Morgunblaðið - 29.05.2004, Síða 12

Morgunblaðið - 29.05.2004, Síða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar hf., FLE, hefur samið um kaup á öllu hlutafé í Íslenskum markaði hf., ÍM. Kaupverðið er 336 milljónir króna og tekur Flugstöðin við rekstri félags- ins 1. júní. FLE gerir ráð fyrir að ekki komi til uppsagna starfsmanna og þeim verði boðin önnur störf í flugstöðinni ef grípa þarf til fækk- unar. „Þarna var fyrst og fremst verið að leysa ákveðinn hnút sem var fyrir hendi og skapa þær aðstæður að Flugstöð Leifs Eiríkssonar geti skipulagt verslunarrekstur og þjón- ustu í stöðinni í samræmi við það sem hugur stendur til,“ segir Stefán Þórarinsson, varaformaður stjórnar FLE, um kaupin. Miklar breytingar standa fyrir dyrum í flugstöðinni á næstu miss- erum sem fela í sér stækkun innrit- unarsals og móttökusals, stækkun og endurskipulagningu verslunar- og þjónusturýmis auk þess sem nýtt skrifstofurými verður útbúið. Fyrir tveimur árum var stofnað til forvals vegna þessa verkefnis til að auka á úrval verslunar og þjónustu í flug- stöðinni. Vegna deilna FLE og Ís- lensks markaðar hafa þessar fram- kvæmdir frestast. „Við erum mjög ánægð hjá FLE með að hafa náð að leysa þetta mál svona. Við vonumst nú til að fá frið til að vinna að þeim breytingum sem þarna eru nauðsynlegar,“ segir Stef- án. „Það hefur allt verið steinfrosið í tvö ár útaf þessum slagsmálum.“ Aðspurður hvort Íslenskur mark- aður verði lagður niður í kjölfar kaupanna segist hann ekki gera ráð fyrir því. „Hugmyndir okkar snúa að því að auka verulega verslunarrými og vera með öðruvísi verslanir, meiri sérhæfingu. Þetta hefur verið í óbreyttri mynd í 15–16 ár. Það er því kominn tími á breytingar.“ Hann segir það stefnu núverandi stjórnar FLE og stjórnvalda í landinu að hin- ir hefðbundnu tollfrjálsu vöruflokk- ar eins og áfengi, tóbak og snyrtivör- ur, verði þó áfram hjá Flugstöðinni enn um sinn. „Þetta er ein aðaltekju- lindin og það sem greiðir fyrir alla þá starfsemi sem þarna er og alla upp- bygginguna,“ segir Stefán. Seljendur sáttir við málalyktir Hluthafar Íslensks markaðar voru alls 41 talsins, flestir tengdir íslensk- um framleiðendum iðnaðarvara. Þeirra á meðal voru Osta- og smjör- salan, Sláturfélag Suðurlands, ORA, Nói-Síríus, Sproti, Ístex ullarvörur, Eðalfiskur, Mál og menning, Bláa lónið og Sjóklæðagerðin ásamt fleir- um. „Við sáum ekki okkar framtíð þarna,“ segir Magnús Ólafsson, stjórnarformaður ÍM. „Úr því að samkomulag náðist við Flugstöðina um þetta verð töldum við eðlilegast að þeir rektu sig út úr þessu máli sjálfir. Það þarf að gera miklar breytingar í húsinu og nú hafa þeir í hendi sér hvernig þeir gera það.“ Magnús segir það hluta af sam- komulaginu við FLE að einstakir að- ilar að Íslenskum markaði muni áfram eiga rétt á að taka þátt í for- valinu. Ennfremur var í samkomu- laginu fjallað um málefni starfsfólks- ins. „Ég tel að menn séu almennt sáttir við þessar málalyktir. Flug- stöðin ræddi við okkur í framhaldi af uppsögn leigusamnings og úrskurrði Samkeppnisstofnunar. Þá komust menn að þessari niðurstöðu og á endanum var orðinn vinsamlegur blær á þessu öllu. Við óskum Flug- stöðinni og Íslenskum markaði góðs gengis í framtíðinni. Þetta er orðin samleið í um 35 ár,“ segir Magnús. FLE kaupir Íslenskan markað Morgunblaðið/Sverrir ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI ÞÝZKA stjórnin hefur lagt fram tillögur um rýmkun á um 30 ára gömlum lög- um um eign- arhald á fjöl- miðlum. Samkvæmt til- lögunum verður viðmið um veltu, sem setur af stað rannsókn samkeppnisyf- irvalda á samruna fjölmiðlafyr- irtækja, lækkað og útgáfufyr- irtækjum verður auðveldað að efna til samstarfs um auglýsingar sín á milli. Í Financial Times er greint frá því að Wolfgang Clement efna- hagsmálaráðherra hafi kynnt til- lögurnar og um leið hvatt blaða- útgefendur í Þýzkalandi til að sameinast og verjast þannig ásælni útlendinga í þýzk fjölmiðla- fyrirtæki. Ráðherrann vitnaði til þess er ProSieben-sjónvarpsstöðin lenti í höndum bandaríska at- hafnamannsins Haim Saban eftir að Kirch-samsteypan hrundi í fyrra. „Það var ekki eitt þýzkt fyrirtæki í stakk búið að taka yfir arftaka Kirch-samstæðunnar,“ er haft eftir Clement. Hann sagði að blaðaútgefenda biðu sömu örlög og ProSieben, nema þeir hefðu „styrk til að fást við vandamál í okkar eigin landi.“ Nýlega hvatti Gerhard Schröder kanzlari þýzka banka til að sam- einast og verjast þannig erlendri ásælni. Þessi ummæli ráðamanna hafa valdið áhyggjum meðal fjár- festa og eru sögð bera keim af verndarstefnu, segir FT. Wolfgang Clement Vilja rýmri lög um eign- arhald á fjölmiðlum Helgi Magnússon fram- lengir vegna kaupa í ÍSB FRAMVIRKUR samningur vegna kaupa Helga Magnússonar á 9,3% hlut í Íslandsbanka hefur verið framlengdur um þrjá mánuði. Landsbanki Íslands hefur keypt 1,8% eignarhlut í Íslandsbanka út úr samningnum og eru því fram- lengd kaup á 7,5% hlut til 1. sept- ember. Landsbankinn átti fyrir í veltu- bók 6,8 milljón hluti en eftir við- skiptin á Landsbankinn 96,8 milljón hluti. Samhliða var gerður kauprétt- ur um þá hluti sem seldir eru fram- virkt og getur Landsbankinn nýtt kaupréttinn á gjalddaga framvirka samn- ingsins á genginu 8,60. Gagnaðili á sölurétt á sama tíma á genginu 8,25. Helgi Magn- ússson keypti bréfin í lok febrúar með framvirk- um samningi af Landsbanka Íslands hf. og Landsbanka Luxembourg S.A. Hann sagðist þá vilja auka á stöðugleika í kringum bankann með kaupunum og stefndi að því að fá að honum öfluga aðila. „Ég hef unnið að því allan tímann að fá með mér aðila að þessu verk- efni. Það gengur vel en er ekki lok- ið. Þetta er stórt verkefni og stórar fjárhæðir og tekur heldur lengri tíma en ætlað var í upphafi. En ég vonast til að því verði lokið fyrir 1. sept.,“ sagði Helgi í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Helgi Magnússon Hesteyri komin með 31% í VÍS HESTEYRI ehf. hefur samið um kaup á 6% eignarhlut í Vátrygging- arfélagi Íslands, VÍS, af Samvinnulíf- eyrissjóðnum, fyrir rúman einn millj- arð króna. Fyrir átti Hesteyri 24,7% hlut í VÍS en VÍS á jafnframt þriðj- ungshlut í Hesteyri á móti Fiskiðj- unni Skagfirðingi og Skinney-Þinga- nesi. Gengið var frá kaupum Hesteyrar á 2% eignarhlut í VÍS af Samvinnulíf- eyrissjóðnum í gær og fóru kaupin fram á verðinu 31 krónu á hlut. Hlut- irnir voru rúmlega 10,9 milljónir tals- ins og nam kaupverðið því rúmum 338 milljónum króna. Jafnframt var gerður framvirkur samningur milli sömu aðila um kaup á 4% eignarhlut í félaginu, eða rúmlega 21,8 milljónir hluta, á sama gengi og nemur kaupverð þess eignarhlutar því tæpum 677 milljónum króna. Gangi þessi kaup eftir verður eign- arhlutur Hesteyrar í VÍS 30,7%. og eignarhlutur Samvinnulífeyrissjóðs- ins verður 4,4% en hlutur hans var fyrir 10,4%. Hesteyri er þá væntan- lega orðin stærsti hluthafinn í VÍS en KB banki á þar tæp 30% og Eign- arhaldsfélagið Samvinnutryggingar á tæp 26%. Ekki náðist í forsvarsmenn Hesteyrar vegna kaupanna. Straumur selur Þekkingu STEFÁN Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Þekkingar hf., hefur ásamt KEA og fleiri fjárfestum keypt allt hlutafé í Þekkingu af Straumi fjárfestingabanka. Með kaupunum er stefnt að því að efla félagið með áframhaldandi sókn auk þess sem starfsemi þess á Akureyri er tryggð, að því er segir í tilkynningu. Stefnt er að því að reka félagið áfram í núver- andi formi með höfuðstöðvar á Ak- ureyri og starfsstöð í Kópavogi. „Óvissa hefur ríkt um eignarhald félagsins í nokkurn tíma enda allt hlutafé þess verið til sölu. Þetta ástand hefur hefur verið óþægilegt bæði fyrir starfsmenn og viðskipta- vini félagins. Með þessum kaupum hefur allri óvissu verið eytt, er haft eftir Stefáni Jóhannessyni í tilkynn- ingu félagsins. Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, segist líta á fyrirtækið sem góð- an fjárfestingarkost og kaupin falli vel að fjárfestingarstefnu KEA. Þekking býður fyrirtækjum m.a. upp á alhliða rekstrarþjónustu, kerf- isveitu, hýsingu, netþjónustu og gagnaflutninga. Um 40 manns starfa hjá fyrirtækinu. ÞORKELL Sig- urlaugsson, sem verið hefur framkvæmda- stjóri hjá Burð- arási, hefur ver- ið ráðinn framkvæmda- stjóri þróun- arsviðs Háskól- ans í Reykjavík (HR). Hann tek- ur við nýja starfinu 1. ágúst næst- komandi. Jafnframt mun Þorkell vinna áfram að sérstökum verk- efnum fyrir Burðarás, m.a. með setu í stjórn fyrirtækja eins og Marel, TölvuMyndum og Mari- tech. Hlutverk þróunarsviðs HR er að stuðla að áframhaldandi vexti og nýsköpun háskólans og er sér- stök áhersla lögð á útrás og tengsl við atvinnulífið. Þorkell starfaði hjá Eimskipa- félagi Íslands allt frá því á náms- árum sínum, var m.a. fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs frá árinu 1986 og vann að flestum stórum þróunarverkefnum og um- breytingum á Eimskipafélaginu í um tvo áratugi, eftir því sem seg- ir í tilkynningu Burðaráss. Þor- kell var framkvæmdastjóri Burð- aráss hf., sem var þá dótturfyrirtæki Eimskipafélags- ins, frá stofnun félagsins árið 1989 til ársins 1996, en eftir skipulagsbreytingar hjá Eim- skipum um síðustu áramót starf- aði hann hjá Burðarási. Þorkell til HR Þorkell Sigurlaugsson Í tilkynningu frá HR segist Þor- kell m.a. fá tækifæri til að tengja betur saman fræðin og raunveru- leikann í nýju starfi. „En ég hef ekki yfirgefið Burðarás og at- vinnulífið. Ég er tilbúinn að sitja áfram í stjórnum fyrirtækja með- fram starfinu hjá Háskólanum í Reykjavík, eins og verið hefur um aðra starfsmenn háskólans. Þetta er eitthvað sem þekkist mikið er- lendis og er eftirsóknarvert, en hefur verið minna um hér á landi,“ segir Þorkell. Hagnaður Kögunar 84 milljónir ● HAGNAÐUR varð af rekstri sam- stæðu Kögunar hf. á fyrsta ársfjórð- ungi sem nam 84 milljónum króna. Árið áður var hagnaðurinn 38 millj- ónir á sama tímabili. Rekstrartekjur Kögunar voru 801 milljón króna á fyrsta fjórðungi sam- anborið við 263 milljónir á sama tímabili í fyrra. Rekstrargjöld voru 716 milljónir. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 85 milljónum, eða 11% af rekstrartekjum en var 14% árið áður. Veltufé frá rekstri á fyrstu þremur mánuðum ársins nam samtals 69 milljónum samanborið við 30 milljónir árið áður. Eiginfjár- hlutfall í marslok var 53% og arðsemi eigin fjár er 20%. Það skal tekið fram að sam- anburður á milli ára er ekki að fullu marktækur enda keypti samstæðan á sl. ári Ax hugbúnaðarhús, Hug og Landsteina Streng og með fylgdi meirihlutaeign í Aston Baltic í Lett- landi. Þá hefur Navision Ísland horfið úr samstæðunni. Starfsmönnum Kögunar fjölgaði við þetta úr 110 í 334, auk 18 starfsmanna í Lettlandi. Áfram er gert ráð fyrir 3 til 3,2 millj- arða ársveltu og að EBITDA verði 15% af veltu innan tveggja ára. SS tapar 100 milljónum ● Sam- stæða Slát- urfélags Suð- urlands svf. tapaði 99,8 milljónum króna á fyrsta fjórðungi ársins eftir skatta. Árshlutareikningurinn sam- anstendur nú í fyrsta sinn af reikn- ingum SS og dótturfélaganna SS Eignum ehf. og Reykjagarði hf. Á sama tímabili í fyrra tapaði SS eitt og sér 43,2 milljónum króna. Í tilkynn- ingu fyrirtækisins segir að verri af- koma nú skýrist fyrst og fremst af 49 milljónum króna hærri fjármagns- gjöldum milli ára og afkomu dótt- urfélaganna, sem nú séu hluti af sam- stæðuuppgjörinu. Velta samstæðunnar jókst úr 747 milljónum á fyrsta ársfjórðungi í fyrra í 993 milljónir nú, einkum vegna inn- komu dótturfélaga í samstæðuupp- gjörið. Veltuaukningin var því 33% og hækkaði rekstrarkostnaður um sama hlutfall. Í tilkynningu SS segir að af- koman sé óviðunandi og einkennist af verðsamkeppni og offramboði á kjöti á markaðnum. Afkoman hafi jafnan verið þyngst framan af árinu en bezt á síðasta ársfjórðungi. Tap hjá Austurbakka ● TAP varð af rekstri Austurbakka hf. á fyrsta ársfjórð- ungi sem nam 28 milljónum króna. Rekstrartap án af- skrifta var 6 millj- ónir króna en á sama tímabili í fyrra var rekstrarhagnaður upp á 40 millj- ónir. Afkoma fyrsta ársfjórðungs er sögð alla jafna lakari en síðari árs- fjórðunga og sé ekki vísbending fyrir árið í heild. Skýringar á tapinu eru sagðar fyrst og fremst þær að rekstrartekjur fyrstu þrjá mánuði árs- ins hafi staðið í stað frá síðasta ári á meðan útgjöld í fjármagnsliðum og launaliðum hafi verið verulega hærri. Rekstrartekjur voru á tímabilinu 533 milljónir króna, fjármagnsgjöld voru 14 milljónir samanborið við 14 milljóna fjármagnstekjur árið áður. Veltufé frá rekstri fyrstu þrjá mánuði 2004 var neikvætt um 17,5 milljónir og eiginfjárhlutfall er 22%.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.