Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Óljóst er hvenær for- setinn fær lagaskjalið HVORKI fengust svör í forsætisráðuneytinu né á skrifstofu forseta Íslands í gær hvenær lög um eignarhald á fjölmiðlum kæmu til staðfestingar hjá forsetanum. Lögin komu úr prentsmiðju í gærmorgun til Alþingis þar sem þeir skrifuðu undir þau, Guðmundur Árni Stefánsson, fyrsti varaforseti Alþingis, og Friðrik Ólafsson, skrif- stofustjóri Alþingis, fyrir hönd Alþingis. Að því loknu var lagaskjalið sent forsætisráðuneytinu. Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneyt- inu í gær lágu engar tímasetningar fyrir um það hvenær lögin yrðu send úr ráðuneytinu til for- setaembættisins. 31.752 undirskriftum skilað til forseta Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, voru í gærmorgun afhentar 31.752 undirskriftir Ís- lendinga sem skora á hann að undirrita ekki lög um eignarhald á fjölmiðlum, sem Alþingi sam- þykkti á mánudag. Undirskriftunum var safnað á tólf dögum að frumkvæði Fjölmiðlasambands Íslands og aðild- arfélaga þess. Í tilkynningu frá sambandinu seg- ir að það sé ósk þessara kjósenda að þjóðin fái notið þess lýðræðislega réttar að kjósa um lögin, eins og kveðið sé á um í 26. grein stjórnarskrár- innar.ÁLFABIKAR, sem konur eru með í leggöngum þegar þær hafa tíðir í 5–7 daga í mánuði, er ekki æskilegur fyrir þær konur sem hafa latexofnæmi. Hér á landi hefur álfabikarinn verið auglýstur sem latexfrír og henti því konum sem þjáist af latexofnæmi. Þetta kemur fram í viðtali við Anne Mette Pedersen, formann fagdeildar bráðahjúkrunarfræðinga. Hún varar fólk við tíðri snertingu latex við slím- húðina og segir að með því geti það áunnið sér latexofnæmi en latex er í fjölmörgum hlutum sem við notum dagsdaglega eins og til dæmis í sum- um hönskum, blöðrum sem gjarnan eru notaðar í barnaafmælum, smokk- um og álfabikar. Vægustu afbrigði af latexóþoli lýsa sér með roða og kláða en í alvarlegustu tilfellunum myndast bjúgur á hálsi og á fleiri stöðum sem getur lokað fyrir öndunarveg. Latexofnæmi vaxandi vandamál Álfabikar ekki fyrir konur með ofnæmi  Latexofnæmi vaxandi/23 „SJÓRINN flæddi yfir palla og upp á dínamó og síðan fór báturinn að síga á bakborða,“ sagði Sigurður Franz Þráinsson, skipstjóri á Svan- borgu VE 53, sem sökk 3 mílur austur af Bjarnarey í fyrrinótt. Sigurður var ásamt föður sínum um borð á leið til veiða í Víkina þegar Svanborg sökk en þeim tókst að bjarga sér í gúmbjörg- unarbát þar sem þeir höfðust við í um tæpan hálftíma uns þeim var bjargað í björgunarbátinn Þór. „Ég henti gúmmíbátnum í sjó- inn, blés hann upp og batt hann við skipshlið. Pabbi fór um borð í gúmmíbátinn en ég fór upp í brú til að senda út neyðarkall. Það tók um 5–7 mínútur og síðan fór ég um borð í gúmmíbátinn.“ Þeir feðgar reru gúmbátnum fram undir stefni Svanborgar til að forða því að mastrið á sökkvandi fiskibátnum félli á gúmbátinn og sprengdi hann. Segir Sigurður að þeir hafi dvalið 20–30 mínútur í gúmbátn- um uns þeim var bjargað. Hann segist ekki hafa hugmynd um hvers vegna Svanborg sökk, en gott veður var á þessum slóðum þegar slysið varð. Hann segir að mun verr hefði farið ef veðrið hefði verið verra. „Það hefði verið hrikalegt ef það hefði verið bræla. En vistin í gúmmíbátnum var fín og ég skaut upp tveim neyð- arblysum og setti neyðarsendinn í gang. Þegar björgunarbáturinn Þór kom á staðinn var Svanborg við það að sökkva og síðan fór hún niður.“ Svanborg var 12 tonna eik- arbátur, smíðaður árið 1973. Fljótir á staðinn Tilkynningarskyldunni barst neyðarkallið frá Svanborgu kl. 00.15 í fyrrinótt og var þá Björg- unarfélag Vestmannaeyja kallað út tafarlaust. Var björgunarbát- urinn Þór lagður af stað kl. 00.26 og hafði áhöfn hans bjargað þeim feðgum kl. 00.40. Að mati Slysa- varnafélagsins Landsbjargar vek- ur gott viðbragð áhafnar Þórs at- hygli. Kl. 01.08 var Þór kominn til hafnar með skipbrotsmennina. Þór er einn af hraðskreiðustu björgunarbátum Landsbjargar og gengur 27 mílur á klst. Sigurður Franz vildi koma á framfæri sérstökum þökkum til Björgunarfélags Vestmannaeyja fyrir björgunina. Feðgum bjargað eftir skipskaða við Vestmannaeyjar Hefði getað farið verr í brælu Ljósmynd/Tryggvi Sigurðsson Svanborg VE 53 var 12 tonna eik- arbátur, smíðaár 1973. Flutti inn 940 stera- töflur með póstinum MAÐUR um fertugt hefur við yfirheyrslur lög- reglu játað að hafa flutt inn 940 steratöflur, en hann fékk efnið sent með pósti frá Danmörku. Tollgæslan í Reykjavík fann efnið í póst- sendingu fyrir um tveimur vikum, 11. maí, og rannsakaði lögreglan í Hafnarfirði málið. Að sögn lögreglu beindist grunur fljótlega að ákveðnum einstaklingi, þótt enginn hafi reynt að sækja pakkann. Lögregla gefur ekki upp hvort maðurinn sendi sjálfum sér sterana frá Danmörku eða hvort einhver sendi honum þá þaðan. Maðurinn játaði við yfirheyrslur innflutning á sterunum og telst málið að fullu upplýst. Maðurinn hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna fíkniefnamála. KAPLAKRIKI var troðfullur af Pixies-aðdáendum á öllum aldri í gærkvöldi þegar hljómsveitin hélt fyrri tónleika sína hér á landi. Pixies spilaði hátt í þrjátíu lög og sungu áhorfendur með hverju einasta lagi og klöppuðu sveitina tvisvar upp. Síðari tónleikar sveitarinnar fara fram í kvöld. Morgunblaðið/Árni Torfason Góð stemning á Pixies-tónleikum ÞAÐ sem af er ári hefur Fjármálaeft- irlitið, FME, sektað tíu fruminnherja í tilkynningaskyldum fyrirtækjum í nokkrum málum sem varða brot á til- kynningaskyldu þeirra. Sektirnar voru á bilinu 50 til 750 þúsund krónur. Þetta kom fram í máli Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra FME, á ráð- stefnu um markaðsmisnotkun og inn- herjaviðskipti í Háskólanum í Reykjavík í gær. Hann gaf ekki upp um hvaða aðila væri að ræða. Páll Gunnar sagði ennfremur að FME kallaði eftir umræðum um að eftirlitið fengi auknar heimildir til að greina frá niðurstöðum í einstökum málum, sem það hefur ekki núna. Sagði hann meira gagnsæi ríkja hjá verðbréfaeftirlitum flestra nágranna- landanna. Tíu verið sektaðir af FME  FME hefur/14 ♦♦♦ FRUMVARP sjávarútvegsráðherra um sóknardagabáta, smábátafrum- varpið svokallaða, var afgreitt með breytingartillögum úr sjávarútvegs- nefnd seint í gærkvöldi með atkvæð- um stjórnarliða. Fundi nefndarinnar hafði verið ítrekað frestað í gærdag en hófst loks kl. hálftíu í gærkvöldi. Samkvæmt tillögum nefndarinnar verður sóknardagakerfinu lokað og skulu sóknardagabátar stunda veið- ar með krókaaflamarki frá upphafi næsta fiskveiðiárs, þ.e. frá 1. sept- ember. Krókaaflahlutdeild þeirra skal fundin með tilliti til aflareynslu fiskveiðiáranna 2001/2002 eða 2002/ 2003. Hlutdeild reiknast út frá við- miðunaraflareynslu í þorski og ufsa þannig að til reiknigrunnsins teljast 90% af upp að 50 lesta viðmiðunar- aflareynslu miðað við óslægðan fisk og 40% af því sem er umfram. Fyrir aðrar tegundir verður aflamark jafnt aflareynslu. Í upphaflega frumvarp- innu var miðað við 80% af upp að 50 lesta viðmiðunaraflareynslu og 60% af því sem umfram væri. Þá er í breytingartillögu tekið tillit til áætlaðrar aflaaukningar, með allt að 20 lestum á hvern bát, vegna aukningar afkastagetu vegna endur- nýjunar þeirra á fiskveiðiárinu 2002/ 2003 eða 2003/2004 að því gefnu að sóknargetan hafi ekki nýst þeim til aflareynslu. Þá er bátum sem voru endurnýjaðir á fiskveiðiárinu 2002/ 2003 gefinn kostur á að vera áfram í sóknardagakerfi 2004/2005 og 2005/ 2006 með 18 sóknardögum á hvoru fiskveiðiári. Að því loknu fá þeir út- hlutað aflamarki út frá fyrrnefndum reiknireglum. Smábátafrum- varp afgreitt úr þingnefnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.