Morgunblaðið - 26.05.2004, Page 16
ERLENT
16 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti reyndi að kveða niður vaxandi
efasemdir um stríðið í Írak í ræðu
sem hann flutti í herskóla í Pennsylv-
aníu í fyrrinótt. Hann reyndi að sann-
færa bandaríska kjósendur um að
hann hefði áætlun sem dygði til að
binda enda á ofbeldið og glundroðann
í Írak og stuðla að lýðræði og hag-
sæld í landinu.
Bush sagði meðal annars að
Bandaríkjaher yrði áfram í Írak þar
til lýðræði yrði komið á og kvaðst
vera tilbúinn að senda þangað fleiri
hermenn ef yfirmenn hersins teldu
það nauðsynlegt.
Forsetinn útlistaði áætlun í fimm
liðum sem hann sagði að myndi
stuðla að lýðræði og frelsi í Írak: ný
írösk bráðabirgðastjórn ætti að taka
við völdunum 30. júní, komið yrði á
friði á svæðum þar sem glundroði rík-
ir enn, fleiri ríki yrðu fengin til að
styðja aðgerðirnar, landið yrði end-
urreist og þingkosningar skipulagð-
ar.
„Það verður ekki auðvelt að ljúka
þessum fimm áföngum að ríkisstjórn
sem kjörin er af Írökum sjálfum,“
sagði Bush. Um 138.000 bandarískir
hermenn eru nú í Írak og forsetinn
sagði að liðsaflanum yrði haldið þar
eins lengi og nauðsynlegt væri en yf-
irmenn hersins væru alltaf að end-
urmeta þörfina. „Þurfi þeir fleiri her-
menn sendi ég þeim þá.“
Eykur þrýstinginn á Kerry
Fréttaskýrendur The Washington
Post, Robin Wright og Mike Allen,
segja að í ræðunni hafi Bush ekki
boðað neinar nýjar aðgerðir til að
binda enda á ofbeldið í Írak og koma
á lýðræði. Hann hafi ekki svarað
ýmsum áleitnum spurningum um
stefnu hans í málefnum Íraks.
John F. Kerry, forsetaefni demó-
krata, tók í sama streng og sagði að í
ræðunni væri fátt sem forsetinn hefði
ekki sagt áður.
Fréttaskýrandi Los Angeles Tim-
es, Ronald Brownstein, segir hins
vegar að Kerry hafi ekki kynnt neina
skýra áætlun um hvað hann hyggist
gera í málefnum Íraks verði hann
kjörinn næsti forseti Bandaríkjanna.
Ræða Bush geti því aukið þrýsting-
inn á Kerry að útskýra betur stefnu
sína í Íraksmálunum.
Peter Fever, stjórnmálafræðingur
við Duke-háskóla, sem hefur rann-
sakað viðhorf bandarísks almennings
í öryggismálum, segir að erfitt verði
fyrir Kerry að finna svar við ræðu
Bush. „Það verður erfitt að finna eitt-
hvað í ræðunni sem er til marks um
þvermóðsku og gerir andstæðingum
hans kleift að benda á nýjar leiðir.“
Fever og fleiri sérfræðingar í
bandarískum stjórnmálum segja að
verði ræðan til þess að stuðningurinn
við stefnu Bush aukist verði það fljótt
að breytast batni ekki ástandið í Írak.
The New York Times sagði ólík-
legt að ræða Bush dygði til þess að
sannfæra almenning í Bandaríkjun-
um um að hann væri á réttri braut í
Íraksmálunum. Ræðan hefði verið
góð fyrir ári þegar stjórn Saddams
Husseins var steypt en ekki nú „eftir
nær 14 mánaða mistök, sem forsetinn
hefur ekki viðurkennt“.
Abu Ghraib-fangelsið rifið
Í ræðunni sagði Bush ennfremur
að Abu Ghraib-fangelsið illræmda í
Írak yrði rifið niður og nýtt fangelsi
reist í staðinn.
Þessi ummæli vöktu ekki mikla
hrifningu í Írak. Ahmed Hassan al-
Uqaili, varaformaður Mannréttinda-
samtaka Íraks, sagði að Írakar ættu
sjálfir að ákveða hvað gera ætti við
fangelsið.
„Þetta er brella til að vinna for-
setakosningarnar í Bandaríkjunum,“
sagði al-Uqaili og bætti við að mik-
ilvægast væri að binda enda á mis-
þyrmingar og niðurlægjandi meðferð
á íröskum föngum.
Reuters
Bandarískur hermaður fylgist með íröskum konum fyrir utan Abu Ghraib-fangelsið, nálægt Bagdad. Konurnar
biðu í gær eftir upplýsingum um ættingja sína í fangelsinu og óttast að þeir hafi sætt illri meðferð.
Bush Bandaríkjaforseti útlistar áætlun sína um lýðræði í Írak
Reynir að kveða niður
efasemdir um stefnuna
Kveðst tilbúinn að senda fleiri hermenn til Íraks ef þörf krefur
Carlisle. AP, Los Angeles Times, Washington Post.
STUÐNINGUR bandarísks al-
mennings við stefnu George W.
Bush forseta í málefnum Íraks
hefur aldrei verið jafn lítill og nú,
ef marka má nýja skoðanakönnun
Washington Post og ABC-
sjónvarpsins.
Samkvæmt könnuninni hefur
stuðningurinn við forsetann
minnkað síðustu vikurnar á nánast
öllum sviðum Íraksmálanna.
Aðeins 47% aðspurðra sögðust
ánægð með störf forsetans al-
mennt, færri en nokkru sinni fyrr
frá því að hann tók við embættinu.
50% aðspurðra sögðust vera
óánægð með störf forsetans.
Aðeins 40% – færri en nokkru
sinni fyrr frá innrásinni í Írak í
mars í fyrra – sögðust ánægð með
frammistöðu Bush í Íraksmál-
unum.
Þegar spurt var hvort Banda-
ríkjaher ætti að vera áfram í Írak
þar til komið yrði á friði og lýð-
ræði sögðust 58% vera hlynnt því,
átta prósentustigum færri en fyrir
mánuði.
40% aðspurðra sögðust vilja að
hersveitirnar yrðu kallaðar heim
til að koma í veg fyrir frekara
mannfall, sjö prósentustigum fleiri
en fyrir mánuði.
Kerry að ná forskoti?
Þrátt fyrir þetta er enn enginn
munur á fylgi Bush og Johns
Kerrys, forsetaefnis demókrata, ef
marka má könnun Washington
Post og ABC. Þegar spurt var
hvern þeir myndu kjósa ef kosn-
ingarnar færu fram nú nefndu
46% aðspurðra Bush, jafn margir
Kerry og 4% Ralph Nader. 49%
sögðust myndu kjósa Kerry og
47% Bush ef valið stæði aðeins
milli þeirra.
Ný könnun CBS-sjónvarpsins
bendir hins vegar til þess að
Kerry hafi náð verulegu forskoti.
49% skráðra kjósenda sögðust
myndu styðja Kerry í kosning-
unum og aðeins 41% sögðust ætla
að kjósa Bush.
Könnun CBS bendir ennfremur
til þess að tveir af hverjum þrem-
ur Bandaríkjamönnum telji að
landið sé á rangri braut og hafa
aldrei jafn margir verið þessarar
skoðunar frá því að CBS byrjaði
að spyrja þessarar spurningar í
könnunum sínum fyrir 20 árum.
Stuðningurinn við Bush
hefur aldrei verið minni
Washington Post, AFP.
HELGISKRÍN, sem sagt er varð-
veita fingurbein úr Búdda, var í
gær flutt um borð í flugvél í borg-
inni Xian í Shaanxi-héraði í Kína.
Skrínið var ásamt um 20 öðrum
dýrgripum sent til Hong Kong þar
sem munirnir verða sýndir við há-
tíðarhöld í tilefni afmælis Búdda
sem er í dag, 26. maí.
AP
Fingurbein
Búdda
DRENGUR sem fæddist í Man-
chester fyrir tveimur árum var
getinn með 21 árs gömlu sæði sem
faðir hans lét frysta áður en hann
hóf meðferð við krabbameini í
eistum, skv. frétt á vef breska rík-
isútvarpsins BBC.
Læknar við St. Mary’s-sjúkra-
húsið í Manchester, þar sem
drengurinn fæddist, segja þetta
heimsmet í sögu tæknifrjóvgunar
því egg hafi aldrei áður verið
frjóvgað með svo gömlu sæði.
Þetta bendi til þess að sæði við-
haldi gæðum sínum og frjósemi þó
það sé fryst til svo langs tíma.
Elizabeth Pease, einn læknanna
við spítalann, segir þetta afar mik-
ilvæga uppgötvun. Ungir krabba-
meinssjúklingar séu undir miklu
andlegu álagi og setji eigin frjó-
semi ekki framarlega í forgangs-
röðina á slíku álagstímabili í lífi
sínu. Þetta sé því afar mikilvægt
fyrir fólk sem greinist ungt með
krabbamein en vill eignast börn
að meðferð lokinni því það gefi
þeim von um bjartari framtíð.
Faðir drengsins var aðeins 17
ára gamall þegar hann greindist
með krabbamein í eistum. Hann
lét frysta sæði sitt fyrir krabba-
meinsmeðferðina sem myndi gera
hann ófrjóan. Árið 1995 ákvað
hann ásamt eiginkonu sinni að
gera tilraun til tæknifrjóvgunar
með sæðinu en hún misheppnað-
ist. Þremur tilraunum síðar tókst
loks að frjóvga egg úr konunni og
barnið kom í heiminn árið 2002.
Tvítugt sæði
frjóvgar egg
LÖGREGLAN í Malmö í Svíþjóð
hefur handtekið 16 ára dreng, sem
grunaður er um að hafa lagt á ráðin
um fjöldamorð í Slottsstadens-skól-
anum í borginni.
Sænska ríkisútvarpið greindi frá
þessu í gær en í frétt Svenska
Dagbladet sagði að drengurinn hefði
verið handtekinn fyrir þremur vik-
um.
Drengurinn og tveir yngri félagar
hans eru grunaðir um að hafa haft í
hyggju að myrða kennara og nem-
endur, sprengja upp skólann og
fremja svo sjálfsmorð. Áætlunin
þykir minna á frásagnir af fjölda-
morðum í bandarískum skólum.
Yngri drengirnir hafa viðurkennt
hlutdeild sína í málinu og hefur þeim
verið sleppt. Búist er við að dreng-
urinn sem sagður er höfuðpaurinn
verði ákærður á næstu dögum.
Á heimili drengsins fundust skot-
vopn og mikið magn efna sem hægt
er að nota við sprengjugerð.
Drengurinn neitar sök, en dagbók
hans þykir gefa sterkar vísbending-
ar um að hann hafi lagt á ráðin um
fjöldamorð.
Drengurinn hefur áður komið við
sögu lögreglu í tengslum við að hafa
loftbyssu í fórum sínum.
Fjöldamorði
afstýrt
í Svíþjóð?
♦♦♦
HARRI Holkeri, æðsti embættis-
maður Sameinuðu þjóðanna í Kos-
ovo, skýrði frá því í gær að hann
hefði sagt af sér.
Holkeri, sem er fyrrverandi for-
sætisráðherra Finnlands, hafði sætt
gagnrýni fyrir að gera lítið úr átök-
um milli albanskra og serbneskra
íbúa Kosovo sem kostuðu nítján
manns lífið í mars.
Holkeri tók við embættinu fyrir
níu mánuðum. Hann vísaði á bug
ásökunum um að hann hefði getað
gert meira til að sætta Serba og Alb-
ana í Kosovo, sem hefur verið undir
stjórn SÞ frá júní 1999.
Holkeri læt-
ur af embætti
Helsinki. AFP.
♦♦♦