Morgunblaðið - 29.05.2004, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson. S
ú undarlega skepna Busharon
er í alvarlegri klípu.
Framendinn – George W.
Bush – er í klípu vegna nekt-
armynda. Ekki aðeins af ólán-
sömum íröskum föngum, með fjálglegan
kvenhermann bendandi á kynfæri þeirra,
heldur varð einnig nekt Bush sjálfs
skyndilega bersýnileg.
Bjargvættur Íraka frá grimmum harð-
stjóra, stoltur leiðtogi sem deildi út lýð-
ræði til Mesópótamíu, málsvari vest-
rænnar siðmenningar í herferð gegn
villimennsku – hefur sjálfur verið afhjúp-
aður sem grimmur villimaður.
Velkjumst ekki í vafa: Þarna voru ekki
nokkrir karlar og konur, haldin kvala-
losta, af tilviljun stödd saman í hóp.
Þetta voru kerfisbundnar misþyrmingar
á föngum – þeim haldið nöktum, auð-
mýktir kynferðislega, sigað á þá hundum,
haldið vakandi eða hlekkjuðum í sárs-
aukafullum stellingum tímunum saman,
andlit þeirra hulin skítugum hettum, hót-
að raflosti – allt þetta var fest á filmu.
Það leikur lítill vafi á, að með þessa
framkomu við fanga skjalfesta, hafa mun
verri pyndingar farið fram og ekki verið
myndaðar.
Nú er ljóst að þetta eru venjulegar að-
ferðir þegar á að „mýkja“ fanga. Ekki
aðeins í þessu fangelsi, ekki aðeins í
fangelsum Íraks, heldur í Afghanistan, í
víti líkustum fangabúðunum í Guant-
anamo og hvar sem varnarlausu fólki er
haldið í prísund – flestu saklausu, sem
var tekið fast af misgáningi. Með öðrum
orðum: Þessi stefna kemur frá efstu
þrepum valdastigans.
Hermennirnir, karlar og konur, sem
glöð í bragði sátu fyrir við ógeðfelldar
aðstæður, eru svo sannarlega auvirðileg,
en hver sem þekkir til í her veit að þetta
var ekki gert að frumkvæði þeirra. Menn
komast ekki upp með svona gjörðir – og
mörg hundruð myndir til af því – án þess
að yfirmennirnir séu flæktir í það.
Sérhver hermaður lýtur vilja yf-
irmanna sinna, að minnsta kosti yf-
irmanna herdeildarinnar. Þeir eru, aftur,
irgefa Gaz
við það, sle
áfangaáæt
á fárra dag
falið í sér b
öxlinum“,
undir áhrifum frá sínum yfirmönnum, allt
til sjálfs yfirmanns heraflans og er hann
meðtalinn. Í þessu tilfelli hafa sönnur
verið færðar á að yfirmenn í Pentagon og
varnarmálaráðherrann Rumsfeld vissu
alla málavöxtu fyrir löngu. Hershöfðingi
sem rannsakaði málið fann hvergi skrif-
leg fyrirmæli, en fyrirmæli sem þessi eru
ávallt munnleg; stundum aðeins gefin
með látbragði.
Þessir hermenn, flestir frá góðum
heimilum, hegðuðu sér eins og fólk gerir
í hengingarskríl, og af sömu ástæðu:
Mannlegum eiginleikum annarra kyn-
þátta er afneitað og þeir álitnir óæðri.
En kynþáttahyggjan gerir hin sjálfskip-
uðu „ofurmenni“ sjálf óæðri!
Bush missti heiminn úr höndum sér
með birtingu myndanna. Hann hefði get-
að rekið alla goggunarröðina, allt frá
varnarmálaráðherra til fangelsisstjóra.
Það gerði hann auðvitað ekki.
Öll siðferðisleg rök sem sett voru fram
til að réttlæta Íraksstríð eru hrunin með
braki og brestum. Hvorki lýðræði, frelsi
né siðmenning. Ekki er eftir annað en
nakin mannýgi ræningjabaróna, sem
minna helst á kóna Saddams Husseins.
Ef ég má leyfa mér að koma með spá-
dóm: Niðurtalningin að endalokum á ferli
Georgs W. Bush er hafin.
Sharon sér líka fram á lokin
Afturendi dýrsins – Ariel Sharon – er
einnig í klípu.
Hún hófst með því að áætlun hans um
„einhliða brotthvarf“ var hafnað af með-
limum Likudbandalagsins, örsmáum
hluta ísraelskra borgara, stjórnað af
landtökumönnunum. Síðan hefur Sharon
reikað um eins og rándýr í búri. Hann
hefur ekki meirihlutafylgi ráðherra né
þingmanna (sem eru bundnir af kosn-
ingum flokksins), hann er ófær um að
mynda aðra ríkisstjórn (þingmenn flokks
hans mundu ekki leyfa það), hann er
ófær um að efna loforðið við Bush (og
hefur gert Bush að athlægi).
Hann talar um „aðrar áætlanir“ í mót-
un – sem minnir á einn brandara
Groucho Marx: „Þetta eru mín prinsipp.
Ef ykkur líkar þau ekki hef ég önnur.“
Ef Sharon hugsaði sér í alvöru að yf-
Busharon: Nið
Eftir Uri Avnery
’Bushmynda
ina, all
gerði h
Ísrael g
brytja
eins og
Ariel Shar
arhöfundu
Í
umræðum um skýrslu Amnesty
International um stöðu mann-
réttindamála í heiminum hefur
komið fram, að nýlegar breyt-
ingar á íslensku útlendingalög-
unum endurspegli ótta vegna hryðju-
verka. Óljóst er á hverju þessi skoðun
íslenskra talsmanna Amnesty er byggð.
Hún á að minnsta kosti ekki rætur í
neinu af því, sem ég hef sagt á Alþingi
eða annars staðar vegna þessara breyt-
inga.
Breytingarnar á útlendingalögunum
byggjast á því, að verið er að stækka
Evrópusambandið og þar með Evrópska
efnahagssvæðið og íslensk stjórnvöld eru
að nýta aðlögunarfresti vegna þeirrar
stækkunar gagnvart íbúum hinna nýju
ríkja. Þá var við gerð frumvarpsins um
breytingar á útlendingalögunum einnig
litið til reynslunnar af framkvæmd lag-
anna og ákveðið að leggja til breytingar í
samræmi við þá reynslu. Í því efni var
höfuðmarkmiðið, að íslensk útlendinga-
yfirvöld réðu yfir sambærilegum tækjum
og systurstofnanir annars staðar.
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty
International, kýs að tengja nýgerðar
breytingar á íslensku útlendingalögunum
sérstaklega við baráttu gegn hryðju-
verkamönnum. Það gefur ranga mynd af
þessum breytingum og felur einnig í sér
mikla einföldun á þeim víðtæku ráðstöf-
unum, sem víða hafa verið gerðar til að
bregðast við hættunni af hryðjuverkum.
Í viðtali við Morgunblaðið hinn 27. maí
segir Jóhanna, að öll ríki hafi sett lög í
sambandi við hryðjuverk eftir árásirnar
11. september 2001, en hér hafi lögin
Amnesty og útlen
Eftir Björn
Bjarnason
Fundur á vegum Evrópusambandsins. Á vegum samband
annan veg en áður, eftir ódæðið í Madríd 11. marz sl.
KOSNINGABARÁTTA KERRYS
John Kerry, forsetaefni demókrata,flutti á fimmtudagskvöld ræðu þar
sem hann réðst harkalegar að stefnu
George Bush Bandaríkjaforseta í ör-
yggismálum, en hann hafði áður gert.
Hann sakaði foretann um að hafa graf-
ið undan forustustarfi fyrri kynslóða.
Bush hefði aukið hættuna á hryðju-
verkum í Bandaríkjunum með stefnu
sinni í Írak og veikt stöðu Bandaríkj-
anna með því að fara sínu fram í utan-
ríkismálum án tillits til annarra og
beita valdi að geðþótta. Hann vitnaði í
Theodore Roosevelt forseta og sagði að
skorti menn háttvísi myndi bareflið
ekki hjálpa þeim.
Kerry hefur átt erfitt uppdráttar
það sem af er kosningabaráttunni.
Þegar ljóst var að Kerry yrði forseta-
efni demókrata tóku repúblikanar
frumkvæðið og birtu vel valdar auglýs-
ingar þar sem þeir lýstu Kerry þannig
að hann gæti ekki tekið afstöðu og væri
ýmist með eða á móti. Kerry hefur átt
erfitt með að reka þetta orð af sér. En
hann hefur einnig verið gagnrýndur í
eigin röðum fyrir að marka sér ekki
næga sérstöðu frá Bush. Þeir eru til
dæmis báðir fylgjandi því að senda
fleiri hermenn til Íraks gerist þess þörf
til að koma á jafnvægi í landinu. Hvor-
ugur vill kalla herinn heim eða láta
hann lúta alþjóðlegri forustu. Andstaða
við stríðið í Írak fer hins vegar vaxandi
meðal demókrata og margir vilja ein-
faldlega að bandaríski herinn verði
kvaddur þaðan brott. Margir flokks-
menn Kerrys hafa gagnrýnt Bush með
mun hvassari hætti en forsetaefnið og
hefur Al Gore, fyrrverandi varaforseti
og forsetaefni demókrata í kosningun-
um árið 2000, skipað sér í forustu
þeirra með ummælum sínum. Í ræðu
fyrr í vikunni sagði hann að Bush hefði
látið hugmyndafræðina ýta veru-
leikanum til hliðar og sakaði hann um
að hafa búið til útungunarstöð fyrir
hryðjuverkamenn í Írak.
Gagnrýni demókratanna ber því
vitni að andrúmsloftið er að breytast í
Bandaríkjunum. Í vikunni birti dag-
blaðið The New York Times grein þar
sem það harmaði að hafa ekki tekið á
upplýsingum og fullyrðingum um ger-
eyðingarvopn í Írak í aðdraganda inn-
rásar Bandaríkjamanna með gagn-
rýnni hætti. Þegar Bandaríkjastjórn
lýsti því yfir í vikunni að nýjar upplýs-
ingar sýndu að ástæða væri til að vera
á varðbergi gagnvart hryðjuverkum í
Bandaríkjunum spurðu tortryggnir
blaðamenn hvort ætlunin með slíkum
yfirlýsingum væri að draga athyglina
frá neikvæðum fréttum um ástandið í
Írak.
Skoðanakannanir sýna að Banda-
ríkjamenn hafa aldrei verið óánægðari
með frammistöðu Bush í embætti.
Þessi óánægja sést hins vegar ekki í
fylgi Kerrys. Samkvæmt nýrri skoð-
anakönnun Gallup hefur Kerry tveggja
prósentustiga forskot á Bush, 49%
gegn 47%, og er það innan skekkju-
marka. Það er erfitt fyrir frambjóð-
anda að vera í þeirri stöðu að ganga
ekki í takt við flokk sinn og fyrir vikið
er staða Bush ef til vill ekki jafnveik og
sýnist.
ÚRELT OG GERILSNEYTT KERFI
Í Morgunblaðinu í gær var rætt viðÁsdísi Helgu Bjarnadóttur, verk-efnisstjóra Lífrænnar miðstöðvar
við Landbúnaðarháskólann á Hvann-
eyri, um ráðstefnu sem haldin var á
Hvanneyri um heimavinnslu og sölu
landbúnaðarafurða. Morgunblaðið hef-
ur áður bent á það hversu fráleitt það
kerfi væri, sem bannaði bændum að
vinna eigin afurðir heima og selja ferða-
mönnum eða í verzlanir. Í viðtalinu við
Ásdísi Helgu kemur skýrt fram að það
er í raun ekki heil brú í þessu kerfi.
Hún bendir á að fólk vilji helzt vinna
úr sauðfjárafurðum og kúamjólk heima
á búum sínum. T.d. vilji bændur við-
halda íslenzkri matarhefð, framleiða
súrsaðan mat árið um kring og nota
staðbundnar uppskriftir, sem stundum
hafi aðeins varðveitzt innan ákveðinna
fjölskyldna. Sauðfjárbændur hafi
margir áhuga á að framleiða og selja
hrátt, reykt kjöt, sauðamjólk og osta.
Þá sé áhugi á að selja geitamjólk, -ost
og -kjöt.
Ásdís nefnir tvö dæmi um það hversu
galið núverandi kerfi er. Annað er að
mjólkurframleiðendur eru skuldbundn-
ir til að selja mjólkursamlögunum alla
framleiðslu sína. „Margir hafa áhuga á
að vinna úr mjólkinni heima og selja,
t.d. búa til osta og jógúrt, en geta það
ekki. Eitt bú framleiðir lífræna jógúrt
hér á landi, en vegna þess hvernig regl-
urnar eru verður það að selja mjólkina
til mjólkursamlagsins og taka hana út
aftur.“
Hitt dæmið, sem Ásdís nefnir, er af
ferðaþjónustubændum, sem bjóði upp á
morgun- og hádegismat og séu því und-
ir ströngu opinberu eftirliti. „Allt er at-
hugað, hreinleiki vatnsins og hreinlæt-
ið, áður en þeim er veitt starfsleyfi og
eldhúsið vottað. Þessir sömu aðilar
mega samt ekki selja sultu sem þeir
framleiða í þessu sama eldhúsi.“
Einu sinni var kannski ástæða til að
banna mönnum að framleiða mat heima
og að selja vörur úr ógerilsneyddri
mjólk. En það var þegar hreinlæti til
sveita var með allt öðrum hætti en nú og
ekki heldur orðnir til þeir staðlar og
vottun um heilbrigði, sem nú tíðkast.
Það er einfalt mál að taka út aðstæður
til matvælaframleiðslu hjá bændum og
veita þeim leyfi ef þeir standast kröfur.
Ásdís bendir réttilega á það í viðtal-
inu að íslenzk ferðaþjónusta gæti feng-
ið allt annað gildi ef hægt væri að kaupa
afurðir, sem bændur vinna sjálfir. Hún
sér fyrir sér matarferðir um sveitir
landsins í framtíðinni og svo sannarlega
væri ástæða til að kynna bæði fyrir Ís-
lendingum og útlendum ferðamönnum
þá ríku matarhefð, sem til er víðast til
sveita en er því miður varla sýnileg sem
stendur. Í Frakklandi getur ferðamað-
ur varla komið inn á benzínstöð án þess
að otað sé að honum landbúnaðarafurð-
um frá viðkomandi héraði. Á Íslandi eru
heilu hillumetrarnir af útlendu snakki í
boði og hamborgarar og franskar eins
og hver getur í sig látið, en ef spurt er
um afurðir héraðsins verður fólk eitt
spurningarmerki í framan.
Það er löngu kominn tími til að leggja
af þetta úrelta og gerilsneydda kerfi
fjöldaframleiðslunnar og forsjárhyggj-
unnar og leyfa íslenzkum sveitamat að
njóta sín eins og hann gerist beztur, bú-
inn til heima með ástúð og metnaði
bændafólks.