Morgunblaðið - 29.05.2004, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 29.05.2004, Qupperneq 52
ÍÞRÓTTIR 52 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ LOS Angeles Lakers vann sigur á Minnesota Timberwolves á heima- velli, 92:85, í fjórða leik liðanna í úr- slitum Vesturdeildar NBA í körfu- knattleik í fyrrinótt. Lakers er 3:1 yfir í einvígi liðanna og liðið er að- eins einum sigurleik frá því að vera krýndir Vesturstrandarmeistarar. Næsti leikur liðanna fer fram í Minnesota. Kobe Bryant var besti leikmaður Lakers en hann skoraði 31 stig og tók 8 fráköst. Shaquille O’Neal lék einnig vel í liði Lakers en hann skoraði 19 stig og tók 19 frá- köst. Kevin Garnett var sem fyrr besti leikmaður gestanna en hann skoraði 28 stig, tók 13 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Leikurinn var jafn framan af og í hálfleik munaði aðeins fimm stigum á liðunum, Lakers í vil. Í þriðja leikhluta sigu heimamenn fram úr og náðu 15 stiga forskoti og eftir það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Kobe Bryant fór mikinn í þriðja leikhluta en hann skoraði þá 18 stig. „Við höfum verið í þessum sporum áður. Þegar kemur að úrslitakeppn- inni vitum við nákvæmlega hvað við þurfum að gera. Í síðari hálfleik náði ég mér á strik og ég tók þá leik- inn í mínar hendur,“ sagði Bryant eftir leikinn. „Ég held að það sé enginn í NBA sem getur hitt úr jafn mörgum erf- iðum skotum og Kobe Bryant. Hann hefur þann hæfileika að geta tekið yfir leiki þegar honum sýnist,“ sagði Flip Saunders, þjálfari Minnesota. Kobe Bryant afgreiddi Minnesota Timberwolves MIHAJLO Bibercic leikur ekki meira knattspyrnu með Stjörnunni á þessu tímabili. Bibercic, sem áður lék með KR og ÍA við góðan orðstír, gekk til liðs við Stjörnuna fyr- ir þetta tímabil en hefur ekki staðið undir væntingum. Að sögn Ragnars Gíslasonar, þjálfara Stjörnunnar, var það sameiginleg ákvörðun stjórn- ar og leikmanns um að leysa hann undan samningi. „Helsta ástæða þess að við látum hann fara er sú að hann fellur ekki inn í leikskipulag liðsins. Hann var ekki í góðu formi þegar hann kom til landsins og það hefur tekið langan tíma að koma honum í leikhæft ástand.“ Að sögn Ragnars stendur ekki til að fá annan leikmann í hans stað, að minnta kosti ekki í bráð. Bibercic farinn frá Stjörnunni sinni enda eru margir leikmanna liðsins búnir með keppnistímabilið á meðan aðrir eru að hefja sitt keppn- istímabil á Norðurlöndunum. „Það hefur ekkert uppá sig að vera að þjösnast á leikmönnum á þessum tímapunkti. Við förum þeim mun betur yfir leikaðferð okkar og áhersluatriði sem við viljum skerpa.“ Kristján Finnbogason og Kristján Sigurðsson úr KR bættust í hópinn í gær er þeir komu frá Íslandi og Tryggvi Guðmundsson leikmaður Örgryte í Svíþjóð kom einnig í gær til Englands. Ásgeir sagði að von væri á Helga Sigurðssyni frá Dan- mörku eftir leikinn gegn Japan og þá væru allir leikmenn liðsins komnir á svæðið. „Það eru margir leikmenn liðsins í þeirri stöðu að þeir þurfa að sýna sig og sanna í þessum leikjum. Og þá á ég við leikmenn sem eru samnings- lausir eða eru að leita fyrir sér á þessum markaði. Ég veit að okkar leikmenn munu leggja hart að sér þrátt fyrir að um sé að ræða vin- Við höfum séð og skoðað nokkralandsleiki með Japan og það á fátt að koma okkur á óvart. Leik- menn liðsins eru flinkir og liprir með knöttinn. Við höfum oft átt í erfiðleikum með lið sem eru góð í að halda knettinum í sínum röðum. En að sama skapi erum við líkam- lega sterkari og ætlum okkur að nýta þann styrk í þessum leik,“ sagði Ásgeir og taldi að föst leikatriði á borð við auka- og hornspyrnur ættu að skapa hættu í vítateig Japana. „Það er búið að vera mjög skemmtilegt andrúmsloft í okkar hópi frá því að við komum. Hér er nóg við að vera og margt hægt að gera til þess að brjóta upp daginn. Golfvöllurinn sem er hér við hótelið kemur sér vel og við höfum aðeins kannað aðstæður með óformlegu golfmóti. En aðalmótið verður haldið síðar.“ Ásgeir bætti því við að ekki væri ætlunin að reyna að bæta lík- amlegt ástand leikmanna að þessu áttulandsleiki. Enda er þetta ein- stakt tækifæri fyrir okkur að leika gegn þessum liðum. Það gerist ekki á hverju ári,“ sagði Ásgeir Sigur- vinsson í gær. Meiðsli í herbúðum Japana Japanski landsliðsframherjinn Naohiro Takahara verður líklega ekki með í leikjum Japana á þriggja landa mótinu sem hefst í Manchester á Englandi á sunnudag. Takahara leikur með Hamborg í þýsku 1. deildinni og var hann fluttur á sjúkrahús eftir æfingu japanska liðs- ins í gær, þar sem hann kvartaði yfir verki í brjóstkassa. Ichirota Fukushi talsmaður japanska landsliðsins sagði í gær við BBC að ekki væri bú- ið að kanna ástand leikmannsins til hlítar en það væri afar ólíklegt að hann myndi leika með liðinu á mótinu en Englendingar eru gest- gjafar mótsins. Landsliðsþjálfari Japans er hinn þekkti knattspyrnumaður Zico frá Brasilíu og á hann í nokkrum vanda með að stilla upp sterkasta liði sínu þar sem Hidetoshi Nakata og Norih- iro Nishi eru meiddir. Nakata er stórstjarna í heimalandi sínu en hann er 27 ára gamall og var í eldlín- unni á HM í Japan árið 2002. Hann hefur komið víða við á ferli sínum og leikið með Perugia, Róma, Parma og nú Bologna á Ítalíu. AP Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson stóðu vaktina við boltana á heimavelli Manchester City í gær. „Kominn fiðr- ingur í hópinn“ „ÞAÐ hefur allt gengið samkvæmt áætlun frá því að við komum til Manchester á fimmtudaginn. Að mínu mati eru leikmenn liðsins vel á sig komnir líkamlega, þeir hafa haft gott af þeirri hvíld sem þeir hafa fengið á undanförnum dögum. Við æfðum á City of Manchest- er Stadium, leikvelli Manchester City þar sem leikirnir gegn Japan og Englandi fara fram. Það er kominn fiðringur í hópinn og menn ætla sér að sýna hvað í þeim býr í þessum leikjum,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu í gær. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson  ÞORVALDUR Makan Sigbjörns- son, sem skoraði fyrir Framara í tveimur fyrstu leikjum Íslandsmóts- ins í knattspyrnu, verður ekki með þeim gegn Grindavík í 4. umferð deildarinnar á þriðjudag. Þorvaldur var fluttur á sjúkrahús eftir leik Fram gegn ÍA á þriðjudag vegna mikilla höfuðverkja. Hann hefur ver- ið útskrifaður en sagði við vef Fram í gær að óvíst væri hvenær hann hæfi æfingar á ný og hann yrði ekki með í Grindavík.  KRISTJÁN Brooks, markahæsti leikmaður Fram á síðasta tímabili, hefur tekið fram skóna á ný og er byrjaður að æfa með liðinu. Kristján hætti síðasta haust en hann skoraði 12 mörk í KSÍ-mótunum þremur á síðasta tímabili og tryggði Fram áframhaldandi sæti í úrvalsdeildinni með sigurmarki gegn Þrótti í síðustu umferðinni.  SIGURÐUR Flosason, fyrrum leikmaður með Val, Dalvík og ÍR, er genginn til liðs við 1. deildarlið HK í knattspyrnu.  ANTON Pálsson og Hlynur Leifs- son handknattleiksdómarar verða í eldlínunni í sumar. Þeir verða eitt tíu dómarapara sem dæma leiki á Evr- ópumeistaramóti 18 ára landsliða pilta sem fram fer í Serbíu/Svart- fjallalandi 23. júlí til 1. ágúst.  ANTONIO Conte, fyrrum lands- liðsmaður Ítalíu, hefur hafnað nýju samningstilboði frá Juventus og er á leið frá félaginu. Conte, sem gekk til liðs við Juventus árið 1991, hefur enn ekki gert upp við sig hvort hann leggi skóna á hilluna eða spili eitt ár til viðbótar. Juventus hefur einnig gengið frá samningi við franska miðjumanninn Olivier Kapo hjá Auxerre, en fyrr í mánuðinum festi félagið kaup á franska varnarmann- inum Jonathan Zebina frá Róma.  ÖREBRO, sænska úrvalsdeildar- félagið í knattspyrnu, á það á hættu að vera dæmt úr keppni þar sem efnahagur þess er afar slæmur. Fé- lagið mun missa keppnisleyfi sitt 1. júlí verði ekki breyting hjá því til hins betra. Félagið skuldar rúmlega 100 milljónir kr.  BYRON Scott, fyrrverandi þjálfari New Jersey Nets, var í gær ráðinn þjálfari New Orleans Hornets í NBA-deildinni. Hann tekur við af Tim Floyd en Scott náði góðum ár- angri með New Jersey Nets en undir hans stjórn komst liðið í lokaúrslit NBA tvö ár í röð.  MARSEILLE hefur afþakkað til- boð frá Chelsea í sóknarmanninn Didier Drogba. Hermt er að Chelsea hafi boðið Marseille rúmlega 2,1 milljarðs króna, fyrir Drogba, sem ættaður er frá Fílabeinsströndinni. Forráðamenn Marseille segja Drogba ekki vera til sölu. Juventus hefur sýnt Drogba áhuga. FÓLK FABIO Capello var í gær ráðinn þjálfari hjá Juventus á Ítalíu. Ráðn- ing hans kemur mjög á óvart en hann hafði áður verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Inter Mílanó. Hann tekur við af Marcello Lippi, sem sagði starfi sínu lausu á dög- unum. Fyrir fram var talið að Did- ier Deschamps, þjálfari Mónakó, eða Cesare Prandelli, þjálfari Parma. tækju við liðinu. Capello átti eitt ár eftir af samn- ingnum sínum hjá Róma en vegna ógreiddra launa sem hann átti inni hjá félaginu gat hann fengið sig lausan. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Juventus. Capello, fyrrverandi leikmaður Juventus, er einn sigursælasti þjálf- ari ítalskrar knattspyrnu. Hann stýrði AC Milan fjórum sinnum til sigurs í ítölsku deildinni í upphafi tíunda áratugarins auk þess að vinna meistaradeildina 1994. Hann tók við Real Madrid árið 1996 þar sem liðið vann spænsku deildina en staldraði stutt við á Spáni og tók aftur við AC Milan ári seinna. Hann var síðan ráðinn til Róma 1999 og skilaði þar einum deildarmeistara- titli árið 2001. Framtíð Róma er í lausu lofti. Liðið er í miklum fjárhagsvandræð- um og hefur á síðustu vikum selt tvo sterka leikmenn, þá Walter Samuel til Real Madrid og Jonathan Zebina til Juventus. Stórstirnið Francesco Totti er sagður vera að íhuga framtíð sína hjá félaginu auk þess sem Brasilíumaðurinn Emer- son gæti verið á leið frá félaginu. Ekki er enn vitað hver mun taka við Róma. Nafn Claudio Ranieri hefur borið á góma en dagar hans hjá Chelsea eru að öllum líkindum tald- ir. Capello tekur við Juventus
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.