Morgunblaðið - 29.05.2004, Page 8

Morgunblaðið - 29.05.2004, Page 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þá er nú komið að því að berja á forseta landsins. Alþjóðleg ráðstefna um verndun hafsins Fjölbreytt og yfirgripsmikið Alþjóðleg ráðstefnaum verndun hafs-ins verður haldin á Hótel Nordica dagana 2.–4. júní nk. Ráðstefnan sem nefnist Ocean Strat- egies, Integrated man- agement of the Marine Environment (málefni hafsins, samræmd stefnu- mörkun) er haldin í tilefni af formennsku Íslendinga í norrænu ráðherranefnd- inni í ár og er hún í boði umhverfis- og sjávarút- vegsráðuneytisins, en styrkt af norrænu ráð- herranefndinni. Þess ber að geta að vinnumál ráð- stefnunnar er enska. Hvert er markmið ráð- stefnunnar? „Helsta markmiðið með ráðstefnunni er að fá þá sem vinna að stefnumótun um málefni hafsins til að bera saman bækur sínar og fá upplýsingar um þær ógnanir sem steðja að hafinu. En síðustu ár hafa æ fleiri ríki verið að móta heildstæðar stefnumót- anir um málefni hafsins og nú síðast Ísland, en slík stefnumót- unarvinna er einnig í gangi fyrir Evrópu. Málefni hafsins eru fjöl- breytt og yfirgripsmikil og hafa marga snertifleti við umhverfi okkar og fjölbreytta hagsmuni þjóða. Stefnumótun í málefnum hafsins þarf því að taka mið af þessu og aðkomu sífellt fleiri að- ila að málefnum hafsins. Því má segja að málefni hafsins kalli á víðara og heildrænna samhengi og samvinnu en áður hefur þekkst og því fylgja bæði áskor- anir og tækifæri. Með mótun heildstæðrar stefnu um málefni hafsins er því reynt að draga saman á einn stað fyrirliggjandi stefnur, skuldbind- ingar og áætlanir jafnframt sem ný markmið eru sett og tillögur að raunhæfum aðgerðum til að ná þeim,“ segir Kristín L. Árna- dóttir, formaður undirbúnings- hóps umhverfis- og sjávarútvegs- ráðuneytisins sem hefur veg og vanda af ráðstefnunni. Hverjum er ráðstefnan ætluð? „Ráðstefnan er ætluð þeim sem vinna að málefnum tengdum hafinu og er því um fjölbreyttan hóp að ræða þar sem gerð sér- stakrar heildstæðrar stefnumót- unar um málefni hafsins er árétt- ing á því að þeir sem vinna að verndun hafsins þurfi að vinna saman til að ná settum mark- miðum. Þess má geta að ráð- stefnan er opin öllum sem áhuga hafa á málefnum hafsins. Hægt er að skrá þátttöku sína á vef- slóðinni: www.environment.is/ oceanstrategies og þar má einnig finna allar ítarlegri upplýsingar.“ Eigið þið von á mörgum er- lendum gestum? „Þetta er alþjóðleg ráðstefna og nú þegar hafa aðilar frá ellefu þjóðlöndum skráð þátttöku sína auk þess sem von er á nokkrum fjölda norrænna blaðamanna.“ Hvað fer fram á ráðstefnunni? „Ráðstefnan verður sett miðvikudaginn 2. júni og hefst með ávörpum Sivjar Frið- leifsdóttur umhverfisráðherra og Árna M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra. Að því loknu fer fram móttaka þar sem gestum gefst tækifæri til að kynna sér sýningu á nokkrum verkefnum sem unnin eru hér á landi og varða hafið. Aðalræðumaður ráð- stefnunnar er Philip Burges, for- maður óformlegs vettvangs Sam- einuðu þjóðanna, og hefst dagskrá fimmtudagsins með um- fjöllun hans um málefni hafsins. Síðan munu fulltrúar frá Noregi, Íslandi, Kanada, Evrópusam- bandinu og Norðurheimskauta- ráðinu kynna stefnumótanir sín- ar varðandi málefni hafsins, sem annaðhvort eru tilbúnar eða í farvatninu. Eftir hádegi verða síðan fyrirlestrar þar sem farið er yfir þau svið sem helst brenna á þeim er vinna að verndun hafs- ins. Geir Oddsson. forstöðumað- ur Umhverfisstofnunar, mun halda erindi um hvaða mismun- andi stjórntækjum hægt er að beita til að hrinda stefnu um málefni hafsins í framkvæmd svo og hver þessi stjórntæki eru og hvernig þau nýtast mismunandi þáttum áætlunarinnar. Veerle Vanderweerd, framkvæmdastjóri GPA (alþjóðlegrar áætlunar um varnir gegn mengun sjávar frá landi), fjallar um hvernig hægt er að nýta heildstæða stefnumót- un til að berjast gegn mengun hafsins. Harald Loeng frá norsku hafrannsóknastofnuninni. gerir að umtalsefni hvaða áhrif loftslagsbreytingar geta haft á lífríki sjávar. Og að lokum mun David Griffith, framkvæmda- stjóri ICES (Alþjóðlega hafrann- sóknarráðsins), ræða um hina svokölluðu vistkerfisnálgun og hvort og hvernig hún sé notuð í einstökum stefnumótunum um málefni hafsins. Að erindum loknum geta ráð- stefnugestir valið milli þriggja málstofa þar sem mengun hafsins, loft- lagsbreytingar og vist- kerfisnálgun verða rædd innan ramma stefnumótunar um málefni hafsins. Á lokadegi ráð- stefnunnar ætla stjórnendur málstofanna síðan að kynna helstu niðurstöður umræðna í málstofunum og að lokum munu Magnús Jóhannesson, ráðuneyt- isstjóri í umhverfisráðuneytinu, og Vilhjálmur Egilsson, ráðu- neytisstjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu, draga saman helstu nið- urstöður ráðstefnunnar.“ Kristín L. Árnadóttir  Kristín L. Árnadóttir er fædd í Reykjavík árið 1971. Hún lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands 1998 og eftir að hafa unnið í nokkur ár í umhverfisráðuneyt- inu fór hún í frekara nám við Há- skólann í Lundi og lauk þaðan mastersprófi í umhverfisfræðum haustið 2003 og L.L.M. í Evrópu- rétti vorið 2004. Hún starfar sem lögfræðingur í umhverfisráðu- neytinu. Maki Kristínar er Ari Stefánsson verkefnastjóri hjá Jarðborunum hf. og eiga þau tvö börn, Nótt 8 ára og Birtu 3 ára. Heildstæðar stefnumót- anir í vinnslu ENDURHÆFING ehf. hefur tekið við rekstri endurhæfingardeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss í Kópavogi. Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra og Guðný Jónsdótt- ir, yfirsjúkraþjálfari og fulltrúi End- urhæfingar, rituðu í fyrradag undir samkomulag til 5 ára sem byggt er á þjónustusamningi um reksturinn. „Samkvæmt samningnum tekur fyrirtækið að sér endurhæfingu ein- staklinga með mikið skerta andlega og líkamlega færni vegna meðfæddr- ar og áunninnar fötlunar. Þeir sem þarna fá endurhæfingu eru sömu einstaklingarnir og fram til þessa hafa fengið þjónustu hjá sjúkra- og iðjuþjálfun LSH í Kópavogi, en auk þess er gert ráð fyrir því í þjónustu- samningnum að fleiri einstaklingar með áþekka fötlun fái sambærilega þjónustu í Kópavogi,“ segir í tilkynn- ingu frá heilbrigðisráðuneyti. Fram að þessu hafa 32 fatlaðir ein- staklingar notið þjónustunnar í Kópavogi en með þjónustusamn- ingnum við ráðuneytið er gert ráð fyrir að þeim geti fjölgað í 48. Að auki er gert ráð fyrir að ráðuneytið geri samkomulag við Landspítala – háskólasjúkrahús um þjónustu við sjúklinga af nokkrum deildum spít- alans sem þurfa á þeirri þjónustu að halda sem veitt er í Kópavogi. Kostn- aðurinn við báða samninga er 57 milljónir króna á ári. Samningurinn milli heilbrigðis- ráðuneytis og Endurhæfingar er uppsegjanlegur af beggja hálfu með 12 mánaða fyrirvara og miðast upp- sögn við áramót. Endurhæfing ehf. tekur við rekstri í Kópavogi Fleiri fatlaðir einstaklingar fá þjónustu en áður Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, Guðný Jónsdóttir sjúkraþjálfari og Magnús Pétursson, forstjóri LSH, rituðu undir samning um að Endurhæf- ing ehf. taki við rekstri endurhæfingardeildar LSH í Kópavogi. HJÁ einkaumboðsaðila Álfabikars- ins, sem konur nota þegar þær hafa tíðir, er tekið fram að konur með lat- exofnæmi geti ekki notað hann. Á vefnum femin.is hefur sami bikar hins vegar verið auglýstur sem lat- exfrír og Anne Mette Pedersen, for- maður fagdeildar bráðahjúkrunar- fræðinga, gagnrýnir það í samtali við Morgunblaðið 26. maí sl. Guðrún Jónasdóttir er eigandi skráðs einkaleyfis á nafninu Álfabik- arinn og einkaumboðsaðili hans hér á landi. Hún rekur verslunina Móð- urást og á vef verslunarinnar er sér- staklega varað við því að konur með latexofnæmi noti hann, með þessum orðum: „Álfabikarinn er úr náttúru- gúmmíi og inniheldur latex. Konur sem hafa ofnæmi fyrir latexi geta ekki notað bikarinn.“ Guðrún gagnrýnir að allir seljend- ur Álfabikarsins séu settir undir sama hatt í greininni. „Það vekur undrun mína að Álfabikarinn sé svo sérstaklega tekinn fram sem skað- valdur, þar sem við hjá Móðurást og áður alfabikarinn.is höfum varað sérstaklega við þessari hættu. Við höfum ekki frétt af neinni konu sem keypt hefur álfabikarinn hjá okkur sem fengið hefur einkenni latex- ofnæmis vegna notkunar hans. Eng- in tilfelli eru heldur skráð opinber- lega annars staðar frá í heiminum,“ segir Guðrún. Beðið eftir sílíkonbikar Móðurást kaupir Álfabikarinn beint frá framleiðandanum í Banda- ríkjunum en aðrir seljendur hér á landi kaupa bikarinn frá verslunum ytra, að sögn Guðrúnar. Hún segist leggja áherslu á náttúrulegar vörur í versluninni, sem selur m.a. hjálpar- tæki til brjóstagjafar, en Guðrún er brjóstagjafarráðgjafi. Guðrún telur það skjóta skökku við að í greininni var ekki minnst á snuð eða túttur úr latexi sem eru á markaði án viðvörunar. „Þar er um að ræða hluti sem varnarlaus ung- börn nota og eru í snertingu við slím- húð allan tímann. Þar er ef til vill komin skýringin á aukinni tíðni lat- exofnæmis?“ spyr hún. Á markaði eru bæði snuð úr latexi og sílíkoni en þau fyrrnefndu eru gul en síðarnefndu glær. Börn eiga ekki á hættu á að fá ofnæmi af sílíkon- snuðum. Guðrún segist nú bíða eftir sílíkonútgáfu af Álfabikarnum sem er ekki hættulegur konum með lat- exofnæmi, en slíkur sílíkonbikar á eftir að hljóta samþykki bandaríska lyfjaeftirlitsins, FDA. Álfabikarinn ekki skaðvaldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.