Morgunblaðið - 29.05.2004, Side 2
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÞINGFUNDUM FRESTAÐ
Þingstörfum lauk í gær og þing-
fundum var frestað fram í sept-
ember. Í ræðu forseta þingsins við
þinglok kom fram að aldrei hafi fleiri
þingskjöl verið lögð fram en í vetur,
eða 1.890 skjöl.
Skuldbindingar LSR
B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna
ríkisins vantar 196 milljarða til að
standa undir eigin skuldbindingum.
Við síðustu áramót námu skuldbind-
ingar sjóðsins 304 milljörðum en
hrein eign var 108 milljarðar. Skuld-
bindingar sjóðsins hafa aukist um
125% síðustu sjö ár.
Tilnefna forsætisráðherra
Framkvæmdaráðið í Írak til-
nefndi í gær einróma sjía-múslím-
ann Iyad Allawi til að gegna emb-
ætti forsætisráðherra í væntanlegri
bráðabirgðaríkisstjórn sem á að
taka við völdum 30. júní. Var þess
vænst að jafnt hernámsstjórnin sem
Sameinuðu þjóðirnar myndu sam-
þykkja val ráðsins. Allawi er 59 ára
gamall, læknir að mennt og var í út-
legð í rúma þrjá áratugi.
Óttast að 2.000 hafi farist
Líkur eru taldar á því að allt að
2.000 manns hafi farist í flóðum á
eyjunni Hispaníólu í Karíbahafi en
þar eru ríkin Haítí og Domíníska
lýðveldið. Enn rigndi í gær en al-
þjóðlegt björgunarlið og hermenn
unnu að því að leita að fólki sem
grafist hefur undir aurleðju eftir tíu
daga úrhelli í ríkjunum tveim.
Gagnrýnir Bush
John Kerry, væntanlegt forseta-
efni demókrata í Bandaríkjunum,
gagnrýndi á fimmtudagskvöld
harkalega stefnu George W. Bush
forseta og sagði hann hafa sýnt
mikla óvarkárni. Forsetinn hefði
aukið hryðjuverkahættuna með því
að ráðist inn í Írak.
Y f i r l i t
Kynning – Blaðinu í dag fylgir tímarit-
ið Heilsa.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir
sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hefur dæmt
hálffertugan karlmann til tveggja ára fangels-
isvistar fyrir það að hafa numið fjögurra ára
stúlku á brott af heimili hennar á Seyðisfirði um
nótt í desember.
Maðurinn er sakfelldur fyrir að hafa numið
stúlkubarnið á brott úr rúmi sínu sofandi um
miðjan vetur. Snjór var úti og barnið í náttfötum
einum klæða. Faðir barnsins varð var við um-
gang og er hann kom út úr húsinu stóð mað-
urinn með barnið í fanginu um fjóra metra frá
húsinu. Segir í dómnum að gera verði ráð fyrir
því að barnið hafi verið í mikilli hættu og að
snarræði föður stúlkunnar hafi orðið til þess að
hann náði henni af ákærða rétt fyrir utan húsið.
Segir í dómnum að við ákvörðun refsingar
beri að líta til þess að að brot ákærða beindust
gegn mikilvægum hagsmunum, þ.á m. frjáls-
ræði barnungrar stúlku og umsjá foreldra yfir
henni. Enda þótt ganga verði út frá að ásetn-
ingur ákærða til að nema stúlkuna á brott hafi
ekki myndast fyrr en hann hafi verið kominn inn
í húsið þykir hann ekki eiga sér málsbætur.
Hann var einnig sakfelldur fyrir að fara í tví-
gang inn í íbúðarhús um nóttina í heimildarleysi.
Mundi ekkert
Maðurinn er ofdrykkjumaður og bar við yf-
irheyrslur að hann myndi ekkert eftir atburðum
næturinnar. Samkvæmt vitnisburði geðlæknis
eru í fari mannsins engin merki um afbrigðileg-
ar kenndir í garð barna eða kvenna.
Maðurinn á sakaferil að baki og þótti dóm-
inum, sem var fjölskipaður, ekki ástæða til að
skilorðsbinda refsingu hans.
Tveggja ára
fangelsi fyrir
að nema stúlku-
barn á brott
KONUR fengu að meðaltali einung-
is 56% af þeirri upphæð sem karlar
fengu í viðbótarlaun, samkvæmt at-
hugun sem Ríkisendurskoðun hefur
framkvæmt á viðbótarlaunum í
þeim tíu opinberum stofnunum sem
greiða mest viðbótarlaun.
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar,
sem unnin er að beiðni Jóhönnu Sig-
urðardóttur alþingismanns, var sá
hópur ríkisstarfsmanna einangraður
sem miklar líkur eru á að fái viðbót-
arlaun, þ.e.a.s. mánaðarlegar
greiðslur ofan á grunnlaun án þess
að sérstakt vinnuframlag liggi þar
að baki. Með því móti var reynt að
finna út hvernig þessar greiðslur
hefðu skipst eftir kynjum þegar um
sambærileg störf var að ræða og
hversu há útgjöldin hefðu verið
vegna þessa.
Upphaflegt úrtak vegna athugun-
arinnar var tæplega 1.100 manns, en
hópurinn var síðan þrengdur niður í
506 starfsmenn hjá þeim tíu stofn-
unum sem greiddu mest viðbótar-
laun. Ekki var marktækur munur á
fjölda karla og kvenna í því úrtaki,
en konurnar voru tíu fleiri en karl-
arnir. Samtals fékk þessi hópur 443
milljónir í greiðslur á árinu 2002
sem líklegt er talið að séu viðbót-
arlaun að stærstum hluta og skipt-
ust greiðslurnar þannig að karlar
fengu 284 milljónir kr. og konur 159
milljónir kr. eða 56% að meðaltali af
þeirri fjárhæð sem karlar fengu.
Fram kemur að mjög mismun-
andi var á milli stofnana hver launa-
munurinn var á milli karla og
kvenna. Þá reyndust fleiri konur en
karlar undir fimmtugu fá viðbótar-
laun öfugt við aldurshópinn yfir
fimmtugu þar sem karlarnir voru
fleiri. Hins vegar fengu karlar í öll-
um aldurshópum hærri viðbótar-
launagreiðslur en konur.
Hæst settir fengu mest
„Ljóst er að hæstu viðbótarlaunin
runnu aðallega til þeirra starfs-
manna sem voru hæst settir innan
stofnunar. Einnig er ljóst að því
hærri stöðu sem starfsmenn gegndu
þeim mun minni var launamunur
kynjanna. Minnstur var hann hjá
þeim sem tóku laun skv. C-ramma
BHM en í honum eru aðallega
stjórnendur ríkisstofnana. Ríkisend-
urskoðun bendir á að ekki séu til
neinar samræmdar reglur um
ákvörðun viðbótarlauna ríkisstarfs-
manna og hvetur til þess að slíkar
reglur séu settar. Slíkar reglur
mætti þá taka upp í jafnréttisáætlun
eða starfsmannastefnu stofnana,“
segir ennfremur í frétt Ríkisendur-
skoðunar af þessu tilefni.
Tíu ríkisstofnanir greiddu 443 milljónir króna í viðbótarlaun árið 2002
Konur fengu minna en karlar
SKÍÐALANDSLIÐ Íslands í alpagreinum
verður við æfingar á skíðasvæði Skagfirðinga í
Tindastóli yfir hvítasunnuhelgina og að sögn
Guðmundar Jakobssonar, formanns alpa-
greinanefndar Skíðasambandsins, er þetta
fyrsta sumaræfingin í mörg ár sem landsliðið
nær að halda hér á landi. Jamie Dunlop lands-
liðsþjálfari kom til landsins á fimmtudags-
kvöld og stjórnar æfingunum í Skagafirði.
Guðmundur sagði heimamenn á Sauð-
árkróki aðstoða Skíðasambandið af fullum
krafti, m.a. við að setja salt í skíðabrekkurnar,
troða snjóinn og flytja landsliðsmenn upp fjall-
ið á vélsleðum þar sem lyfturnar ganga ekki.
Æfingarnar um helgina marka upphaf á nýju
undirbúningstímabili næsta skíðavetrar.
Næsta æfing hér á landi er áformuð á Snæ-
fellsjökli í lok júní. Sagði Guðmundur stefnuna
vera að ná 70 dögum í æfingar fyrir fyrstu
skíðamót í Evrópu en fyrir síðustu áramót
náðust eingöngu 25 æfingadagar.
Renna sér á skíðasvæði Skagfirðinga í Tindastóli um hvítasunnuhelgina
Fyrsta sumar-
æfing skíðalands-
liðsins í mörg ár
Ljósmynd/Guðmundur Jakobsson
Landsliðsmenn í alpagreinum fengu far með snjótroðara skíðadeildar Tindastóls upp í fjallið.
HRAFN Jökulsson freistar þess að setja
heimsmet með því að tefla a.m.k. 200 hrað-
skákir hvíldarlítið í Smáralind og safna fé til
styrktar barnastarfi Hróksins. Hrafn hóf að
tefla í gærmorgun og situr samfleytt við tafl-
borðið til klukkan 16 í dag eða þar til tekist
hefur að safna nægum fjármunum til að
kosta 200 heimsóknir Hróksins í skóla vítt og
breitt um landið, að eigin sögn.
Læknar frá Landspítalanum rannsökuðu
Hrafn í gærmorgun og var útkoman í góðu
lagi. Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráða-
læknir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi og
sérstakur líflæknir Hróksins, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöld að álagið væri farið að
segja til sín, hann hefði hækkað í hvíldarpúls og
blóðþrýstingi. Hrafn var þá búinn tefla 105 skák-
ir, þar af tapa fjórum og gera sex jafntefli.
Hrafn var um tíma tengdur við skjá og sást þá
glöggt að þegar staðan snerist gegn honum rauk
púlsinn upp. Hann sagðist í samtali við blaða-
mann í gærkvöldi vera furðu brattur en eins og
gæfi að skilja væru hæðir og lægðir í andlegu at-
gervi hans. „Ég ætla að halda áfram að tefla
þangað til við erum búin að safna nóg,“ sagði
hann ákveðinn.
Púlsinn hraðari í tapstöðu
Morgunblaðið/Ómar
Hrafn Jökulsson teflir við Íslandsmeistara kvenna, Hörpu Ingólfsdóttur, og lauk skákinni með jafntefli.
Hrafn Jökulsson freistar þess að tefla 200 hraðskákir
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 32
Úr verinu 11 Viðhorf 42
Viðskipti 12 Þjónusta 35
Erlent 16/17 Minningar 36/39
Höfuðborgin 20 Kirkjustarf 45/47
Akureyri 20 Myndasögur 48
Suðurnes 21 Bréf 64
Árborg 22 Dagbók 50/51
Landið 23 Íþróttir 52/55
Daglegt líf 24 Leikhús 56
Ferðalög 25 Fólk 56/61
Úr Vesturheimi 27 Bíó 58/61
Listir 28/29 Ljósvakamiðlar 62
Umræðan 30/31 Veður 63
* * *