Morgunblaðið - 29.05.2004, Side 17
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 17
Til leigu í Holtagörðum
vöruhús tilbúið til notkunar
Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson
í síma 588 4477 eða 822 8242
www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30
Um er að ræða 4160 fm. þ.m.t. er 260 fm lestunarskýli og 108 fm skrifstofur á 2. hæð.
Mjög gott athafna svæði, gott stæði fyrir gáma, góð aðkoma fyrir gámabíla.
Húsnæðið hentar t.d. mjög vel fyrir heildsölur, lager og innflutnings fyrirtæki.
Eignin er í eigu Landsafls sem er öflugt sérhæft fasteignafélag.
2 gámahleðslupallar ásamt
afgreiðslu fyrir flutningabíla.
Vöruhúsið gerir ráð fyrir 3.000
eurovörubrettum.
Notaálag plötu 1.200 kg. pr fm.
Lofthæð 5 m við útveggi 7,6 m í mæni.
Fullbúið með rekkum í vöruhúsi.
AÐKOMAN var svo óhugnanleg að
jafnvel þaulvanir lögreglumenn
urðu skelfingu lostnir. Þeir komu
að börnum sem höfðu verið afhöfð-
uð.
Móðir barnanna, tveggja níu ára
stúlkna og tíu ára pilts, kom að
þeim á heimili þeirra í Baltimore í
Bandaríkjunum eftir vinnu seint í
fyrrakvöld.
„Ég hef verið í lögreglunni í 35
ár og því miður fengið minn skerf
af morðum en ég hef aldrei séð
neitt í líkingu við þetta,“ sagði
Kenneth Blackwell, aðstoðarlög-
reglustjóri Baltimore.
Fyrsti lögreglumaðurinn sem
kom á vettvang varð svo miður sín
að hann bað um að annar lögreglu-
maður tæki við verkefninu.
Vopn fannst fyrir utan húsið og
lögreglan yfirheyrði mann sem
móðir barnanna benti á. Hann
fannst skammt frá morðstaðnum.
Að sögn Blackwells var ekki vitað
um tengsl mannsins við börnin.
AP
Lögreglumenn í Baltimore fyrir utan húsið þar sem börnin þrjú voru myrt.
Óhugnanlegt
morð á börnum
Baltimore. AP.
BANDARÍKJAMENN
hafa lagt fram fjölda sam-
særisákæra á hendur rót-
tæka múslímaklerknum
Abu Hamza al-Masri í
London, en breska lög-
reglan handtók hann á
fimmtudagsmorguninn að
beiðni Bandaríkjamanna,
sem krefjast þess að hann
verði framseldur.
Masri er 47 ára, fæddur
í Egyptalandi en nú bú-
settur í Bretlandi. Hann
barðist með skæruliðum í Afganistan
gegn hersetu Sovétmanna, og missti
á báðar hendurnar og annað augað í
sprengingu. Hann varð alræmdur í
kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkj-
unum 11. september 2001 fyrir eld-
messur sínar í mosku í Finsbury
Park í London þar sem hann vegsam-
aði árásirnar og sakaði Bandaríkin og
Bretland um að heyja stríð gegn Ísl-
am.
Síðan í upphafi síðasta áratugar
hefur moskan í Finsbury Park laðað
að sér róttæka íslamista hvaðanæva
úr Evrópu. Meðal þeirra sem sóttu
þar bænastundir voru ýmsir sem yf-
irvöld sögðu síðar að tengdust
hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda,
þ.á m. „skósprengjumaðurinn“ svo-
nefndi, Robert Reid, og Zacarias
Moussaoui, sem ákærður hefur verið
í tengslum við hryðjuverkin í Banda-
ríkjunum.
Undanfarin ár hafa yfirvöld talið
að moskan gegndi hlutverki eins kon-
ar skráningarskrifstofu fyrir samtök
Osama bin Ladens í Evrópu. Aftur á
móti hefur verið deilt um hvort Masri
hafi átt beina aðild að hryðjuverkum
– sem hann hefur sjálfur ætíð neitað
að eiga – eða einungis rekið áróður
gegn vestrænum viðhorfum.
Fulltrúi Osama
bin Ladens?
Abu Hamza al-Masri hefur laðað til sín rót-
tæka íslamista hvaðanæva úr Evrópu
London. Washington Post, Los Angeles Times.
Reuters
Masri leiðir bæn fyrir utan moskuna í Finsbury
Park í Norður-London um miðjan mars sl.
TOM Brokaw, einn þekktasti frétta-
þulur Bandaríkjanna, hyggst hætta
því starfi í desem-
bermánuði. Hann
mun hins vegar
vinna að gerð
heimildamynda
fyrir NBC-sjón-
varpsstöðina
næstu tíu árin.
Brokaw er aðal-
þulur NBC og
birtist á skjánum
á hverju kvöldi í fréttatímanum er
nefnist „NBC Nightly News“. Hann
hefur verið helsti fréttaþulur NBC
frá árinu 1983. Brokaw hóf störf hjá
NBC árið 1966.
Hann hefur unnið til allra helstu
verðlauna bandarískrar sjónvarps-
fréttamennsku og hefur ritað fjórar
bækur.
Brokaw er fæddur 1940. Því hefur
oftlega verið spáð að hans bíði frami
á pólitískum vettvangi.
Brokaw
hættir
Tom Brokaw
FYRSTI stofnfrumubanki í heimin-
um hefur verið opnaður í London. Í
vikunni sem leið voru lagðar inn
tvær svonefndar frumulínur sem
þróaðar voru annars vegar hjá
King’s College í London og hins veg-
ar rannsóknastöð í Newcastle.
Warner lávarður, aðstoðarráð-
herra heilbrigðismála, sagði að með
bankanum væri staðfest forystuhlut-
verk Breta í stofnfrumurannsókn-
um. „Rannsóknir á þessu sviði geta
hugsanlega valdið byltingu og
gagnast þúsundum sjúklinga sem
þjást af skelfilegum sjúkdómum á
borð við Parkinsons-veiki, heilablóð-
fall og Alzheimer,“ sagði ráð-
herrann.
Stofnfrumur eru teknar úr nokk-
urra daga gömlum fósturvísum. Þær
hafa þann eiginleika umfram frumur
úr fullvöxnu fólki að geta breyst í
sérhæfðar frumur af margvíslegu
tagi, til dæmis vöðvafrumur, lifrar-
frumur eða taugafrumur.
Fyrsti stofn-
frumu-
bankinn
London. AFP.
JOHN Kerry, forsetaefni demó-
krata, réðst á fimmtudagskvöld
harkalega á stefnu George Bush
Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggis-
málum. Sakaði Kerry forsetann um
að hafa aukið hættuna á hryðju-
verkum í Bandaríkjunum með því
að beita frekar valdi en samninga-
viðræðum í Íraksmálinu.
Kerry sagði forsetann hafa graf-
ið undan því trausti sem Bandarík-
in hefðu áunnið sér sem leiðandi
þjóð í friðarmálum og vísaði meðal
annars til heimsstyrjaldanna, kalda
stríðsins, Bosníu og Kosovo. Þess í
stað hefði Bush kosið að gera her-
inn að miðpunkti utanríkisstefnu
sinnar, beitt honum í bráðræði og
hunsað vilja bandamanna.
„Eitt lærði ég í flotanum, að það
er gáfulegt að beygja ef skipið
stefnir í átt að skeri,“ sagði Kerry
og vísaði til ástandsins í Írak og
reynslu sinnar úr Víetnam-stríðinu.
Kerry hét því að bæta fyrir það
tjón sem Bush hefði valdið á
leiðtogaímynd Bandaríkjanna og
losa þau undan því að vera háð olíu
frá Mið-Austurlöndum.
Kerry sagði að höfuðmarkmiðið
nú væri að útrýma hryðjuverka-
samtökunum al-Qaeda og öðrum
samtökum sem
tengdust þeim.
Styrkja þyrfti
herinn til að
mæta hryðju-
verkaógninni.
Kerry sagði
tíma til kominn
að taka á málum
Sádi-Arabíu sem
hafi stutt al-
Qaeda og önnur hryðjuverkasam-
tök. Það væri hættulegt fyrir
Bandaríkin að vera háð olíu frá
slíkum löndum og því þyrfti að
breyta.
Kerry hvatti Bush til þess að
sannfæra Atlantshafsbandalagið
(NATO) um að senda þyrfti fleiri
hermenn til Íraks og tryggja
Bandaríkjunum stuðning frá
bandalaginu þegar hann sækir
fund með leiðtogum helstu iðnríkja
heims í Georgíu innan skamms.
Nýjustu skoðanakannanir sýna
að meirihluti demókrata vill að
bandarískar hersveitir verði kall-
aðar frá Írak. Kerry er því kominn
í þá stöðu að þurfa að sannfæra
eigin flokksmenn um að tryggja
þurfi frið í Írak áður en það verði
gert.
Segir Bush hafa
aukið hættu á
hryðjuverkum
Seattle. Washington Post.
John Kerry
HNATTVÆÐINGIN hefur haft
lítil áhrif á örbirgðina í fátækustu
þróunarlöndunum og gæti jafnvel
orðið til þess að viðskiptahalli
þeirra ykist, að því er fram kemur
í skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar
birtu í gær.
„Kenningin um að það sé nóg að
laga efnahagslíf þróunarlanda að
viðskiptakerfi heimsins og koma á
frjálsræði gengur ekki upp,“ sagði
Carlos Fortin, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Ráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna um viðskipti og þró-
un.
Í skýrslu stofnunarinnar um 50
fátækustu lönd heims segir að við-
skiptafrelsið í heiminum sé ekki
nógu víðtækt til að stuðla að var-
anlegum efnahagsframförum í
löndum á borð við Súdan, Afgan-
istan og Angóla. Þrátt fyrir veru-
legan hagvöxt og aukinn útflutning
í mörgum landanna hafi íbúarnir
ekki notið góðs af því nema að litlu
leyti.
Hnattvæðingin dreg-
ur ekki úr fátæktinni
Genf. AP.
♦♦♦