíðinni er einkar glæsilegur þar sem liðið varð að auki deildar- og bikarmeistari. ÍBV lék einnig til undanúrslita í áskorendakeppni EHF en ekkert íslenskt kvennalið hefur náð jafnlangt í keppni við lið frá Evrópu. Leikir Vals og ÍBV voru gríðarlega jafnir og spennandi þar sem báðir leikir liðanna í Eyjum réðust í framlengingu. Guðbjörg Guðmannsdóttir (6) og Elísa Sigurðardóttir (3) fyrirliði ÍBV fögnuðu að venju með sigurhring á gólffjölum íþrótta- hússins á Hlíðarenda í gær þar sem fjöl- margir stuðningsmenn liðsins fögnuðu einn- ig ákaft./48 Morgunblaðið/ÞÖK Íslandsmeistarabikarinn í handbolta á ný til Eyja EINI maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir aðild að Skeljungsráninu svokallaða, sem framið var í Lækjargötu 27. febrúar 1995, breytti framburði sínum fyrir dómi í gær, og segist saklaus af ákærunni. Maðurinn hafði áður játað fyrir lögreglu að hafa ásamt tveimur öðrum mönnum rænt tvo starfsmenn Skeljungs þar sem þeir komu með uppgjör helgarinnar í Ís- landsbanka í Lækjargötu að morgni mánu- dags. Réttað var í máli hans í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, og sagði maðurinn, sem er rúmlega fertugur að aldri, að hann hefði einungis játað aðild að málinu vegna hót- unar um að verða hnepptur í gæsluvarð- hald. Þriðji ræninginn gengur laus Lögregla hafði ekki komist langt í rann- sókninni á ráninu fyrr en árið 2002 þegar fyrrverandi eiginkona mannsins sem nú er ákærður, viðurkenndi að hafa vitað af aðild mannsins að málinu. Eftir að einn af meintum ræningjum lést játaði ákærði svo aðild sína að málinu, en neitaði að gefa upp hver þriðji maðurinn var. Maður sem var grunaður um að vera þriðji maðurinn hefur verið yfirheyrður, en sök hans hefur ekki sannast, og fyrnist sök þriðja ræningjans að óbreyttu á næsta ári. Ræningjarnir komust undan með um 5,2 milljónir króna. Vænta má að dómur verði kveðinn upp í málinu innan þriggja vikna. Meintur Skeljungsræningi dregur játningu til baka Ákærði neitar sök fyrir dómi  Dregur/ 10 HÓPUR atvinnulauss fólks af Suður- nesjum, 30 til 40 manns, er að hefja tveggja mánaða bóklegt nám á starfs- menntunarbrautum. Að því loknu tek- ur við þriggja mánaða starfsþjálfun í fyrirtækjum. Fólkið heldur atvinnu- leysisbótum meðan á náminu stendur. Félagsmálaráðherra og Vinnumála- stofnun settu á fót starfshóp fyrr í vet- ur til að hafa yfirumsjón með átaki gegn langtímaatvinnuleysi og atvinnu- leysi ungs fólks. Á Suðurnesjum hefur Johan D. Jónsson verkefnisstjóri unnið að undirbúningi málsins í tvo mánuði. Hjálmar Árnason alþingismaður, formaður verkefnisstjórnar ráðherra, segir að atvinnuleysi hafi verið hlut- fallslega mest á Suðurnesjum á und- anförnum árum, ekki síst meðal ungs fólks. „Það er sárt að vita af fólki sem lendir í þeirri ógæfu að vera lengi án vinnu. Rannsóknir sýna að það getur brotnað niður á ótrúlega skömmum tíma. Það verður að gera allt sem hægt er til að byggja þetta fólk upp til sjálfs- hjálpar.“ Átak í atvinnu- málum  Heldur bótum/20 ÍSLANDSBANKI hefur ákveðið að hækka óverðtryggða vexti sína um 0,2%, í sam- ræmi við hækkun stýrivaxta Seðlabanka Ís- lands. Vaxtahækkun bankans tekur gildi í dag eins og stýrivextir Seðlabankans. KB banki tilkynnti í gær að bankinn hefði ákveðið að halda vöxtum út- og innlána óbreyttum þrátt fyrir vaxtahækkun Seðla- bankans í síðustu viku. Í tilkynningu bank- ans segir að undanfarið hafi vextir frekar farið lækkandi á mörkuðum en eftir tilkynn- ingu Seðlabanka hafi sú þróun gengið að mestu til baka. Bankinn muni fylgjast með þeim breytingum sem verði á mörkuðum í kjölfar tilkynningar Seðlabankans og taka ákvarðanir í ljósi þróunar sem þar verður. Íslandsbanki hækkar vexti en KB banki ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.