Morgunblaðið - 29.05.2004, Síða 36

Morgunblaðið - 29.05.2004, Síða 36
MINNINGAR 36 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í dag er spennuþrunginn dagur í lífi 24 grannvax- inna stúlkna á Íslandi. Þær hafa undanfarnar vikur svitnað í líkams- ræktarstöðvum, legið í ljósa- bekkjum og hvaðeina sem til þarf svo að kvöldið í kvöld lukkist. Hópurinn á ýmislegt sameig- inlegt. Allar eru stúlkurnar á aldrinum 18–24 ára, ógiftar og barnlausar og engin þeirra mun vera reykingakona. Eflaust eru flestir lesendur nú búnir að átta sig á því hvað um er rætt: Jú, í kvöld skal úr því skorið hver á landi fegurst er. Það er svo margt sem ég furða mig á í sambandi við fegurð- arsamkeppnir að ég veit vart hvar skal byrja. Og þó. Skoðum vefsíðu keppninnar um Ungfrú Ísland í ár. Þar blasir við mynd af stúlkunum sem keppa til úrslita í kvöld. Flestar eru síðhærðar, ýmist ljós- eða dökkhærðar. Íklæddar rauðum sundfötum brosa þær blítt til netverjans. Og ekki er lesefnið síðra. Eft- irfarandi texta er að finna á síð- unni: „Keppnin er fyrir sjálf- stæðar ungar konur sem vilja læra og fá þjálfun í því að ná markmiðum sínum. Auk þess öðl- ast sigurvegararnir tækifæri til að ferðast til fjarlægra landa sem fulltrúar Íslands og láta þar gott af sér leiða í þágu líknarmála og góðgerðarstarfsemi sem er að- almarkmið alþjóðlegra fegurð- arsamkeppna.“ Af hverju ætti það að vera markmið ungra, sjálfstæðra kvenna að taka þátt í keppni sem snýst um að vera sæt, samkvæmt fegurðarstöðlum sem einhverjir vafasamir menn, eða auglýsinga- iðnaðurinn hafa sett? Og hvaða „markmið“ eru það sem stúlk- urnar fá þjálfun í að ná? Er það til dæmis frábær undirbúningur undir langskólanám, að hafa eytt mörgum mánuðum í æfingar sem ganga út á að tipla á sundbol og háum hælum fyrir framan áhorf- endur á Broadway? Meðan stúlk- urnar sýna vel þjálfuð lærin glymur í borðbúnaði áhorf- endaskarans, sem gæðir sér á lambasteik. Þá má spyrja hvort það teljist mikilvægt veganesti fyrir stúlk- urnar að eiga í reynslubankanum minningu um að hafa tekist að stynja upp nokkrum setningum um framtíðaráform í míkrófón á úrslitakvöldinu? Sennilega reyndist happadrýgra fyrir þær að eyða frekar tíma í mennta- skólanámsbækurnar, sem oft sitja á hakanum hjá stúlkum sem taka þátt í fegurðarsam- keppnum. Þegar sú „fegursta“ hefur ver- ið krýnd og situr með kórónu á sviðinu, grætur af gleði og trúir þessu varla, hvað skyldi þá taka við? Þá munu næstu skref vera ferðir til fjarlægra landa, sem fulltrúi Íslands, í því skyni að láta gott af sér leiða í þágu líkn- armála og góðgerðarstarfsemi. Enda er það aðalmarkmið al- þjóðlegra fegurðarsamkeppna að sögn aðstandenda Ungfrú Ísland. Þetta fæ ég ekki botn í, hvern- ig sem ég reyni. Hver eru tengsl- in milli þess að vera „sæt“ og vinna að líknarmálum? Væri ekki nær að spara þá peninga sem fara í að halda keppnir sem þess- ar og láta þá renna beint til líkn- armála í staðinn? Seður það hungur fátækra barna úti í heimi að ljóshærð fegurðardís klappi þeim á kollinn? Þarft er að vinna að góðgerðarmálum, en smekk- legra væri að halda fegurð- arkeppnum utan við þá starf- semi. Fegurðarsamkeppnir, hvað sem aðstandendur þeirra kunna að segja um þær, eru fyrst og fremst gróðabissness. Meðal helstu styrktaraðila eru yfirleitt sokkabuxnainnflytjendur, lík- amsræktarstöðvar og fatabúðir. Keppnin í ár er engin undantekn- ing. Ekki er ósennilegt að sú sem þykir hafa fegurstu leggina í kvöld, verði verðlaunuð af sokka- buxnainnflytjanda með árs- birgðum af slíkum buxum. Líklegt er að titillinn um sokkabuxnadrottningu ársins verði eftirsóttur í keppninni enda vita allar konur að næl- onsokkabuxur endast stutt. Það má lengi gera sér mat úr sætum stelpum. Þegar keppnin um Ungfrú Ísland.is var og hét fyrir nokkrum árum, sá ég aug- lýsingu á vef Flugleiða þar sem verið var að reyna að selja bandarískum ferðamönnum helg- arpakka, en miði á keppnina var innifalinn í verðinu. Boðskap- urinn: Komið til Íslands, ríku Ameríkanar, því þar eru gull- fallegar konur, tilvaldar til fylgi- lags. Íslendingar hafa löngum stært sig af því að vera falleg þjóð, en sumir myndu líkja þess- ari áráttu við rasisma. Einhverjir stuðningsmenn feg- urðarkeppninnar myndu nú segja að hún snúist ekki bara um útlit, heldur einnig um persónu- leika. Dómnefndin mun, sam- kvæmt vefsíðu keppninnar um Ungfrú Ísland, eiga við þær við- töl, þar sem reynt verður að „kynnast persónuleika, metnaði, framtíðaráformum og mark- miðum keppenda“. Og hverjir skyldu sitja í dómnefndinni? Jú, fyrrv. fegurðardrottningar og fulltrúar þeirra fyrirtækja sem styrkt hafa keppnina. Þar á með- al eigandi líkamsræktarstöðvar og ritstjóri Séð og heyrt. Senni- lega skiptir ekki máli hver situr í dómnefnd sem reynir að meta persónuleika fólks, enda óskilj- anlegt hvernig hægt er að gefa einkunn fyrir slíkt. Og til þess að eiga séns í að fá persónuleika sinn metinn af þessu fólki, er auðvitað skilyrði að vera á aldr- inum 18–24 ára, grönn, ljósabrún og ógift. Hvað með meydóminnn? Væri kannski æskilegra að feg- urðargyðjan væri jafnframt óspjölluð? Fallegu stelpurnar sem keppa í Ungfrú Ísland í kvöld hafa örugglega eytt miklum tíma fyrir framan spegil í því skyni að æfa brosin að undanförnu. En skyldi keppnin sjálf sýna spegilmynd þjóðar sem leggur meira upp úr umbúðum en innihaldi? Mál er að linni. Spegill, spegill… Líklegt er að titillinn um sokkabuxna- drottningu ársins verði eftirsóttur í keppninni enda vita allar konur að nælonsokkabuxur endast stutt. VIÐHORF Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ✝ Einar Sigurfinns-son fæddist í Vestmannaeyjum 14. febrúar 1940. Hann lést á heimili sínu miðvikudaginn 19. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sig- urfinnur Einarsson- ar, f. 3.12. 1912, d. 23.2. 2004, og Anna Ester Sigurðardóttir, f. 18. nóvember 1919, d. 19. janúar 1980. Systkini Einars eru Sigurfinnur Sigur- finnsson, f. 18. júní 1944, og Þorbjörg Sigurfinnsdótt- ir, f. 5. júní 1949, d. 27. nóvember 1996. Árið 1959 kvæntist Einar Mar- gréti Bragadóttur. Þau slitu sam- vistum. Með henni eignaðist hann tvo syni. Þeir eru: 1) Bragi Ein- arsson, f. 1. júní 1960, eiginkona hans er Guðrún Filippía Stefáns- dóttir, f. 1. des 1960. Börn þeirra eru: A) Steinunn Björk, f. 16. mars 1986. B) Stefán Arn- ar, f. 14. maí 1990. C) Einar Ágúst, f. 16. nóvember 1992. Fjölskyldan býr í Garðinum. 2) Jó- hannes Ágúst Stef- ánsson, f. 22. júní 1961, var ættleiddur við fæðingu. Framan af ævi sinni stundaði Einar sjómennsku á ýms- um bátum frá Eyj- um, en eftir að hann kom í land vann hann fyrst hjá Ís- félagi Vestmannaeyja. Þá var hann nokkur ár hjá SÍS Vöruaf- greiðslu í Vestmannaeyjum. Síð- ustu 12 árin hefur Einar starfað sem afgreiðslumaður hjá Endur- vinnslunni í Vestmannaeyjum. Útför Einars fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Vertu Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Elsku afi, við viljum kveðja þig með þessari bæn. Þú varst alltaf svo hress þegar við hittum þig, síðast í fermingunni hans Stefáns. Við biðj- um Guð að geyma þig. Þín afabörn, Steinunn Björk, Stefán Arn- ar og Einar Ágúst. Hve dýrmæt er Guðs undra náð, sem upp mig hóf úr synd. Ég týndur var, mitt reikult ráð, var ræfill sál mín blind. Úr þrautum, snörum, hættum hér mig hefur frelsað náð og náðin Drottins nægir mér, hún nær á himna láð. Og komin heim á ljóssins lóð við lítum herrann Krist, og syngjum honum sigurljóð í sælli himna vist. Einar bróðir er allur. Hann lést snögglega að kvöldi 19. maí, við heimili sitt á Faxastíg 35 í Vest- mannaeyjum. Segja má að lífið hafi ekki leikið við Einar, því snemma á lífsleiðinni kynntist hann því böli sem fylgir áfengissýkinni og fylgdi honum um áratugi. En hann átti því láni að fagna með aðstoð góðra manna, og þó sérstaklega fólks innan AA-sam- takanna, að segja skilið við þá sýki árið 1978. En frá þeim tíma hefur Einar verið mjög virkur innan þeirr- ar hreyfingar hér í Vestmannaeyj- um, þar sem hann hélt fræðsluerindi í skólum og víðar og sagði frá sinni reynslu með þessum harða húsbónda sem Bakkus er. Hann hafði alla tíð mikið yndi af músik, og á árum áður var hann söngvari með hljómsveitum. Lengst af söng hann með hljómsveit Sigurð- ar Óskarssonar og kölluðu þeir sig SÓ og Einar. Hann tók mjög oft þátt í kabarettsýningum og fræg eru Eyjakvöldin hér á árunum, þar sem hann brá sér gjarnan í gervi Fats Domino, Louis Armstrong og fleiri. Þá var Einsi kaldi úr eyjunum í ess- inu sínu. Þau 25 ár sem hann átti eftir lifað frá fyrra líferni var hann sáttur við Guð og menn. Hann lifði með sínum hundi og var sjálfum sér nógur. Hann minntist þess oft hversu ánægður hann var með það að móðir okkar náði að lifa það af að sjá hann snúa baki við áfengisbölinu, en hún lést í ársbyrjun 1980 mjög snögglega eins og hann, 60 ára að aldri. Faðir okkar yndislegur talaði oft um þá Guðs blessun að fá að lifa það að eiga með þér þessi ár, eftir að þú snerir baki við fyrra líferni. Þið pabbi voruð nánir feðgar. Það leið ekki sá dagur að þú litir ekki inn til hans, fyrst á Faxastígnum og síðar á Dvalarheimilið Hraunbúðir. En þú keyptir íbúðina hans á Faxastígnum eftir að hann fluttist að Hraunbúð- um. Það voru gleðidagar hjá þér og öðrum eigendum hússins þegar ráð- ist var í það sl. haust að fara í stór- framkvæmdir á húsinu utan dyra, sem er rétt að ljúka nú. Þú komst oft til okkar Þorbjargar á laugardags- morgnum í kaffisopa og talaðir um þessar framkvæmdir og varst með áform um að nú væri kominn tími að taka til hendinni innan dyra, sem þú því miður náðir ekki. Hinn 23. febrúar sl. misstum við elskulegan föður okkar, sem lést EINAR SIGURFINNSSON ✝ Gunnar Björns-son, sjómaður í Ólafsfirði, fæddist 22. október 1919. Hann lést hinn 18. maí síðastliðinn á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri. For- eldrar hans voru Sig- fríður Björnsdóttir, f. 18.2. 1897, d. 3.10. 1978, og Björn Einar Friðbjörnsson, f. 21.2. 1896, d. 22.10. 1924. Systkini Gunn- ars eru: Baldvin Björnsson, látinn, Björn Friðbjörnsson Björnsson, látinn, Fjóla Baldvinsdóttir, Ólafs- firði, Héðinn Ósmann Baldvinsson, Ólafsfirði, Margrét Pollý Baldvins- dóttir, Reykjavík, Rannveig Júl- íana Baldvinsdóttir, Hvolsvelli, Ingvi Kristinn Baldvinsson, Bakka, Svarfaðardal, Svandís Baldvins- dóttir, látin, og Vigdís Sigurlaug Baldvinsdóttir búsett í Reykjavík. Gunnar kvæntist 25. desember 1940 Birnu Kristbjörgu Björns- elsdóttur og eiga þau tvær dætur og sex barnabörn. 5) Gunnar, f. 8.7. 1948, kvæntur Stellu Báru Hauks- dóttur og eiga þau fjögur börn og sjö barnabörn. 6) Sigurður, f. 25.10. 1949, kvæntur Ólínu Þor- steinsdóttur og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn. Gunnar ólst upp á Kleifum í Ólafsfirði frá sex ára aldri hjá hjónunum Guðrúnu Þorláksdóttur og Guðmundi Bergssyni í Hofi. Skólagangan var stutt, aðeins tveir vetur í barnaskóla. Hann byrjaði ungur að sækja sjó og starfaði á sjó í um þrjátíu ár. Eftir það vann hann verkamannavinnu, á neta- verkstæði, við fiskverkun og yfir- höfuð þá vinnu sem til féll. Gunnar hafði mikil afskipti af félagsmálum og var um tíma formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Ólafs- fjarðar og sat fyrir þess hönd þing Alþýðusambands Íslands. Gunnar var einn af stofnendum kiwanisklúbbsins Súlur í Ólafsfirði og var félagi þar til dauðadags. Hann hafði gaman af hestum og hestamennsku og var félagi í hestamannafélaginu Gnýfaxa í Ólafsfirði. Útför Gunnars verður gerð frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. dóttur, f. í Vík í Héð- insfirði 11. maí 1918, d. á dvalarheimlinu Hornbrekku Ólafs- firði 3. júní 2003. For- eldrar hennar voru Björn Ásgrímsson, f. 29.6. 1885, d. 22.4. 1943, og Anna Lilja Sigurðardóttir, f. 19.9. 1890, d. 3.12. 1964. Birna og Gunnar eign- uðust sex börn. Þau eru: 1) stúlka, fædd andvana í september 1940. 2) Björn, f. 6.7. 1942, kvæntist Klöru Gestsdóttur, sem er látin, og eign- uðust þau sex börn og 15 barna- börn. Sambýliskona Björns er Sig- ríður Olgeirsdóttir og á hún þrjú börn. 3) Sævar, f. 3.8. 1943, kvænt- ist Rannveigu Önnu Hallgríms- dóttur og eiga þau fjögur börn og tíu barnabörn, þau slitu samvist- um. Sambýliskona Sævars er Ólöf Lilja Stefánsdóttir og á hún tvo syni og þrjú barnabörn. 4) Birgir, f. 16.9. 1945, kvæntur Hrefnu Ax- Það verður skrýtið að koma heim til Ólafsfjarðar núna og afi ekki þar til að taka á móti okkur með sínu hlýja faðmlagi og góðlega brosi, en ég veit að þú varst sáttur við að fá að fara án þess að liggja lengi veik- ur og geta fylgst með öllu fram á síðasta dag. Það eru margar minningar sem koma upp í kollinn á svona stundu Afi var alltaf stór partur af mínu lífi þar sem hann og pabbi voru svo nánir og þegar pabbi var úti á sjó var afi alltaf tilbúinn að hjálpa til þegar á þurfti að halda. Þær voru margar ferðirnar sem við fórum saman bæði út á Kleifar og fram í sveitina á hestunum og það var sama hvert við fórum, alltaf hafði afi á hreinu öll örnefni og oft furð- aði maður sig á hvernig hann gat munað þetta allt. Sérstaklega er mér minnisstæð ferð sem við afi fórum saman fyrir nokkrum árum til Héðinsfjarðar þegar við sigldum út fjörðinn í renniblíðu og við afi stóðum saman alla leiðina uppi á dekki og hann sagði mér frá því sem við sigldum framhjá. Ekki varð gleðin minni þegar við sigldum inn Héðinsfjörðinn og sögurnar sem þú einn gast sagt svo skemmtilega frá á ég núna fyrir mig. Elsku afi, þær voru margar góðu stundirnar sem við áttum og þú varst alltaf svo góður. Elsku pabbi og mamma, ég veit að það verður erfitt fyrir ykkur að fylgja afa svona stuttu eftir að við fylgdum ömmu en núna er þau aftur saman og ég veit að það er vel tekið á móti honum. Elsku afi minn, ég sakna þín meira en orð fá lýst en ég er bara þakklát fyrir þann tíma sem við átt- um saman. Það gæti enginn hugsað sér betri afa heldur en þig. Megi guð styrkja okkur öll í sorginni. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens.) Guðrún Dröfn Birgisdóttir og fjölskylda. Það er svo erfitt að þurfa að kveðja þig núna, afi, það er bara ár GUNNAR BJÖRNSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.