Morgunblaðið - 29.05.2004, Síða 56

Morgunblaðið - 29.05.2004, Síða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ á Kringlukránni í kvöld Leikhúsgestir munið spennandi matseðil, s. 568 0878 Dúndur dansleikur Stóra svið Nýja svið og Litla svið DON KÍKÓTI eftir Miguel de Cervantes 4. sýn fi 3/6 kl 20 - græn kort 5. sýn su 6/6 kl 20 - blá kort Su 13/6 kl 20 CHICAGO eftir J. Kander, F. Ebb og B. Fosse Í kvöld kl 20 Fö 4/6 kl 20, Lau 5/6 kl 20, Lau 12/6 kl 20, Lau 19/6 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR Ósóttar pantanir seldar daglega Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is NÝTT: Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is BELGÍSKA KONGÓ eftir Braga Ólafsson Su 6/6 kl 20, Su 13/6 kl 20 SEKT ER KENND e. Þorvald Þorsteinsson Fi 3/6 kl 20, Síðasta sýning RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Mi 2/6 kl 20 - UPPSELT Fi 3/6 kl 20 - UPPSELT Fö 4/6 kl 20 - UPPSELT Mi 9/6 kl 20, fi 10/6 kl 20, fö 11/6 kl 20 THIS IS NOT MY BODY Norræn gestaleiksýning Í kvöld kl 20 - kr. 1.900 HUGSTOLINN - KAMMERÓPERA Marta Hrafnsdóttir, Sigurður Halldórsson, Daníel Þorsteinsson Mi 2/6 kl 20 BRODSKY KVARTETTINN Sjón, Ásgerður Júníusdóttir, Skólakór Kársness Í dag kl 16 - Miðasala Listahátíðar TANZ THEATER HEUTE - LJÓSMYNDASÝNING í samvinnu við Goethe Zentrum - Í FORSAL Á LISTAHÁTÍÐ: Takk fyrir komuna í vetur Gleðilegt sumar Nýtt spennandi leikár verður kynnt í ágúst. Sala áskriftarkorta hefst þá. Miðasölusími 462 1400 www.leikfelag.is Fim. 24. júní FRUMSÝNING kl. 19.30 - UPPSELT Fös. 25. júní Sýning nr. 2 kl. 19.30 - UPPSELT Mið. 30. júní Sýning nr. 3 kl. 19.39 Fim. 1. júlí Sýning nr. 4 kl. 10.30 Fös. 2. júlí Sýning nr. 5 kl. 19.30 Sun. 4. júlí Sýning nr. 6 kl. 17.00 Lau. 10. júlí Sýning nr. 7 kl. 16.30 Lau 10. júlí Sýning nr. 8 kl. 19.30 Gospeltónleikar í Fíladelfíu, Hátúni 2 í dag, laugardaginn 29. maí, kl. 21.00. Gospel Factor frá Kaupmannahöfn og Gospelkór Reykjavíkur. Aðgangur ókeypis. Fórn verður tekin. Hjálpræðisherinn á Íslandi - www.herinn.is TÓNLEIKAR Kaplakriki PIXIES Fyrri tónleikar hinnar goðsagnakenndu rokksveitar Pixies, sem var endurreist fyrr á þessu ári. Ghostigital hitaði upp. Þriðjudagurinn 25. maí, 2004.  ÞAÐ er nú einu sinni svo að það er annaðhvort eða með svona tón- leika eins og landinn upplifði á þriðjudagskvöldið en þá sneri hin mikilhæfa sveit Pixies aftur á sjón- arsviðið. Endurreistar sveitir ná þessu eða ekki og því miður, þá náðu Pixies þessu ekki. Tónleikarnir voru ekki góðir, vægast sagt. En þegar fyrsta lagið, „Bone Machine“ hóf að hljóma hríslaðist gæsahúðin um mig þveran og endi- langan. Djö… er þetta flott lag og Surfer Rosa, en þetta er opnunarlag plötunnar sem hiklaust er ein besta rokkplata sem nokkru sinni hefur verið gerð. Í snöggu leiftri mundi ég af hverju ég steinlá fyrir nýbylgj- unni á sínum tíma. En vermirinn var skammgóður. Lagaskráin byggðist nær ein- göngu upp á fyrstu þremur plötun- um. Hinni átta laga stuttskífu Come on Pilgrim og svo Surfer Rosa og Doolittle. Snilldarlög eins og „Vam- os“, „Caribou“, „Wave of Mutil- ation“, „Monkey Gone To Heaven“, „Tame“, „Gouge Away“, „Where Is My Mind“ og svo framvegis. Og auð- vitað partílagið sem „venjulega“ fólkið „fílaði“; „Hey“. Það var auðvitað frábært að heyra þessi geðveiku lög en sú litla gleði sem hægt var að hafa af þeim var bara sú að „heyra“ þau. Framreiðsl- an var gjörsamlega freðin. Þetta var líkt og með Strokes-tónleikana á Broadway hér um árið, þú hefðir al- veg eins getað verið heima hjá þér og botnað græjurnar í stað þess að flækjast upp í Hafnarfjörð. Þegar ég hugsa til baka var þetta meira eins og að sjá tökulaga- sveitina Dixies spila Pixieslög frekar en að þetta væri sveitin sjálf. Í and- dyrinu vantaði svo ekki Pixiesvarn- inginn og á einum bolnum stóð „Pixies sellout“, kaldhæðinn brand- ari sem er eftir þessa reynslu óþægilega nærri sannleikanum. Og þegar ég horfði upp á grautfúlan Frank Black og félaga hans keyra í gegnum 30 lög á fimmtíu mínútum með engum kynningum, líkt og þau væru að verða of sein í strætó, gat maður ekki annað en hugsað: „Er þetta þá bara „take the money and run“?“ Hvar var gleðin og metnað- urinn? Var þetta ískaldur bissness til að stemma af bankareikningana hans Black!? Auðvitað varð maður hundfúll og svekktur en eftir þetta er ég enn ákveðnaðari í að nálgast svona endurkomur af ýtrustu var- færni. Og skilja væntingarnar eftir heima (sem er þó ekki hægt, eðli málsins samkvæmt). Ég ornaði mér við það að sjá flott- ustu rokkgellu allra tíma, Kim Deal, holdi klædda. Jú, svo voru flottir Ghostigitalbolir til sölu líka. Þetta voru hápunktar kvöldsins. Ég hreinlega botna ekki í því á hvaða forsendum þessi endurkoma á að vera. Svo er maður að heyra að tónleikarnir fram að þessu, sem haldnir hafa verið í Bandaríkjunum, séu búnir að vera býsna góðir. Og seinni tónleikarnir hérlendis voru víst fínir er ég að heyra. En þessir tónleikar sem ég er að skrifa um voru glataðir. Alveg glataðir. Og bara svo allt sé á hreinu, fyr- irsögnin vísar á kaldhæðinn hátt í safnplötuna Death to the Pixies 1987–1991 sem gefin var út árið 1997. Því ekki óska ég því sómafólki sem skipar Pixies dauða en vona þó innilega að Frank Black og félagar leyfi nú þessari merku sveit að hvíla í friði. Því Pixies var svo sannarlega frábær hljómsveit. Tónlist „Pixies deyi“! Morgunblaðið/Árni Torfason „Þegar ég hugsa til baka var þetta meira eins og að sjá tökulagasveitina Dixies spila Pixieslög frekar en að þetta væri sveitin sjálf,“ segir gagnrýn- andi um fyrri tónleika Pixies og er langt í frá sáttur. Arnar Eggert Thoroddsen GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.