Morgunblaðið - 26.05.2004, Side 45

Morgunblaðið - 26.05.2004, Side 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 45 SPÁNVERJINN Fernando Morien- tes, framherji Móna- kó, mun að öllu óbreyttu verða krýndur marka- kóngur Meist- aradeildar Evrópu í knattspyrnu. Fyrir úrslitaleik Mónakó og Porto í kvöld er félagi Morientes í framlínu Mónakó, Króatinn Dato Prso, sá eini sem getur ógnað Spánverj- anum. Morientes er markahæstur í keppninni með 9 mörk, Prso kemur næstur með 7 og þeir Roy McKaay, Bayern München, og Walter Pandi- ani, Deportivo La Coruna, skoruðu 6 mörk í keppninni. Markahæsti leikmaður Porto er Suður- Afríkumaðurinn Benni McCarthy sem hefur skorað 4 mörk og þeir Costinha, Bras- ilíumaðurinn Der- lei og Maniche eru allir með 3 mörk. Spánverjinn Morientes markakóngur Evrópu FÓLK  KIM Milton Nielsen sem dæmir úrslitaleik Mónakó og Porto í Meist- aradeild Evrópu fær á bilinu 120– 140.000 krónur í laun fyrir leikinn. Það er sömu laun og dómurum er al- mennt greitt fyrir að dæma leiki í Meistaradeildinni, sem sagt, það er engin uppbót á launin til þess sem dæmir úrslitaleikinn.  BRASILÍSKI varnarmaðurinn Lucio er á leið til Bayern München frá Bayer Leverkusen fyrir um 1,3 milljarða króna.  MICHAEL Owen framherji Liver- pool segist ekki ætla taka ákvörðum um hvort hann framlengi samning sinn við félagið fyrr liggur ljóst fyrir hver verður næsti knattspyrnustjóri liðsins.  ALAN Smith framherji Leeds United mun ganga í raðir Manchest- er United í vikunni, stuðningsmönn- um Leeds til mikillar gremju en mik- ill rígur er á milli félaganna. Talið er að United greiði 7 milljónir punda fyrir Smith, sem er 23 ára gamall, og Leeds fær að auki hinn unga Danny Pugh frá United.  ROBERTO Carlos, brasilíski bak- vörðurinn í liði Real Madrid, er á leið til Chelsea að sögn Jorge Valdano yfirmanns knattspyrnumála hjá Ma- dridarliðinu. Chelsea er tilbúið að reiða fram 20 milljónir punda fyrir hinn 31 árs gamla Carlos og greiða honum 120.000 pund í vikulaun sem eru tvöfalt hærri laun en hann hefur hjá Real Madrid.  SKOSKI kylfingurinn Colin Montgomerie þarf að spýta í lófana á næsta atvinnumannamóti sem hann tekur þátt í á Wentworth-vellinum. Skotinn er sem stendur í 56. sæti á heimslistanum og þarf hann að enda í einu af fimm efstu sætunum á Wentworth til þess að tryggja sér þátttökurétt á Opna bandaríska meistaramótinu.  Montgomerie endaði í 127. sæti á síðasta móti sem hann tók þátt í en það er versti árangur hans frá árinu 1987. Þess ber að geta að Montgom- erie skildi við eiginkonu sína nýverið og hefur átt erfitt uppdráttar á golf- vellinum að undanförnu. Írinn Paidraig Harrington ætlar ekki að taka þátt á mótinu á Went- worth en hann segir að völlurinn henti einfaldlega ekki hans leikstíl.  SUÐUR-Afríkumaðurinn Ernie Els segir við BBC að hann sé ekki sáttur við ákvörðun Harrington og telur Els að kylfingur á borð við Harrington geti glímt við hvaða völl sem er með góðum árangri.  BIRGIR Leifur Hafþórsson, Ís- landsmeistari í golfi árið 2003, verð- ur ekki með á fyrsta stigamóti ársins sem fram fer á Korpúlfsstaðavelli um næstu helgi. Birgir Leifur þáði boð norska golfsambandsins um að taka þátt á móti sem fram fer í bæn- um Sarpsborg rétt við landamæri Svíþjóðar. TEITUR Þórðarson, þjálfari norska 2. deildar liðsins Ull/ Kisa, hefur átt góðu gengi að fagna með liðinu í upphafi leik- tíðar. Leikið er í fjórum riðlum í 2. deild í Noregi og er liðið í efsta sæti í öðrum riðli með 16 stig að loknum sjö umferðum. Ull/Kisa hefur unnið fimm leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum leik. Alls eru fjórtán lið í riðlinum, og er Lörenskog þar næst á eftir með 15 stig en þess má geta að norski landsliðs- maðurinn John Carew hóf feril sinn hjá Lörenskog og hefur fé- lagið hagnast ríkulega þar sem Lörenskog fær hluta af sölu- verði leikmannsins sem hefur leikið með Vålerenga, Rosen- borg, Valencia og Róma. Teitur á sigurbraut LUDOVIC Giuly, fyrirliði Mónakó, óttast að liðið flosni upp í lok leiktíð- arinnar. Giuly, sem eins og margir leikmanna Mónakó hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir fram- göngu sína í Meistaradeildinni, segir að margir leikmanna liðsins séu á förum frá félaginu og hann útilokar ekki að hann geri það líka. Þá er framtíð Didiers Deschamps þjálfara í mikilli óvissu en sögusagnir hafa verið í gangi að hann sé búinn að ganga frá samningi við Chelsea eða Juventus. Króatíski framherjinn Dado Prso er þegar búinn að gera samning við Rangers í Skotlandi og næsta víst er að helsta stjarna liðsins, Spánverjinn Fernando Morientes, hverfi á braut og sömuleiðis þeir Hugo Ibarra og Edouard Cisse en allir eru þeir á lánssamningi hjá Mónakó. „Það er allt óljóst hjá Mónakó fyr- ir næsta tímabil. Þeir sem eru láns- menn fara til annarra félaga, Prso fer til Rangers og framtíðin er óljós hjá okkur sem eftir erum. Mér þykir mjög miður að við getum ekki haldið sama liði eftir þetta frábæra tímabil. Ég gleðst fyrir hönd Prso að hann sé búinn að semja við Rangers en það hefði auðveldlega verið hægt að halda honum hjá Mónakó. Prso er ekki þannig maður að hann sé að elta peninga. Ég vil vera um kyrrt hjá Mónakó og get ekki hugsað mér að leika með neinu öðru frönsku liði. En við leikmennirnir vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Það ræðst mikið af því hvað verður um Deschamps. Ef hann fer frá liðinu þá er ég viss um að margir leikmenn gera það sama,“ segir Giuly. TAKIST portúgalska liðinu Porto að sigra Mónakó í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu í kvöld verður það í ann- að skiptið í sögunni sem félagið verður Evrópumeistari. Liðið lék sama leik árið 1987 þegar það vann óvæntan sigur á Bayern München, 2:1, í úrslitaleik í Vín- arborg. Porto nýtti sér þann sigur til hins ýtrasta og vann báða titlana sem í boði voru í framhaldi af honum. Liðið lagði Ajax, 1:0, í leiknum um Stórbikar Evrópu og sigraði Penarol frá Uruguay í leiknum um heimsbikar fé- lagsliða. Að auki hefur Porto einu sinni unnið UEFA-bikarinn en það var einmitt á síðasta tímabili þegar liðið vann Glasgow Celtic, 3:2, í úrslitaleik í Sevilla. Portúgalar hafa tvívegis áður orðið Evrópumeistarar. Benfica var þar á ferð í bæði skiptin, árin 1961 og 1962. Mónakó hefur aldrei áður náð svona langt í Evrópukeppni. Franskt lið hefur aðeins einu sinni orðið Evrópumeistari. Mar- seille vann Meistaradeild Evrópu 1993, fyrsta árið sem keppnin var háð í núverandi mynd, en félagið var reyndar svipt titlinum vegna fjármálahneykslis. Verður afrekið frá 1987 endurtekið? Mourinho tók við þjálfun Porto íjanúar 2002 og síðan þá hefur liðið verið á samfelldri sigurgöngu. Á síðustu leiktíð vann liðið tvöfalt heima fyrir í Portúgal og lauk tímabilinu með sigri á Glasgow Celtic í úrslita- leik UEFA-keppninnar. Nú ári síðar hefur Porto unnið deildarkeppnina með yfirburðum og er komið í úrslita- leikinn í Meistaradeildinni, keppni sem af mörgum er talin ein sú sterk- asta sem um getur. Nafn Mourinhos fór eins og eldur í sinu um gjörvalla heimsbyggðina þegar lærisveinar hans gerðu sér lítið fyrir og slógu út stórlið Manchester United í 16-liða úrslitum Meistara- deildarinnar og í kjölfarið sparkaði Porto liðum Lyon og Deportivo La Coruna út úr keppninni á leið sinni í úrslitaleikinn „Þegar við unnum í Manchester þá gerðum við okkur ljóst að við gætum farið lengra í keppninni og jafnvel alla leið í úrslitaleikinn,“ sagði hinn 41 árs gamli Mourinho. „Við erum komnir í úrslitin og gætum jafnvel staðið uppi sem sigurvegarar en þeg- ar við hófum þátttöku í keppninni í haust þá settum við okkur það mark- mið að komast í 16-liða úrslitin. Það er engin sérstök leyniformúla sem býr að baki árangri okkar. Við erum einfaldlega með gott lið og marga góða leikmenn sem hafa lagt hart að sér undanfarin ár.“ Mourinho þykir búa yfir miklum persónutöfrum. Sjálfur var hann aldrei góður knattspyrnumaður en lærimeistari hans varð Sir Bobby Robson, núverandi knattspyrnustjóri Newcastle. Mourinho vann með Rob- son hjá Sporting, Porto og Barcelona og þjálfaraferill hans hófst síðan hjá Benfica. Þaðan lá leiðin til Leiria og þar uppgötvuðu forráðamenn Porto hæfileika Mourinhos og réðu hann til starfa og sjá líklega ekki eftir því. Reuters Jose Mourinho, þjálfari Porto, er ekki að falla á tíma – hann bíður spenntur eftir næsta leik. José Mourinho, þjálfari Porto, og fyrrverandi túlkur Sir Bobby Robsons, er tilbúinn með fylkingu sína gegn Mónakó Engin sérstök leyniformúla JOSÉ Mourinho, þjálfari Porto, sem mætir Mónakó í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld í Þýskalandi, var lítt eða ekkert þekktur utan Íberíuskagans fyrir einu og hálfi ári, en núna er fyrr- verandi túlkur sir Bobby Robsons, fyrrum þjálfara Sporting Lissa- bon, orðinn einn eftirsóttasti knattspyrnuþjálfari í veröldinni. Óttast að lið Mónakó flosni upp Morientes fagnar marki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.