Morgunblaðið - 29.05.2004, Side 27

Morgunblaðið - 29.05.2004, Side 27
ÚR VESTURHEIMI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 27 SUMARVERTÍÐIN á Winnipegvatni í Manitoba, Kanada, hefst í dag eftir tveggja mánaða hlé, en vetrarvertíðinni lauk 31. mars. Fiskimennirnir hafa að vanda notað hléið til að undirbúa næstu átök, en þeir óttast að veiðin verði stöðvuð fljót- lega verði ekki brugðist hratt og rétt við aukinni mengun í vatninu. Mikið hefur verið ritað og rætt um Winnipeg- vatn að undanförnu og ekki síst aukna mengun í vatninu. Sitt sýnist hverjum en nýlega var veittur aukinn styrkur til frekari rannsókna á meng- uninni og lífríkinu í vatninu. Í liðinni viku var klukkutíma sjónvarpsþáttur hjá National Geographic í Kanada um fiskveiðar á Winnipegvatni. Feðgarnir Ted, Robert og Chris Kristjanson frá Gimli voru í aðalhlutverki, en fjöl- skyldan hefur fiskað á vatninu síðan fyrir 1900. Sigurður Þorvaldur Kristjánsson, faðir Teds, sem lést í haust sem leið, kom fimm ára til Nýja Ís- lands 1885 og byrjaði fljótlega að stunda fisk- veiðar á Winnipegvatni. Ted fæddist í Gimli 1912 og 12 ára hóf hann veiðar með föður sínum. Ro- bert eða Bob, sem er 70 ára síðan í desember, byrjaði líka veiðar á barnsaldri og Chris segist muna eftir sér í vöggu úti á ísnum. „Veiðar á vatn- inu hafa verið okkar líf í meira en hundrað ár og nauðsynlegt er að halda því hreinu ef veiðarnar eiga ekki að stöðvast,“ segir Bob. Winnipegvatn var ein helsta ástæða þess að Ís- lendingar settust að í Manitoba, en 21. október 1875 hófst landnám Íslendinga við vatnið. Það er 10. stærsta ferskvatn heims og sjötta stærsta ferskvatn Kanada, um 24.400 ferkílómetrar að stærð. Vegna kvikasilfursmengunar voru veiðar bannaðar í vatninu veturinn 1970 til 1971 og er það bann mörgum fiskimanninum í fersku minni enda snerti bannið marga illa. Fiskveiðar á Winnipegvatni í sviðsljósinu Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Feðgarnir Robert T. Kristjanson og Chris Kristjanson úti á ísnum. GERT er ráð fyrir að á næsta ári verði sýndur þáttur í þáttaröðinni um Simpsons-fjölskylduna þar sem Homer Simpson fer til Winnipeg í Kanada. Kanadamaðurinn og lista- maðurinn Hugh MacDonald, sem er af íslenskum ættum, kom ýmsum merkingum varðandi Nýja Ísland á framfæri í þættinum og vonar að Homer fái tækifæri til að fara til Ís- lands áður en yfir lýkur. Homer heitir í höfuðið á Homer Groening, föður Matt Groening, höfundar þáttaraðarinnar. Höfund- urinn sagði í fyrra að faðir sinn væri frá Winnipeg og í kjölfarið var Homer Simpson gerður að heið- ursborgara borgarinnar. Þegar ákveðið var að gera þátt um Homer í Winnipeg kom Hugh MacDonald Gimli, höfuðborg Nýja Íslands, á framfæri. ,,Homer og fað- ir hans fara yfir landamærin frá Bandaríkjunum til Kanada til að fá lyfseðilskyld meðöl,“ segir Hugh MacDonald um ósýnda þáttinn. ,,Þar sem ég er vel kunnugur í Manitoba teiknaði ég ýmsar merk- ingar þar sem Winnipeg, Gimli og þjóðvegur númer 9 koma við sögu. Vonandi fá þessar merkingar að standa en Fox verður að samþykkja allt sem ég geri.“ Hugh á margt skyldfólk í Gimli og þar á meðal er afi hans, Joe Arnason, sem rak lengi samnefnda húsgagnaverslun í bænum. Hugh vann í fimm ár við þáttinn Hey Arn- old og kom þá meðal annars Gimli á kortið. ,,Ég teiknaði verslun afa með nafninu og hún var í einum þættinum,“ segir hann hróðugur. Þrjár kvikmyndir Þáttaröðin um Simpsons- fjölskylduna er á 16. ári. Hugh seg- ir að nýlega hafi verið gerður samningur til fjögurra ára og þá megi gera ráð fyrir að þátturinn hætti. Hins vegar hafi verið ákveðið að gera þrjár kvikmyndir um fjöl- skylduna og gerð þeirra taki að minnsta kosti sex ár. Hugh fæddist í Kaliforníu og býr þar en hann hefur ekki gleymt ís- lenska upprunanum. ,,Kona mín er ánægð með íslensku ræturnar og segir gjarnan að dóttir okkar sé ís- lensk í útliti,“ segir hann. ,,Við höf- um aldrei farið til Íslands en Simp- son fer víða og vonandi fær hann að fara til Íslands.“ Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Hugh MacDonald við minnismerki við höfnina í Gimli um frænda sinn, Ted Arnason, fyrrverandi bæjarstjóra í Gimli. Vill sjá Homer Simpson á Íslandi BÓKIN Hnausa Reflections, The History of Breiðavík District, kemur út í haust en vinna við þessa um 600 blaðsíðna bók hefur staðið yfir í Manitoba í Kanada síðan haustið 2000. Fyrir tæplega fjórum árum var stofnuð um 25 manna ritnefnd, en Carol Gudmundson er ritstjóri og Crystal Sigurdson aðstoðarrit- stjóri. Sigurrós Pálsson í Hnausa hefur hins vegar verið ein helsta driffjöðurin, en margir hafa lagt til efni í bókina. ,,Það eru til bækur um Gimli, Arborg, Riverton, Geysir and Vid- ir en mjög lítið hefur verið skrifað um fólkið á þessu svæði,“ segir Sigurrós. Hnausa er rétt fyrir sunnan Riverton við Winnipegvatn. Ís- lendingar settust fyrst þar að 1876 og fljótlega myndaðist sterk- ur kjarni fiskimanna og bænda. Sigurrós segir að fyrstu íbúarnir hafi verið mjög framtakssamir. Afi hennar og amma hafi flutt til Hnausa 1887 og skömmu síðar hafi skóli verið stofnaður, kirkja hafi verið byggð, verslun komið á laggirnar og reist samkomuhús og bókasafn. Árið 1894 hafi 32 krakk- ar verið í skólanum og um 80 nem- endur á eftir seinni heimsstyrjöld- ina en síðan hafi íbúum tekið að fækka. ,,En svæðið er vinsælt sumarbústaðaland,“ segir Sigur- rós. Bók um Hnausa nær tilbúin Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Sigurrós Pálsdóttir með gögn um alla nemendur í Hnausa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.