Morgunblaðið - 29.05.2004, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 29.05.2004, Qupperneq 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 11 ÚR VERINU LANDSSAMBAND íslenskra út- vegsmanna leggst eindregið gegn því að frumvarp um sóknardagabáta verði í lög leitt, enda leiði það til þess að miklar aflaheimildir verði fluttar frá aflamarksskipunum til sóknar- dagabátanna. Í tilkynningu sem LÍÚ sendi frá sér í gær kemur fram að frumvarp um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða sem varðar svonefnda sóknardagabáta sem nú er að verða að lögum, hafi það í för með sér að miklar veiðiheimildir eru fluttar frá aflamarksskipunum yfir til smábáta. Sé þar um að ræða um 9.800 lestir af þorski sem jafngildir um 4,7% af heildarþorskveiðiheimildum á Ís- landsmiðum. Þá sé og um að ræða tilflutning á ýsu, ufsa og karfa frá aflamarksskipunum til smábátanna. „Svo sem kunnugt er hafa gríð- arlegar veiðiheimildir verið teknar af aflamarksskipunum og fluttar til smábátanna á undanförnum árum og lætur nærri að þessum bátum hafi verið færð 30% af þorskveiðiheim- ildum á Íslandsmiðum frá því afla- markskerfið verið tekið upp. Við upphaf þess höfðu þeir 3,3% af þorskveiðiheimildanna en hafa nú um 34% og er aukningin öll á kostn- að skipa og báta sem gerð eru út í aflamarkskerfi. Frumvarpið hefur tekið breyting- um í meðförum Alþingis þannig að enn meira en áður verður tekið frá aflamarksskipunum. Þá hefir einnig verið gerð sú breyting að svonefnt dagakerfi mun líða undir lok að rúm- um tveimur árum liðnum, þ.e. við upphaf fiskveiðiársins 2006/2007, en þá mun þeim dagabátum sem þá hafa ekki flutt sig yfir í krókaafla- markskerfið verða úthlutað króka- aflamark. Standa vonir til þess að þar með munu ljúka hinni gegndar- lausu umframveiði þessara báta,“ segir í tilkynningu LÍÚ. 36 þúsund tonna umframveiði Jafnframt segir í tilkynningu LÍÚ að sóknardagabátar hafi síðastliðin fimm ár veitt meira en 44 þúsund tonn af þorski, en á sama tímabili hafi þeim verið ætluð tæp 8 þúsund tonn. Umframveiðin hafi því orðið ríflega 36 þúsund tonn á því tímabili. „Samkvæmt þeim lögum sem nú eru til lokaafgreiðslu á Alþingi er eig- endum sóknardagabáta gert að flytja sig yfir í krókaaflamarkskerfið á næstu tveimur árum, fá í kvóta tæplega fimmfaldan þann afla sem þeim ber,“ segir í tilkynningunni. Segir LÍU að aflamarksskipin hafi tekið á sig skerðingu til að byggja upp þorskstofninn á meðan sóknar- dagabátarnir veiddu sífellt umfram viðmiðun sína. Tekið frá afla- marksskipum TALSVERT minna sást af hrefnu í vortalningu Hafrannsóknastofn- unarinnar á hvölum á íslenska land- grunninu sem fram fór dagana 19. til 29. apríl sl. Til að meta vægi hrefnunnar í vistkerfinu þurfa auk upplýsinga um fæðuþörf og tegundasamsetningu fæðunnar að liggja fyrir upplýs- ingar um dreifingu og fjölda dýra á mismunandi árstímum. Í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnuninni kemur fram að alls sáust 12 hrefnur í taln- ingunum, sem er töluvert minna á hverri leitarstund eða um tíundi hluti þess sem sést hefur í sum- artalningum. Þessar niðurstöður benda því til að hrefnur séu einungis að litlu leyti gengnar inn á íslensk hafsvæði á þessum tíma. Hingað til hafa hvalatalningar aðallega farið fram um mitt sumar þegar fjöldi hrefna er í hámarki. Markmið taln- inganna í apríl síðastliðnum var að kanna útbreiðslu hrefnunnar að vor- lagi til samanburðar við niðurstöður talninga að sumarlagi til glöggv- unar á göngumynstri tegundarinnar við landið. Þó talningarnar hafi aðallega beinst að hrefnu voru upplýsingar um aðrar hvalategundir einnig skráðar. Háhyrningar sáust í 11 hópum eða alls 49 dýr, 51 hópur höfrunga eða alls 214 dýr, grind- hvalir í 8 hópum eða alls 113 dýr og andanefjur í 2 hópum eða alls 8 dýr sem er sambærilegt við það sem sést af þessum tegundum í sumartaln- ingum. Í hvalatalningum sést yfirleitt lítið til langreyðar á landgrunninu þar sem hennar er helst að vænta á meira dýpi. Í talningunum nú sáust hins vegar 14 hópar eða alls 22 dýr suðaustur af landinu. Einnig sáust þar tveir hópar sandreyða, alls 6 dýr, en megingöngur þeirrar teg- undar á Íslandsmið eru venjulega ekki fyrr en síðsumars. Aðeins tveir hnúfubakar Aðeins sáust tveir hnúfubakar í talningunum. Miðað við fjölda hnúfubaka sem sést hafa í talningum að sumarlagi undanfarin ár og tíð- um fregnum sjófarenda af hnúfubak við landið á öðrum árstímum hefði e.t.v. mátt vænta að sjá til fleiri dýra í nýafstöðnum talningum. Skýringin er þó líklega sú að ekki tókst, vegna þoku, að kanna útbreiðslu hvala á því svæði sem tegundarinnar var helst að vænta, austur og norð- austur af landinu. Við talningarnar var flogið eftir fyrirfram ákveðnum leitarlínum. Alls var leitað á 2.155 sjómílna vega- lengd en vegna veðurs var ekki unnt kanna allt svæðið. Talningarnar voru liður í víðtæku rannsókn- arverkefni um hrefnur á Íslands- miðum sem hófst í ágúst 2003. Stefnt er að framhaldi flugtalninga á ís- lenska landgrunninu um mitt sumar og haust. Minna af hrefnu Morgunblaðið/Þorkell Davíð Oddsson forsætisráðherra og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra bera saman bækur sínar á Alþingi í gær. Þetta er síðasta Alþingi Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra, í þessari lotu að minnsta kosti. Í STEFNUYFIRLÝSINGU ríkis- stjórnar Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks segir að meðal helstu markmiða ríkisstjórnarinnar sé að nýta aukið svigrúm ríkissjóðs til að tryggja aukinn kaupmátt þjóðarinn- ar með markvissum aðgerðum í skattamálum. Í stefnuyfirlýsingunni er talið upp að á kjörtímabilinu verði m.a. tekju- skattsprósenta á einstaklinga lækk- uð um allt að 4%, eignarskattur felldur niður, erfðafjárskattur sam- ræmdur og lækkaður og virðisauka- skattskerfið tekið til endurskoðunar með það í huga að bæta kjör al- mennings. Ennfremur sé ætlunin að auka möguleika almennings á skatt- frjálsum viðbótarlífeyrissparnaði. Loks segir að skattalækkanir verði nánar ákveðnar í tengslum við gerð kjarasamninga. Lækkun á virðisauka Í kosningastefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins segir um skattalækkanir að lækka eigi tekjuskattsprósent- una um 4 prósentustig úr 25,75% í 21,75%,. Í öðru lagi að lækka neðra þrep virðisaukaskatts úr 14% í 7%. Einnig að afnema eignarskatt, lækka erfðafjárskatt í 5% og að fyrstu milljónirnar verði án erfða- fjárskatts. Loks er lagt til að skatt- frelsi einstaklinga vegna viðbótar- framlaga í lífeyrissjóði verði aukið enn frekar. Ótekjutengdar barnabætur Í kosningastefnuskrá Framsókn- arflokksins fyrir síðustu kosningar segir undir fyrirsögninni um réttlát- ara skattkerfi að endurskoða þurfi skattalögin með það að markmiði að þau verði í senn réttlátari, einfaldari og gagnsærri. Tiltekið er að tekju- skattur einstaklinga lækki úr 38,55% í 35,20% og verði það gert í tengslum við gerð kjarasamninga þar sem áhersla verði lögð á hækk- un lægstu launa. Greiddar verði ótekjutengdar barnabætur, kr. 36.500 kr., með öllum börnum að 16 ára aldri, en tvöföld sú upphæð, eða 73 þús., fyrir börn undir sjö ára aldri. Einnig er talað um að frítekju- mark barnabóta hækki, persónuaf- sláttur hækki, skattaeftirlit verði hert og kanna beri kosti þess að leggja niður virðisaukaskatt af barnafötum. Tekjuskattur lækki um allt að 4 prósentustig DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að það hefði verið skyn- samlegt að kynna skattalækk- unartillögur ríkisstjórnarinnar fyrir þinglok eins og búið var að boða. Það hafi ekki náðst í öllum þeim önnum sem hafi verið síð- ustu daga og verði að bíða síns tíma. „Það breytir því ekki að ákvörðun um skattalækkun liggur fyrir í stjórnarsáttmála og það verður ekkert gefið eftir,“ segir forsætisráðherra. Eftir að Alþingi lauk störfum í gærkvöldi og fundi var frestað til haustsins sagðist Davíð vera í heild ánægður með störf þingsins. „Lagaframkvæmdin hefur gengið vel og ég held að meginþorri lag- anna sé til farsældar,“ sagði hann. Þinghaldið hefði þó farið hægar en hann átti von á; þetta væri fyrsta þingið eftir kosningar og margir nýir þingmenn komið inn. Smell- urinn í lokin hefði aðallega verið vegna þess að fjölmiðlum fannst fjölmiðlalögin merkilegri en önnur mál, sem þau væru út af fyrir sig ekki. Davíð sagði aðspurður það vera góða tilfinningu að labba út úr þinginu í síðasta sinn í þessari lotu sem forsætisráðherra. „Ég hef verið hér í mörgum hlut- verkum. Ég hef verið hérna sem forsætisráðherra, þingfréttamaður og þingsjármaður Útvarpsins. Þannig að ég hef verið hér síðan 1974 og það er ekki þar með sagt að ég sé á förum þótt ég vermi ekki þennan sama stól í haust.“ Mikil breyting Davíð sagði það auðvitað stór- kostlega breytingu fyrir hvern sem er að hætta sem forsætisráð- herra. Ekki nema 24 einstaklingar hefðu gegnt því starfi og enginn jafnlengi og hann eins og þekkt væri. „Það er mikil breyting, að minnsta kosti fyrir mig. Ég veit ekki hversu mikil breyting það er fyrir þjóðina,“ sagði forsætisráð- herra. Davíð Oddsson forsætisráðherra Skatta- lækkunin verður ekki gefin eftir Fyrirhugaðar skattalækkunartillögur ekki lagðar fram GUNNAR Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir það gíf- urleg vonbrigði að ekki skuli hafa náðst að leggja fram skattalækk- unartillögur fyrir þinglok. „Það er ljóst að það er Fram- sóknarflokkurinn sem stoppar þetta mál. Hann lagðist gegn skattalækkunum með ótrúlega mik- illi hörku. Annaðhvort eru þeir búnir að gleyma því hvað þeir sögðu fyrir síðustu kosningar – þetta stendur klárt og kvitt í rík- isstjórnarsáttmálanum – eða þá hitt, að þeir eru að niðurlægja Sjálfstæðisflokkinn, og veit ekki á gott með samstarf flokkanna í áframhaldinu.“ Gunnar segir það skoðun sína og fjölmargra annarra að koma hefði þurft á skattalækkunaráformum fyrir þinglok. „Því það er ljóst að ríkissjóður mun eiga verulegan tekjuafgang núna á næstu árum og þá þarf að ráðstafa þeim peningum strax beint til fólksins, því ef ráð- herrarnir komast í þá eru þeir fljótir að eyða þeim.“ Gunnar Birgisson „Þeir eru að niður- lægja Sjálf- stæðis- flokkinn“ „MÁLIÐ er á könnu formanna stjórnarflokkanna og það liggur fyr- ir að í stjórnarsáttmálanum er ákvæði um að fara í þetta og ég lít svo á að þeir séu í sameiningu að finna útfærslu á því með hvaða hætti,“ segir Hjálmar Árnason, for- maður þingflokks Framsóknar- flokksins, spurður hvers vegna til- lögur um skattalækkanir hafi ekki náð fram að ganga fyrir þinglok. „Mín afstaða er sú að ég treysti því að formenn flokkanna finni lausn á þessu sem allir verði sáttir við,“ segir hann og þvertekur fyrir að Framsókn sé að fara á svig við ákvörðun í stjórnarsáttmálanum. „Það liggur fyrir að það er fullur vilji til að fara eftir því.“ Haft var eftir Halldóri Ásgríms- syni, formanni Framsóknarflokks- ins, í fréttum RÚV að framsóknar- menn legðust ekki gegn einu eða neinu. Stjórnarsáttmálinn og lang- tímaáætlun ríkisstjórnarinnar stæðu en ekki væri hægt að leggja fram endanlega útfærslu á skattalækkun- arhugmyndum nú. Hjálmar Árnason „Málið á könnu for- manna stjórnar- flokkanna“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.