Morgunblaðið - 29.05.2004, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 29.05.2004, Qupperneq 23
ÁRBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 23 Alltaf 25% ódýrari gleraugu og linsur* í stað 19,68% vsk. áður Hagstæð gleraugnakaup Þjónustu- og ábyrgðaraðilar: SMÁRALIND: OPTICAL STUDIO RX / OPTICAL STUDIO SÓL KEFLAVÍK: GLERAUGNAVERSLUN KEFLAVÍKUR OPTICAL STUDIO DUTY FREE STORE LEIFSSTÖÐ - KEFLAVÍKURFLUGVELLI • SÍMI 425 0500 - FAX 425 0501 ERTU Á LEIÐ Í LEIFSSTÖÐ? * Innifalið er virðisaukaskattur, 19,68%, og afsláttur 5,32%, miðað við verðlagningu í neðangreindum verslunum. Vestmannaeyjar | Framhaldsskól- inn í Vestmannaeyjum útskrifaði á dögunum tuttugu og einn stúdent og hafa nú yfir þúsund manns út- skrifast frá skólanum, sem fagnar 25 ára afmæli sínu á þessu ári. Ólafur H. Sigurjónsson skóla- meistari flutti ávarp við athöfnina. Rut Haraldsdóttir hélt ræðu fyrir hönd þeirra sem áttu 20 ára stúd- entsafmæli og færði skólanum fyr- ir hönd hópsins málverk eftir Bjarna Ólaf Magnússon. Þá talaði Njáll Ragnarsson fyrir hönd ný- stúdenta og þakkaði skólanum fyr- ir ánægjuleg og árangursrík ár. Tólf af útskriftarnemunum í ár hafa nú þegar ákveðið að fara í framhaldsnám, átta í Háskóla Ís- lands, einn ætlar í Hússtjórnar- skóla Reykjavíkur, einn á Bifröst, einn í Kennaraháskólann, einn í Borgarholtskóla, einn í Háskólann í Reykjavík, einn í Tækniháskól- ann og einn ætlar til Írlands í Há- skóla. Stúdent- ar út- skrifaðir í Eyjum Selfoss | Fyrirtækið Jötunn Vélar hefur keypt rekstur og lager Bújöf- urs búvéla- og véladeildar Ingvars Helgasonar og sameinað undir merki Jötuns Véla með höfuðstöðvar á Austurvegi 69 á Selfossi. Jötunn Vélar er alhliða innflutn- ingsfyrirtæki sem býður mikið úrval véla og tækja fyrir landbúnað og verktaka. Meðal þekktra vöru- merkja sem Jötunn Vélar er um- boðsaðili fyrir eru: Massey Fergu- son og Valtra dráttarvélar, Pöttinger og Vicon heyvinnutæki og Schaffer Lader vinnuvélar. Jötunn Vélar er í samstarfi við fjölda verkstæða vítt og breitt um landið sem annast þjón- ustu við viðskiptavini fyrirtækisins. Á Selfossi er fyrirtækið í samstarfi við Vélaverkstæði Þóris sem er sér- hæft landbúnaðar- og vinnuvéla- verkstæði og er í sömu byggingu. Fyrirtækið Jötunn Vélar er í eigu fjárfesta sem tengjast landbúnaði og starfsmanna félagsins og er hlutafé félagsins 80 milljónir. Áætluð velta Jötuns Véla er um 700 milljónir og starfsmenn fyrirtækisins eru 8. Finnbogi Magnússon framkvæmda- stjóri sagði í athugun að útibú yrði í Reykjavík, í samvinnu við aðra aðila, til að þjóna viðskiptavini. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötuns Véla, við höfuðstöðvarnar. Fyrirtækið Jötunn Vélar ehf. stofnað á Selfossi Þorlákshöfn | Landsbankinn bauð fyrir stuttu til sumarfagnaðar í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn fyrir rekstraraðila í Sveitarfélaginu Ölf- usi til að kynna fyrir þeim við- skipti og þjónustu bankans. Boðið var upp á léttar veitingar og gestir fengu tækifæri til að hitta og ræða við stjórnendur bankans sem voru á staðnum. Við þetta tækifæri skrifuðu stjórnendur Landsbankans, Sigur- jón Þ. Árnason, Halldór J. Krist- jánsson og Ægir Hafberg, útibús- stjóri í Þorlákshöfn, annars vegar og bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, Ólafur Áki Ragnarson, ásamt bæjarstjórnarmönnunum Maríu Sigurðardóttur og Sigurði Bjarnasyni, hins vegar undir 290 milljón króna lán. Af þessari upp- hæð eru 90 milljónir gömul lán sem verið var að endurfjármagna. Sveitarfélagið Ölfus stendur í miklum framkvæmdum um þessar mundir eins og viðbyggingu grunnskólans, gatnagerð í nýju hverfi sunnan Berga gegnt grunn- skólanum, en þar er gert ráð fyrir að byggðar verði 56 íbúðir. Einnig má nefna byggingu íbúða fyrir aldraða, stækkun hafnarinnar, lag- færingar og endurbætur á frá- veitukerfi bæjarins og bætta íþróttaaðstöðu s.s. gerð gervigras- vallar. Ölfus tekur lán í Lands- bankanum Lántaka bæjarsjóðs | Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt að taka tilboði Landsbankans í kjölfar skuldabréfaútboðs og heimila lán- töku að fjárhæð 270 milljónir króna í samræmi við fjárhagsáætlun. Lánið er verðtryggt með 4,30% föstum vöxtum. Lántökugjald er 1% með sölutryggingu innan 5 daga og stimpilgjald er 0,5%. Bæjarstjóra er veitt heimild til að kanna hvort Landsbankinn getur selt 60 milljónir í viðbót á sömu kjörum. Bæjarráð hefur einnig samþykkt að taka lán til 15 ára að fjárhæð 85 milljónir hjá Lánasjóði sveitarfé- laga. Lánið er í ísl. krónum, verð- tryggt skv. vísitölu neysluverðs með föstum 4,23% vöxtum. Bæjarráð samþykkti að veita Lánasjóðnum tryggingar fyrir láninu í tekjum sveitarfélagsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.