Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ósköp hefur hann verið langt niðri, Nonni minn, það eru komnar þrjár mínútur fram yfir, og það sést ekki svo mikið sem smábóla. Norræna mjólkuriðnaðarþingið í Reykjavík Mjólkurvörur eru heilsubót Mjólk og heilsa eryfirskrift nor-ræna mjólkuriðn- aðarþingsins sem hefst í dag og stendur fram á mánudag á Hótel Nordica í Reykjavík. Þátttakendur eru um 320 og koma að stórum hluta frá Dan- mörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð, auk Íslands. Þetta er í fertugasta sinn sem starfsmanna- og tæknifélög mjólkuriðnað- arins á Norðurlöndum efna til fagráðstefnu af þessu tagi, en sú fyrsta var haldin í Ósló árið 1920. Þingið er haldið þriðja hvert ár á vegum Nor- ræna mjólkurtækniráðs- ins NMR (Nordisk meieri- teknisk råd) og var það áður haldið á Íslandi 1973 og 1989. Tæknifélag mjólkuriðnaðar- ins á Íslandi annast skipulagn- ingu þingsins og ber nú í fyrsta sinn ábyrgð á efnisumfjöllun þess, enda er Íslendingur, Hólm- geir Karlsson, markaðs- og þró- unarstjóri Norðurmjólkur, í fyrsta sinn í áttatíu og fimm ára sögu þessa samstarfs, formaður Norræna mjólkurtækniráðsins. Auk hans hafa Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá MS, og dr. Einar Matthíasson, markaðs- og þróunarstjóri hjá MS, staðið að undirbúningi ráðstefnunnar. „Það leikur enginn vafi á því að mjólkurvörur eru hollar og mjög mikilvægur undirstöðuþáttur í mataræði okkar,“ segir Hólmgeir Karlsson. „Það þarf ekki annað en nefna að mjólkin frá náttúr- unnar hendi er það sem kemur næst því sem kalla mætti hina fullkomnu fæðu. Mjólkin er hvað best þekkt fyrir að vera okkar langmikilvægasti kalkgjafi, rík af hágæða próteinum og að vera uppspretta vítamína og steinefna. Þessu til viðbótar hafa svo nýrri rannsóknir sýnt að mjólk getur í mörgum tilvikum haft bein heilsubætandi áhrif, en þar er um mjög flókið samspil að ræða. Þannig er mjólkin gríðarlega mikilvæg í mataræði barna og ungmenna og getur verið lykillinn að eðlilegum þroska og færni þeirra. Það sem er hvað gleðileg- ast fyrir okkur mjólkuriðnaðar- fólk er að fita mjólkurinnar, sem oft hefur sætt árásum gegnum tíðina, er að fá fulla uppreisn æru. Fita mjólkurinnar er um margt sérstæð en það sem gerir hana hvað eftirsóknarverðasta er fjöl- breytileiki fitusýra sem í henni finnast og margar hverjar eru okkur lífsnauðsynlegar. Þannig færir mjólkurfitan okkur miklu meira af þeim efnum sem við verðum að fá úr fæðunni en t.d. jurtaolíur gera. Varðandi heilsu- bætandi áhrif mjólkur bíða marg- ir spenntir eftir að hlýða á fyr- irlestur David A. McCarron, prófessors við næringarfræða- deild Kaliforníuháskóla, á þinginu, en hann mun fjalla um þann sparnað sem hann telur að ná megi í heilbrigðiskerfi Banda- ríkjanna með aukinni neyslu mjólkurvara.“ – Hvað fleira verður tekið til umfjöllunar á mjólkur- iðnaðarþinginu? „Á ráðstefnunni verða fluttir 25 fyrirlestrar um nýjustu rann- sóknir á mjólk og hollustugildi hennar, tækifærin sem felast í áframhaldandi vöruþróun og markaðssetningu mjólkurinnar ásamt því að leitað verður svara við því hverjar verði væntingar og kröfur neytenda til mjólkurvara í nánustu framtíð. Fyrirlesararnir koma víða að, þó flestir frá Norð- urlöndum, en auk þeirra koma fyrirlesarar frá Bandaríkjunum, Írlandi og Hollandi. Í upphafi ráðstefnunnar verða flutt þrjú yfirlitserindi um efnis- tök hennar. Birthe Lindahl Han- sen, frá Copenhagen Institute for Future Studies, flytur erindið „En fremtid i sunnhetens tegn“, Helge Castberg frá Elopak í Nor- egi heldur erindið „Hvad kreves av ny teknologi for å möte frem- tiden“ og dr. Einar Matthíasson, MS, fjallar um rannsóknir á mjólk í erindinu „Forskning inn- enfor melk og helse“. Þá verður fjallað sérstaklega um ræktunarstarf í nautgripa- rækt í samanburði þess að beita genatækni til aukinnar hollustu og bættra eiginleika mjólkur. Er- indi flytja Bragi Líndal Ólafsson hjá Rala, Lars Gjöl Christiansen frá Landbúnaðarháskóla Dan- merkur og Anne Lunden frá Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar. Fjallað verður um framtíðar- framleiðslutækni mjólkurvara, þar sem sérstaklega er horft til minni meðhöndlunar hráefna og meiri gæða og flytja Thomas Ohlson hjá SIK í Svíþjóð, Petr Dejmek frá háskólanum í Lundi og Sten Irwe hjá Tetra Pak í Sví- þjóð erindin. Þá verða markaðs- mál í brennidepli í sex fyrirlestr- um. Má þar nefna að ég sjálfur flyt fyrirlestur um þann eftirtekt- arverða árangur sem Íslendingar hafa náð með skyrafurðir sínar, skyr.is og KEA-skyr, en þessar vörur hafa náð gífurlegum vin- sældum sökum gæða og hollustu. Einnig verður viðamikil umfjöllun um rannsóknir og þróun innan mjólkuriðnaðar og sérstakur kafli um hollustueiginleika mjólkur. Að endingu er svo sérstakur kafli sem fjallar um þarfir og sýn neyt- enda á stöðu mjólkurvara.“ Dagskrá ráðstefnunnar og upp- lýsingar um fyrirlestra er að finna á www.meierikongress.is Hólmgeir Karlsson  Hólmgeir Karlsson er fæddur 29. júní 1960 á Akureyri. Hann lauk mastersnámi í mjólkurverk- fræði frá Landbúnaðarháskól- anum í Noregi 1986 og starfar nú sem forstöðumaður markaðs- og þróunarsviðs Norðurmjólkur. Hólmgeir starfaði að námi loknu hjá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði og síðar hjá Mjólk- ursamlagi KEA. Hann hefur gegnt formennsku í Tæknifélagi mjólkuriðnaðarins um árabil og varð forseti Norræna mjólkur- tækniráðsins árið 2001. Hólm- geir á synina Kára Liljendal, f. 1995, og Karl Liljendal, f. 1997. Fjölbreyti- legar fitusýr- ur í mjólk Bocage skór - ný sending 30% afsláttur af minnkapelsum í dag Opið til kl. 17 í dag ÍÞRÓTTA- og ólympíusamband Ís- lands (ÍSÍ) verðlaunaði á miðviku- dag fyrirtæki og stofnanir sem þóttu standa sig best í fyr- irtækjakeppninni „Hjólað í vinn- una“, sem stóð í tvær vikur, eða frá 17.–28 maí. Afhendingin fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og er keppnin hluti af hvatningarverk- efni ÍSÍ, sem nefnist Ísland á iði. Aðrir samstarfsaðilar að keppninni voru Rás 2 og Hjólreiðasamtökin. Megintilgangur keppninnar er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Keppnin var nú haldin í annað sinn og fóru viðtökur fram úr björtustu vonum. Alls áttu 162 fyr- irtæki og stofnanir frá 29 sveit- arfélögum, samtals 289, lið í keppn- inni. Þátttakendur voru því alls 2.510 talsins og er það fimmföld aukning frá því í fyrra. Veitt voru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í sex fyrirtækjaflokkum, þ.e. frá fyrirtækjum þar sem eru- yfir 400 starfsmenn yfir til fyr- irtækja þar sem færri en 10 starfs- menn vinna. Keppt var um flesta daga og flesta kílómetra, hlutfalls- lega miðað við heildarstarfs- mannafjölda viðkomandi fyr- irtækja. Í flokki stærstu fyrirtækjanna voru starfsmenn Alcan á Íslandi duglegastir við að skilja bílinn eftir heima og hjóla til vinnu en þeir voru hlutskarpastir í báðum flokkum, þ.e. fjöldi daga sem hjólað er og svo flestir kíló- metrar. Lítið tillit tekið til hjólreiðafólks í umferðinni Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, er ánægður með þátttökuna og þá miklu aukningu sem hefur orðið á milli ára. „Maður finnur að það er stemning fyrir því að fólk átti sig á að það þurfi á hreyfingu að halda. Hún bætir heilsuna, útlitið og geð- ið,“ segir Ellert en bendir á að að- staðan mætti vera betri fyrir hjól- reiðafólk. „Það er því miður ekki tekið nægilega mikið tillit til þeirra í um- ferðinni.“ ÍSÍ verðlaunar fyrir umhverf- isvænan samgöngumáta Morgunblaðið/Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.