Morgunblaðið - 29.05.2004, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 29.05.2004, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. SKULDBINDINGAR B-deildar Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins námu 304 millj- örðum kr. í árslok 2003. Hrein eign deild- arinnar til greiðslu lífeyris nam 108 milljörðum króna í árslok og því vantar 196 milljarða króna eða rúm 60% upp á að eignir standi undir skuldbindingum, samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt á sjóðnum um síð- ustu áramót. Þetta kemur fram þegar ársreikningur sjóðsins vegna ársins 2003 er skoðaður. B- deild LSR er stærsta deild sjóðsins, en henni var lokað fyrir nýjum félögum árið 1997. Líf- eyrisgreiðslur til sjóðfélaga fara eftir launum eftirmanna þeirra í starfi og taka breytingum í samræmi við laun þeirra eða breytingar á launum ríkisstarfsmanna að meðaltali. Í ársskýrslunni kemur fram að skuldbind- ingar deildarinnar hafa meira en tvöfaldast á síðustu sjö árum. Þær námu 135,4 milljörðum króna í árslok 1996 og hafa því hækkað um 170 milljarða á tímabilinu eða um 125%. Hækkunina á skuldbindingum sjóðsins megi aðallega rekja til kerfisbreytingar á launum opinberra starfsmanna og almennra launa- hækkana á tímabilinu. Þannig hafi vísitala dagvinnulauna opinberra starfsmanna um það bil tvöfaldast á þessum sjö árum. Hækk- un vísitölunnar á síðasta ári hafi verið 4,7%, sem sé minnsta árleg hækkun vísitölunnar frá ársbyrjun 1997 þegar byrjað hafi verið að reikna þá vísitölu sérstaklega. Árleg hækkun vísitölunnar frá því þá hafi verið 10,4% að meðaltali. „Réttindi hjá B-deild eru reiknuð sem hlut- fall af dagvinnulaunum og hafa allar launa- breytingar því áhrif á réttindi sjóðfélaga, hvort sem þeir eru í starfi, með geymd rétt- indi eða lífeyri,“ segir í ársskýrslunni. Fram kemur að stærstur hluti skuldbind- inganna er vegna A-hluta ríkisstofnana eða 112,5 milljarðar kr. Þá eru 54,5 milljarðar kr. vegna starfsemi grunnskóla fram til 1. ágúst 1996 og tæpir 10 milljarðar eru vegna grunn- skóla eftir þann tíma. 23,5 milljarðar eru vegna sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana, og rúmir 4 milljarðar vegna heilsugæslu- og heilsuverndarstöðva. Loks eiga sveitarfélög og sveitarsjóðir 13 milljarða af þessari skuld- bindingu og 20 milljarðar eru vegna fram- haldsskóla. Þá má nefna að stéttarfélög bera ábyrgð á 705 milljónum kr. vegna þessarar skuldbindingar og stjórnmálaflokkar bera ábyrgð á 320 milljónum kr. Skuldbinding B-deildar LSR 304 milljarðar um síðustu áramót Skuldbindingarnar hafa vaxið um 125% á sjö árum Vantar 196 milljarða til að eignir standi undir skuldbindingum UM ÞESSAR mundir er unnið að stækkun Norðurbakka við gömlu höfnina í Reykja- vík. Að sögn Jóns Þorvaldssonar, forstöðumanns tæknideildar Reykjavíkurhafnar, er hér um hluta af áætlun um endurbætur á gömlu höfninni að ræða. „Þarna er byrjuð bakkagerð, og er unnið við 160 metra áfanga,“ sagði Jón í samtali við Morg- unblaðið. Jón segir ástæður þessara framkvæmda fyrst og fremst að finna í breytingum á Austurhöfninni, þar sem áætlað er að tónlistar– og ráðstefnuhús muni rísa. Segir Jón að með þessum framkvæmdum og öðrum sé unnið að uppbyggingu Vesturhafn- arinnar sem framtíðarsvæðis sjávarútvegsstarfsemi í Reykjavíkurhöfn. „Þessi fram- kvæmd er fyrsti áfangi í þessum aðgerðum. Þessi hafnarbakki er fyrst og fremst ætlaður fyrir togara Granda, sem þarna fá nútímalega aðstöðu fyrir skipaflota sinn,“ segir Jón. Gert er ráð fyrir að skip geti lagst að nýja bakkanum um næstu áramót. Um þessar mundir er dýpkun gömlu hafnarinnar að ljúka, en að sögn Jóns rista nýleg skip það djúpt að nauðsynlegt var að dýpka höfnina. Að framkvæmdum lokn- um hefur dýpi hafnarinnar aukist um einn og hálfan metra, og er hún nú um 8,5 metra djúp. Sömuleiðis hefur verið unnið að breytingum og endurbótum á Miðbakka, meðal annars með öryggismál vegna komu skemmtiferðaskipa í huga. Morgunblaðið/Júlíus Norðurbakki Reykja- víkurhafnar stækkaður RANNSÓKNIR erlendis hafa sýnt fram á að tíðni barnsfæðinga getur haldist í hendur við veðrið. Fleiri börn fæðast á sjúkrahús- um þegar loftþrýstingur fellur skyndilega og djúpar lægðir myndast, heldur en þegar þrýstingur er hærri og veðrið betra. Þetta kom fram í máli Mel Shapiro, veðurfræð- ings hjá bandarísku veðurstofunni, á alþjóð- legri veðurráðstefnu í Reykjavík. Að sögn Shapiro er tíðni fæðinga misjöfn eftir dögum en ef litið væri á tölfræðina, og þeir dagar skoðaðir sérstaklega þar sem fæðingar hafa verið hvað tíðastar, þá væru það yfirleitt sömu dagar og loftþrýstingur var lágur úti fyrir og skyndilegar breyting- ar á loftslaginu. Veðrið getur haft áhrif á fæðingar  Ofsaveður/6 Morgunblaðið/Kristinn „ÞAÐ er mjög sterkur þáttur í mótun þjóð- ernishugmyndafræði okkar að íslenska þjóðin hafi ákveðna yfirburði yfir aðra,“ seg- ir Sigríður Matthíasdóttir sagnfræðingur sem ver doktorsritgerð sína, Hinn sanni Ís- lendingur – þjóðerni, kyngervi og vald á Ís- landi 1900–1930, við Háskóla Íslands 4. júní. Hugmyndafræðin um þjóðerni Íslendinga hafi mótast mjög sterkt á fyrstu áratugum 20. aldarinnar. Þetta sé hugmyndafræði sem gengur í aðalatriðum út á yfirburði ís- lensku þjóðarinnar og hreinleika hennar og ef hér á að myndast fjölmenningarsamfélag sé auðvelt að ímynda sér árekstrana ef þjóð- ernishugmyndunum sé haldið til streitu. Viss um yfir- burði íslensku þjóðarinnar  Karlmennska/ Lesbók 6–7 SÁ einstæði atburður á sér stað nú um helgina að fimm landslið í knattíþróttum verða á ferðinni og leika sjö landsleiki á aðeins þremur dögum. Kvennalandsliðið í körfuknattleik lék fyrsta vin- áttulandsleikinn af þremur gegn Englandi í Keflavík í gærkvöldi. Annar leikurinn fer fram í Grindavík í dag og sá þriðji á Ásvöllum í Hafn- arfirði á morgun. Kvennalandsliðið í handknattleik leikur í dag gegn Tékklandi í undankeppni Evrópukeppni landsliða í Ásgarði í Garðabæ og karlalandsliðið mætir Ítölum í undankeppni heimsmeistara- keppninnar í Túnis 2006 í Teramo á Ítalíu í kvöld. Kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Ung- verjum í undankeppni Evrópukeppninnar í Szék- esfehérvár í Ungverjalandi í dag og á morgun mætir karlalandsliðið Japan í þriggja landa móti í Manchester. Sjö landsleikir á þremur dögum GUNNAR Kvaran list- fræðingur, sem er nú for- stöðumaður Astrup Fearnley-listasafnsins í Ósló, safnsins er lánaði verkin á sýninguna „Í nærmynd, bandarísk samtímalist“, sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að Astrup Fearnley-safnið sé mjög um- svifamikið í innkaupastefnu sinni, eða lík- lega þriðji eða fjórði atkvæðamesti kaup- andi myndlistar í heiminum hvað fjármagn snertir. Gunnar segir innkaupastefnuna þó ekki snúast um að endurbyggja söguna, heldur eru stjórnendur safnsins fyrst og fremst uppteknir „af einstaka listamönnum sem við teljum að hafi skapað nýjar víddir í listasögunni“. Einn helsti listaverka- kaupandinn  Hreint ótrúlegt ævintýri/Lesbók Gunnar Kvaran ♦♦♦ ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.