Morgunblaðið - 29.05.2004, Side 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Sundhöll Selfoss er samkomustaður Sel-
fossbúa sem eru duglegir að sækja sund. Á
hverjum morgni mætir góður hópur manna
og kvenna klukkan 6.40, stendur á útitröpp-
unum og spjallar. Öðru hverju er gefið létt
bank á hurðina, einkum ef kalt er í veðri.
Þessi árrisuli hópur kallar sig Húnana og er
nafnið dregið af því að menn grípa fast í
hurðarhúninn. Aðrir koma þarna líka svo
sem allar konurnar sem mæta í vatnsfimi
sem er gríðarlega vinsælt sport á Selfossi en
það er Elísabet Kristjánsdóttir íþróttafræð-
ingur sem er með þá útgerð í lauginni.
Húnarnir hafa gert það á hverju sumri að
fara saman í ferðalag. Fyrr í þessum mánuði
fór hópurinn til Austurríkis á skíðasvæðin,
ekki til að renna sér heldur til þess að njóta
rólegheita og skoða sig um. Í einni dagsferð-
inni heimsótti hópurinn skíðakonu síðustu
aldar, Ann Marie Moser Pröll, á veitingastað
hennar þar sem skoða má verðlaunasafn
hennar. Þetta var sönn upplifun og afreks-
konan kom úr eldhúsinu.
Eins og menn vita er Selfoss ekki útgerð-
arstaður en samt má finna þar bryggjuspjall
eða kannski er rétt að kalla það bæjarspjall,
þessa stund þegar menn hittast á götu og
spyrja tíðinda. Auðvitað eru búsettir hér sjó-
menn en hér er umræðuefnið þó ekki fiskafl-
inn heldur reyna menn að spá í það hvernig
gangi á Hótel Selfoss sem er mikill ferða-
mannastaður. Til marks um góðan afla er
bílafjöldinn á planinu, þá eru menn ánægðir
enda er það hér eins og annars staðar að allir
vilja að vel gangi hjá nágrannanum.
Atvinnulífið á Selfossi er um margt sér-
stakt. Hér eru mörg verktakafyrirtæki, stór
og smá, og má vel líkja þeim við útgerðina til
dæmis í Vestmannaeyjum. Þessi fyrirtæki
sækja út um landið og bjóða í verk og fara þá
með mannskapinn þangað.
Mikið er um að vera á Selfossi í bygging-
arvinnu enda stöðug fjölgun undanfarin ár.
Þetta kallar á skýra hugsun og skarpa sýn
bæjaryfirvalda því það þarf að byggja skóla
og sjá öllum fyrir þjónustu. Og svo þarf auð-
vitað að passa að fara ekki fram úr fjárhags-
áætlunum sem fyrirliggjandi eru um rekst-
urinn en stórframkvæmdir eru
fjármagnaðar með lánum.
Úr
bæjarlífinu
SELFOSS
EFTIR SIGURÐ JÓNSSON FRÉTTARITARA
Biskup Íslands,herra Karl Sig-urbjörnsson, vígir
endurbyggða kapellu í
sjúkrahúsi Heilbrigð-
isstofnunar Suðurnesja í
Keflavík þriðjudaginn 1.
júní kl. 15.
Þjónandi prestar á Heil-
brigðisstofnuninni taka
allir þátt í athöfninni
ásamt Jóni Kristjánssyni
heilbrigðisráðherra og
starfsfólki stofnunarinnar.
Félagar úr kirkjukórum á
Suðurnesjum syngja við
athöfnina. Organisti og
stjórnandi er Natalia
Shou.
Kapellan, sem fyrir var,
var vígð af Pétri Sig-
urgeirssyni biskupi á
árinu 1982. Kapellan hefur
nú verið stækkuð í nýju
rými.
Opið hús verður á Heil-
brigðisstofnuninni milli kl.
17 og 19 þennan dag. Þar
geta íbúar svæðisins skoð-
að kapelluna og nýuppgert
anddyri og húsnæði slysa-
og bráðamóttöku sem opn-
að verður fyrr um daginn.
Kapella vígð
Aðalsteinn L. Valdi-marsson var syfj-aður og lúinn þeg-
ar hann sendi frá sér
oddhenda sauðburð-
arkveðju:
Margt er sporið mitt um vorið,
margt er skorar á.
Margt er borið, minnkar þorið,
margt er slorugt þá.
Innrímið veldur því að
vísan er oddhend, sem er
dýrt rímað, en at-
kvæðafjöldi hverrar línu
veldur því að hún er
skammhend. Varð
skammhenda sjálfstæður
rímnaháttur á 17. öld og
algengur síðan með ýms-
um tilbrigðum. Svein-
björn Beinteinsson orti
einnig oddhenda skamm-
hendu í „Bragfræði og
háttatali“, sem kom út ár-
ið 1953:
Ástin meðan öllu réði
okkar geði hjá
allt var kveðið eins og gleði
entist héðan frá.
Hugrún Björg fylgist eins
og fleiri með þjóðmála-
umræðunni á skjánum:
Á þingi er malað og malað,
og mikið um ekkert talað.
Það kommana kætir
er Kastljósið mætir;
þá er sýningarþörfinni svalað.
Af sauðburði
pebl@mbl.is
Bolungarvík | Veðrið hefur leikið við Bolvíkunga
undanfarna daga og hefur hitinn náð komist upp í
15 til 20 stig yfir hádaginn Unga fólkið kunni vel
við sig og notaði tækifærið til að busla svolítið í
Hólsánni sem rennur í gegnum bæinn. Sumum
þeirra þótti vatnið í ánni þó í kaldara lagi.
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
Buslað í Hólsánni
Galsi
Keflavíkurflugvöllur | Ingólfur Eyfells,
framkvæmdastjóri verkfræðideildar varn-
arliðsins, hlaut nýlega viðurkenningu
Bandaríkjaflota fyrir framúrskarandi ár-
angur í starfi. Er hann á myndinni ásamt
yfirmanni flotastöðvar varnarliðsins, Mark
S. Laughton kafteini og Frederick R.
Broome yfirmanni Stofnunar verklegra
framkvæmda.
Í greinargerð kafteinsins með viður-
kenningunni segir að Ingólfur sé mikilhæf-
ur stjórnandi og með framsýni sinni hafi
hann gert verkfræðideildina að framúr-
skarandi fyrirtæki sem veiti alhliða verk-
fræðiþjónustu á heimsmælikvarða.
Ingólfur tók við starfi framkvæmda-
stjóra verkfræðideildarinnar fyrr á þessu
ári, en þar áður var hann aðstoðarfram-
kvæmdastjóri deildarinnar í 12 ár. Sautján
Íslendingar starfa í verkfræðideildinni,
þar af tíu verkfræðingar.
Varnarliðið
heiðrar
verkfræðing
LANDGRÆÐSLA ríkisins og Kolkuós
ses., félag um varðveislu og uppbyggingu
Kolkuóss í Viðvíkursveit, undirrituðu á
dögunum samkomulag um samstarf um
endurheimt landgæða á landi jarðarinn-
ar.
Framkvæmdir við friðun svæðisins
sem tiltekið er í samkomulaginu eru þeg-
ar hafnar og er reiknað með að landið
verði alfriðað fyrir ágangi búfjár um
miðjan júní. Vinna við skipulagningu
svæðisins hefst í sumar og síðsumars
verður nokkur þúsund birkiplöntum
plantað á svæðið þar sem talið er að hinn
svonefndi Brimnesskógur hafi verið.
Samkomulag um
endurheimt land-
gæða Kolkuóss
♦♦♦
Hveragerði | Það fylgir vorinu að
fara út og njóta blíðunnar. Grunn-
skólanemendum hér í Hveragerði var
nýlega boðið upp á vorsprell í Sund-
lauginni að Laugaskarði. Eftir próf í
skólanum sem stóðu fram að hádegi
var þeim yngstu boðið í sund fram að
kaffi.
Meðan þau voru í bleyti komu fé-
lagar úr hljómsveitinni Á móti sól og
spiluðu og sungu fyrir krakkana. Eft-
ir kaffi kom miðhópurinn og synti
bæði í hefðbundnum sundfötum og
sínum venjulegu fötum. Upp úr
klukkan sex var svo komið að elstu
krökkunum að njóta sín í sundinu.
Eftir kvöldmat var haldið mikið ball í
skólanum þar sem hljómsveitin Á
móti sól spilaði fyrst fyrir aldurshóp-
inn tíu til tólf ára og síðan fyrir þau
elstu. Það var mikil stemning og
greinilegt að lög sveitarinnar eru vel
þekkt hjá krökkunum, enda nokkrir
Hvergerðingar sem skipa hljómsveit-
ina. Krakkarnir tóku því hraustlega
undir í hverju einasta lagi.
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Hálfdán Helgi stingur sér listilega í laugina á vorsprelli nemenda.
Vorsprell í sundlauginni
Grindavík | Það er eins
með kríuna og Grinda-
víkurdeild RKÍ, báðar
láta vita af sér kröft-
uglega í lok maí. Grind-
víkingar verða að vísu
varir við Rauða kross-
deildina allt árið. For-
varnarstarf þeirra er
orðið fastur liður í
skólastarfi Grunnskóla
Grindavíkur því þá fá
krakkarnir í 1. bekk
hjólahjálm að gjöf.
„Þetta er orðinn ár-
viss viðburður eins og
hjá mörgum deildum.
Það er alltaf jafn gaman
að mæta í skólann fær-
andi hendi og krakk-
arnir eru líka svo
skemmtilegir. Meirihluti
starfsins er yfir vet-
urinn en auðvitað eru
ýmis verkefni sem unnið
er að allt árið. Þar má
nefna heimsóknarþjón-
ustuna okkar, fatasöfn-
unina og ýmis nám-
skeið,“ sagði Guðfinna
Bogadóttir, formaður
deildarinnar.
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Allir með hjálm