Morgunblaðið - 26.05.2004, Page 11

Morgunblaðið - 26.05.2004, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 11 ÞÉTTING byggðar og mikilvægi almenningssamgangna voru meðal umræðuefna á nýlegri ráðstefnu um samgöngumál í litlum og miðl- ungsstórum borgum. Ráðstefnan var á vegum ACCESS-samtak- anna sem eru samtök rúmlega 140 borga og sveitarfélaga í Evrópu. Markmið samtakanna er að sporna gegn auknu umferðarálagi, loft- mengun, gróðurhúsaáhrifum og hávaðamengun en þau standa m.a. fyrir bíllausa deginum sem haldinn er í september ár hvert. Alison Dunatov var meðal mæl- enda á ráðstefnunni en hún starfar við skipulagingu á samgöngu- málum í Cambden í London. Hún bendir á að Reykjavík sé stækk- andi borg og því mikilvægt að huga vel að skipulagi byggðar. „Þrátt fyrir að það sé mikið pláss í Reykjavík virðist vera nokkuð góð skipulagning því byggðin er ekki eins dreifð og hún gæti verið. Al- menningssamgöngur virðast þó helst vera nýttar af fólki sem hef- ur ekki aðra möguleika. Það er nauðsynlegt að huga vel að þess- um málum því ef byggðin heldur áfram að dreifast og fólk notast nánast eingöngu við einkabíla mun það leiða til vandamála vegna mengunar og umferðarþunga.“ Dunatov segir að í London sé sí- fellt verið að leggja meiri áherslu á að fá fólk til að notast við eigin orku á ferðum sínum um borgina. „Við reynum að gera fólki ljóst hversu auðvelt það er að fara ferða sinna gangandi,“ segir hún og bætir við að umhverfið þurfi að vera gönguvænt. Manneskjan gerð til að ganga Janina Pakrywa, sem fer fyrir stefnumótun í samgöngumálum í Krakow, Póllandi, tekur í sama streng og Dunatov. „Manneskjan er gerð til að ganga en í dag eyð- um við miklum tíma sitjandi á skrifstofum og ferðumst svo um í einkabílum.“ Hún segir að í Krak- aw séu almenningssamgöngur nýttar mun meira en hér í Reykja- vík. „Mengun af völdum bíla er eitt mesta mengunarvandamál allra stórborga. Það verður því að huga að öðrum samgönguleiðum. Við reynum að sameina ólíkar samgöngur, t.d. að það sé auðvelt að taka reiðhjól með í strætisvagn og svo framvegis,“ segir Pakrywa. Lýðræðislegt ferli Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fulltrúi í samgöngunefnd Reykja- víkurborgar, segir mikilvægt að skipulagning á samgöngum og á byggð haldist í hendur. „Skipulag þarf að vera lýðræðislegur ferill þar sem efnt er til funda og sam- ræðna við íbúa og hagsmunaaðila og þá sem eiga að búa í skipulag- inu og nota skipulagið. Við höfum í gegnum tíðina alltof oft sagt fólki hvað við ætlum að gera en ekki út- skýrt hvers vegna. Þá verður öll samræðan á átakagrunni.“ Steinunn Valdís bendir á að í að- alskipulagi borgarinnar sé megin- áhersla á þéttingu byggðar. „Þá verður nýting allrar grunngerðar betri, auðveldara að halda uppi al- menningssamgöngum, kostnaður minni og svo framvegis.“ Hún seg- ir jafnframt að það sé algengt hér á landi að fólk vilji búa í borg en samt í sveit. „Það vilja allir þétt- ingu [byggðar] svo lengi sem það er ekki í þeirra eigin bakgarði. “ Steinunn segir ráðstefnu sem þessa mikilvæga til að við getum lært af öðrum þjóðum sem eru kannski lengra komnar í þessum málum. Það opni jafnframt fyrir möguleika á að læra af mistökum annarra. Ráðstefna um samgöngumál í litlum og miðlungsstórum borgum Þéttari byggð og góðar almenningssamgöngur Morgunblaðið/Árni Torfason Huga þarf vel að ólíkum samgönguleiðum í Reykjavík en mengun af völd- um einkabíla er mikið vandamál víða um heim. LÆKNARÁÐ telur að stórfelldur samdráttur á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi (LSH) til viðbótar þeim sem þegar er hafinn geti stefnt ör- yggi sjúklinga í hættu. „Læknaráð leggur því enn til við stjórnvöld að fallið verði frá fyrirhuguðum sparn- aðaraðgerðum á LSH og að bygging- arframkvæmdum við Landspítala – háskólasjúkrahús verði hraðað,“ segir í ályktun frá aðalfundi lækna- ráðs. Þar segir einnig að hætta sé á að frekari samdráttur muni stöðva nauðsynlega framþróun, bæði hvað varðar lækningar, kennslu og vísindi með alvarlegum afleiðingum. Starfsemina á einn stað Í ályktuninni hvetur læknaráð til þess að stefnumótun í heilbrigðis- þjónustu verði hraðað, þannig að skýrt sé hvaða verkefnum LSH verði gert að sinna. „Langvarandi óvissa um rekstur og framtíð LSH er til þess fallin að brjóta niður starfs- anda og því er mikilvægt að sjúkra- húsinu sé skapaður starfsfriður,“ segir í ályktuninni. Þá telur læknaráð að frekari hag- ræðingarmöguleikar sjúkrahússins felist í því að starfsemi þess verði komið fyrir á einum stað. „Þá fyrst getur orðið marktæk hagræðing í rekstri og þjónustu sjúkrahússins.“ Læknaráð ályktar um niðurskurð á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi Vill að fall- ið verði frá sparnaðar- aðgerðum H N O T S K Ó G U R R Í 7 0 5 -0 4 Dagsk rá Ávarp menntamálaráðherra Erindi frá háskólasamfélaginu Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands og Stefanía Katrín Karlsdóttir, rektor Tækniháskóla Íslands Skilaboð frá atvinnulífinu Jóhannes Gíslason, framkvæmdastjóri rannsókna- og þróunarsviðs Primex og Helga Waage, stofnandi og tæknistjóri Hex Sjónarmið frá vísindanefnd og tækninefnd Hafliði Pétur Gíslason, formaður vísindanefndar og Hallgrímur Jónasson, formaður tækninefndar Fundarstjóri er Hans Kr. Guðmundsson forstöðumaður Rannís RANNSÓKNAÞ ING2004 SAMSTARF HÁSKÓLA , RANNSÓKNASTOFNANA OG ATV INNUL Í FS Rann í s boða r t i l Rannsóknaþ i ngs og morgunve rða rh l aðbo rðs í s amsta r f i v i ð r áðuneyt i menntamá l a og i ðnaða r fös tudag i nn 28 . ma í k l . 9 :00 - 11 :00 á G rand Hóte l . Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs 2004 verða afhent kl. 11:15 Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvupósti til rannis@rannis.is eða í síma 515 5800

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.