Morgunblaðið - 29.05.2004, Side 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SMÁBÁTAFRUMVARPIÐ var
samþykkt sem lög frá Alþingi í
gærkvöldi með 25 atkvæðum gegn
4 atkvæðum þingmanna Frjáls-
lynda flokksins. Þingmenn Vinstri-
grænna og Samfylkingarinnar
gagnrýndu frumvarpið og treystu
sér ekki til að greiða því atkvæði.
Sátu þeir því hjá við atkvæða-
greiðsluna. Var þetta síðasta málið
sem afgreitt var frá Alþingi á þessu
vori.
Lögin fela það í sér að sókn-
armark smábáta, sem þýðir að þeir
mega fiska ótakmarkað í ákveðinn
dagafjölda á ári, verður aflagt og í
staðinn tekið upp svokallað króka-
aflamark, sem kallast í daglegu tali
kvóti.
Þingmenn stjórnarandstöðuflokk-
anna gagnrýndu frumvarpið harka-
lega og sögðu það vega að heilu
sjávarbyggðunum í landinu. Frum-
varpið hefði tekið grundvallarbreyt-
ingum í meðferðum sjávarútvegs-
nefndar og enn væri verið að
breyta því á síðustu mínútum
þingsins. Jón Gunnarsson, þing-
maður Samfylkingarinnar, benti á
að síðustu breytingartillögurnar
miðuðust við að koma til móts við
hagsmuni eins báts. Spurði hann
hvort hægt væri að hringja og
panta lagabreytingu til að tryggja
sína hagsmuni. Guðjón Hjörleifs-
son, formaður sjávarútvegsnefndar,
svaraði því til að það yrði að taka
tillit til allra báta svo þeir kæmust
inn í kerfið. Það væri mjög eðlilegt
og sanngjarnt.
Guðjón A. Kristjánsson, formað-
ur Frjálslynda flokksins, sagði
breytingar á stjórn fiskveiða ávallt
koma inn í þingið á síðustu dög-
unum. Yfirleitt væru gerðar miklar
breytingar á síðustu klukkustund-
um. Hann sagði að allar yfirlýs-
ingar hefðu verið í þá átt hjá nokkr-
um stjórnarþingmönnum að styrkja
sóknardagakerfið og festa það í
sessi. Vitnaði hann í ummæli Krist-
ins H. Gunnarssonar, þingmanns
Framsóknarflokksins, af því tilefni.
Magnús Þór Hafsteinsson,
Frjálslynda flokknum, sagði að orð
Kristins og fleiri stjórnarþing-
manna, eins og Einars K. Guðfinns-
sonar, yrðu ekki gleymd og stuðn-
ingur þeirra við þetta frumvarp
væri svik við gefin loforð fyrir síð-
ustu kosningar.
Kristinn H. Gunnarsson hélt því
fram að ekki yrðu miklar tilfær-
ingar á aflaheimildum milli byggð-
arlaga þótt sóknardagakerfið yrði
lagt niður og krókaaflamark tekið
upp. Vísaði hann í landanir báta
með krókaaflamark í nokkrum
byggðarlögum máli sínu til stuðn-
ings.
Jóhann Ársælsson, þingmaður
Samfylkingarinnar, sagði að ef
þingmenn Norðvesturkjördæmis
styddu tillögu stjórnarandstöðunn-
ar um að setja lágmark á sókn-
ardaga næðist meirihluti fyrir því á
Alþingi að styrkja sóknardagakerf-
ið. Þessir þingmenn hefðu marglýst
því yfir að þeir vildu viðhalda þessu
kerfi.
Góð niðurstaða
„Nú er mjög umdeilt mál komið
til lokaatkvæðagreiðslu. Það fer
ekki hjá því í umdeildum málum að
það sé erfitt að komast að nið-
urstöðu,“ sagði Árni Mathiesen
sjávarútvegsráðherra þegar hann
gerði grein fyrir atkvæði sínu. „Ég
held að við höfum náð mjög góðri
niðurstöðu. Hún kemur til með að
styrkja þau byggðarlög sem eiga í
hlut. Og styrkja þau til að takast á
við þá baráttu sem þau hafa átt í og
munu eiga í í framtíðinni.“
Smábátafrumvarpið var síðasta frumvarpið sem varð að lögum á þessu þingi
Sóknardagakerfið aflagt
ÞINGSTÖRFUM lauk þremur vik-
um síðar en áætlað var samkvæmt
starfsáætlun. Þingdagar voru alls
107 á þessum vetri og stundum
voru fleiri en einn þingfundur þá
daga. Fyrir áramót voru þingdag-
arnir 42 en 65 eftir áramót. Tæpar
4.984 þingræður voru haldnar sem
tók alls 475 klst. að flytja. At-
hugasemdir þingmanna í ræðustól
voru 4.160 og notuðu þeir tæpar
105 klukkustundir til þess. Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður
Vinstri grænna, flutti flestar ræð-
urnar og talaði lengst þingmanna
samanlagt, í 1.813 mínútur eða
rúmar 30 klst.
Sólveig Pétursdóttir, starfandi
Morgunblaðið/Þorkell
Guðlaugur Ágústsson yfirþingvörður tekur saman pappíra alþingismanna
eftir að fundum Alþingis var frestað í gær fram til haustsins.
forseti Alþingis, sagði við þinglok í
gær að 123 frumvörp hefðu verið
samþykkt sem lög í vetur og 29
þingsályktanir. Sá fjöldi væri ekki
ósvipaður því sem væri árlega á
reglulegum þingum. „Þetta þing
sker sig þó frá öðrum þingum að
því leyti að aldrei hafa prentuð
þingskjöl verið fleiri. Þingskjöl eru
nú orðin 1.890 eða 400 fleiri en flest
hafa verið. Þessa aukningu má
fyrst og fremst rekja til fyr-
irspurna, en þeim hefur fjölgað
verulega á síðustu árum,“ sagði
Sólveg. Árið fyrir kosningar voru
fyrirspurnirnar 355 en í ár 617.
Þetta þyrfti forysta þingsins að
hugleiða á næstunni.
Aldrei fleiri þingskjöl
MEÐ samþykkt frumvarps um
mjólkurframleiðslu er verið að und-
anskilja atvinnugreinina frá sam-
keppnislögum, leyfa verðsamráð og
uppskiptingu markaða, sagði Lúðvík
Bergvinsson, þingmaður Samfylking-
arinnar, þegar málið var tekið fyrir á
Alþingi í gær. Einnig væri komið í
veg fyrir með lagasetningunni að
greinin gæti undirbúið og aðlagað sig
væntanlegum breytingum vegna al-
þjóðasamninga sem nú stæðu yfir.
„Við segjum nei við þessu fráleita
frumvarpi, hæstvirtur forseti, og lýs-
um mikilli undrun og furðu að á árinu
2004 skuli enn vera við lýði hugmynd-
ir af þessu tagi,“ sagði Lúðvík þegar
hann gerði grein fyrir atkvæði sínu.
Með frumvarpinu eru lögfestar
nauðsynlegar breytingar á búvöru-
lögum vegna ákvæða í mjólkursamn-
ingi ríkisstjórnarinnar og bændasam-
takanna frá 10. maí 2004, um
starfsskilyrði mjólkurframleiðslunn-
ar. Sá samningur felur í sér að tæpir
27,2 milljarðar króna verða greiddir
kúabændum á árunum 2005–2012.
Meðalgreiðslur til kúabænda verða
tæpir fjórir milljarðar á ári.
„Hér er verið að staðfesta með lög-
um að fyrirkomulag sem hefur ríkt
um mjög langa hríð í starfi mjólkur-
iðnaðarins á Íslandi með farsælum
hætti. Hér er ekki verið að ganga til
breytinga,“ sagði Guðni Ágústsson,
landbúnaðarráðherra, við atkvæða-
greiðsluna. Verið væri að tryggja
mjólkuriðnaðinum það starfsum-
hverfi sem hann hefði búið við. Tiltek-
inn hluti mjólkurafurða verði verð-
lagður af hinu opinbera en helmingur
þeirra verði undir samkeppnislögum.
Verðlagseftirlit
„Við styðjum þetta frumvarp og
teljum það horfa til framfara fyrir ís-
lenskan landbúnað,“ sagði Ögmundur
Jónasson, þingmaður Vinstri-
grænna. Anna Kristín Gunnarsdóttir,
Samfylkingunni, gagnrýndi hraða
meðferð málsins. Í ljósi þess að land-
búnaðarráðherra ætli að treysta sess
verðlagsnefndar og efla eftirlit með
að framkvæmd samningsins komi
neytendum til góða styðji hún frum-
varpið. Formaður Frjálslynda flokks-
ins, Guðjón Arnar Kristjánsson, sagði
að umhverfi landbúnaðarins væri að
breytast og skoða þyrfti mjólkur-
samninginn fyrr en seinna meðal
annars m.t.t. greiðslufyrirkomulags
til bænda. Frjálslyndi flokkurinn
styðji samt þetta mál. „Ég hefði að
sjálfsögðu viljað sjá meira fjármagn
inni í þessum samningi,“ sagði Jón
Bjarnason, VG, um mjólkursamning-
inn. Hann gladdist þó yfir þessum
áfanga.
Óbreytt fyrirkomulag
mjólkurframleiðslu
ÁRNI Mathiesen sjávarútvegsráð-
herra hefur efasemdir um að það sé
skynsamlegt að Evrópusambandið
komi á fót svæðisbundnum nefnd-
um til stjórnar fiskveiða. ESB hef-
ur nýlega samþykkt frumdrög að
uppsetningu slíks kerfis.
„Ég er ekki mjög bjartsýnn á að
þetta virki, en þeir hafa kannski
ekki aðra leið til að ná sambandi við
sitt umhverfi en þessa í því kerfi
sem þeir hafa komið sér upp. Það
er ekki verið að koma upp svæð-
isbundinni stjórn, stjórnin verður
jafn miðstýrð eftir sem áður. Þetta
verða einungis aðilar til að hafa
samband við. Vonandi gengur það
vel hjá þeim, því ekki veitir þeim af
því að bæta stjórnunina,“ segir
Árni.
Hann segir að með þessu móti sé
ESB að reyna að ná betra sam-
bandi við útgerðarmenn, sjómenn
og fiskvinnslur. „Það er miklu
meira návígi hérna hjá okkur.“ Árni
telur að það geti verið áhættusamt
að stofna ráð sem ekki hafi skýra
ábyrgð, hætt sé við að togstreita
skapist milli ráðanna og þeirra sem
fara með ábyrgðina.
Ráðherra segir að svipuð ráð hafi
verið starfrækt í Bandaríkjunum
sem hafi mikil áhrif og völd. Nú sé
hins vegar stefnt að því að taka
völdin af þessum ráðum. „Þeim hef-
ur ekki fundist [þetta kerfi] koma
nógu vel út og vilja að það verði
stjórnvöld sem taki ákvarðarnir og
að þær verði meira byggðar á
ákvörðunum vísindamanna en á nið-
urstöðum ráða sem samanstanda af
hagsmunaaðilum.“
Aðspurður hvort þetta kerfi muni
veita Íslendingum fleiri tækifæri til
að koma sjónarmiðum sínum á
framfæri við nágrannaþjóðirnar
segir Árni að tækifæri til þess séu
næg fyrir. „Ég vona að þeim takist
þetta en ég hef efasemdir um það
og ég hef reyndar sagt þetta við þá.
Ég hef rætt þetta við þá ítarlega,
mörgum sinnum. Ég er alltaf að
ræða þessi mál við þessa menn,“
segir Árni.
Sjávarútvegsráðherra
um svæðisbundnar fisk-
veiðistjórnunarnefndir
„Ekki mjög
bjartsýnn
á að þetta
virki“
„VIÐ tökum undir meginmarkmið
frumvarpsins, þ.e.a.s. að fjölga
litlum díselfólksbílum, minnka
mengun og gæta þjóðhagslegrar
hagkvæmni,“ sagði Einar Már Sig-
urðarson, þingmaður Samfylkingar-
innar, þegar greidd voru atkvæði á
Alþingi um frumvarp til laga um ol-
íu- og kílómetragjald. Þó væri hæpið
að þau markmið næðust með þessu
frumvarpi og því sætu þingmenn
Samfylkingarinnar hjá.
Í nefndaráliti efnahags- og við-
skiptanefndar um frumvarpið, sem
stjórnarliðar stóðu að án framsókn-
armannsins Kristins H. Gunnars-
sonar, kemur fram að með upptöku
olíugjalds muni samsetning bifreiða-
flotans breytast og hlutur díselbif-
reiða aukast. Sú breyting muni leiða
til minni eldsneytisnotkunar þar sem
díselbifreiðar séu sparneytnari og
taldar valda minni koltvísýrings-
mengun en bensínknúnar bifreiðar.
Núverandi skattkerfi verki hins veg-
ar sem dragbítur á innflutning dísil-
bifreiða þar sem fast árgjald þunga-
skatts af þeim sé svo hátt að til þess
að reksturinn svari kostnaði verði
árlegur akstur að vera svo mikill að
einungis atvinnubílstjórar eða aðrir
sem af einhverjum ástæðum keyra
mjög mikið sjái sér hag í að reka
slíka bíla.
Þingmenn Samfylkingarinnar í
efnahags- og viðskiptanefnd ásamt
Ögmundi Jónassyni, þingmanni VG,
telja þessi markmið ekki nást því
áætlaður verðmunur á dísilolíu og
bensíni sé of lítill og kostnaður of
mikill vegna litunar, flókins gjald-
kerfis og fjárfestinga sem nauðsyn-
legar séu vegna kerfisbreytinganna.
Einar Már vildi breyta gildistöku
frumvarpsins til 1. janúar 2006 og
taka upp nýtt þrep fyrir smærri dís-
ilfólksbíla, sem kæmi til gildistöku
strax 1. júlí á þessu ári. Það var fellt
og frumvarpið samþykkt með 26 at-
kvæðum en 20 þingmenn sátu hjá.
Rekstur dísilbíla er tal-
inn verða hagstæðari
ALLSHERJARNEFND Al-
þingis lagði til að 26 einstak-
lingum yrðiveittur íslenskur
ríkisborgararéttur og var það
samþykkt á síðasta degi
þingsins. Mælti Bjarni Bene-
diktsson, formaður allsherjar-
nefndar, fyrir frumvarpi til
laga um veitingu ríkisborg-
araréttar. Í máli hans kom
fram að nefndin hefði fjallað
um 38 umsóknir sem Alþingi
bárust og samkvæmt því
fengju 12 ekki veittan rík-
isborgararétt að þessu sinni.
Samkvæmt frumvarpinu
voru fimm umsækjendur frá
Júgóslavíu, tveir frá Ástralíu,
tveir frá Úkraínu, tveir frá
Georgíu, tveir frá Rússlandi
og einn umsækjandi frá eft-
irtöldum löndum: Kenýa, Ind-
landi, Eþíópíu, Úganda,
Tékklandi, Frakklandi, Kól-
umbíu, Bretlandi, Namibíu,
Taílandi og Litháen. Tveir
umsækjendur eru fæddir á
Íslandi.
26 nýir
íslenskir
ríkis-
borgarar