Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FISKKAUPENDUR á meginlandi Evrópu geta nú nálgast ferskan ís- lenskan fisk með aðstoð þjónustu- fyrirtækisins Oojee [Údjí]. Karl Jó- hannesson, framkvæmdastjóri og stofnandi Oojee, segir mikla eft- irspurn eftir íslenskum ferskfiski í Evrópu og þar séu markaðir sem eru tilbúnir til að greiða hátt verð. Karl hefur nýverið stofnað Ooj- ee og rekur það frá Boulogne í Frakklandi. Fyrirtækið þjónustar ferskfiskkaupendur, einkum í Frakklandi en einnig á Spáni og í Þýskalandi. „Kaupendurnir eru bæði fiskiheildsalar og fiskverk- endur, smáir og stórir. Fram til þessa hafa þeir keypt ferskan fisk á uppboðsmarkaði heima fyrir en framboð á mörkuðum í Frakk- landi og víðar hefur minnkað mik- ið að undanförnu. Þessir aðilar hafa því verið að leita að ferskum fiski. Ég hef oft verið spurður að því hvernig þeir geti nálgast ís- lenskan fisk og sumir hafa slæma reynslu af því að leita út fyrir landssteinana eftir fiski. Til dæmis tala þessir aðilar yfirleit litla ensku og það veldur þeim oft vandræðum.“ Oojee er þannig fyrst og síðast þjónustufyrirtæki að sögn Karls. „Ég mun bjóða kaupendum að annast innkaup á ferskum fiski frá Íslandi, Færeyjum og Noregi. Þeg- ar kaupandi í Frakklandi ákveður þannig að kaupa fisk frá Íslandi fer pöntunin í gegnum Oojee sem annast kaupin. Kaupendurnir eru með bankaábyrgð hjá Oojee sem einnig annast innflutning, flutn- inga og tollamál.“ Karl segir að franskir kaup- endur séu hreint ekki ókunnugir íslenskum fiski en hafi fram til þessa fengið hann í gegnum þriðja aðila, til dæmis í Skotlandi og Dan- mörku. „Þeir vilja losna við þessa milliliði og kaupa fiskinn í beinum viðskiptum. Oojee mun ekki kaupa sjálft fisk frá Íslandi og selja með hagnaði, heldur aðeins kaupa fisk sem þegar er búið að panta en taka hóflegt gjald fyrir. Þessi kostnaður liggur alltaf fyrir áður en kaupandinn leggur inn pöntun. Þannig tel ég að skapa megi traust og einnig koma á opnum sam- skiptum milli kaupenda og fram- leiðenda. Markaður fyrir heilan fisk Í raun erum við að reyna að búa til sem beinustu og greiðustu leið fyrir ferskan fisk inn á markaðinn á meginlandi Evrópu. Þetta er gríðarstór markaður og það gera sér til dæmis fáir grein fyrir því að þarna er góður markaður fyrir heilan fisk. Þetta er einkum veit- ingahúsa- og hótelamarkaðurinn, sem vill fá fiskinn heilann inn í eld- húsið þar sem hann er síðan flak- aður og skorinn eftir þörfum. Þessi markaður borgar gott verð en Íslendingar hafa fram til þessa ekki getað sinnt honum sem skyldi, því það þarf að þjónusta hann með öðrum hætti. Ég tel mig hinsvegar vera í góðu sambandi við þennan tiltekna kaupendahóp og get upplýst hann um verð og framboð og tekið við pöntunum. Framleiðandinn á Íslandi hefur þannig möguleika á að aðgreina sína vöru frá öðrum framleið- endum og fá greitt fyrir hana í samræmi við það.“ Samstarf við Íslandsmarkað Oojee hefur tekið upp samstarf við Íslandsmarkað og mun þjón- usta þá erlendu aðila sem kaupa fisk í gegnum uppboð á Íslandi. Uppboðin fara alfarið fram á Net- inu og segir Karl að erlendum kaupendum sé þannig ekkert að vanbúnaði að kaupa fisk á Íslandi. „Þeir geta bæði tengst mark- aðnum sjálfir og keypt fisk í nafni Oojee eða lagt inn pöntun hjá okk- ur og við önnumst kaupin fyrir þá,“ segir Karl. Greiðir leið fyrir ferska fiskinn Þjónustufyrirtækið Oojee aðstoðar evr- ópska fiskkaupendur að nálgast íslensk- an ferskfisk. Helgi Mar Árnason ræddi við stofnandann og framkvæmdastjór- ann, Karl Jóhannesson. Morgunblaðið/Helgi Mar Allt á Netinu Oojee og Íslandsmarkaður kynntu samstarf sitt á evr- ópsku sjávarútvegssýningunni í Brussel fyrir skömmu og var gestum m.a. sýnt hvernig fiskuppboð fer fram á Íslandi. 3X-STÁL á Ísafirði afhenti nýverið loka- áfanga í snyrtilínulausn til fiskvinnslunnar Íslandssögu á Suðureyri. Snyrtilínan var gangsett hjá Íslandssögu fyrir rúmu ári hjá Íslandssögu. Fyrst um sinn vigtaði línan inn á hvert stæði af þeim 24 stæðum sem eru í línunni og í sérhönn- uðu upplýsingakerfi var hægt að fylgjast með afköstum á hverju stæði. Síðasti hluti þessa kerfis var síðan afhent- ur á þriðjudag þar sem frávigtun var bætt við kerfið og geta forsvarsmenn Íslandssögu nú fylgst með innvigtun, frávigtun og nýt- ingarupplýsingum fyrir hvert stæði á lín- unni. Þessi snyrtilína, ásamt upplýsingakerfinu er afrakstur um tveggja ára þróunarvinnu hjá 3X-Stál. Fiskvinnslan Íslandssaga hefur gegnt lykilhlutverki við þróun búnaðarins og hefur stutt við ferlið allt frá upphafi. Í fréttatilkynningu frá 3X-Stáli kemur fram að hin mikla reynsla og þekking sem liggur hjá stjórnendum Íslandssögu hafi verið gríð- arlega mikilvæg við þróun búnaðarins og lykillinn í vel heppnaðri lausn. 3X-Stál fagnar tíu ára afmæli í ár en fyr- irtækið hefur verið í örum vexti frá upphafi og alltaf skilað hagnaði. Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar útnefndi fyrirtækið frum- kvöðul ársins 2003 fyrir skemmstu. Hjá 3X- Stáli starfa á bilinu 25–30 manns og eru að- alstöðvar þess á Ísafirði en dótturfyrirtæki er starfrækt í St. Johns í Kanada. Auk þess á 3X-Stál hlut í Rennex á Ísafirði sem er sér- hæft renniverkstæði og framleiðir íhluti fyr- ir 3X-Stál og fleiri fyrirtæki víða um land. 3X-Stál af- hendir nýja snyrtilínu ÚR VERINU ● FLEIRI konur eru í æðstu stjórn- unarstöðum hjá þeim fyrirtækjum, sem vaxa hraðast, en hjá öðrum fyr- irtækjum, samkvæmt nýrri könnun sem greint er frá í Dagens Nærings- liv. Svíþjóð hefur hæst hlutfall vaxt- arfyrirtækja af 26 ríkjum sem könn- unin náði til. Endurskoðunar- og ráðgjafarfyr- irtækið Grant Thornton gerði könn- unina, sem kallast International bus- iness owners survey. Niðurstöðurnar sýna að hjá nærri helmingi fyrirtækj- anna sem vaxa hraðast, eða 46%, eru fleiri en tvær konur meðal æðstu stjórnenda. Það á hins vegar við um 34% annarra fyrirtækja. Meiri vöxtur hjá kvenstjórnendum sjóðirnir. Ljóst má vera að það er óviðunandi að þeim séu gerðar væg- ari kröfur hvað þetta varðar en öðr- um slíkum sjóðum. Í dag halda fram- kvæmdastjórar lífeyrissjóða utan um rekstur og eignastýringu annars vegar og vörslu, bókhald og skýrslu- gjöf til stjórnar og Fjármálaeftirlits hins vegar. Það liggur fyrir að þeir, og stjórnir slíkra sjóða, eru settir í stórkostlega áhættu þar sem ekki er skýr aðgreining á milli rekstrar og vörslu, enda geta hæglega orðið hagsmunaárekstrar þarna á milli.“ Í bréfi til efnahags- og viðskipta- nefndar í marz er þetta sjónarmið ítrekað og segir þar „að það verði að teljast í hæsta máta óeðlilegt að líf- eyrissjóðum séu ekki jafn stífar kröf- ur búnar um aðgreiningu starfssviða og verðbréfa- og fjárfestingarsjóð- um. Nýleg brotamál sem upp hafa komið undirstrika enn frekar mik- ilvægi þess.“ SAMTÖK banka og verðbréfafyrir- tækja (SBV) hafa í bréfum til fjár- málaráðherra og efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis gagnrýnt ónógan aðskilnað rekstrar og vörzlu fjármuna hjá lífeyrissjóðunum. Eins og greint var frá í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær gagnrýna SBV jafnframt lánveitingar lífeyris- sjóðanna til sjóðfélaga og telja þær skerða samkeppnisstöðu fjármála- fyrirtækja. Í bréfi SBV, sem sent var fjár- málaráðherra í desember, er vísað til nýrra laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. „Ein meginbreyt- ingin með þeim var að skylda slíka sjóði til að aðskilja rekstur og vörslu og ber þeim nú að halda utan um reksturinn í sérstöku rekstrarfélagi sem veitt er starfsleyfi af Fjármála- eftirliti,“ segir í bréfinu. „Stærstu sjóðir landsins um sam- eiginlega fjárfestingu eru lífeyris- Gagnrýni SBV á starfsemi lífeyrissjóðanna Segja aðskilnað rekstrar og vörzlu ónógan JAPANSKI vörubílaframleiðand- inn Mitsubishi Fuso Truck & Bus Corp. tilkynnti í gær að nærri 200.000 vörubifreiðar og rútur frá fyrirtækinu yrðu innkallaðar eftir að rannsókn leiddi í ljós að fram- leiðslugallar í bílunum kynnu að hafa valdið slysum, þ.á m. einu banaslysi. Samkvæmt upplýsingum frá Heklu, umboðsaðila Mitsubishi, hafa bílar af þeim gerðum verða innkallaðar ekki verið seldir hér. Wilfried Porth, framkvæmda- stjóri Mitsubishi Fuso, baðst í gær afsökunar á málinu og sagði að það sýndi að stjórnendur fyrirtækisins hefðu reynt að leyna mögulegum öryggisgöllum í bílunum. Kennir fyrirtækismenningu um „Við hefðum átt að kalla inn bíl- ana árið 1996,“ sagði Porth. „Orsök þessa er fyrirtækismenningin, sem einkennist af leyndarhyggju.“ Forstjórinn greindi frá því að meirihluti bílanna, sem yrðu inn- kallaðir, væri með gallaða hlíf á kúplingunni. Hideyuki Shiozawa, gæðastjóri Mitsubishi Fuso, sagði að gallinn, sem getur orðið til þess að hlífarnar á kúplingunni hrökkvi í sundur, kynni að valda því að hemlar bifreiðanna virkuðu ekki. Eykur á vanda eigendanna Talið er að innköllunin muni hafa veruleg áhrif á tekjur fyrirtækisins á árinu, að sögn Porth. Mitsubishi Fuso er að 65% í eigu Daimler- Chrysler og Mitsubishi Motors á 20%, en DaimlerChrysler á 37% í Mitsubishi Motors. Fyrirtækið hef- ur verið til rannsóknar vegna gruns um galla í hjólabúnaði, sem olli því að hjól losnaði af Mitsubishi-vörubíl árið 2002 og olli dauða gangandi vegfaranda. Fyrr í mánuðinum handtók lögreglan sjö fyrrverandi stjórnendur hjá Mitsubishi Motors, sem talið er að hafi vitað um gall- ann. Fyrirtækið er enn að ná sér fjárhagslega eftir að reynt var að leyna framleiðslugalla, sem síðar hafði í för með sér innköllun millj- óna bíla fyrir fjórum árum. Hluta- bréf Mitsubishi Motors og Daimler- Chrysler lækkuðu í verði í gær. Reuters Biðjast afsökunar Wilfried Porth, forstjóri Mitsubishi Fuso, og Hideyuki Shiozawa gæðastjóri hneigja sig á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Mitsubishi í gær. Mitsubishi Fuso innkallar 200.000 bíla Tókýó. AP. ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI ● TÖLVUÞRJÓTAR hafa ekki brotist inn í Heimabanka sparisjóðanna, líkt og komið hefur fram í fréttum, segir í fréttatilkynningu frá sparisjóð- unum. Heimabankinn http:// heimabanki.spar.is er hýstur hjá Tölvumiðstöð sparisjóðanna. Aftur á móti voru tvær upphafs- síður, http://www.heimabanki.is og http://heimabanki.is hýstar hjá sjálfstæðum hýsingaraðila en þær vísa viðskiptavinum eingöngu á hinn raunverulega Heimabanka, segir enn fremur þar. Hinn 10. apríl hafi brasilískir tölvuþrjótar brotist m.a. inn á þessar tvær síður. „Þeir við- skiptavinir sem nota þessi tvö vef- svæði til að komast inn í Heima- bankann og reyndu að fara inn fengu því upp síðu sem gaf tilefni til að álykta að einhver hefði brotist inn í Heimabankann. Sú var þó ekki raun- in. Heimabanki sparisjóðanna var í góðu lagi allan tímann og tölvuþrjót- arnir komust aldrei nálægt honum.“ Ekkert innbrot í Heimabanka sparisjóðanna LANDSSAMTÖK lífeyrissjóða mót- mæla fullyrðingum sem fram koma í bréfi Samtaka banka og verðbréfa- fyrirtækja (SBV) til Geirs H. Haarde fjármálaráðherra. Landssamtökin segja það ömurlega framtíðarsýn að bankar sitji einir að húsnæðislánum. „Lífeyrissjóðirnir hafa haldið uppi húsbréfakerfinu og gera það auðvit- að ennþá og munu gera það áfram með öllum tiltækum ráðum. Ég held að það sé slæmur boðskapur að halda því fram að þeir einu sem geti verið á fasteignamarkaði séu bank- arnir,“ segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Eins og sagt var frá í Viðskipta- blaði Morgunblaðsins í gær vilja SBV að lokað verði fyrir heimildir lífeyrissjóða til að veita sjóðfélögum lán, eða þær takmarkaðar. Hrafn segir þau rök fáránleg að lífeyrissjóðir bjóði upp á hagstæð lán á kostnað ávöxtunar fyrir sjóðfélaga. Verið sé að bera saman tvennt ólíkt þegar verðbréfafyrirtæki séu borin saman við lífeyrissjóði, enda þjóni sjóðirnir aðeins sínum félögum. Spurður um hagsmunaárekstra vegna þess að ekki sé aðgreining milli rekstrar og vörslu hjá lífeyr- issjóðunum, segir Hrafn það sama gilda, borin séu saman ólíkt rekstr- arform lífeyrissjóða og verðbréfafyr- irtækja, sem standist ekki. „Okkur þykir dálítið langt seilst hjá bönkunum að vilja yfirtaka allan fasteignamarkaðinn. Þetta er ein grundvallarþjónusta lífeyrissjóð- anna, að geta veitt sjóðfélögum lán. Þeir hafa borgað í lífeyrissjóðina sjálfir og eru að fá það fé til baka í formi lána,“ segir Hrafn. Lífeyrissjóðir bjóði áfram fasteignalán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.