Morgunblaðið - 26.05.2004, Síða 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
„FRÁBÆRLEGASPENNANDI
SAGA ...BÓKSEMMAÐUR
LESÍEINUMRYKK.“BIRTA
„FYRSTAFLOKKSAFÞREYING.“
„GÁTUSAGAMEÐGULLINSNIÐI.“
VIKTOR ARNAR INGÓLFSSON,
HÖFUNDUR FLATEYJARGÁTUNNAR
MORGUNBLAÐIÐ
SKV. METSÖLULISTUM
VERÐ:1.590KR.
WWW.BJARTUR.IS/DAVINCI MÁ
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
*
*
SENNILEGA
SJÁLFSTÆÐISMENN fögnuðu í
gær 75 ára afmæli Sjálfstæðisflokks-
ins og sagði Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra við það tækifæri að frelsið
ætti að vera allra en ekki fyrir fáa,
stóra og sterka sem notuðu afl sitt
og auð til að traðka miskunnarlaust
á öðrum.
Í ávarpi Davíðs kom hann inn á
gagnrýni sem flokkurinn hefur feng-
ið á sig í tengslum við fjölmiðla-
frumvarpið, um að baráttan fyrir
frelsinu væri farin fyrir lítið.
„Það er nú akkúrat ekki það sem
gert er, vegna þess að Sjálfstæð-
isflokkurinn er sjálfum sér sam-
kvæmur. Hann barðist fyrir því með
oddi og egg, að á öllum sviðum þjóð-
lífsins yrði frelsi einstaklingsins
aukið vegna þess að hann trúði því
og trúir enn að þá myndi fólkinu
farnast best þegar svigrúm, kraftur
og þor einstaklinganna fengi að
njóta sín. Og það hefur reynst svo.
Það var þess vegna sem sjálfstæð-
ismenn börðust fyrir frjálsu útvarpi
og frjálsu sjónvarpi,“ sagði Davíð.
Enginn studdi frelsi til útvarps-
og sjónvarpsreksturs
Hann sagði að í þeim flokkum sem
nú eru sameinaðir í Samfylkingunni
hafi enginn þingmaður treyst sér til
að styðja frelsi til reksturs sjón-
varps- og útvarpsstöðva, en nú segð-
ust þessir sömu menn sjá vegið að
frelsinu í gjörðum Sjálfstæðisflokks-
ins. Þessu vísaði Davíð á bug, og
sagði Sjálfstæðisflokkinn flokk allra
stétta en ekki fárra einstaklinga.
„Og keppikeflið er frelsi fyrir alla,
ekki frelsi fyrir fáa, stóra og sterka,
sem nota afl sitt og auð til að troða
miskunnarlaust á öðrum. Það er
ekki okkar frelsi. Við trúum á þau
grundvallaratriði sem í frjálshyggj-
unni búa. Við trúum á þau vegna
þess að við vitum að fólkið sjálft á
markaðnum, með undraskjótum og
einföldum hætti, finnur lausnir á
vandamálum sem fjögur þúsund
stjórnskipaðar nefndir myndu ekki
finna heldur flækja. Við trúum á
lausnir markaðarins en þær leysa
ekki allan vanda. Leikreglurnar
verða að vera skýrar, ljósar og klár-
ar og sanngjarnar og það verða allir
að lúta þeim. Líka þeir sterku. Sjálf-
stæðisflokkurinn vill sjá um það,“
sagði Davíð.
Stjórnmálaskóli efldur
Afmælis flokksins verður ekki að-
eins minnst við athöfnina sem fram
fór í gær, heldur ákvað miðstjórn
flokksins að hefja ýmis ný verkefni.
Stjórnmálaskóli flokksins verður
efldur, allir þeir sem öðlast kosn-
ingarétt á árinu fá kveðju frá for-
manni flokksins sem inniheldur boð
um að sækja stjórnmálanámskeið
þar sem stefna flokksins er kynnt.
Einnig mun stjórnmálaskólinn
standa fyrir námskeiðum fyrir trún-
aðarmenn flokksins, að því er fram
kemur í tilkynningu frá flokknum.
Á afmælisdaginn var gefinn út nýr
bæklingur um sögu og starf Sjálf-
stæðisflokksins, auk þess sem öll
starfandi félög flokksins fá sérstaka
hátíðarfundarbók til að tryggja góða
varðveislu á sögu hans.
Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæð-
isflokksins, á sjötíu og fimm ára afmælishátíð flokksins
Frelsi fyrir alla, ekki
bara fáa, stóra og sterka
Morgunblaðið/ÞÖK
Fjöldi manns fagnaði 75 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins á afmælishátíðinni í gær.
Davíð Oddsson sagði Sjálfstæð-
isflokkinn berjast fyrir sann-
gjörnum leikreglum.
STEFNT er að því að taka sáttaum-
leitan upp í íslenskt réttarkerfi í til-
raunaskyni til að refsa sakhæfum ein-
staklingum fyrir minniháttar afbrot,
sem byggist á hugmyndum um upp-
byggilega réttvísi. Þá verður boðið
upp á sáttaumleitan í málum ósak-
hæfra gerenda, en það hefur gefið
mjög góða raun í Miðgarði í Grafar-
vogi. Þetta var ákveðið á fundi rík-
isstjórnarinnar í gær.
Með sáttaumleitan í sakamálum er
átt við að leiða saman brotamann og
brotaþola með þeim tilgangi að koma
þeim sem brotið hefur af sér í skilning
um þau rangindi sem hann hefur við-
haft, fá hann til að friðmælast við
brotaþola og skapa grundvöll fyrir þá
að komast að samkomulagi um mála-
lok.
Ekki slegið af kröfunum
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra segir að ýmsir aðilar hafi skor-
að á íslensk stjórnvöld að taka sátta-
umleitan inn í íslenskt réttarkerfi og
aðferðin hafi gefið góða raun víða um
heim. Hann skipaði nefnd síðasta
haust sem fylgdist með árangri
Hringsins í Miðgarði, sem er tilrauna-
verkefni með sáttaumleitan í afbrot-
um ósakhæfra barna, sem hefur verið
starfrækt frá árinu 2001.
Það er á grundvelli tillagna frá
nefndinni sem ríkisstjórnin hefur
ákveðið að hrinda tilraunaverkefni
með sakhæfa einstaklinga af stokk-
unum. „Þetta er aðferð sem hefur
verið að ryðja sér til rúms á undan-
förnum árum víða um lönd og það má
segja að við höfum frekar dregist aft-
ur úr hér og ekki fylgt tímans
straumi,“ segir Björn.
Einnig verður sett á laggirnar sátt-
aráð, sem mun fá mál send til sátta-
meðferðar af hálfu ákæruvaldsins. Í
minnisblaði sem lagt var fram á rík-
isstjórnarfundi í gær kemur fram að í
upphafi sé gert ráð fyrir því að ein-
ungis minniháttar mál komi til kasta
sáttaráðs. Skipuð verður þverfagleg
nefnd á vegum dómsmálaráðuneytis-
ins sem hefur eftirlits- og samræm-
ingarhlutverk með verkefninu auk
þess sem stefnt er að því að ríkissak-
sóknari gefi út almenn fyrirmæli eða
leiðbeiningar til lögreglustjóra um
sáttaumleitun.
Leiðir unga afbrotamenn
af braut afbrota
„Sumir kunna að segja að við séum
að slá eitthvað af. Það eru margir sem
hafa þá skoðun að það eigi að beita
refsivendinum, en ég tel að þetta úr-
ræði eigi að vera í boði hér því við eig-
um að stuðla að því að byggja upp
sjálfsmynd og sjálfsstyrk þolenda og
gerenda í afbrotum. Þetta þýðir ekki
að við séum að slá af kröfum gagnvart
þeim sem fremja afbrot,“ segir Björn.
Í minnisblaðinu kemur fram að
nefndin telur marga kosti felast í
sáttaumleitan. Úrlausn minniháttar
mála sé færð til einstaklinganna
sjálfra, sem gefi möguleika á skjót-
virkari meðferð mála. Þá sé um leið
tekinn ákveðinn þungi af ákæruvald-
inu og dómstólum auk þess sem rétt-
arstaða brotaþola sé styrkt. Einnig sé
aðferðin líkleg til að hafa uppeldisleg
áhrif á unga brotamenn og leiða þá af
braut afbrota.
Brot bætt með samfélagsvinnu
Tilraunaverkefnið Hringurinn sem
unnið hefur verið í Miðgarði í Graf-
arvogi byggist á þessari hugmynda-
fræði. Alls hafa 34 börn tekið þátt í
verkefninu frá árinu 2001, þegar það
hófst, og hefur afbrotum í hverfinu í
þeim málaflokkum sem koma við
sögu, þ.e. þjófnuðum, eignaspjöllum
og minniháttar skemmdarverkum,
fækkað nokkuð á þeim tíma, að sögn
Ingibjargar Sigurþórsdóttur, fram-
kvæmdastjóra Miðgarðs. Þar hefur
eingöngu börnum sem eru ósakhæf
vegna aldurs, það er 15 ára eða yngri,
verið boðin þátttaka í verkefninu, þar
sem íslenskt réttarkerfi býður í dag
ekki upp á þennan möguleika.
Ingibjörg segir að mikil ánægja sé
hjá þeim sem tekið hafi þátt í verkefn-
inu. „Við leggjum mikla áherslu á að
bjóða krökkum sem lenda í afbrotum í
þessum málaflokkum og foreldrum
þeirra upp á þessa þjónustu. Í
Hringnum koma saman gerandi, for-
eldrar hans, þolandi og Hringsstarfs-
maður sem er í raun sáttamaður í
þessari vinnu. Auk þess höfum við
kallað til aðra úr hverfinu. Það hafa
jafnvel verið aðilar sem krakkarnir
hafa kosið að vinna hjá í stuttan tíma
á eftir, í raun og veru til að bæta fyrir
þessi mistök sín,“ segir Ingibjörg.
Hún segir að vinnan sem krakkarn-
ir taki sér á hendur í kjölfar þess að
ræða málin við þolanda afbrotsins,
foreldra sína og aðra, tengist ekki
alltaf afbrotinu. Þannig að barn vinni
t.d. ekki í þeirri búð sem það hafi stol-
ið frá. „Þau hafa farið á ýmsa staði í
hverfinu, eins og sambýli, sundlaug-
ina, leikskóla, vélamiðstöð og bif-
reiðaverkstæði.“ Ingibjörg segir að
þar sem börnin séu ekki sakhæf sé
það algjörlega val þeirra sjálfra og
foreldranna hvort þau taki þátt í
þessu starfi eða ekki. Ákveðið hafi
verið að taka ekki á allra minnstu
brotunum, en ef þjófnaður fari upp yf-
ir 2.000 krónur sé barninu og aðstand-
endum þess boðin þátttaka í Hringn-
um.
Sáttaumleitan
verði tekin upp
í réttarkerfinu
ÍSLENSK stjórnvöld voru ákveðin í
að sækja um aukaaðild að Evrópu-
sambandinu (ESB), sem þá hét Evr-
ópubandalagið, árið 1961, en ekkert
varð úr því þar sem de Gaulle Frakk-
landsforseti lýsti því yfir að hann
væri andsnúinn stækkun bandalags-
ins.
Þetta kemur fram í nýrri bók, Ís-
land og Evrópusamruninn, ritstýrðri
af Baldri Þórhallssyni, dósent í
stjórnmálafræði við Háskóla Ís-
lands. Í bókinni er afstaða íslenskra
stjórnvalda til Evrópusamrunans
könnuð, og er bókin afrakstur
þriggja ára rannsóknarvinnu.
Þar kemur m.a. fram að nefnd sem
hafði það hlutverk að kanna fríversl-
unarmál var stofnuð árið 1961, og
komst hún að þeirri niðurstöðu að Ís-
land ætti að sækja um aðild að Frí-
verslunarsamtökum Evrópu
(EFTA), þrátt fyrir að nefndin teldi
að EFTA myndi ekki endast lengi.
Taldi nefndin að EFTA væri hugsað
til að bæta stöðu ríkjanna sem aðild
áttu að samtökunum fyrir hugsan-
lega umsókn þeirra að ESB, og því
myndu samtökin fljótlega verða til-
gangslaus þegar þessi ríki gengju í
sambandið.
Mikill þrýstingur var á ríkis-
stjórnina að sækja um aðild að ESB
á þessum tíma, og kannaði Viðreisn-
arstjórn sú er þá var við völd málið
bæði innanlands og utan, og ákvað
að lokum að rétt væri fyrir Ísland að
sækja um aukaaðild að ESB. Til þess
kom þó aldrei, og í bók Baldurs er sú
skýring nefnd að de Gaulle, forseti
Frakklands, lýsti andstöðu sinni við
að stækka sambandið.
Haldið verður málþing um efni
bókarinnar á föstudagsmorgun kl.
8:30 í sal Öskju, náttúrufræðihúss
HÍ. Þar verður Halldóri Ásgríms-
syni utanríkisráðherra afhent fyrsta
eintak bókarinnar og rætt um efni
hennar. Erindi verða haldin um af-
stöðu íslenskra stjórnvalda til Evr-
ópusamrunans, tengsl þingmanna
við sjávarútveg og áhrif þess á Evr-
ópuumræðuna, og þjóðernishyggju í
samhengi við Evrópumálin.
Ný bók um Ísland og Evrópusamrunann
Stjórnvöld vildu sækja
um aðild að ESB 1961