Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMHVERFISSINNAR eru ósáttir við það samkomulag sem náðist á milli Landsvirkjunar og Ásahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps um tilhögun Norðlingaölduveitu í Þjórs- árverum. Árni Finnsson, sem situr í stjórn Náttúruverndarsamtaka Ís- lands, segir að það sé engin þörf á fyrirhuguðum framkvæmdum. „Okkur finnst að það sé nóg að gert, það hefði ekki átt að fara út í þetta. Við skiljum að vísu afstöðu heimamanna, það er erfitt að stand- ast samþrýsting sem Landsvirkjun og stjórnvöld hafa sett á þetta mál. Það er engin þörf á þessari orku frá Norðlingaölduveitu,“ segir Árni. Þjórsárverin „eitt dýrmætasta svæði Íslands“ Árni segir að Þjórsárverin „séu eitt dýrmætasta svæði á hálendi Ís- lands“ og að það hafi verið niðurstaða rammaáætlunar um svæðið. „Það er engin þörf fyrir þetta, engir brýnir þjóðhagslegir hagsmunir sem kalla á þetta. Það væri miklu nær að leita eftir því að Þjórsárver verði sett á heimsminjaskrá UNESCO, sem ein- stakt vistkerfi,“ segir Árni. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, for- maður Landverndar, segist vera von- svikin vegna samkomulagsins. Á að- alfundi Landverndar, hinn 22. maí síðastliðinn, var lýst yfir almennri ánægju með þá ákvörðun að fresta ætti áformum Norðlingaölduveitu. „Þetta eru veruleg vonbrigði, sér- staklega þar sem á ekki að fara í framkvæmdir fyrr en eftir fjögur ár. Persónulega hefði ég talið eðlilegt að menn myndu fresta skipulagi á þessu svæði og taka það svo upp eftir fjögur ár og skoða stöðuna þá.“ Menn eiga að staldra við Hún segir að menn ættu að nýta tímann til þess að skoða hvort það væri virkileg þörf fyrir þessa orku, sem hún telur ekki vera, og ef svo væri hvort hægt væri að útvega hana með öðrum hætti. „Afstaða Land- verndar hefur ávallt verið afar skýr. Þetta er eitt verðmætasta svæði sem við eigum á Íslandi og ekki brýnir hagsmunir til þess að fórna því,“ og tekur þar með í sama streng og Árni varðandi náttúruverndargildi svæð- isins. „Þarna finnst mér að menn ættu aðeins að staldra við,“ segir hún. Ekki sáttir við nýja samkomulagið um Norðlingaölduveitu Fulltrúar Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og utanríkis- ráðherra, sagði í ræðu við upphaf miðstjórnarfundar Framsóknar- flokksins í gær, að hann væri mjög ósáttur við hvernig forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefði staðið að fjölmiðlamálinu. Halldór sagði að hann vissi ekki við hverja forsetinn hefði talað áður en hann tók þá ákvörðun að staðfesta ekki fjölmiðla- frumvarpið. Forsetinn hefði þó ekki talað við formenn stjórnarflokkanna og hann hefði ekki talað við Alþingi. „Ég hefði átt von á því að ef til þessa væri gripið [þ.e. að forsetinn staðfesti ekki lög] þá yrði talað við ýmsa; leitað álits þeirra. En það var ekki gert. En það er ekkert um það að segja. Við verðum að taka því sem að höndum ber.“ Halldór kvaðst þó virða ákvörð- un forsetans, þótt hann væri ósam- mála henni. Halldór rifjaði upp í þessu sam- bandi þegar Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands, hefði íhug- að að neita að staðfesta lagafrumvarp um samninginn um Evrópska efna- hagssvæðið, árið 1993. „Þá kallaði hún á fjölda stjórnmálamanna,“ sagði Halldór. „Þá vorum við framsóknar- menn í stjórnarandstöðu. Hún kallaði m.a. á mig. Ég ráðfærði mig þá við fyrrverandi formann flokksins, Stein- grím Hermannsson, og sagði við for- setann að ég teldi það alveg fráleitt að hún beitti þessu valdi, vegna þess að ég hef alltaf verið þessarar skoðunar, vegna þess að ég hef ávallt talið að orð Ólafs Jóhannessonar í þessu sam- bandi væru hin einu réttu.“ Vísaði Halldór þarna m.a. til þeirra skrifa Ólafs að þjóðaratkvæði væri löggjaf- araðili sem ekki ætti að leita til nema mikið lægi við eða um væri að tefla meginatriði í lagasetningu. „Þetta hefur alltaf verið svona í mínum huga,“ sagði Halldór, „þess vegna hef ég talið að til þessa gæti ekki komið og að þetta væri ekki vald sem forset- inn ætti að nota, að minnsta kosti ekki í svona tilvikum.“ Hann bætti því við að hann hefði eins og aðrir framsókn- armenn borið mikla virðingu fyrir forsetaembættinu. Hann teldi það vera eitt af sameiningartáknum þjóð- arinnar. „Við eigum íslenska fánann, við eigum þjóðsönginn okkar, við eig- um Þingvelli og við eigum forseta- embættið. Það er mikilvægt að við varðveitum okkar sameiningartákn. En ég verð að segja alveg eins og er að ég er mjög ósáttur við það hvernig forsetinn hefur unnið þetta mál. Það er alveg ljóst að við eigum að bera virðingu fyrir embættum en þá skipt- ir máli hvernig á þeim er haldið.“ Fái skjóta umfjöllun Halldór fjallaði nánar um fjölmiðla- lögin og sagði að ríkisstjórnin hefði talið þegar hún ákvað að setja á fót nefnd til að fjalla um eignarhald á fjölmiðlum, um miðjan desember sl., að það ætti að geta skapast þverpóli- tísk samstaða um að setja einhverjar reglur í þessu sambandi. Stjórnar- andstæðingar hefðu fyrr um haustið lýst yfir miklum áhyggjum af fá- keppni í viðskiptalífinu og eignarhaldi á fjölmiðlum. „Annað hefur þó komið á daginn,“ sagði Halldór og vísaði til þess að stjórnarandstaðan hefði upp- lýst að hún væri á móti málinu. Sagði hann athyglisvert að stjórnarand- staðan, þó einkum Samfylkingin, hefði nánast ekkert upplýst í hvaða aðgerðir hún vildi ráðast. „Þannig geta þeir að sjálfsögðu leyft sér að tala, en við getum það ekki. Við höfum ákveðið að láta efndir fylgja orðum jafnvel þótt það kunni að baka okkur einhverjar óvinsældir tímabundið.“ Halldór sagði að eftir alla umfjöll- unina um fjölmiðlafrumvarpið og þær breytingar sem það hefði tekið í með- förum þingsins stæðu fyrst og fremst eftir tvö álitaefni. Fyrra álitamálið væri hvort rétt væri að takmarka eignarhald markaðsráðandi fyrir- tækja í ljósvakamiðlum við fimm pró- sent. Hann sagði í þessu sambandi að einkum hefði verið rætt um það hvort varkárara hefði verið að hafa prósent- in t.d. tíu í stað fimm. Hann kvaðst sjálfur þeirrar skoðunar að óheppi- legt væri að aðili í markaðsráðandi stöðu væri í fjölmiðlarekstri. „Ég get hins vegar sætt mig við að hann sé með lítinn hlut. Ég get alveg sætt mig við það. En ég get ekki sætt mig við það að slíkt fyrirtæki sé með ráðandi stöðu í fjölmiðlarekstri.“ Hann sagði að fjölmiðlar væru fjórða valdið og að þeir ættu ekki einasta að veita vald- höfum aðhald heldur einnig stærstu fyrirtækjum landsins. Halldór sagði að síðara álitaefnið væri hvort rétt væri að heimila ekki þeim sem reka ljósvakamiðil að vera jafnframt í dagblaðarekstri. „Ég held það hljóti að vera ljóst að það sé heppilegra að þetta sé aðskilið. Ég held það hljóti að vera ljóst að það skapi meiri fjölbreytni. Ég held það hljóti að vera ljóst að það skapi breiðari umræðu.“ Halldór sagði að fjölmiðlalögin hefðu verið sett með því hugarfari að tryggja fjölbreytni fjölmiðlanna. Hann minntist einnig á að Norðurljós hefðu kært þetta mál til Eftirlits- stofnunar EFTA, ESA og upplýsti að utanríkisráðuneytið hefði óskað eftir því við ESA að taka málið til skjótrar umfjöllunar. Enginn ágreiningur um skattamál Halldór gerði skattalækkanir einn- ig að umtalsefni í ræðu sinni. „Gefið hefur verið í skyn í fjölmiðlum und- anfarið að einhver ágreiningur sé um þetta,“ sagði hann og ítrekaði að eng- inn ágreiningur væri um það sem stæði í stjórnarsáttmálanum. Því, sem þar stæði, yrði komið í fram- kvæmd og staðfest hefði verið í lang- tímaáætlun í ríkisfjármálum sl. haust að 20 milljörðum króna yrði varið til skattalækkana á árunum 2005–2007 og 3 milljörðum til barnabóta eða annarra tiltekinna verkefna. „Þetta er alveg skýrt. Það á eftir að útfæra þetta nánar og það mun að sjálfsögðu koma fram í fjárlögum fyrir árið 2005 og í frumvarpi til laga í þessu skyni á næsta hausti.“ Sagði hann að í þeim aðgerðum yrði ráðist í breytingar til hagsbóta fyrir allan almenning í land- inu. „Það er hins vegar alveg ljóst að samfara þessu verðum við að gæta þess að halda áfram að styrkja al- mannaþjónustuna, þannig að hún geti áfram þjónað göfugu hlutverki sínu, fyrir alla landsmenn óháð búsetu eða efnahag.“ Samræma heilbrigðisþjónustuna Halldór sagði einnig ljóst að áfram þyrfti að veita auknum fjármunum í bæði heilbrigðiskerfið og mennta- kerfið. Bætti hann því við að mikill ár- angur hefði þó náðst á þessum svið- um. Hann sagði að mikið hefði verið rætt um Landspítala – háskóla- sjúkrahús. „Ég talaði við forstjóra ríkisspítalanna í dag. Hann sagði að það væru nánast engir biðlistar nema á takmörkuðum sviðum og að tekist hefði að veita mjög góða þjónustu. Sjúkrahúsið hefði náð miklum ár- angri í sínum reksti. Þeir hafa að vísu áhyggjur af sparnaðarhugmyndum á árinu 2005 og við þurfum að fara yfir það. Auðvitað eru takmörk fyrir því hvað hægt er að fara í mikið aðhald. En við skulum ekki gleyma því að við getum aldrei byggt upp öfluga al- mannaþjónustu nema það sé jafn- framt aðhald.“ Halldór fjallaði áfram um heil- brigðisþjónustuna og sagði m.a. að það mætti samræma betur heilbrigð- isþjónustuna víða um land. Ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Það væri verk- efni sem ráðast þyrfti í. Halldór sagið einnig að styðja þyrfti við bakið á framhaldsskólunum og háskólunum og ennfremur að styrkja þyrfti samfélagsþjónustuna á öðrum sviðum t.d. með því að bæta enn frekar stöðu geðfatlaðra og fjölga hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, á miðstjórnarfundi flokksins Ósáttur við framgöngu forsetans Morgunblaðið/Golli Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, og Siv Friðleifsdótt- ir, ritari flokksins, á miðstjórnarfundi flokksins sem haldinn var á Hótel Sögu í gær. Um 150 fulltrúar eiga sæti í miðstjórninni. Skattalækkanir munu koma fram í fjárlagafrumvarpinu næsta haust „ÉG REYNI að kalla fram þær myndir sem ég sé í hverj- um drumb fyrir sig,“ segir Lúkas Kárason, listamaður í Fellahverfi, en hann hefur nú fært stærstu rekaviðar- stytturnar sínar út í garð í tilefni sjómannadagsins. „Mér datt í hug að færa þær út fyrir sjómannadaginn, þar sem ég vann sem sjómaður um áratuga skeið, og rekavið- urinn er búinn að velkjast í hafinu. Þetta tengist allt sam- an. Ég er alltaf með nokkrar hérna úti yfir sumartím- ann, enda eru þær nokkuð stórar. Til dæmis sómir Snorri Sturluson sér vel hérna í garðinum,“ sagði Lúkas í samtali við Morgunblaðið. Rekaviðinn fær Lúkas norður af Ströndum, en þar ólst hann upp. Lúkas hefur skorið út styttur úr rekaviði í nokkur ár, og er með um hundrað styttur innanhúss hjá sér. „Svo eru nokkrar í bílskúrnum og aðrar í geymslu úti í bæ,“ bætir hann við. Hann hefur haldið tvær sýn- ingar á styttunum, aðra norður á Ströndum en hina í Ráðhúsi Reykjavíkur. Rekaviðurinn orðinn að listaverkum Morgunblaðið/ÞÖK Lúkas Kárason við höggmyndir sínar, sem eru úr rekavið, þar á meðal Snorra Sturluson til vinstri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.