Morgunblaðið - 05.06.2004, Síða 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
EFTIRVÆNTINGIN var mikil á
meðal hjálparstarfsmanna í Afgan-
istan þar sem þeir biðu á flugvell-
inum í Kabúl tilbúnir með tóma
vörubíla til að flytja hjálpargögn frá
Íslandi þangað sem þeirra er helst
þörf. Fragtflugvél Íslandsflugs, sem
utanríkisráðuneytið leigði til far-
arinnar, hafði lagt af stað frá Íslandi
rúmum sólarhring fyrr, með 45 tonn
af hjálpargögnum innbyrðis, birtist
allt í einu í skýjunum og lenti heilu
og höldnu á flugbrautinni.
Hermenn þyrptust að til að bera
kassa fulla af lyfjum frá lyfjafyr-
irtækinu Actavis, sem gaf eitt tonn
af sýkla- og berklalyfjum, að verð-
mæti um 10 milljóna króna, og
bretti með kössum fullum af hlýjum
vetrarfatnaði sem Rauði krossinn
safnaði hjá Íslendingum komu út úr
flugvélinni á færibandi hvert á fæt-
ur öðru. Innar í vélinni voru sjúkra-
rúm, dýnur og önnur hjálpargögn
sem Hjálparstarf kirkjunnar safn-
aði, tæki og tól sem voru eitt sinn í
notkun á íslenskum sjúkrahúsum,
en hefur nú verið skipt út fyrir nýrri
tæki.
Magna Torvund hjá hjálparstarfi
norsku kirkjunnar, sem dreifir
hjálpargögnunum, segir að þörfin
sé mikil á sjúkrahúsum og heilsu-
gæslustöðvum í Afganistan, einkum
hjá stofnunum í eigu ríkisins.
Kemur í góðar þarfir
„Sumir spítalanna hafa ekki einu
sinni rúm, það eru dýnur á gólfinu
og engin lækningatæki – fyrir utan
kannski hlustunarpípu. Þessi hjálp-
argögn koma því í mjög góðar þarf-
ir. Sumt af því sem er um borð er
mjög fínt og verður farið með það á
góð sjúkrahús hér í Kabúl, á meðan
rúmin og dýnurnar munu fara út í
héruðin þar sem þörfin er mjög mik-
il,“ segir Torvund.
Jamila Ibrohim, Rauða hálfmán-
anum í Afganistan, segir að mjög
kalt sé á veturna í Afganistan.
„Margir þurfa hlý föt, bæði fólk sem
er hér nú þegar og flóttamenn sem
eru að koma aftur til landsins. Þess-
um fötum verður dreift af afganska
Rauða hálfmánanum, sérstaklega til
kvenna og barna. Hér eru margar
fátækar konur með börn því fjöldi
karla hefur látið lífið í styrjöldum
undanfarinna ára. Rauði hálfmán-
inn er mjög þakklátur Rauða kross
Íslands fyrir þennan stuðning því
þörfin hér er mjög mikil. Við vitum
að þetta eru góð og hlý föt þannig
að þau koma að mjög góðum not-
um.“
„Sumir spítal-
anna hafa ekki
einu sinni rúm“
Morgunblaðið/Nína Björk Jónsdóttir
Örn Ragnarsson, sem skipulagði fatasöfnun Rauða krossins, heilsar afgönskum hjálparstarfsmönnum á meðan
fatakassarnir streyma úr flugvélinni. Vinstra megin við hann er Jamila Ibrohim hjá Rauða hálfmánanum.
ELDSNEYTISVERÐ hefur lækkað
aftur undanfarna tvo daga eftir
hækkun í byrjun júnímánaðar.
ESSO reið á vaðið og lækkaði aftur á
fimmtudag, og fylgdu hin félögin í
kjölfarið í gær.
Algengt verð á 95 oktana bensíni
er nú 106,9 kr. í sjálfsafgreiðslu hjá
stóru félögunum, ESSO, Skeljungi
og Olís, og algengt verð á dísilolíu er
47,3 kr. Verðið er nokkuð lægra hjá
sjálfsafgreiðslufélögunum Orkunni,
ÓB og Ego. Atlantsolía hækkaði
verðið ekki um mánaðamótin og hef-
ur verð þar haldist óbreytt undan-
farna daga, 101 kr fyrir 95 oktana
bensín og 43,5 kr fyrir dísilolíu. Ork-
an hækkaði heldur ekki, en þar er
verð mjög breytilegt milli stöðva.
Lækkun á heimsmarkaði
Orsök lækkunarinnar nú skýra
forsvarsmenn fyrirtækjana allir með
tvennu, lækkun á heimsmarkaðs-
verði og samkeppni á smásölumark-
aði. Heimsmarkaðsverð hefur lækk-
að nokkuð eftir að OPEC-
olíuframleiðsluríkin tilkynntu um
aukna framleiðslu á olíu, og segja
forsvarsmenn félaganna að það auki
bjartsýni og hafi áhrif til verðlækk-
unar.
Forsvarsmenn Atlantsolíu segja
þetta hins vegar dæmi um að oft velti
lítil þúfa þungu hlassi, og segja hin
félögin hafa lækkað verð sitt til að
mæta samkeppni frá Atlantsolíu,
sem hækkaði ekki verðið á eldsneyti
um mánaðamótin eins og önnur fé-
lög.
!!
"
#
$ #
! "
#$
#
%#
Bensínverð lækkar aftur
eftir hækkun í vikunni
FORSVARSMENN Símans segja
ekkert til í því sem komið hefur
fram í málflutningi eins sakborn-
inganna í Landssímamálinu svo-
kallaða, Kristjáns Ra. Kristjáns-
sonar, að Síminn hafi veitt
fyrirtækjum sem ekki voru beint
tengd Símanum lán.
Páll Ásgrímsson, framkvæmda-
stjóri lögfræðisviðs hjá Símanum,
segir að engin dæmi hafi fundist í
bókhaldi félagsins um beinar lán-
veitingar frá Símanum til óskyldra
aðila. Hann segir að eingöngu hafi
verið lánað fé til, eða gengist í
ábyrgðir fyrir, fyrirtæki sem eru
annaðhvort dóttur- eða hlutdeild-
arfélög Símans.
„Það eru eðlilega dæmi um ein-
hverjar lánveitingar til tengdra að-
ila, það er að segja dóttur- og hlut-
deildarfélaga, en þá er það á
grundvelli samþykktar stjórnar og
samkvæmt venju í viðskiptum,“
segir Páll.
Sem dæmi um fyrirtæki sem
Síminn hefur gengið í ábyrgðir
fyrir, sem Páll segir jafngilda lán-
veitingum, er FARICE hf, sem á
og rekur nýlagðan sæstreng til
landsins. Síminn ábyrgðist alls 9,4
milljónir evra, um 820 milljarða
króna, fyrir FARICE.
Í málflutningi lögmanns Krist-
jáns Ra. kom einnig fram að Sím-
inn hafi keypt víxla og skuldabréf
af fyrirtækjum, og staðfestir Páll
að það sé gert í því skyni að fá
skammtímaávöxtun á lausafé.
Hann segir þó að engin dæmi hafi
fundist í bókhaldi Símans um að
slíkt væri gert nema í gegnum við-
urkennd verðbréfafyrirtæki, banka
eða fjármálastofnanir, eins og
vinnureglur Símans segi til um.
„Þess utan lítum við í raun og
veru ekki á þau viðskipti sem lán-
veitingar vegna þess að félagið var
að ávaxta haldbært fé á þessum
tíma í þessum tilvikum,“ segir Páll.
Tjá sig ekki
um viðskiptavini
Kristján Ra. fullyrti við aðal-
meðferðina að Sparisjóður Kópa-
vogs hafi látið Íslenska sjónvarps-
félagið fá tugi milljóna króna án
formlegra pappíra. Átti það að
skýra grandaleysi Kristjáns Ra.
vegna þess að hann segist ekki
hafa séð neina pappíra vegna fjár-
hæða sem komu inn í félagið frá
Landssíma Íslands.
Carl H. Erlingsson, sparisjóðs-
stjóri Sparisjóðs Kópavogs, tjáir
sig ekki um þessa fullyrðingu, og
segist lögum samkvæmt ekki geta
tjáð sig á nokkurn hátt um ein-
staka viðskiptavini bankans.
Síminn svarar fullyrðingum sakbornings í Landssímamálinu
Síminn lánaði aldrei til
ótengdra fyrirtækja
ÁGREININGUR um áherslur á
málþingi um framtíð Reykjavíkur-
listans, sem halda átti í dag, á tíu ára
afmæli R-listans, varð til þess að
þinginu var frestað til haustins.
Tímaskortur hafi orðið þess valdandi
að ekki tókst að ná lendingu í málinu
nógu tímanlega.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var deilt um fjölmörg atriði,
eins og yfirskrift málþingsins, hverj-
ir ættu að flytja ræður, hverjir ættu
að sitja í pallborði og fleira. Var ekki
talið að sjónarmið stjórnmálaflokk-
anna sjálfra sem standa að kosninga-
bandalaginu, Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs, Framsóknar-
flokksins og Samfylkingarinnar,
kæmu nógu vel fram, eins og upp-
leggið var hjá Degi B. Eggertssyni,
formanni vinnuhópsins. Hugmyndin
hafi verið of mikið mótuð af þeim
sem vinni innan R-listans og ekki
hafi gefist tími til að vinna þær frek-
ar.
Ingibjörg Sólrún
átti að tala
Vísaði vinnuhópurinn málinu til
forystumanna borgarstjórnarflokks-
ins sem frestuðu málinu til hausts-
ins. Var þeim ábendingum komið á
framfæri að R-listinn gæti sjálfur
séð um skipulagninguna í stað þess
að virkja flokksfélögin í Reykjavík til
þess en vilji er til þess að fjölbreytt
sjónarmið stjórnmálaflokkanna
sjálfra fái að heyrast.
Dansleikur verður á Hótel Borg í
kvöld klukkan 22 þar sem borgar-
stjóri og borgarfulltrúar R-listans
taka á móti gestum. Átti dagurinn
því að vera tvískiptur; fyrst málþing
um fortíð, nútíð og framtíð Reykja-
víkurlistans og síðan dansleikur um
kvöldið. Átti Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, fyrrverandi borgarstjóri, að
tala um fortíðina og Þórólfur Árna-
son, núverandi borgarstjóri, framtíð-
ina. Ekki var full sátt um þá upp-
röðun. Önnur hugmynd var að
formenn stjórnmálaflokkanna
ræddu sína sýn á samstarfið, borg-
arfulltrúar sætu í pallborði og svör-
uðu gagnrýnum spurningum og börn
jafngömul R-listanum flyttu stutt er-
indi. Um þetta var gerður ágreining-
ur.
Dagur B. Eggertsson borgar-
fulltrúi segir að undirbúningstími
hafi verið of knappur. Einnig hafi
Framsóknarflokkurinn verið með
miðstjórnarfund í gær og óvissa
hefði verið um hvort hann drægist
fram á daginn í dag. Það hafi ekki
ráðið neinum úrslitum um frestun
málþingsins að ekki náðist sam-
komulag um dagskrá.
Tíu ára afmæli R-listans
Málþingi frestað
vegna ágreinings
STJÓRNARMAÐUR og fyrrv. for-
maður Tilveru, samtaka gegn ófrjó-
semi, segir að það sé út af fyrir sig
fagnaðarefni að heimild heilbrigðis-
ráðherra hafi fengist fyrir einka-
rekstri tæknifrjóvgunardeildar. Að-
alatriðið sé að starfsemin haldi
áfram og óvissu hafi þar með verið
eytt.
Hólmfríður Gestsdóttir, stjórnar-
maður í Tilveru, segir að undanfarin
misseri hafi starfsemi tæknifrjóvg-
unardeildar Landspítalans verið í
það mikilli óvissu að erfitt hafi verið
fyrir starfsmennina að sinna sinni
vinnu. Í sparnaðaraðgerðum spítal-
ans hafi deildin ávallt verið neðst á
forgangslista og lítill sparnaður t.d.
fengist með lokun deildarinnar á
sumrin.
Hólmfríður segir besta kostinn
hafa verið þann að starfsemin fengi
að halda áfram óáreitt innan spítal-
ans. Ákveðin hætta sé á meiri kostn-
aði sjúklinga af einkarekstri, þó að
ekkert handbært sé til um það á
þessu stigi. Hún segir stjórn Tilveru
koma fljótlega saman til fundar og
þar verði ákvörðun heilbrigðisráð-
herra án efa rædd.
Aðalatriðið að starf-
semin haldi áfram
Samtökin Tilvera um tæknifrjóvgun